Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 20
Séra Eiríkur llallsson kvaft svo forðum i mansöng i Hrólfsrimum kraka: Suðrabát við gómagöng Geymir málaskorðan. Þorradægur þykja löng, þegar hann blæs norðan. Suðri er dvergur, og bátur dvergsins er far eða fleyta skáld- skaparsins. Gómagöng eru munnurinn og framhald hans, þar sem raddfærin eru. Skáld- skapurinn hreyfist ekki, þvi að far- kostur hans stendur i skorðum. En i norðanáttinni þykja þorradægrin löng, þegar ekkert er kveðið mönn- um til afþreyingar og um- hugsunar. Þessi gamla rimnavisa er þannig röksemd þess, að rimur voru kveðnar og sögur lesnar, þegar vetur og kuldi þröngvaði fólk til. En þó að visan spegli þannig gagnmerka þjóðlifsmynd i upprunaiegri gerð sinni, gerir hún það engu siður eins og Sveinbjörn Egilsson hafði hana: Þegar vantar varmaföng, vist og heyjaforðann, þorradægur þykja löng, þegar hann blæs á norðan. Þá er horfzt i augu við alvöru lifsbaráttunnar þar sem allt er i húfi, þegar bjargarleysið grúfir yfir. Slikt heyrir að mestu til liðn- um tima, þó að ýmsir séu þeir enn, sem hugsað hafa með kviða og óvissu um endíngu fóðurbirgðanna og séð fram á, að efnahagurinn væri i voða, ef þær þryti, þó að úr- ræði kynnu að vera til að bjarga skepnunum fram úr. Slikt er þvi að næsta takmörkuðu leyti sambæri- legt við þann skort, sem Sveinbjörn Egilsson hafði i huga. Nú er þorrinn mildur, svo að ástæðulaust er þess vegna aðrifja 92 upp það, sem kveðiðhefur verið um hörku hans og grimmd. En i frostunum i vetur varð þessi visa til i höfuðstaðnum: Þess ég eygi engan kost, yls- og kraftasnauður, að komast ofan fyrir frost fyrr en ég er dauður. Svo er það sem blessuð bót i máli, þrátt fyrir oliuvanda og orkuskort, að eiga þess von að fá að liggja dauður fyrir neðan frost. I tilefni af samningaviðræðum um kaup og kjör er þessi visa ný- lega kveðin: Sjálfsmatið eigum við kost á að kanna, Kröfugerðin er hafin að nýju. Bandalag háskólamenntaðra manna miðar við hvita i Ródesiu. Þessi visa þarf ekki skýringa við, stóð einstöku sinnum i útgáfu Sigurðar Kristjánssonar af ls- lendingasögunum. Svo er hér visa, sem gestur hjá blaðamönnum Timans orti i orða- stað eins ritstjórans nýlega, er samstarfsmenn hans af kvenkyni höfðu eitthvað að segja: Konum eira enn eg má undir þungum krossi, gömlum eyrum gnauðar á gnýr frá tungufossi Höfundur þessara þriggja visna er Gunnlaugur Pétursson. Svo eru hér fjo'rar stökur, sem Gisli Björgvinsson sendi okkur. Sú fyrsta, segir hann að hafi orðið til, ,,þegar kynfræðslu myndin fræga var sýnd i Hafnarbiói”. Mikið hrakar mannskepnunni, mörg eru fræðin týnd, aðferðin, sem Adam kunni, er nú börnum sýnd. Næstuvisu nefndir hann kosta- kaup: Oftég vel á verki tók, vos og svita þekki, en skjólflikurnar, skyrtu og brók, skuldlaust á ég ekki. Hér er svo sem ekki verið að raupa af auðsældinni. Næstu visu nefnir höfundur A vinnustaðnum, en ekki þykir mér húri falleg: Oftast rikir andi hlýr, óspart veitt úr bauki og dós, en ef þú baki við þeim snýr, eiturtennur koma i ljós. Þetta hefur ekki átt við, þar sem ég hef unnið. Svo að lokum litið þakkarávarp til Timans. Það erindi er kallað Vel þeginn fróðleikur, og vil ég á engan hátt draga þakklætið i efa, þó að ég sé hræddur um, að ofmælt sé i visunni, en hún er svona: Timinn vill á flestan hátt oss fræða, þá fræðalind við naumast annars fyndum, nú veit ég allt um konur innan klæða, ég kynntist þvi i Timans spegilmyndum. öllum þykir lofið gott, og með þvi ljúkum við þessu i dag. Gnúpur. Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.