Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 7
Alfar, Dvergar Jötnar, örlagadisir, sem talab er um í Eddunum, eru nöfn á þeim táknum, sem maðurinn notar. Satt best að segja eru Eddurnar ein mesta málfræðiritgerð, sem til er i eigu mannsins. Ég mun ekki fara út i það i þessarri grein að reyna að útskýra þessa skoðun mina, þvi það yrði svo langt mál. Tilgangur þessarar greinar er að þýða Paistosdiskinn, og að þvi mun ég nú snúa mér, en skoðun min á eðli Eddanna verður að biða betri tima. Hins vegar mun þessi skoðun min styrkjast með þeirri merkingu, sem ég gef Paistodisknum, en ég mun heimfæra i setningar i Völuspánni til útskýringar og samanburðar. Al: Ættir Atta Ar. I fyrstu visu Völu- spárinnar eru meðal annars eftir- farandi orð: Viltu, at ek, Valföðr, vel fyr telja forn spjöll fira, þau er fremst of man. Þessi setning hefur svipaða heildarmerkingu og Al. Hér er talað um fira, en i 61. visu Völuspárinnar er talaðum átta,sem heiti þeirra manna, sem voru á undan hinum svokölluðu sigtivum. Orðið spjöll táknar orð, mál, táknmál, eins og kemur fram i sögn- inni: að spjalla saman. A2: Jötunn Ogreinilegur. Völuspá V2: Ek man Jötna ár of borna, þá er forðum mik fædda höfðu. En hvað er Jötunn? Til þess að svara þessari spurningu, skulum við aðeins lita á ákveðin frumatriði táknanna. Ef stóru stafirnir eru skoðaðir með það fyrir augum að finna undirstöðumyndir þeirra, kemur i ljós, að r raða má þeim I flokka eftir þvi, hvort aðaleinkenni þeirra séu hringar, þrihyrningar eða ferhyrningar. Sem dæmi má nefna, að stafirnir G,B,P,Q,C og S eru boga- stafir. Stafirnir V og A eru þrihyrn- ingar, samhljóðarnir H,F,M,N mynda ferhyrninga með ummáli sinu. Stafirnir X og K hafa nokkra sérstöðu. X er eins og tveir þrihyrningar, sem mynda með hornum sinum stóran fer- hyrning, og sömu sögu má reyndar segja um K, þótt það sé ekki eins skýrt. Frummyndir stafanna er sá þáttur þeirra, sem tengir þá við tölu- stafina, og þær rannsóknir. sem ég hef framkvæmt á þvi sviði sýna, að það sé mjög þýðingarmikill þáttur i uppbyggingu táknmálsins. Þvi miður er ég ekki kominn nægilega langt i þeim rannsóknum til þess að birta niðurstöður. Af þessum frummyndum er auðvitað ferhyrningurinn stærsta hugtakið. en það er einmitt það hugtak. sem átt er við, þegar Völu- spáin talar um Jötna. Eftir útliti ..jötunsins” á Paistos disknum. sem ..baðarút öllum öngum” álit ég að þar sé átt við ..jötuninn" og bókstafinn XÞÚ Jötuninn ógreinilegur er þvi: X Sunnudagsblaö Timans ógreinilegt. X hefur töluverða sérstöðu i tungumálinu. Þegar talið er, og tölu- stafirnir eru nefndir hver á eftir öörum, þá er talan sex eina talan með bókstaf sem hefur myndunarstaf afstast i munninum (K). X er ávallt myndað með hljóðunum K og S, og i hvert skipti, sem þessi hljóð standa saman i orðum, mynda þau i huga mannsins táknið X. Sögnin að skera er þvi sama og að Xera, að skipa: Xipa, skór: Xór.Fiskur: Fixur.Skata: Xata og svo framvegis. Að bókstafurinn X sé notaður með tölunni 6 er mjög eðlilegt, þvi hinir tveir þrihyrningar i X-inu gera samtals töluna 6. Hins vegar hefur X-ið 4 arma og myndar ferhyrning með honrum sinum, en það eru eiginleikar bókstfsins, sem hafa töluverða þýðingu. A3: (ekki regla á) 9 Heimar, 9 Heimar, 9 tviðjur, Mjötviðurmær, Búkur, Bak, Hugur, Höfuð. Völuspá 2. Niu man ek heima, niu viðjur, mjötvið mæran fyr mold neðan. Merki Paistosdisksins yfir 9 Heima er eitt greinilegasta tákn hans. Það er gert út stöfunum H og E, þar sem 9 litlir ferningar eru teiknaðir á. Talan 9 er sú tala, sem gengur eins og rauður þráður i gegnum allar Eddurnar. En hvað eru: 9 Heimar, 9 tviðjur og Mjötviðjur og Mjötviður mær. Það eru geysilega stór hugtök, sem erfitt er að útskýra með fáeinum orðum. Hinir 9 Heimar eru fyrst og fremst tölustafirnir 9: 1, 2, 3, 4 o.s.frv. og allt það sem þeir standa fyrir, bæði i heila mannsins og i umhverfi hans. tviðjurnar eru bókstafirnir, sem eftir ákveðnum reglum tengjast hinum 9 heimum, og Mjötviður mær er viðurinn sem metur: Heimili mannsins. ' Fyrstu þrjár setningarnar Paistos- disksins fjalla um þá menn, sem voru á undan hinum svokölluðu Sigtivum Þeir áttu ekki X, og þess vegna var ekki sú regla i heilastarfsemi þeirra, eins og siðar átti eftir að verða. Völuspá 3: Var-a sandur né sær né svalar unnir. A4: Ættir Sigtiva ár. Sigtivar eru menn talnanna Sex og Tiu, eða menn þeirra talnakerfa, sem nu rikja i heiminum: Tugakerfiði stærðfræði og útreikningum, en sexkerfið i timatali og bogamáli. Si ivi er Xtivi A5: Mjötviður Greindi I. Bók- stafurinn I er gerður að Ybsilon. A6: til A9: Jötunn ógreinilegur i Huga Manns, Greindi Auga Vaff Konu, Búk, Nef, Munn, Augu. Bak, Hug og Höfuð. AIO: Óx til Vinstri Hugur. Manns. Takið eftir þvi, að samhljóðarnir X og Gr eru þeir stafir sem við notum yfir hugtakið að „Vaxa” Vaxa, vex, óx. Gróa, grær, greri. X, sem annars er svo sjaldgæft i fslensku (alltaf skrifað SK eða KS) er hér til i sögninni að Vaxa og i tölustafnum Sex. Hugtak mannsins: að vaxa er þannig tengt þvi, að áhrif bókstafsins X vaxa smám sarnan i þróun mannsins. Litum svo 79

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.