Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 17
Benedikt Gíslason frá Hofteigi Um Kúðafljót Kúðafljót er mesta vatnsfall i landinu, en þrátt fyrir breidd þess hefur það ætið verið farið á hestum og sú saga mjög fjarlæg að þar yrði bátum eða ferjum komið við. i Er það vegna þess að nú og lengstan tima,er heimildir ná til að greina frá ástandi þess, að eyrar og sandefjur myndast i fljótinu. Umhverfi Kúða- fljóts er fagurt, en samt kemur enginn þangað, er fýsir að taka þar myndir til að syna i blöðum og fræða um þetta stórmerkilega fljót. Það er aldrei tal- að um að nauðsyn sé að brúa Kúða- fljót. Fyrr á öldum eru til heimildir um þab að þarna liggur þjóðbraut yfir fljótið, en þrátt fyrir það er það ekki i tiðindasögu þjóðarinnar, að mönnum hafi borizt á i Kúðafljóti, er þarna voru á ferð, og svo er enn, að enginn veit dæmi um það, að þar hafi ferðamenn drukknað. Ég minnist þó þess, ab þegar ég var ungur, var það.að þar fórst bóndinn á Söndum i Meðallandi við mannbjörg- un, aö mig minnir ofan um is, eigi langt frá ósum fljótsins. Það var ekki feröamaður á þjóðbrautinni. Það ligg- ur saga til þess,að svo giftusamlega tekst að fara yfir þetta fljót, að þaðan er ekki að frétta misfarir á ferðalögum né manntjón. Og er fólk flúði úr Skaft- áreldi 1783-’84 og leitaði mest vestur á bóginn, þá er ekki að sjá á þeirri sogu ab Kúöafljót væri á þjóðbrautinni. Ég hef farið yfir Kúðafljót á hesti og fylgdi mér Brynjólfur Oddsson, maður mestur vexti er ég þá hafði séð, og drengilegur að þvi skapi. Eyrar voru á leiðinni á vaðinu, og Brynjólfur kunni lagið á leiðinni. Ekki mátti taka land á þessum eyrum nema straummegin. Þar hafði straumurinn þjappað sand- inum svo saman að vel hélt hestum- uppi. Annars staðar sukku þeir á kaf. Þetta var 15. marz 1922, og var alþingismanna-kjörfundur á Lyngum. Við vorum einn klukkutima og 10 minútur yfir fljótið. Til er merkileg heimild um Kúða- fljót, sem ef til vill er að finna i Kirkju- sögu Finns biskups Jónssonar i Skál- holti. En fyrir min augu bar hún i Fornbréfasafni II., frá 1893, og eflaust I fárra manna höndum. Þetta er við árið 1350. Séra Sæmundur Hólm er fæddur 1742 i Hólmaseli i Meðallandi, en þar var presturinn, séra Björn Jónsson, er Skaftáreldar gengu yfir bæinn, rikulegan að föngum og innbúi og reisulegri flestum bæjum i þá tið. Sæmundur var samt bóndasonur og varb stúdent 1771, en djákni á Kirkju- bæjarklaustri 1772. en fór svo til Háskólans i Kaupmannahöfn og út- skrifaðist þaðan 1780 og tafði jafn- framtá Listaháskólanum i Höfn. Hann tjáist að hafa lesið gamla bók, skinn- handrit, sem hér kemur fram i máli hans á eftir og gjört uppdrætti af æskuumhverfi sinu, Vestur-Skafta- fellssýslu(og þar að auki Rangárvalla- og Árnessýslum. Á þetta hafði Finnur biskup lokið lofsorði. Sæmundur segir: ..Kúðafljót er yfir milu breitt með blautum botni, 2-2 1/2 álna djúpt landa milli og allt eitt bara vatn rennur hægt fram . er vist 7-8 milna langt frá sjó til fjalla og nær (allt) viðlika breitt 1-1 1/4 milu, en siðan rennur það oftast i þrengslum og gljúfri. Stórt vogunar- efni er fyrir framandi og ókunnuga út i það að leggja. Ei verður bátum hér við komið þvi það fellur oft til að sem hryggir eða eyrar eru hér og i hvar i vegi, sem þó er svoddan ysja aö eins eru djúpar og þar sem vatnið er 2 álnir en svamlar þar fram úr. Það til fellur sérdeilis að vestanverðu að bæði hest- ar og jafnvel menn fara hér á kaf, en rifa sig upp um siðir og ösla svo fram úr. Mega menn hér yfir reisa og er þetta þjóðbraut en aldrei heyrist þar nokkur drukkni né drukknað hafi. Má það sýnast mjög undarlegt. Þetta fljót er svo breitt, sem fyrr er sagt, að varla kann yfir það sjást eða eygjast nema i rétt hreinu veðri og stendur þvi aust- anmegin ein stika af (tré) þriggja — fjögurra faðma löng, til að sjá upp á svo maður ei villist, en að vestan einn hóll, kallast Grjóthóll. hvern menn stefna á þegar vestur yfir skal fara. Áður en Sturluhlaup kom fram úr Kötlugjá, var þetta fallegur fjörður með skóg á báðar siður (og) við norðanverðar hæðir langt fram eftir, en siðan slétt grasland að sjó. Eyjar voru og innan um fjörbinn með skóg, gras og eggvarp, þvi á einum gömlum máldaga stendur að Þykkvabæjar- klaustur ætti eggvarp i Kúöafirði. Þessi bók mun nú ekki meira til (sem þó var mikið rör) þvi að þá var hún farin að trosna til blaða (þegar ég sá hana) og ekkert er þar af uppskrifað, ég trúi að það var menbrana (skinn) er gób voru i skóbætur — af hverjum eyjum allar eru nú burt utan ein, sem enn er i hár sandhóll og kallast Melk- inn. Þá var þar kaupstaður, sem heitir Kúðhólmi i útnorður frá Ásum i Skaftártungu og i sandhrauni þar fyrir sunnan er að sjá búðanna grundvöll og undirstöðusteina og heitir það Búðar- hraun, skiphald af járni hefur og til skamms tima sést i Kúðhólma og ann- að við Kerlingarfjörð. Áminnst fljót sprettur upp i Bláfjalli. 1 það rennur Leirá, item Baugadeild. tvær, stórefl- ur slæmar og oft ófærar. á milli þeirra er einn hólmi sem er lamba-afréttur. Drap þar hlaupið úr Kötlu 150 lömb, er öll flutu með þvi i sjó. ttem rennur i Kúðafljót vatnsfallið Landá. Sagt'er að tveir menn eitt sinn hafi róið til fiskjar subur i firðinum, hvar útræði skal hafa verið og þá yfirfallið stórviðri, en komust þó af með naumindum, og móðir þeirra hafi þarfyrir lagt á fjörð- Sunnudagsblað Tímans 89

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.