Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 15
við „Óðni”. Það var yður likt. — Mynd af yður hugsa ég að yður sé óhætt að senda, og æviatriði yðar væri gott að fá um leið. Þó að ég sé ekki við ritstjórn blaðsins riðinn, og sé ekki öðru vísi við það riðinn en sem einn af eigendum þess nema að nafninu til, hugsa ég samt að ég geti ráðið þvi að ágrip yðar verði ekki haft öðruvisi mikið en ég felli mig við. Og við ritstjórann hef ég talað um að fá mynd af yður og hann verið þvi samþykkur. Ég er samdóma yður um það að bezt fari á þvi að „Óðinn” yrði sem is- lenzkastur, og mér er eins og yður hálf illa við hálflélegt skáldsagnarusl. Að svo miklu leyti sem i minu valdi stend- ur, mun ég stuðla að þvi, að hann haldi sér að þvi, sem þjóðlegt er. — Forlátið klórið, sem i alla staði er fátæklegra en þér eigið skilið. Yðar einl. jafnan. — Jón Þorkelsson.” Æviágrip Sighvats og mynd af hon- um birtist svo i Óðni, júli blaði, 1906, 4. tbl. t bréfi dags. i Rvik 28. nóv. 1905 ber mynd Sighvats á góma og Jón segir: „Bréf yðar með æviágripi yðar hefi ég með skilum fengið, og mynd yðar fyrir löngu send utan til þess að gera mót af henni til að prenta eftir, svo ég held að það fái nú allt framkvæmd senn hvað liður. — Þér nefnduð i bréfi til min i haust kot með grasnyt handa svo sem einni kú. Ég hafði haft gaman af að út- vega yður þetta, og var hálfgert að hinkra við um tima að skrifa yður þangað til ég hefði leitast um eftir þessu. En það er nú um þetta efni að segja, að hér er ekki til að hugsa að ná I þvilikt núorðið, nema þá afardýrt. Þau grasbýli hér, eru nú annað hvort komin i hendur rikra manna og fást ekki keypt né leigð (nema) fyrir stór- fé, ellegar eigendurnir búa i þeim og vilja ekki úr þeim fara, nema þeir selji þau. Ég hef grennslast eftir þessu hjá mörgum, sem hér eru þaulkunnugir og kann enginn til sliks býlis að segja”. Þar með var hugmynd Sighvats um búferlaflutning úr sögunni. Vafalaust hefur honum leikið hugur á að komast suður sakir handrita þeirra og heim- ilda, sem voru og eru.enn geymd á Landsbóka- og Þjóöskjalasöfnum, og sem hann gat haft góð not af, enda si- fellt vakinn og sofinn i fræðistörfum sinum. Uppúr 1914 mun Sighvatur hafa fengið nokkurn styrk úr landssjóði, sem um tima var 300 kr. á ári, en hækkaði siðar i 400 kr. Átti Einar Arnórsson ráðherra mikinn og góðan þátt i (ásamt Jóni forna) að Sighvatur fékk styrkinn. Kemur það glögglega fram i bréfum frá Jóni til Sighvats. En árið 1922 var styrkurinn lækkaður um kr. 100 og er mér eigi enn kunnugt hvort hann fékkst hækkaður eður ei. Allavega naut nú ekki Jóns forna leng- ur við, þvi hann lézt 1923. (Þess ber að geta að Sighvatur naut árlegs lifeyris frá Landsbókasafni til dauðadags, gegn þvi að allt handritasafn hans rynni til safnsins að honum látnum, svo sem siðar mun skýrt verða nánar frá). Jón útréttaði margt fyrir Sighvat i Reykjavik, greiddi fyrir hann m.a. blöðin: tsafold, Timann og Lögréttu, og svo að sjálfsögðu Óðinn. Jafnframt þessu keypti Jón fyrir hann ýmis blöð og bækur sem hann fékk svo sent vest- ur. Einnig penna, blek og pappir. Og ekki má gleyma þvi að Jón léði Sig- hvati ýmis handriþer hann þurfti á að halda við störf sin. Arið 1913 má segja að nú nú séu hlut- föllin snúin við varðandi bókakaup al- mennings, þvi nú geta menn keypt bækur, eins og eftirfarandi kafli úr bréfi til Sighvats sýnir (dags. i Rvik 13. okt. 1913): „...Þó að ég hafi dregið tillagið (2,00) til Þjóðvinafélagsins frá fyrir þetta ár, veit ég þó ekki hvernig gengur að útvega félagsbækurnar, þvi að þær eru gersamlega uppseldar á þrem vikum, svo hefir eftir þeim verið sótt. Þó mun ég gera mitt ýtrasta til að láta yður ekki verða af bókunum”. Og árin liða, þeir eldast báðir, Jón forni og Sighvatur Grimsson. Sá siðar- nefndi fer að hugsa fyrir iegstað sfn- um, hann vill af einhverjum ástæðum láta grafa sig við bæ sinn Höfða i Dýrafirði, en ekki i kirkjugarði sóknar sinnar. Hann ritar Jóni varðandi þetta mál. Jón svarar 11. júli 1922 svohljóð- andibréfi: „Háttvirti góði vin: Ég hef með vilja dregið að skrifa yður til þessa. Ég sótti 9 f.m. um grafreits- leyfið, og legg með uppkast að um- sókninni. Biskup var þá i visitaziu fyr- ir norðan land, en undir hans umsögn ^heyra slik mál. Nú er hann kominn, og hefi ég átt tal við hann. Er hann i heild sinni þungur fyrir um slikar veitingar, en þó fannst mér hann vera yður frem- ur velviljaður. En það sem á vantar, svo öllu sé fullnægt, segir biskup mér að væri: 1) Umsögn sóknarprests um málið. 2) Skyrsla um það hve mikið þér eigið i jörðinni Höfða (Sighvatur átti þá i jörðinni 12 hundruð á gamla visu, en metið var skv. nyju mati 8 hdr.). 3) Trygging fyrir viðhaldi leg- staðarins og árlegum visitziulaunum prófasts i framtiðinni. Leyfið sagði Klemenz (Jónsson áður landritari) mér kosta 33 krónur. Leyfi til kapellu- gerðar skildist mér á biskupi, að mundi torfengið. Bezt lizt mér á að þér sendið biskupi sjálfum skjöl þau, sem fyrr voru nefnd með þægilegu bréfi, og vita svo hvort Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörður. allt liðkast ekki. En fari svo, að þeir verði svo kröfu- harðir að þér getið ekki þegið leyfið eða þess sé ekki kostur, þá er lands- yfirréttardómur fyrir þvi frá 5. okt. 1903 að þér getið látið heygja yður að fornum sið hvar sem er, án yfirsaungs þjónandi prests (Dómasafn VI., 624- 626), og þurfið engan um að spyrja, nema landsdrottinn. Er þetta i bölvuðu flaustri klórað, eins og vant er. — Með alúðarkveðju. Yðar einlægur. Jón Þorkelsson”. Grafreitsmál Sighvats gamla hefur ekki fengið góðar undirtektir, eins og sést á eftirfarandi linum dr. Jóns til hans, dags. 9. des. 1922: ,.... Grafreits- leyfið er nú fengið, eins og þér sjáið af meðlögðu blaði, — ofan i mótmæli biskups. Það eigið þér að þakka Kle- menz ráðherra (hann var þá atvinnu- málaráðh. i samstjórn Framsóknarfl. og Sjálfstæðis.fl. hins eldra). Leyfis- bréfið verður sent Oddi sýslumanni (Oddur Guðmundur Gislason var þá yfirvald lsafjarðarsýslu), sem á að af- henda yður það. Þetta fast i flaustri 'klórað. Yðar einl. jafnan. Jón Þorkels- son”. Þá er lokið að skýra frá nokkrum bréfum dr. Jóns Þorkelssonar til Sig- hvats Borgfirðings. Verða þá næst fyr- ir bréf frá Skúla Thoroddsen ritstj. og alþingismanni ,með meiru. Bréfa- skriftir hans virðast hefjast um 1895-6, a.mk. eru ekki eldri bréf i bunkanum frá Skúla. Þann 6. júni 1896 eru kosningar til al- þingis. Skúli ritar þá Sighvati og biður hann drengijega að styðja sig og safna liði I Þingeyrar- og Mýrahreppum, hvað Sighvatur og gerði. Hann var og umboðsmaður blaðs Skúla, „Þjóðvilj- ans” i Dýrafirði og fregnritari blaðs- ins þar. Pétur, sonur Sighvats, var um þetta leyti farinn utan til úrsmiðanáms i Khöfn, að þvi er mér sýnist bezt. Skúli Sunnudagsblað Timans 87

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.