Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 2
Séra Gunnar Árnason: Kirkjuþáttur Timabilið frá upphafi þjóðhátiðar- ársins 1874 til ársins 1939, þegar heimsstyrjöldin siðari skall á, var ótvirætt eitthvert merkasta skeið is- lenzks þjóðlifs og blómatimi islenzkr- ar menningarsögu. Harðindin miklu um og eftir 1880 og blóðtapið, sem flutningarnir vestur um haf ollu, kom þeim ekki á kné, sem áfram börðust. Stælti þá þvert á móti og vakti þeim hugsjónir. Sjálfstæðisbaráttan var linnulaust háð unz fullur sigur var fenginn. Aldrei siðan fornsögurnar voru skráðar hafa verið uppi fleiri þjóð- skáld samtimis. — Nöfn og ljóð þeirra skálda og nokkurra annarra, er komu á hæla þeim, lifa enn i hugum og hjört- um mikils þorra landsmanna. Þar á meðai þjóðsöngurinn. Fyrstu almennu fræðslulögin voru samin og skólarnir risu á fót hver af öðrum. Séra Þórarinn Böðvarsson i Görðum var mikill brautryðjandi á þvi sviði. Þess er skylt að minnast að margir prestar i þann tið voru miklir menningarfrömuðir eins og raunar fyrr og siðar. Sátu og margir á alþingi. Ungmennafélög risu á legg i byrjun aldarinnar. Forgöngumönnum þeirra brann eldur i brjósti og ýmsar hug- sjónir knúðu þá til baráttu. En nú skal i örstuttu máli vikið að þvi umróti, sem varð á akri kristni ogkirkju.og sumum þeim nýgræðingi er upp af þvi spratt. 1886 kom skáldasálmabókin. Að henni stóðu sjö skáld, þ.á.m. Matthfas Jochumsson og Steingrimur Thor- steinsson. Þeirri bók var fagnað jafn- vel og Leirgerður var hrakin 1801. Tveir menn mótuðu guðfræði — og trúarskoðanir landsmanna á siðara hluta 19. aldar: Helgi Hálfdánarson og Pétur biskup Pétursson, báðir lengi forstöðumenn Prestaskólans. Sá siðar nefndi gaf út margar hugvekjur og predikarnir, sem lesnar voru við hús lestra um land allt. Báðir voru rétttrd- aðir, en það stóð ekki af þeim neinn stormur og þeir kveiktu enga elda. Rétt fyrir aldamótin hlánaði á kirkjusviðinu. Einn fyrsti vottur þess var llelgidagapredikanir séra Páls Sigurössonar, sem komu út 1894. Þeim var tekið tveim höndum likt og svala- drykk af fjölda leikmanna. Efnið sner- ist meir um lifernið en trúarlærdóma. Þá var einnig Þórhaliur Bjarnason, siðar biskup, kominn að Prestaskólan- um. Vitur maður og góðgjarn. Viðsýnn og afburða ritsnjall. Hann gaf út Kirkjublaðið, sem viðast var tekið tveim höndum. Það má likja þvi við læk eða á sem fossar ekki né fellur i striðum strengjum. Kemst þó leiðar sinnar og eflir gróðurinn á báðum bökkum. Þrir guðfræðingar komu heim frá Hafnarháskóla fyrir aldamótin: Jón Helgason, Haraldur Nielsson og Séra Gunnar Arnason Hættumerki Sigurður P. Sivertsen. Þeir urðu allir fyrstu kennararnir við guðfræðideild Háskólans. Þessir menn voru vorhuga og óskelfdir brautryðjendur ,,Nýju guð- fræðinnar”. Ég hef aldrei játað öllum hennar kenningum og finnst engin undur þótt heittrúarmenn,eins og séra Sigurbjörn A. Gislason og séra Friðrik Friðriks- son,væru henni andvigir i ýmsum at- riðum a.m.k. En ég játa hiklaust að megin grund- völlur hennar var og er réttur. Hann er sá að rannsaka beri Bibliuna alla óhlutdrægt og undanbragðalaust eins og hvert annað fornrit: aldur og upp- runa, og upphaflega merkingu text- ans, heimildir og innskot. Kristi er gefið heitið: konungur sannleikans. Lærisveinum hans er skylt að leita sannleikans og fylgja honum á öllum sviðum. Ég á Bibliu-skýringunum meira að þakka en nokkrum öðrum námsbókum. En þess verður að gæta að Bibliurannsóknir eru stöðugt i gangi, og mörg atriði umdeilanleg enn i dag, og mun svo verða áfram. Asmundur biskup Guðmundsson var siðasti oddviti þeirrar guðfræðistefnu, sem hér hefur verið vikið að. Þvi verð- ur ekki neitað að hún var mikil éndur- nýjun. Hún vakti marga til umhugsun- ar og umræðna um trúmálin, jók við- sýni og umburðarlyndi. Og fyrst og fremst beindi hún hugum manna að liferninu en ekki kennisetningunum. Enginn skal halda að ég hafi i hyggju að gera lltið úr þvi, sem gerzt hefur i kirkjulifinu siðustu áratugina. Þar er margt sem tiunda má og miklu varðar. Auðnast hefur að fá'Íögfest kiík'ju þing með ómetanlegum réttindum, ef áhugi er á að færa sér það i nyt. Nýir þjóðlifshættir valda þvi, að sveitaprestar eru að hverfa að miklu leyti úr sögunni. Aðeisn örfáir reka bú- skap. Flestir búa i borg eða kaupstöð- um og þorpum. Kristindómsfræðslan hefur þorrið i skólunum, sérstaklega i hlutfalli við aðrar námsgreinar. Kirkjusókn er ekki mikil almennt Flutt á bls. 94 74 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.