Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 22
—£------------------------------------------------ Orðtök frá ýmsum löndum Loksins! sagði stúlkan — hún lofaðist 16 ára. Allt hefur sinn enda, en engan vildi ég hafa, sagði strákurinn, sem átti að flengja. Sjaldan er ein báran stök, sagði stúlkan, hún ól tvibura. Hjartans þökk til allra, sem hjálpað hafa til, sagði stúlkan, þegar barnið hennar var skirt. Allt er gott, sem endar vel, sagði páfuglinn og horfði á stélið á sér. Munkurinn prédikaði að mætti ekki stela, en gæsina hafði hann geymda undir hempunni. Kirkjuþáttur Flutt af bls. 74 talað, en prestar eiga góð itök i fjöl- miðlum. Helgisiðirnir hafa tekið eftirtektar- verðum breytingum sums staðar. Kirkjusöngurinn lika. Þetta er með eldri brag. Ný sálmabók er að leysa bók hinna eldri skálda af hólmi. Höfuð-einkenni hennar er. aö hún er meir i anda fyrri tiðar, áður en Matthias og Valdimar komu til sögunnar. Unnið er að nýrri Bibliuþýðingu. Er það ekki að lasta, en óneitanlega væri enn meiri þörf á að gefa Bibliuna út með nokkrum skýringum fyrir al- menna lesendur, svo sem gjört er við- ast erlendis. Réttur skilningur er nauðsynlegur til réttra ályktana og réttrar breytni. Eitt undrar mig. Þögnin um allt þetta — kirkjulifið almennt talað. Allir eru aldrei á einu máli um alla hluti, og það er frjóvgandi og nauðsyn- legt til skilningsauka að skiptst sé á skoðunum. Það er hvort tveggja satt,að loflegir siðir afla heiðrus og: „Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu.” Það knýr mig til að játa að fátt hef og séð ógeðugra og kristninni siður til framdráttar en sjónvarpsmyndina af dýrðlingatök- unni. Það var hrollvekjandi að sjá klerkana útbýta aðeins innstu kirkju- gestunum obláturnar, likt og af handa- hófi. Og horfa samtimis upp á páfann og prelátana drekka vinið. Hörmúlegast var þó að sjá páfann borinn á gullstóli ofar höfðum fjöld- ans. — Varð það ekki eitt siðasta verk frelsarans fyrir krossfestinguna að þvo fætur lærisveinanna, þeim og öðr- um til eftirdæmis? Lúther sagði að allir kristnir menn væru prestar. Þvi fer viðsfjarri að kirkjusiöir, trúkenningar prestkosningar, sókna skipun og önnur ytri mál sé það eina, sem kirkjuna varðar. Kristnir menn eiga að ,,kenna til i stormum sinna tiða”. Þess végna bar ég fram eftir- farandi tillögu á siðasta kirkjuingi :• Kirkjuþingið felur kirkjuráði að efna til nokkurra daga opinnar ráðstefnu á næsta ári, annað hvort i sambandi við prestastefnuna, eða á öðrum hentug- um tima. Einkunnarorð ráðstefnunnar séu: Kirkjan og nútiöin. Fjallað veröi um gildi kristinna siðgæðiskenninga varð- andi uppeldi og menningu. Og kristna afstööu til fóstureyðinga og fiknilyfja- neyzlu. Frummælendur séu fengnir jöfnum Kúðafljót Klutt af bls. !l(i. lega náð niður með Kúðafirði. 1 auðug- ustu byggðunum eru klaustrin sett. Það segir sina sögu um Kúðafjörð og nágrenni. En þessi lönd fölna i timan- um. En við skulum hugsa okkur Mýr- dalssand gróinn völl, og fjöllin upp af honum eru töfrasalir með timbur skógum og þar þá margt byggða, sem Landnáma kemur ekki við. Dynskógar er eitt af töfranöfnum fornrar sögu og vitnar um öspina. Yfirvaldið Flutt af bls. 9« og miðað við alla fyrri tima. En fólkið verður hvorki gallalaust né alsælt. Það eru sumum gömlu hugsjónamönnun- um vonbrigði. Þvi fer fjarri, að þetta sé óskiljan- legt. En nú vantar bjartsýni, lifstrú og baráttugleði. Við höfum sára þörf fyrir skáld, sem gefa slikar gjafir. En hverjum liggur á tungu lausnar- orð þessarar aldar? — H.Kr. höndum úr hópi innlendra og erlendra andlegrarstéttarmanna, lækna, sál- fræðinga og skólamanna. Hæfilegur timi verði ætlaður til umræðna og fyr- irspurna og skýrt ákveðið um með- ferð ályktunartillagna. — Tillögunni var breytt i nefnd — þó ekki i aðalatriðum - m.a. timasetn- ingin felld niður. Siðan var henni visað til kirkjuráðs. Þar hygg ég að hún hafi verið grafin i kyrrþey. Svona ráðstefnur eru þó ekkert ný- mæli i kirkjum um heim allan, ekki sizt á Norðurlöndum. Þar er ekki sama tómlætið og hér. Þar er skilningur á þvi að þögnin er hættumerki. Skáldsaga Landnámu um Hjörleif seg- ir okkur þessa sögu. ,,Þar hefir enginn maður þorað að nema fyrir landvætt- um siðan Hjörleifur var drepinn,” seg- ir veslings Landnáma. Og er hér talað fyrir heimskingja. Haft er það mjög á orði, hversu mikið tjón á löndum Skaftáreldarnir gjörðu 1783 og '84. Hitt er siður athug- að, hversu löndin eru fljót að ná sér og mannfjöldi að aukast i byggðum. Gos- ið hefir bætt mjög lönd. Arið 1816, að- eins 33 árum eftir eldana, eru 344 menn i Meðallandsþingum og 405 i Kirkjubæjarsóknum. Margbýli er á sumum bæjunum og fjölskyldur barnmargar. Börnin deyja ekki. eins og viða annarsstaðar, auð- vitað fyrir heilnæmt land og þar af leiöandi hollan mat. Benedikt Gíslason, frá Hofteigi. Lausn d 36. krossgátu GUÐ I & bM Aí> * i> L fi. 5 M J 'o V ’ 'A A M £ L T ÆR M/IRGT UHfiJ) I R i F I N GULLSKARTl A R G U N fi UU AN N fi N J i> TUNGAN nunna fi KAND I G'fi LAUN SARGA FARCA R 5 TRAF VÆNNA ’OL Y L '£ L I D A L 'OÐ fi N T R Ú ANAR LA5 D TUTTLA Al< I Þ P T UM öL SKÆN/NU R '0 F A LU l NN ÆÐA 94 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.