Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 12
Gerviskegg frá 19. öld, nokkur sýnishorn. Hér eru brezkir dómarar en svona eru þeir á koparstungumynd eftir Wm. Hogarth frá 1758. Ebbi Sunesen sýnir á þessari mynd skeggtizku miöaldapúkanna og hvernig hún þróaðist. Undir miðja öldina fór yfirskegg að tiðkast. Hitler var með músaskegg, en Stalin með rostungsskegg. Nú er al skeggið komið á ný. Kónur hafa ekki meiri hárvöxt en karlar. Það hefur bara verið tizka siöustu aldarinnar að karlar skertu hár sitt. I Grikklandi voru karlar stutt- klipptir, en konur með sitt hár. Þýðingarmesta viðfangsefni kvenna var að draga karlmenn að sér og þvi lögðu þær bæði vinnu og tima i að greiöa og laga hár sitt i fléttur og lokka. Á kristnum miðöldum áttu kon- ur jafnan að bera sitt hár, en eftir giftingu átti enginn nema eigin- maðurinn að gleðja augu sfn við það og þvi var höfuð konunnar jafnan inn- pakkað. En munkar voru krúnurakaðir. Til forna gengu menn með hár á herðar niður, en kringum 1100 var fariö að banna það. En hárið hélt áfram að vaxa og nokkrum öldum siðar voru karlar orðnir siðhærðir á ný. Kristján konungur 4. gekk með fléttur og sólkonungurinn i Frakklandi hafði langa, krullaða lokka á heröar niður. Þegar hann eltist og dugði ekki sitt eigið hár, fékk hann sér hárkollu. Hirðmenn vildu vera eins og konungurinn og einn daginn voru dubbaðir upp 48 hárkollumeistarar. Þá var fínt að vera meö hárkollu, en að sama skapi ófint að dragnast með sitt eigið hár. Hárkollurnar höfðu lika þá yfirburði, að það var hægt að hengja þær út i næturfrostið að vetrar- lagi til að frysta lýsnar i þeim. Þá voru allir lúsugir. Þar sem vinnandi menn áttu ei gott með að bera þessar siðu hárkollur, urðu þær tákn þess, að ' 84 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.