Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 4
Ég fór til náms i Flensborgar- skólann i Hafnarfirði haustið 1906. Flensborgarskólinn var þá tveggja vetra skóli og m.a. ætlaður mönnum til undirbúnings kennarastarfi. Jón Þórarinsson var skólastjóri, en seinni vetur minn i skólanum var hann er- lendis, að búa sig undir að taka við embætti fræðslumálastjóra, en þá voru fræðslulögin að koma til fram- kvæmda, en i þeim var það nýmæli, að öll Iandsins börn skyldu njóta kennslu á opinberan kostnað i 4 vetur. Séra Magnús Helgason fór með skólastjórn i stað Jóns Þórarinssonar i fjarveru hans. Auk þeirra kenndu þarna þessa vetur Ogmundur Sigurðsson, Helgi Valtýsson, séra Guðmundur Einars- son og Hermann Þórðarson frá Glit- stöðum. Þetta var mikið mannval eins og allir vita. ögmundur hafði t.d. sér- stakt lag á þvi að segja eftirminnilega frá. Einu sinni talaði hann um það, að sumir teldu óheppilegt að hafa sama skóia fyrir bæði kyn, pilta og stúlkur, þar sem það gæti truflað og jafnvel átt sök á vafasömu siðferði. ,,En það var hérna einu sinni piltur og það var hérna stúlka, og þau trúlofuðust”, — þar tók hann sér góða málhvild, en hélt svo áfram ,,og þau giftust og ég sá ekkert ljótt við það”. Á skólaárunum gerðist ég ökumað- ur. Ég ók kerruhesti milli Hafnar- fjarðar og Reykjavikur. Magnús Kristjánsson i Hafnarfirði rak þá flutningaþjónustu, eins og það myndi vera kallað nú. Aðalflutningarnir voru soðmatur fyrir Reykvikinga. Hellyersbræður voru þá með togaraút- gerö frá Hafnarfirði. Þá var ekki ann- að af afla togaranna en þorskurinn útflutningsvara og þvi var það báðum hagkvæmt að nýta annan fisk af togur- unum á innlendan markað. Það var mörg sprakan sem fékk kerruferð úr Hafnarfirði til Reykjavikur þessi árin. Við ókum fiskinum i Nordalsishús.sem þá var eina ishúsið i bænum, þaðan var honum dreift til fisksalanna. Þeg- ar mikið var að gera fórum við tvær ferðir á dag. Aldrei hafði maður nema einn hest og kerru, en hins vegar þótti nóg, að ungur strákur væri ekill i samfloti við fullorðinn ökumann. Ég settist i 4. bekk menntaskólans haustið 1909 og tók stúdentspróf 1912. Steingrimur Thorsteinsson var rektor þessi ár. Hann var þá kominn undir áttrætt og orðinn gamalmenni, grann- ur, visinn og óstyrkur. Hann naut samt almennrar viröingar og kennararnir voru honum hjálplegir og einhver stóð honum jafnan nærri, þegar hann þurfti eitthvað að lesa yfir skólapiltum. En svo samþykkti Alþingi nær einróma, að hann héldi fullum launum, eftir að hann léti af embætti. Við vorum 21, sem tókum stúdents- próf 1912. Af þeim hópi eru nú 3 á lifi, vib séra Jósef og Steinn Steinsen, sem var bæjarstjóri á Akureyri. Við vorum 5 úr þessum stúdenta- hópi, sem fórum saman i guðfræði- deildina. Lukum prófi 1915. Þeir þrir, sem ég hef ekki nefnt,voru Asgeir As- geirsson, Friðrik Rafnar og Hermann Hjartarson. Það er engin ástæða til að gera sérstaklega grein fyrir þessurn- mönnum. Þeir eru þjóðkunnir. Þetta var siðasti hópurinn, sem tók em- bættisprófi i guðfræði eftir þriggja vetra nám. Kennarar i guðfræðideildinni voru þeir Jón Helgason, Haraldur Nielsson og Sigurður Sivertsen. Sú saga er sögð, að einhvern tima hafi verið vikið að þvi við Jón Helgaon, að hann kenndi ekki kristna trú eins og faðir hans hefði gert, en Helgi Hálfdánarson var rétttrúnaðarmaður, eins og það var kallað, svo sem kverið hans vottar, en það er mjög aðgengileg bók til þekkingar á þeirri guðfræði, þó það sé hryllileg kennslubók. Viðmælandinn lét i það skina, að Jón Helgason hefði kannski villzt af réttri leið frá kenn- ingu föður sins, en skýring Jóns var þessi: ,,Ég hef lesið bækur”. Annars var Haraldur Nielsson mest- ur áhrifamaður þessara kennara.enda mótaði hann Guðfræðideild Háskólans öðrum fremur, meðan hann kenndi þar. Háskólinn var til húsa i Alþingis- húsinu. Guðfræðideildin var i þvi her bergi, sem nú er herbergi Alþýðu-'" flokksins. Þar var þröngt svo að venjulega þurftu ýmsir að risa úr sæt- um, ef einhver færði sig til, meðan á kennslustund stóð. Háskólinn var ekki fyrirferðarmikil hið ytra á þeim ár- um. Ég var vigður til Staðarhólsþinga 1915. Ég var siðasti prestur, sem Þórhallur biskup vigði. Veturinn áður hafði ég fengizt við kennslu og ég gift- ist haustið 1915. Kona min er Guðlaug Bjartmarsdóttir frá Manheimum i Saurbæ i Dalasýslu og við höfum fylgzt að siðan. Tvö ár var ég prestur i Staðarhóls- þingum, 10 ár á Kvennabrekku og á Prestbakka i 20 ár, eða þar til ég varð skjalavörður i Þjóðskjalasafninu árið 1948. Arin á Prestbakka kenndi ég lengstum i Reykjaskóla, frá þvi að hann hóf starísemi 1930, nema þau ár, sem hann var I hers höndum 1940-1943. Það var ekki um margar leiðir að velja fyrir islenzka menntamenn fyrir 60 árum. Og ég hugði gott til þess að verða prestur. Ég gerði mér ekki grein fyir þvi hver launakjörin og afkomu- skilyrðin raunverulega voru fyrr en á reyndi og það var kannski bezt. En mér þótti gaman að kenna. Frá þvi starfi á ég margar góðar minningar og þær standa lika i sambandi við fermingarundirbúning, — einkum frá fyrri árunum. Þá var svo rik i ungling- um fíkn i að læra og fögnuður yfir þvi að eiga þess einhvern kost . Það var gaman að vera með unglingum, sem teyguðu fagnandi það, sem við þá var sagt. Það var nautn að gcta eitthvað gert fyrir þá. Og þetta fóik hélt áfram. Það jók við þekkingu sina. Sum brut- ust i gegnum lengra skólanám, og gerðu það með sóma, en hin juku lika menntun sina, þó að þau sætu ekki á skólabekk. Og prestsstarfið, þjónustan við kirkjuna. Það er kannski bezt að segja sem fæs.t um það. Sjálfsagt er það misjafnlega metið Þó langar mig til að trúa þvi, að sú prestakynslóð, sem kom frá Háskóla Islands á fyrstu áratugum hans, hafi átt einhvern þátt i þvi að móta lifsskoðun þjóðarinnar, og hafi svo verið, byggist mannfélagið i dag meðfram á þvi, lifsviðhorf og lifs- kjör þjóðarinnar. Við vorum humanistar. Við vildum auka helgi mannlifsins, virða mannh^lgina. Við vorum bjartsýn, þegar við vor- um ung. Menn trúðu á betri heim og héldu að fram undan væri meiri far- sæld og fegurra þjóðlif en sögur færu af. Reynslan hefur að ýmsu leyti orðið sár og vonbrigðin mörg. Samt gáfumst við aidrei upp. Aldarfarið bugaði okk- ur ekki. Enn þá trúum við og enn þá virðum við helgi mannlifsins. Hver, sem dómur sögunnar verður um kynslóð mina, vil ég þó segja það að lokum, að væri ég ungur nú og ætti annað æviskeið framundan, mundi ég mæta þvi með svipuðu iiugarfari. Ég vildi að virðingin fyrir einstaklingn- um, lotning fyrir mannhelginni og trú- in á þroskamöguleika hvers og eins væri þar ráðandi um lifsviðhorf og verkefnaval. Það var þetta sem gerði okkur félagshyggjumenn og var leiðarsteinn okkar. Svo mælir sr. Jón Guðnason að skilnaði. Hér vantar margt i sögu hans, t.d. allt um félagsmálastörf hans, en hann var kosinn á þing fyrir Dalasýslu við aukakosningar eftir frá- fall Bjarna frá Vogi og sat þingið 1927, en tvisvar endranær var hann i fram- boði fyrir Framsóknarflokkinn. En það var aldrei meiningin að segja ævi- sögu hans hér. En við greinargerð hans fyrir lifsskoðun og lifsstefnu sinni hef ég engu að bæta. — Il.Kr. 76 Sunnudagsblaö Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.