Morgunblaðið - 26.04.2004, Page 2
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fjölmiðlafrumvarp á þing
Ríkisstjórnin samþykkti í gær
frumvarp um eignarhald á fjöl-
miðlum og verður það lagt fyrir
þingflokka stjórnarflokkanna í dag.
Meðal annars er þar kveðið á um að
sami aðili geti ekki átt dagblað og
ljósvakamiðil. Þá sé markaðsráðandi
félagi í óskyldum rekstri bannað að
eiga ljósvakamiðla. Frumvarpið er
sagt byggjast á grundvelli skýrslu
fjölmiðlanefndar.
Gagnrýna Kýpur-Grikki
Ráðamenn Evrópusambandsins
og Bandaríkjanna gagnrýndu í gær
grískumælandi Kýpverja hart fyrir
að fella á laugardag tillögur um frið
og sameiningu við hitt þjóðarbrotið
á eynni, Kýpur-Tyrki. Hinir síð-
arnefndu samþykktu tillögurnar en
þær voru lagðar fram af Sameinuðu
þjóðunum. Niðurstaðan merkir að 1.
maí mun aðeins grískumælandi hluti
eyjarinnar ganga í ESB.
Aðstoð til N-Kóreu
Hjálpargögn eru nú farin að ber-
ast til borgarinnar Ryongchon í
Norður-Kóreu en þar lét a.m.k. 161
lífið í sprengingu á járnbrautarstöð
á fimmtudag. Síðan kviknaði í farm-
inum. Kínverjar og Japanir hafa
þegar sent fólk á vettvang með lyf
og önnur hjálpargögn en mikill
skortur hefur árum saman verið á
brýnustu nauðsynjum í landinu.
Tryggja hafsbotnsréttindi
Dönsk stjórnvöld ætla að leggja
áherslu á að sanna rétt Grænlands
og Færeyja til nýtingarréttar á
stórum hafsvæðum á Norður-
Atlantshafi í von um að þar reynist
vera olía, gas og ef til vill fleiri verð-
mæt efni. Hyggjast Danir, sem fara
með utanríkismál umræddra þjóða,
staðfesta á árinu Hafréttarsáttmál-
ann frá 1982.
Slasaðist í sprengingu
Karlmaður á fertugsaldri slas-
aðist alvarlega þegar lítil fallbyssa
sprakk með miklum krafti á árshátíð
á laugardagskvöld. Annar hátíð-
argestur fékk í sig brot og brotnaði á
fingri. Að sögn vakthafandi læknis á
gjörgæsludeild LSH hlaut maðurinn
invortis áverka.
Rannsókn á stríðsstuðningi
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, vill að fram fari
hlutlaus rannsókn á tildrögum þess
að ákvörðun var tekin um að setja
Ísland á lista hinna sjálfviljugu
þjóða sem studdu innrásina í Írak.
Segir Össur að annaðhvort muni ut-
anríkismálanefnd þingsins rannsaka
málið eða þá að sett verði á sjálfstæð
rannsóknarnefnd.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 26
Erlent 12/13 Hestar 27
Daglegt líf 14 Dagbók 28/29
Listir 15 Leikhús 30
Umræðan 16/17 Fólk 30/33
Forystugrein 18 Bíó 30/33
Minningar 20/23 Ljósvakar 34
Þjónusta 25 Veður 35
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
MIKIL veisla var haldin í Leik-
skálum í Vík í boði Samherja á Ak-
ureyri til að gleðjast yfir vel
heppnaðri björgun fjölveiðiskipsins
Baldvins Þorsteinssonar sem
strandaði í Meðallandsfjöru 9.
mars síðastliðinn. Samherji bauð
öllum þeim fjölmörgu aðilum sem
komu að málinu á einn eða annan
hátt til kvöldverðar sem samanstóð
af ýmiskonar fiskréttum, en það
voru einmitt kokkarnir af Baldvini
Þorsteinssyni sem sáu um matseld-
ina.
Þorsteinn Baldvinsson forstjóri
Samherja þakkaði björgunarsveit-
arfólki úr björgunarsveitunum fjór-
um á svæðinu en þær eru Víkverji
Vík, Lífgjöf Álftaveri, Stjarnan
Skaftártungu og Kyndill á Kirkju-
bæjarklaustri, fyrir gott samstarf
og vel unnin störf. Hann færði
hverri sveit fyrir sig eina fartölvu
að gjöf ásamt kortaforriti og fest-
ingum í bíla. En hann nefndi að
það sem hann gladdist mest yfir í
sambandi við björgun skipsins
hefði verið að allir hefðu komið
óslasaðir frá strandinu og björg-
uninni á skipinu af strandstað.
Gunnar Felixson forstjóri Trygg-
ingamiðstöðvarinnar færði Björg-
unarsveitunum fjórum tvær og
hálfa miljón króna að gjöf til kaupa
á björgunarbúnaði. Einnig afhenti
Jón Gunnarsson formaður Lands-
bjargar björgunarsveitunum við-
urkenningarskjöl fyrir vel unnin
störf við björgun Baldvins Þor-
steinssonar og minntist hann á hve
ómetanleg vinna alls þessa fólks
sem starfaði innan björgunarsveit-
anna í landinu væri, það væri alltaf
tilbúið ef á þyrfti að halda og öll
vinna unnin í sjálfboðavinnu en á
landinu er 101 björgunarsveit. En
eins og Páll Eggertsson formaður
Lífgjafar í Álftaveri sagði svo
skemmtilega þegar hann þakkaði
fyrir góðar gjafir, þá væri gaman
að fá gjafir en aðalánægja björg-
unarsveitarmanna væri þó að geta
bjargað því sem þyrfti.
Samherji og TM þakka fyrir björgun Baldvins Þorsteinssonar
Færðu björgunarsveitunum gjafir
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Kokkarnir á Baldvini Þorsteinssyni sáu um matinn og var haft á orði að það hlyti að vera gott að vera á skipinu.
ARNÓR Þ. Sigfússon fuglafræð-
ingur hefur verið á fuglaskoðunar-
ferð um Húnavatnssýslu og sá
hann í gær fagurgæs í Vatnsdal.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem
fagurgæs, sem ber latneska heitið
branta ruficollis, sést á Íslandi.
Fagurgæsin var í hópi helsingja og
er þetta samneyti þekkt í Skot-
landi því þessi gæsategund er ná-
skyld helsingjanum. Fagurgæsin
er þekktur varpfugl í Síberíu en
eins og fyrr greinir er þetta í
fyrsta sinn sem hún sést á Íslandi.
Vatnsdalurinn er fallegur og í
raun ætti fáum að koma á óvart að
þessi gæs sem kennd er við feg-
urðina skuli fyrst sjást í þessum
dal.
Fagurgæs
í Vatnsdal
BLÓM vikunnar er einn þeirra
þátta sem hvað lengst hafa haldið
velli í Morgunblaðinu. Þátturinn í
dag er númer 510, en að þessu
sinni er hann birtur í Fasteigna-
blaðinu.
Guðríður Helgadóttir garðyrkju-
fræðingur fjallar um ræktun
magnolíu, en þær dafna ágætlega í
köldum garðskálum./24C
Á rölti með augun opin
Nýr þáttur hefur göngu sína í
Fasteignablaðinu í dag. Gísli Sig-
urðsson, fv. ritstjóri Lesbókar
Morgunblaðsins, rithöfundur og
blaðamaður, er höfundur pistlanna
og bera þeir yfirskriftina „Á rölti
með augun opin“.
Gísli er fróður um arkitektúr og
hönnun og kemur hann víða við í
pistlum sínum./2C
Pistlar í
Fasteigna-
blaðinu
EIN vinsælasta veiðiá Íslands,
Grímsá, mun fara í útboð frá og með
veiðisumrinu 2005, en ákvörðun um
það var tekin á aðalfundi Veiðifélags
Grímsár, sem fram fór um helgina.
Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar,
formanns Veiðifélagsins, verður út-
boðið auglýst á allra næstu dögum,
þannig að framtíðarfyrirkomulag
veiðanna liggi fyrir áður en veiðitím-
inn hefst á komandi sumri. Þor-
steinn bætti því við að samhugur
hafi verið um að fara þessa leið.
Jafnframt hafi verið ákveðið að taka
hæsta tilboði aðeins ef verulegur
ávinningur væri af því umfram það
sem núverandi fyrirkomulag hefur
skilað landeigendum, en um árabil
hafa bændur séð um sölu veiðileyfa
milliliðalaust.
Grímsá
fer í útboð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veiðihúsið Fossás við Laxfoss í Grímsá.
♦♦♦
ÞYRLULÆKNAR, sem starfa hjá
Landhelgisgæslunni, hætta ekki
störfum um mánaðamótin, eins og
útlit er fyrir, ef niðurstaða dóms-
málaráðherra og heilbrigðisráð-
herra sem kynnt var í ríkisstjórn í
gær um að framlengja til áramóta
samningi við Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss nær fram að ganga. Að
sögn Björns Bjarnasonar dóms-
málaráðherra verða fjárveitingar til
LSH auknar um tvær til þrjár millj-
ónir á þessu ári til að mæta þessari
þjónustu skv. tillögum ráðherranna.
Tíminn fram að áramótum verður
m.a. nýttur til að leggja grunn að
frekari samhæfingu þjónustunnar
með Neyðarlínunni. Forsvarsmenn
LSH sögðu upp samningnum í lok
janúar sl., en hann kveður á um
þyrluvakt, læknisfræðilega ráðgjöf
fyrir Neyðarlínuna og fjarlækning-
ar. Ástæða uppsagnarinnar var að
kostnaður spítalans vegna samn-
ingsins væri talsvert umfram tekj-
urnar af honum.
Dómsmálaráðherra segir að unnið
hafi verið að því undanfarnar vikur
að fara yfir samninginn. Hann segir
að niðurstaða þeirrar yfirferðar sé í
stuttu máli sú að núverandi fyrir-
komulag sé mjög gott og að sú þjón-
usta sem þar er veitt sé jafnframt
afar góð. Á hinn bóginn hafi komið
fram ýmsar hugmyndir um breyt-
ingar á fyrirkomulaginu í því augna-
miði að styrkja þjónustuna í heild
sinni og reka hana með hagkvæmari
hætti. Þær hugmyndir felast m.a. í
því að samnýta þá þjónustu sem
veitt er í sjúkrabílum, við sjúkraflug
og í þyrluflugi. Ennfremur eru uppi
hugmyndir um að fleiri heilbrigðis-
starfsmenn komi að verkefninu.
Ráðherra segir ljóst að það taki
tíma að koma slíku fyrirkomulagi á
og því hafi síðustu þrír mánuðir, þ.e.
uppsagnartími samningsins, ekki
dugað til. Af þeim sökum m.a. var
ákveðið að framlengja núgildandi
samning til áramóta.
Aukafjárveiting samþykkt vegna þyrlulækna
Samningurinn fram-
lengdur til áramóta