Morgunblaðið - 26.04.2004, Page 7

Morgunblaðið - 26.04.2004, Page 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 7 H rin gb ro t HVALFJARÐARGÖNG verða lok- uð í þrjár nætur í þessari viku vegna árlegra vorverka og viðhalds. Lokað verður í öllum tilvikum frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Um er að ræða aðfaranætur þriðjudags 27., miðvikudags 28. og fimmtudags 29. apríl. Starfsmenn Spalar þrífa göngin á meðan þau eru lokuð og sinna við- haldi af ýmsu tagi. Næturlokanir í Hvalfjarð- argöngum UMTALSVERT vatnstjón varð í íbúð og stigagangi í fjölbýlishúsi við Teigasel í Breiðholti í gær. Um há- degið var slökkvilið höfuðborgar- svæðisins kallað að húsinu með vatnssugur þar sem nágrannar sáu vatn leka út úr íbúð á þriðju hæð. Vatn flæddi niður stigaganginn og alla leið niður í kjallara. Íbúðareig- endurnir voru ekki heima, en vatnið kom úr baðkari sem gleymst hafði að skrúfa fyrir. Vatnstjón í fjölbýlishúsi LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðv- aði bíl í hefðbundnu eftirliti á Vífils- staðavegi aðfaranótt sunnudagsins. Í bílnum voru ungmenni á aldrinum 15-19 ára og fannst lítilsháttar magn fíkniefna og meint þýfi í bílnum. Þá fundust einnig í honum lyklar sem ganga að húsnæði sem brotist var inn í aðfaranótt sunnudagsins. Málið er til rannsóknar hjá lögregl- unni í Hafnarfirði. Fundu fíkniefni og þýfi í bíl ♦♦♦ ♦♦♦ ÞÁTTTAKENDUR í Mentorverk- efninu Vináttu hittust í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og héldu sína lokahátíð á laugardaginn, en verk- efnið lýkur nú sínu þriðja starfsári. Mentorverkefnið Vinátta er verk- efni þar sem háskóla- og framhalds- skólanemum gefst kostur á að tengj- ast grunnskólabarni og verða fyrirmynd í lífi þess. Í ár tóku þátt 196 einstaklingar, níutíu og átta grunnskólanemar og níutíu og átta „mentorar“. Um helmingur barnanna í mentorverkefninu Vin- áttu eru af erlendum uppruna og í samskiptum kynnast mentorar og börn menningu hvors annars. Að- standendur verkefnisins vonast til þess að það komi til með að festast í sessi á öllum stigum íslenska skóla- kerfisins og er markmiðið að það standi sem flestum grunn- skólabörnum á aldrinum 7–12 ára til boða. Morgunblaðið/Sverrir Lokahátíð Mentor- verkefnisins Vináttu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.