Morgunblaðið - 26.04.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 26.04.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 113. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Góður rakstur Heit húð lykilatriði eigi að tryggja góðan rakstur Daglegt líf Íþróttir | Arsenal meistari  Mergjað kraftlyftingaeinvígi  Sviptingar um Grettisbelti og Freyjumen Fasteignir | Hreyfing á markaði  Bryggjuhverfi í Kópavogi  Fyrsta heimilið UNGLINGAR í Bagdad fagna við brennandi flak bandarísks herbíls sem vegsprengja tætti í sundur í gær. Fjögur börn, um 12 ára göm- ul, sem höfðu farið að flakinu, létu lífið í skothríð skömmu eftir sprenginguna. Sögðu Bandaríkja- menn að skotið hefði verið á her- menn við flakið, þeir svarað og börnin fallið í átökunum. Ekki var vitað hverjir skutu börnin. Alls höfðu í gær amk. 720 Bandaríkjamenn fallið í Írak. Enn ríkir ótryggt vopnahlé milli Bandaríkjamanna og vopnaðra uppreisnarmanna í borginni Fall- ujah, vestan við Bagdad. Að sögn íraskra embættismanna féllu nær 300 Írakar í bardögum í borginni fyrr í mánuðinum. Þá réðust Bandaríkjamenn inn í hana til að klófesta menn sem myrt höfðu fjóra borgaralega öryggisverði með sprengjuárás á bíl þeirra.Reuters Fagnað við brakið KÝPUR-Grikkir hafa verið hart gagnrýndir fyrir að fella á laug- ardag tillögur Kofi Annans, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóð- anna, um sameiningu svæða grískumælandi og tyrkneskumælandi eyjarskeggja í eitt ríki. Niðurstaðan merkir að einvörðungu grísku- mælandi hlutinn gengur í Evrópusam- bandið 1. maí. Günter Verheugen, sem fer með mál- efni stækkunar ESB, sagði að „þungur skuggi“ hefði fallið á aðild Kýpur- Grikkja. Framvegis yrði reynt að binda enda á einangrun Kýpur-Tyrkja en ríki þeirra nýtur ekki alþjóðlegrar viður- kenningar. Verheugen sagði nýlega að Kýpur-Grikkir hefðu „svindlað“ með því að láta í það skína í aðildarviðræðum að þeir myndu samþykkja tillögurnar. Ber- tie Ahern, forsætisráðherra Írlands, sem er forysturíki ESB þetta misserið, sagði að utanríkisráðherrar sambandsins myndu ræða málið á fundi í Lúxemborg í dag. Richard Boucher, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði að Kýpur-Tyrkir hefðu greitt atkvæði með friði og sátt og ættu hrós skilið fyrir það. Kýpur- Grikkir gagnrýndir Nikosiu, Brussel. AP, AFP.  Harma/13 Günter Verheugen KANSLARI Þýska- lands, Gerhard Schröd- er, segir að finna verði leiðir til að tryggja gildistöku stjórnar- skrár Evrópusam- bandsins enda þótt Bretar felli hana í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Kom þetta fram í við- tali tímaritsins Focus við Schröder sem birt- ast mun í dag. „Sannleikurinn er sá að við verðum að finna aðferðir sem duga til að stjórn- arskráin taki gildi þótt ekki verði búið að staðfesta hana í einhverju landi,“ sagði Schröder. Kanslarinn segist í viðtalinu neita að trúa því að höfnun í Bretlandi eða einhverju öðru aðildarlandi geti orðið til þess að málið strandi. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður um stjórnarskrána í Bretlandi og nokkrum öðrum ríkjum, sums staðar hefur ekki verið ákveðið hvað gera skuli og í tíu ríkjum mun þingið greiða atkvæði um skrána. Hafa kannanir í Bretlandi gefið til kynna að aðeins 25% kjósenda hyggist segja já. Þjóðverjar munu ekki fara þjóð- aratkvæðisleiðina. Hins vegar þurfa báð- ar deildir þýska þingsins að samþykkja stjórnarskrána til að hún taki þar gildi. Schröder um stjórnarskrá ESB Vill tryggja gildistöku Berlín. AFP. Gerhard Schröder Íþróttir og Fasteignir í dag ♦♦♦ STJÓRNARFRUMVARP um eignarhald fjöl- miðla sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær, kveður á um að ljósvakamiðlar og dagblöð geti ekki verið á einni og sömu hendi, að því er fram kom í máli Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Þá sagði hann að menn sem væru í markaðsráðandi stöðu í óskyldum rekstri mættu ekki eiga fjölmiðil. Er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gert ráð fyrir því í frumvarpinu að fyrirtæki sem teljast markaðsráðandi í öðrum rekstri en fjölmiðlun geti ekki fengið úthlutað eða end- urnýjað útvarpsleyfi til reksturs ljósvakamiðils. Útvarpsleyfum er úthlutað til tiltekins tíma. Leyfi til hljóðvarps má lengst veita til fimm ára en til sjónvarps lengst til sjö ára í senn. Óbreytt ástand á markaði prentmiðla Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar á út- varpslögum og samkeppnislögum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir sjónum fyrst og fremst beint að úthlutun útvarpsleyfa í frumvarpinu og þar af leiðandi yrði óbreytt ástand á markaði prentmiðlanna. Þá eru veittir aðlögunarfrestir í frumvarpinu, sem eru að mati menntamálaráðherra bæði eðli- legir og mjög ríflegir. Frumvarpið verður kynnt á þingflokksfund- um ríkisstjórnarflokkanna í dag og er ráðgert að það verði afgreitt sem lög á þessu þingi. „Frumvarpið er mjög skýrt og einfalt og klárt og auðvelt að skilja það, þegar menn sjá það og ég á því von á því að það gangi greiðlega í gegn- um þingið og hljóti þar mikinn stuðning,“ sagði Davíð. Frumvarpið ekki afturvirkt Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði góða sátt um frumvarpið, sem væri alfarið byggt á skýrslu nefndar menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum. Málið væri brýnt og ekki eftir neinu að bíða með afgreiðslu þess. „Þetta frumvarp er einfalt og auðskilið og þarf ekki langan umhugsunartíma,“ sagði hann. Davíð sagði að það væri nánast skylda rík- isstjórnar og þings að taka á þeirri samþjöppun í fjölmiðlarekstri sem hér hefði orðið og yrði hvergi liðin annars staðar í heiminum. For- sætisráðherra sagði að ákvæði frumvarpsins væru ekki afturvirk. ,,Þetta er framvirkt frum- varp, ekki afturvirkt,“ sagði hann.  Bann/6 Stjórnarfrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum kynnt stjórnarþingflokkum í dag Ráðandi aðili á öðru sviði eigi ekki ljósvakamiðil Morgunblaðið/Árni Torfason Davíð Oddsson svarar spurningum frétta- manna að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. DÖNSK stjórnvöld eru staðráðin í að reyna að tryggja ríkinu nýting- arrétt á miklum hafsvæðum í Ís- hafinu og á Norður-Atlantshafi þar sem leynst gætu olía, gas og önnur auðæfi á hafsbotni, að sögn vefútgáfu Berlingske Tidende í gær. Blaðið segir að alls sé um mörg hundruð þúsund ferkíló- metra að ræða og sé gert ráð fyrir að Danir muni á árinu staðfesta Hafréttarsáttmálann frá 1982 sem kveður á um réttindi strandríkja. Blaðið segir að Danir vilji ekki gera sömu mistökin og á sjöunda áratugnum þegar þeir gerðu ekki kröfur til Ekofisk-svæðisins á Norðursjónum er reyndist síðar vera mjög auðugt af olíu. Danska þingið hefur þegar samþykkt fjár- veitingu til rannsókna sem gera þarf á svæðunum til að rökstyðja kröfurnar. Er um að ræða 140 milljónir króna eða nær 1.600 milljónir ísl. kr. sem duga eiga fram til 2007. Eitt svæðanna sem menn hafa augastað á er norðan við Græn- land og þar munu keppinautarnir einkum verða Kanadamenn, Rúss- ar, Norðmenn og Bandaríkja- menn, að sögn blaðsins. Annað er Rockall-hafsvæðið en auk Dana, sem gera kröfur til þess fyrir hönd Færeyinga, ásælast Írar, Bretar og Íslendingar svæðið. Blaðið segir að danskir og fær- eyskir sérfræðingar muni reyna að sanna að hafsbotninn þar sé eðlilegt framhald af Færeyjum. Svo geti farið að átök verði um þessi réttindi. Vilja tryggja sér hafsbotnsréttindi Rockall, sker á mikilvægu svæði. Danir leggja áherslu á rannsóknir á mikilvægum svæðum í Íshafinu og við Rockall

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.