Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 18
inn, hvort fjörður eða fljót yrði, skyldi enginn i deyja. Þetta er lygilegt, en ei verður öllu neitað sem heyrist um svoddan i gömlum sögum, þó nú sé það ómögulegt." Þetta sagir Sæmundur Hólm, og vist mætti hér vera forvitni á ferðinni. Sturluhlaup er talið að verða á ferðinni 1311 og liklega það mesta, sem orðið hefur úr Kötlu. Ef þessi lýsing á Kuða- firði ætti við, að þeim tíma hafi ekki orðið mörg stórhlaup úr Kötlu fram að þeim tima og fyrir þann tima hafa þarna verið siglingar og verzlun. Þetta er þvi merkilegra, sem Landnáma nefniraidrei Kúðafjörð, en aðeins tvisvar Kúðafljót, og Vil- baldur. irskur, nemur Alftaver. Landnáma er náttúrlega þögul, þvi ef- iaust er komið hér að albyggðu landi frá Irlandi eða Bretlandseyjum, fögru og kostariku. Ég ætlaði við tækifæri að rita skýringu mina á Jökulfarinu i Skaftafellssýslu. Isöldin kemur upp úr Atlantshafinu fyrir eldgos, sem þar verða, er hita sjóinn, svo hann gufar ákaft upp, en sú gufa verður að snjó i kaldari loftslögum, og er allur sá mikli Grænlansjökull kominn úr heitu hafi milli Vestfjarða og Grænlands. Eftir Isöld gengur gengur Golfstraumur norður milli Islands og Grænlands og gerir tsland bezt að vestanverðu, og þar getur um flesta menn, er tóku land á 9. öld. En nú gerist það á 13. öld að ákaflega gýs i hafinu milli tslands og Grænlands. Þar verða Gunnbjarnar- sker, og 1289 getur þess, að svokallað Nýjaland kemur upp fyrir Vestur- landi. Þetta er það mikið fyrirtæki af hafinu, að konungur vill slá eign sinni á landiðog sendir út Landa-Hrólf til að gera það lögmætlega. Þessi gos valda þvi, að hafið milli Islands og Græn- lands grynnist og jafnmikill sjór og Golfstraumur gengur ekki fyrir vestan Island og áður. Það hækkar i sjónum við Reykjanes og brotna af stórbýli á landi. Straumfjarðarey og Hafurs- fjarðarey brotna lika af, úti fyrir Mýrasýslu og Hnappadal. Það hækkar i sjónum lika við S-land og brotna af lönd við Stokkseyri, Stjörnu-Steinar og ef til vill fleiri býli. Undir Eyjafjöll- um brotna lika af býli t.d. Stóra-Borg. En nú leggst Golfstraumurinn að Suðurlandi i auknum mæli i Skaftár- þingi, úrkoman eykst og jöklafarið stóreykst. Jökullinn leggst yfir eldfjöll og þegar þau gjósa fylgir þeim fádæma vatnshlaup, Sturluhlaup úr Kötlu 1311. Gjöreyðing á Litla-Héraöi 1362. Allt fyrir gos og vatnsflaum. Það er staðreynd, að jöklarnir upp af Skaftafellsþingi vaxa óðfluga, eftir að Landa-Hrólfur hverfur þegjandi úr Iandi,og Nýjaland komst aldrei i eigu 90 Noregs konungs. Surtseyjar- og Vest- mannaeyjagos og ofheitur sjór við ís- land gætu bent til nýrrar isaldar, þvi Atlantshafinu er isöldin bundin. Ég hef borið þetta undir visindamenn og læt þeim eftir að hrinda svona augljósum sannleika. Og söguna má á ýmsa grein kalla til vitnisburðar um þetta, eða hvaða skýringu vilja þeir gefa á tiðar- farsbreytingum á Islandi á 14. öld, seint og snemma. Það þýðir ekkert að tala um kulda út i bláinn. Svo eykst hafisinn við Grænland og norðurfarir, austan Grænlands, leggjast af, og Krosseyjar, sem um getur 1389, gleym- ast. Vestfirðingar stunda norðurfarir og áttu fjölda haffærra skipa til að fylgja Eiriki rauða til Grænlands. Get- ur þess sem sérstakra tiðinda að As- mundur Kastanrass kom við i Kross- eyjum 1389. En það er gamla konan i Álftaveri, sem veldur þvi, að aldrei heyrist neitt frá Kúðafljóti og aldrei krafist að brúa mesta vatnsfall landsins. Sæmundi Hólm þykir það lygilegt, að þetta skyldi hún geta. Ég held helzt að hún hafi ekki verið norræn. En það er i til- efni af einum stuttum máldaga frá 1350, sem þetta bréf frá Sæmundi er birt i fornbréfasafni og langt mál flutt til að sanna það, að þetta sé falsbréf. Þaðáleit Jón Sigurðsson og það dæmir dr. Jón Þorkelsson, 1893. Þeim er ekki vant að skjátlast mikið. En ekki er það fært i þessu máli að dæma málið upp á nýtt. En sannarlega er gaman að mál- daganum og þvi set ég hann hér á eftir, að ég hef ekki sannfærzt um,að mál- daginn sé falsaður, og sýnilegt að hann hefur Sæmundur Hólm lesið í bókinni, sem hann talar um að týnzt hafi eða verið notuð i skóbætu; og þá er ekki til neins að telja hann falsaðan og er hann þá liklega það eina sem bjargast hefur af bókinni og getur Sæmundur Hólm hafa gert það fyrir Finn biskup. Jónarnir kannast ekki við Hallgeir Andrésson i ábótastétt i Þykkvabæjar- klaustri, en það er vist að Þorlákur ábóti Loftss. er fjörgamall þetta ár og sumir annálar telja,að hann deyji þá, og lengi gat hann verið farlama maður, áður en hann deyr. Voldugir Andrés- synir eru i landinu, Bótólfur og Jón (Snúður) bræður, Gisli riki i Mörk, Snorri Dalver, allir Andréssynir og ef- laust bræður og synir Andrésar i Stóradal undir Eyjafjöllum Hrólfsson- ar. Nýr ábóti kemur i Þykkvabæ 1.353, Eyjólfur að nafni Pálsson. I öðru bréfi frá 1350 stendur þetta: ,,Var þessi til- tala Snorra Andréssonar við Hauk, bónda á Ingjaldshóli geisla dag (13. janúar) svo sem hann var i umboði staðarins að Helgalelli o.s.frv." Hér er Snorri Andrésson umboðsmaður Helgafellsklausturs. Hallgeir gat þó verið settur ábóti Þykkvabæjarklaust- urs. Það er Bjarni sýslumaður Nikulásson sem fyrst hefur flikað mál- dögum i málum sinum 1735, eftir afriti frá Berufirði, en það kom frá Vest- mannaeyjum þangað og gamalt og hálffúið frá Berufirði til Jóns Sigurðs- sonar um miðja 19. öld. ,,Eftir skrifuð orð eru útskrifuð og fundin úr gamalli Þykkvabæjarklaust- urs máldagabók. Hallgeir Andrésson ábóti á Þykkvabæjarklaustri annó MCCCI —1350 auglýsti öllum höfðingj- um samankomnum á nýjársdag við það stóra gestaboð, sem gjört var af h. (heilögu) Birnu, abbadis á Kirkju- bæjarklaustri. Þetta, segir hann, á Kirkjan á munkaklaustrinu i Þykkva- bæ,nefnilega Klaustursins heimaland allt að Kúðafirði, alla höfnina, Sælu- vík, þrjú örskot frá sér til austurs, hálft fjórða til landnorðurs, fjögur til norðurs, fimni til útnorðurs, til vestra allt að Höfðafirði, til suðurs og útsuð- urs allt að sjó. Hún á Smá- og Efridali i Höfðabrekkulandi og alla skóga að Skálarhraunum, gefur ábótinn þeirri heilögu kirkju i Kirkjubæ, Brandaland allt, frá Skaftá að Brandalandskvisl. Kirkjan á allar eyjar i Kúðafirði, hálf- an reka við Ingólfshöfða, alla 20 álna hvali og stærri á Búlandsfjöru.” Hér er minnst á Brandaland, en eigi siðar á 14. öld, en þvi gleymdu Skaft- fellingar aldrei og kalla hluta af eld- hrauninu Brandalandshraun og Skálarhraun! Hvað segja Skaftfelling- ar? Hvergi getur um mælingará landi i örskotum nema hér og það virtust landnámsmenn hvergi gera, en töluðu þó um örskotshelgi við bæi. Þetta þyk- ir mér merkilegt að heyra, þótt i föls- uðu bréfi sé að finna, en allt það langa mál, sem útgefandi Fornbréfasafnsins (J.Þ.) hefur hér i frammi til sönnunar falsins, væri gaman að athuga nánar, þótt eigi sé við lamb að leika, þar sem dr. Forni er fyrir. Þó er dómur hér á veilum byggður og óþörf grunsemd um Bjarna Nikulásson, þvi ljóst er að Sæmundur Hólm þekkir ekki þessi bréf, en vist ei; að hann þekkir bókina, og ritar samkvæmt þvi, sem þar hefur staðið,og vitnar ekki i aðra heimild og beinlinis i bókina. Það virðist þvi Ijóst að bréfið er ekki falsað, hvað sem dr. Forni segir. En Landnáma roðnar og þa'gnar við Kúðafljót, en var þó búin að segja að Leiðólfur kappi nam land fyrir austan Skaftá og bjó á A, en annað bú átti hann undir Leiðólfsfelli ,,ok var þar þá margt byggða”. Það er upp af Meðal- landi ,,ok margt byggða” hefur senni- Flutt á hls. 94 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.