Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 6
seinna. Hins vegar vil ég benda á þaö, aö texti Paistos skifunnar er spá um svipað efni og Völuspáin. Ég mun nú birta þýðinguna orð fyrir orð og staf fyrir staf, og nota um leið þær merkingar, sem teiknaðar hafa verið á myndirnar af skifunni, sem fylgja með þessari grein. Fremri hlið skffunnar hefur merkingarnar A1 til A31, en bakhliðin merkingarnar B1 til B30. Þýðing Paistosdisksins Al: Ættir Atta Ar. A2: Jötunn Ógreini- legur. A3: (ekki regla á:) 9 Heimar, 9 ivlðjur, Mjötviður mær, Búkur, Bak, Hugur, Höfuð. A4: Ættir Sigtiva Ár. A5: Mjötviður Greindi I. A6: Jötunn ógreinilegur i Huga Manns. A7: Hugur óx Upp. A8: Greindi Auga Vaff Konu. A9: (einnig) Búk, Nef, Munn, Augu, Bak, Hug, Höfuð. AIO: Óx til Vinstri Hugur manns. All: Jötunn Hófur. A12: K var Ár Drekinn i Likama Manns. A13: Óx til Hægri Hugur Manns. A14: 1 Fiskur A15: (i reglu) 9 Heimar, 9 tviður, Mjötviður mær, Búkur, Bak, Hugur Höfuð. A16: Óx til Hægri Hugur Manns. A17: Jötunn Hóf- ur. A18: K sem var Ar Drekinn á Lik- ama manns. A19: Skreið og Klauf. A20: Ættir I og M i Hug Manns. A21: Vikingur (þ.e. K) man Kjúkur Jötuns. A22: Mjötviður Greindi Kjúkur (neðst i) Hug Manns. A23: Mjötviður Óx upp. A24: ? Vaff Konunnar Huga Manns. A25: Táknið er Skaut Likamans. A26: Hugur er K S Likamans (Hugur er X Likhamans). A27: Fisk Man „svona” Hugur Manns. A28: Skriðu 2 Hundar (Dogs, Grey). A29: X upp. A30: Hugur Man Skakka Höilu. A31: Nef (ilm- skynjun) Jötuns er ógreinileg i Hug Manns. Bl: X (þ.e. K S). B2: KL Skriður nið- ur. B3: KL Mjötviður Konu I Hug Manns. B4: KL Klýfur Kindir Ragna (Ær Nefs). B5: Merki KL gerir X (með 1 i miðju X). B6: Höll KLK. B7: KSK. B8: Mjötviður Lokast. B9: Dreki I (KL) Skriður á Lfkhama. BIO: Merki KL gerir XL. Bll: KS er Hundur. B12: Merki Hunds ógreinilegt. B13: Merki KL upp. B14: Jötuns Likhami Nef Höf- uðs. B15: Fiskur Klýfur M i Mjötvið Konu. B16: Jötunn Fisks öfugur. B17: Sker Nef og Augu. B18: Mjötviður Fangi i Höll, Höll öfug. B19: Jötuns Ættir Dreki Likhamans. B20: Mun L vaxa I Manninum. B21: Mjötviður Mun Muna Höllu K. B22: Drekinn ógreinilegur i tviðjum X (hugans). B23: Verður Jötunn ógreinilegur. K öxi.B24: Fiskur Klýfur Jötun Ógreini- lega. B25: Vin Mun Skera K-ið (drek- ann). B26: Mjötviður ekki lengur Fangi i Höllu Fisks. B27: Likhami Drekans X. B28: PL i Iviðjum Manns. B29: Mjötviður Kassi Líkamans. B30: K Man X Hugur Manns. Þýðing þýðingarinnar Já, nú veit lesandinn, hvers vegna það hefur verið svo erfitt að þýða text- ann á Paistosskifunni. Sennilega er lesandinn litlu nær um innihald hans. Ég verð að biðja hann að hafa þolin- mæði og gleyma þvi ekki, að milli hans og þess, sem ritaði diskinn eru ef til vill meira en 4000 ár. Ég mun útskýra þýðingu mina lið fyrir lið, en áður enég byrja á þvi, ætla ég að ræða svolitið um nokkur frumat- riði i máli mannsins. Tungumál mannsins, tákn og hljóð, orð hans og setningar eru svo miklvægur hluti i manninum, að erfitt er að skilja þar á milli. Orð mannsins eru maðurinn sjálfur, þvi án þeirra væri hann ekki maður. Þróun mannsins sjálfs er þvi nátengd þróun málsins og táknanna hans. Mannkynssagan greinir frá þvi, hvernig menning mannsins hefur þró- azt, og hvernig „miðstöð” menningar- innar hafi færzt til i heiminum siðustu árþúsundirnar. Ferill þessarar „mið- stöðvar” er i fáum dráttum þessi: Suður-Asia, Egyptaland, Krit, Grikk- land, Italia, Spánn og Mið-Evrópa, Frakkland, England, USA. Tungumál er svo náskylt „menningu”, að hægt er að segja, að það hafi i raun og veru verið tungumál hinna óliku þjóða, sem um tima hafi leikið aðalhlutverkið i þróun mannfólksins á jörðunni. Af þeirri ástæðu má þvi segja, að það sé enska tungumálið, sem leiki aðalhlut- verkið i dag, eins og vinsældir til dæm- issönglaga bera vott um. Hvert tungu- mál fyrir sig fékk ekki aðalhlutverkið, fyrr en þróunin hafði náð þvi stigi sem var nákvæmlega rétt fyrir það. Ensk- Táknin á Phaistossteininum an er siðasta tungumálið i þessari keðjuverkun, enda ber öllum fróðum mönnum saman um það, að enska tungumálið sé mjög raunhæft fyrir nútimamanninn. Með þessum orðum vil ég leggja áherzlu á það, að þróun mannsins i heild er jafnframt þróun tungumál- anna. Að minu áliti er texti Paistos disks- ins spádómur um þróun ákveðijna tákna i táknmáli mannsins. Táknin sjálf hafa farið i gegnum ákveðna þró- un, alveg eins og maðurinn sjálfur. Nú er það svo, að ekkert i fari mannsins hefur verið veitt minni at- hygli nú á siðari timum en einmitt táknin hans. Þau hafa verið tekin sem sjálfsagður hlutur, og litilli hugsun hefur verið eytt i þau. Og hin óliku táknmál jarðarinnar hafa ýtt undir þá skoðun, að það sé i raun og veru ekkert kerfi, sem liggi undir gerð táknanna. Eitt af þvi, sem ég vona, að ég eigi eft- ir að gera, er það að sýna fram á, hve sú skoðun er i raun og veru alröng. Það skiptir til dæmis miklu máli, hvernig táknin lita út. Stafrófið, eins og maðurinn utan- bókar, er i raun og veru sá hornsteinn, sem kerfi tungumálsins er byggt á. Talnarunan: EinnTveirÞrirFjórir- FimmSexSjöAttaNiu, er jafnvel þýðingarmeiri, þvi sjálf töluröðin (hugtökin) er það sem öll tungumál jarðarinnar hafa sameiginlegt. Og það hefur geysimikil áhrif út frá sér i tungumálinu, hvað hinir einstöku tölu- stafir eru kallaðir. Talan 1 er kölluð: Einn. Talan 2 er kölluð: Tveir o.s.frv. Nú ætla ég að halda fram ákveðinni fullyrðingu, sem sannfæring min og viðhorf hafa skapað. Ég vona, að ég eigi seinna meir eftir að sanna hana. Hún er þessi: Allir Asar, Asynjur, 78 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.