Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Síða 16
Skúli Magnússon:
Skipasiraðar á Suðumesjum
(Grein þessi var skrifuð 26. nóv. 1972).
J.M.
Það þarf vart að eyða mörgum orð-
um að þvi, að sjávarútvegur er og hef-
ur verið undirstaða islenzks atvinnu-
Hfs(um leið og mestur hluti útflutnings
landsmanna er fiskur. Hér á Suður-
nesjum þekkja menn vel til sjávarins(
enda sjórinn undirstaða alls, og Suður-
nesjamenn eiga mun meira i húfi
varðandi sjóinn og nýtingu auðæfa
hans heldur en aðrir hér á landi. Það
liggur þvi i augum uppi,að allt frá þvi
menn stigu hér fyrst niður fæti, en það
voru tveir þrælar Ingólfs, er þeir leit-
uðu öndvegissúlna herra sins, hafa
menn sótt sjóinn og til þess hefur þurft
skip. Þess er getið á nokkrum stöðum i
fornritum, að haffær skip hafi verið
smiður á fslandi, og þá úr innlendum
viðum. En eftir að viður för að þverra
sakir skógarhöggs og kolavinnslu,varð
að flytja ailt efni til skipasmiða inn i
landið frá útlöndum. Hefur svo verið
siðan. Mun ég hér á eftir rekja eitt-
hvað um skipasmiðar og skip 'r
Gullbringusvslu, aðallega mun ég þó
halda mig við suðurhluta svslunnar.
Heimilda er getið jafnóðum.
A blaðsiðu 334 til 338 i Iðnsögu Is-
lands.I. bindi, er kafli um skipasmiðar
á Suðurnesjum og i Grindavik. Fer hér
á eftir kaflinn um Illhuga smið úr
Arnessýslu en hann var lengi viðloða i
Grindavik: ..Illhugi smiður Jónss. var
einn kunnasti skipasmiður á Suður-
landi á 18. öld. Hann var fæddur i
Neðradal i Biskupstungum 1724. bjó
lengi á Drumboddsstöðum og andaðist
þar um 1790. Um hann segir i þætti i
Blöndu II: ..Á vertiðum var Illhugi
umsjónarmaður Skálholtsskipanna i
Grindavik (en þess skal getið að Skál-
holtsstaður átti lengi Grindavik). er
gengu frá Staðarhúsum á Jarngerðar-
stöðum. Þau voru austarlega á Ekrun-
um. Þar bætti hann allt sem bæta
þurfti, en eigi réri hann á sjó. — Illhugi
smiðaði mörg skip. Hið siðasta smið-
aði hann á Stað i Grindav. Þá var hann
gamall. Var hann þá heldur
óglaður. Og er hann var spurður um
orsökina. sagði hann: ..Þetta verður
seinasta skipið, sem ég smiða, en það
verður fyrsti manndrápsbollinn, sem
ég smiða. Þvi smiða ég þaö nauðugur,
þó svo verði að vera. En svo skal ég
hafa það i laginu, að af kjölnum skal
það aldrei fara". Hvort tveggja rætt-
ist. Illhugi dó skömmu siðar. Og skipið
fórst i Staðarsundi i stórbrimi, en ekki
fór það af kjölnum. Brotsjór (hol-
skefla) féll ofan á það og braut það i
spón. Mennirnir fórust allir”.
1 8. bindi Lærdómslistafélagsrit-
anna. 1788. bls 280. stendur: „Bóndinn
Illhugi Jónsson á Drumboddsstöðum i
Árnessýslu hefur smiðað 5 tiæringa, 13
áttæringa og 26 aðra minni fiskibáta
og róðrarferjur. einnig aðgjört og um-
smiðað fjölda mikinn annara skipa og
báta. sem yfirhöfuð að lögun og
traustri smið hafa álitnir verið öðrum
betri i þeirri sýslu. Auk þess hefur
hann sem forsmiður reist og þiljað 10
kirkjur. einnig fjölda annarra húsa,
bæði á biskupsstólnum i Skálholti og
annars staðar. Hann hefur smiðað 80
likkistur og helming þeirra gefið fá-
tækum fyrir alls ekki. Þessum iðju-
sama og þarfa dugandis manni gefur
Félagið að verðlaunum sinn minna
silfurpening og þar að auki 10 rd. i
gangandi mynt".
t ritinu ..Skútuöldin" (I. bindi) eftir
Gils Guðmundsson segir svo um Jón
Sighvatsson bónda i Höskuldarkoti i
Ytri-Njarðvik (bls. 70 — 72): ,,1 Hösk-
udarkoti i Ytri-Njarðvik bjó um þessar
mundir Jón Sighvatsson. röskleika-
maður og þrekmikill.Hafði hann hafizt
úr fátækt og umkomuleysi fyrir táp og
dugnað.
Jón i Höskuldarkoti var fæddur 6.
marz 1759 að Kúhól i Austur-Landeyj-
um. Niu ára gamall missti hann föður
sinn. en ekkjan hélt áfram hokrinu.
ásam kornungum börnunum. fimm
.að tölu. Var Jón þeirra elztur og hlaut
þvi brátt að kynnast striti og áhvggj-
um fátæklingsins. Eftir að hann komst
á legg stundaði hann hevskap eystra á
sumrin. en sjóróðra suður i Höfnum á
vetrum. Gerðist hann snemma sjó-
maður góður og orðlagður smiður.
Formaður var hann nokkur ár við góð-
an orðstir.
t Höfnum kynntist Jón Oddbjörgu
Snorradóttur frá Narfakoti. kvæntist
henni og reisti bú á Höskuldarkoti i
Ytri -Njarðvik. Efnin voru litil i fyrstu.
en fóru brátt vaxandi. Jón var hin
mesta hamhlevpa til vinnu. og stund-
aði ýmist formennsku eða bátasmiðar.
jafnhliða búskapnum. Á þessum árum
sóttu Suðurnesjamenn margir nauð-
synjar sinar til Hafnarfjarðar og
Reykjavikur, enda þótt verzlun væri i
Keflavik. Til ferða höfðu þeir flest litil
skip og burðasmá, en hætti löngum til
að hlaða þau um of, svo að slys hlutust
af. Sem dæmi um framtakssemi Jóns
er það. að hann keypti áttæring austan
úr Þorlákshöfn, stækkaði hann til mik-
illa muna og notaði siðan til vöruflutn-
inga milli Keflavikur og Innnesja.
Þótti það skip mest og friðast á Suður-
nesjúm um þær mundir.
Árið 1814 hafði Jón komið vel undir
sig fótum, en gat þó ekki auðugur kall-
ast. Kunnað mun hann hafa full skil á
skipasmiðum og útgerðarfrum-
kvæmdum Bjarna Sivertsens og vitað,
að þau fyrirtæki báru sig allvel. Er
ekki óliklegt, að hann hafi hugsað sem
svo, að fleiri kynnu að geta fengizt við
þilskipaútgerð en Bjarni einn. En
hvort sem hann hefur velt þessum
málum fyrir sér lengur aða skemur,
þá er hitt vist, að þetta ár 1814
hafði hann aflað sér trjáviðar og hóf
smiði þilskips i Njarðvik. Réð hann til
sin Gisla Pétursson skipasmið á Os-
eyri. og vann hann með Jóni að smið-
inni i þrjá vetur, unz skútan var full-
smiðuð vorið 1817. Ekki höfðu ná-
grannar Jóns mikla trú á þessu brölti
hans. og hlaut hann hinar mestu hrak-
spár hvaðanæva. Kvað svo rammt að
þessu. að vinir Jóns komu að máli við
hann eftir fyrsta vetrarstarfið við
skútuna, báðu fyrir alla muni að hætta
fávizku sinni og rifa það. sem komið
var af skipinu. Mætti þá vera, að forð-
að yrði stórvandræðum. en annars
mvndi illt af hljótast. Jón skellti
skollaeyrum við öllum slikum fortöl-
um og sat sem fastast við sinn keip. Þó
þótti nábúum hans það kóróna gönu-
hlaupin. er hann sendi Jón son sinn til
Kaupmannahafnar. 20 ára gamlan. i
þvi skyni að læra ..skipstjórnár i-
þrótt". Fór Jón utan vorið 1815. dvald-
ist ytra i tvö ár og tók að þvi búnu
stýrimannspróf með góðum vitnis-
burði. Segir Jón Sighvatsson frá þvi
með nokkrum metnaði. að sonur sinn
hafi komið heim lærður skipstjóri,átta
dögum áður en skútan rann fullsmiðuð
af stokkunum. Jón stýrði skútu föður
slns fvrstu árin. en siðar tók við henni
bróðir hans. Pétur að nafni. Pétur var
röskleikamaður hinn mesti. Lærði
752
Sunnudagsblaö Timans