Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 14
Skúli Magnússon Frá Sighvati á Höfoa Umhverfi Höföa í Dýrafirði. Myndin tekin frá Þingeyri yfir fjörðinn. llöfðaoddinn, þar sem hvalvciðistöö Norðmanna var, er niðurundan bænum Höfða. Eg hefi áður i blaði þessu gefið lesendum þess ofurlitla innsýn inn i dagbækur Sighvats Grimssonar Borg- firðings, fræðimannsins og bóndans, sem bjó á Höfða i Dýrafirði um áratuga skeið og þar er hann jarðsettur i heimagrafreit ásamt konu sinni. En frá þessu segir hér á eftir. Nú ætla ég að lofa mönnum að lesa nokkur vinabréf til Sighvats, en þau eru varðveitt i Lbs. 2348-2357,4to (Landsbókasafni), Er bréfasafn þetta allmikið að vöxtum reyndar eins og önnur skrifuð verk viðtakandans. Þeir bréfritarar, sem ég hef valið hér að birta bréf frá (og kafla úr þeim) eru þeir dr. Jón Þorkelsson þjóðskjala- vörður (Fornólfur) og Skúli Thoroddsen, alþingismaður og yfír- \ald þeirra tsfirðinga og ritstjóri „Þjóðviljans” og siðar „Þjóðviljans unga”. Árið 1902 er Þjóðskjalasafnið stofnað, hét þá raunar Landsskjala- safn. Dr. Jón Þorkelsson var forstöðu- maður þess til dauðadags 1923, og vann ötullega að þvi að innheimta til safnsins þau embættisgögn, sem embættismönnum var skylt að láta af hendi til þess. En það gekk mjög misjafnlega og menn voru, sem kannski eðlilegt er, misduglegir við aö láta bækur frá sér fara, sumar voru týndar og þurfti þá gjarnan að grennslast eftir þeim. Þannig var þetta t.d. með ministerialbækur Hafnseyrarkirkju. Þvi var það sem Jón forni gaf út svofelli vottorð Sighvati til handa: ,,Hér með gef ég Sighvati Grimssyni Borgfirðingi, umboð til þess fyrir hönd Landsskjalasafnsins að grennslast eftir ministerialbókum Rafnseyrar- kirkju, þeim er ná yfir timann 1676- 1816, hvar sem hugsast kynni., og til þess að veita þeim viðtöku í nafni skjalasafnsins, og senda þær siðan. Reykjavik 18. júli 1902, Jón Þorkelsson, skjalavörður” Ekki íylgir þaö sögunni hvort Sighvatur hafi getað náð i bækurnar, en iiklegt má teija að þær hafi þá þegar verið týndar og tröllum gefnar. Næst er kafli úr bréfi, sem dagsett er i Reykjavik 21. april 1904. Sighvatur 8« mun þá hafa átt að fá styrk úr lands- sjóði til fræðistarfa, en af þvi varö eigi það árið. Jón forni segir svo m.a. i bréfinu: ...Það fór illa með styrkinn til yðar i sumar. Þér áttuð að fá hann og hefðuð fengið hann ef við hefðum feng ið að ráða, er eitthvað fáumst við grúsk og bókasnudd”. Siðan vikur Jón að handrilasafni Sighvats og segir: ..Þér munduð ekki eiga til skrá um handritasafn yðar? Ef þér ættuð haua þætti mér vænt um ef þér vilduð lofa mér að sjá hana. Mér finnst að bóka- safnið hér (þ.e. Landsbókasafnið) verði að athuga hvort það ætti ekki að' trvggja sér með kaupi eign á þvi eftir yðar dag. — Miða þennan vil ég biðja yður að forláta. þó hann sé fáorður og i mesta flýti gerður. Yðar einl. og jafnan. — Jón Þorkelsson”. Árið 1902 var Sögufélagið stofnað. Var Jón forni formaður þess, og gekk allvel að gefa út merk heimildarrit um Islenzka sögu. Sighvatur mun strax hafa gerzt félagsmaður og vann ötul- lega að þvi að afla nýrra félaga. Jón segir svo i bréfi dags. i Reykjavik 24. nóv. 1904:. ,,...Yður verða eftirleiðis sendar bækur tii þeirra féiagsmanna, sem þér hafið útvegað, sem eru 5, aö yður sjálfum meðtöldum. Eigið þér þvi yð- ar bækur i sölulaun (umboðsl.) og eigið sjálfur ekkert að borga félaginu fyrir sjálfan yður”. — Má slikt kallast gott á þessum árum að Sighvatur skuli strax 1904 hafa getað útvegað félaginu 4 félagsmenn, þvi þá eins og jafnan áður, var þröngt i búi hjá almenningi og þvi úr litlu að spila varðandi bóka- kaup. Eftir þetta var Sighvatur eins konar umboðsmaður Sögufélagsins i Dýrafirði. Blaðið Öðinn, sem gefið vár út i Reykjavik og Þorsteinn Gislason rit- stýrði, flutti margt góðra greina, aðal- lega um mannfólkið sjálft, ævi þess og afrek. Eðlilega keypti Sighvatur ritið og eru varðveittar allmargar kvittanir fyrir greiðslu hans fyrir það. Nokkuð var Jón forni riðinn við blaðið. Hann segir svo i bréfi dags. i Rvik 1. júni 1905: „Háttvirti góði vin? Beztu þakkir fyrir bréf yðar sfðast og viðtökurnar Sunnudagsblaö Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.