Morgunblaðið - 26.04.2004, Page 12

Morgunblaðið - 26.04.2004, Page 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HINIR ýmsu hópar í inngönguríkj- unum, frá bændabýlaeigendum í Lettlandi til verzlanarekenda í Slóv- akíu, hafa nú í aðdraganda gildistöku aðildarsamninganna lýst áhyggjum af því hvað ESB-aðildin muni hafa í för með sér fyrir þá. Í kommúnistaríkjunum fyrrver- andi í Mið- og Austur-Evrópu líta flestir á ESB-aðildina sem sögulegt tækifæri; laun þess erfiðis sem þess- ar þjóðir hafa lagt á sig undanfarinn áratug við að hrista af sér arfleifð al- ræðiskerfis kommúnista og byggja upp frjálst lýðræðisþjóðfélag og markaðshagkerfi. En samkvæmt fréttaflutningi fjölmiðla í þessum löndum óttast þar margir um sinn hag er þessi sögulegi áfangi kemst til framkvæmda. Í Lettlandi hefur kastljós fjöl- miðlanna beinzt að snarauknum áhuga útlendinga á kaupum á landi og fasteignum í landinu. Í dag- blaðinu Latvijas Avize, sem vitnað er til á fréttavef BBC, er varað við því að haldi þessi þróun áfram óheft kunni Lettar að enda með því að verða leiguliðar í eigin landi. Stórbændur í Danmörku, Finn- landi og Hollandi hafa að sögn blaðs- ins sýnt því sérstakan áhuga að kaupa landbúnaðarjarðir í Lettlandi, í því augnamiði að nýta sér landbún- aðarstyrki ESB eftir inngöngu landsins í sambandið. „Lög sem takmarka sölu á landi og fasteignum í Lettlandi voru sett of seint og eru of ruglingsleg til þess að þau verki sem einhver raunveruleg- ur þröskuldur fyrir ásókn útlendinga í lettneskt land,“ bætir blaðið við. Það spáir því að jarðnæðis- og fast- eignaverð í Lettlandi muni hækka í vestur-evrópskt verðlag á fjórum til sjö árum. Í Ungverjalandi og Slóvakíu, þar sem landbúnaður er enn allmikil- vægur þáttur í þjóðarbúskapnum, óttast bændur og matvöruverzlunar- menn að reglur ESB muni leiða til stórlega lækkaðra niðurgreiðslna. Það muni þvinga mörg minni bú og fyrirtæki til að hætta starfsemi og draga úr eftirspurn eftir heimafram- leiddum búvörum. Í aðildarsamningunum var þannig búið um hnúta að bændur í inn- gönguríkjunum fengju fyrst um sinn aðeins fjórðung af þeim bein- greiðslum sem kollegar þeirra í eldri aðildarríkjunum fá. Ivan Oravec, formaður slóvakísku bændasamtak- anna, heldur því fram að bændur í Slóvakíu óttist ekki samkeppni held- ur ójafnar leikreglur. „Atvinnu- greinin er viðkvæm,“ segir hann. Tékkneskir bjór- unnendur uggandi Tékkneskir bjórneytendur, sem eru þeir afkastamestu í Evrópu, eru líka uggandi um sinn hag eftir að reglur Evrópusambandsins verða gengnar í gildi í heimalandi þeirra. Hefð er fyrir því að alls staðar þar sem bjórskenk er að finna, a.m.k. í höfuðborginni Prag, séu á boðstólum smáréttir sem þykir gott að renna niður með bjórnum, svo sem pækl- aðar pylsur, ostur og súrgúrkur. Ótt- ast margir að þessar hefðbundnu bjórskenks-veitingar muni ekki upp- fylla stranga heilbrigðisstaðla ESB og tékkneskir bjórunnendur þar með sviptir þessum lífsgæðum. En Vaclav Havel, leikskáldið sem sat í áratug á forsetastóli í Tékk- landi, tjáði blaðamönnum í Prag að hverjar svo sem afleiðingarnar fyrir neytendur yrðu margborgaði ESB- aðildin sig. „Ég get ekki hætt að gleðjast yfir því að ég lifi á þessum tímum og er unnt að taka þátt í þróuninni. Hvort kartöflur verða dýrari sýnist mér vera aukaatriði í þessu samhengi,“ hefur BBC eftir honum. Óánægja með takmark- anir á frjálsri för fólks Að flest Vestur-Evrópuríkin skuli hafa sett reglur sem takmarka frjálsa flutninga vinnuafls frá nýju aðildarríkjunum í austri hefur kallað á reiðileg viðbrögð í pólsku press- unni. „Skammastu þín ekki, Holland?“ spurði Gazeta Wyborcza, útbreidd- asta dagblað Póllands, eftir að hol- lenzk stjórnvöld tilkynntu um ákvörðun sína um að grípa til slíkra takmörkunarráðstafana. Að frum- kvæði Þjóðverja og Austurríkis- manna, næstu grannþjóða inngöngu- ríkjanna, var því ákvæði komið inn í aðildarsamningana að eldri aðildar- ríkin mættu slá því á frest í allt að sjö ár að opna að fullu fyrir frjálsa fólks- flutninga frá nýju aðildarríkjunum. Það er hverju aðildarríki ESB – og Evrópska efnahagssvæðisins – í sjálfsvald sett að nýta sér þetta ákvæði. Sem aðildarríki EES hefur Ísland líka tilkynnt að það muni við- halda gildandi takmörkunum á flutn- ingum launafólks frá þessum lönd- um, að minnsta kosti út árið 2005. „Gleðin yfir sameiningunni [þ.e. inngöngunni í ESB] hefur vikið fyrir beizkju: þeir vilja okkur ekki,“ skrif- ar Gazeta Wyborcza. Það sem veldur Pólverjum þó öllu meiri ónotum í tengslum við inn- gönguna í ESB er óttinn við að Þjóð- verjar, sem í lok síðari heimsstyrj- aldar voru flæmdir burt af landi sem nú tilheyrir Póllandi, muni eftir inn- gönguna einfaldlega kaupa upp fyrri eigur sínar. Skaðabótakröfur brottflæmdra ýfa upp gömul sár Í pólskum fjölmiðlum hefur líka gætt talsverðrar geðshræringar vegna frétta af starfsemi stofnunar, eða öllu heldur fyrirtækis, sem varð til fyrir fjórum árum í Þýzkalandi og hefur einsett sér að reyna dómstóla- leiðina til að knýja fram skaðabætur til handa Þjóðverjum sem misstu eignir sínar í Slésíu, Pommern og Austur-Prússlandi, þ.e. héruðunum austan ánna Oder og Neisse sem voru hluti af Þýzkalandi fyrir stríð en voru gefin Póllandi árið 1945. Í forsvari fyrir fyrirtæki þessu, sem kallast Preussische Treuhand eða „Prússneski umboðssjóðurinn“, er Rudi Pawelka, sem jafnframt er formaður átthagafélags brott- flæmdra Slésíu-Þjóðverja. Ummæli eftir honum höfð hafa vakið allt að því móðursýkisleg viðbrögð í pólsk- um fjölmiðlum; t.d. hefur borgar- stjóri Varsjár látið reikna út núvirði tjónsins af eyðileggingu borgarinnar í síðari heimsstyrjöld, sem Pólverjar gætu krafið Þjóðverja um að borga. Pólski Evrópumálaráðherrann og verðandi fulltrúi Póllands í fram- kvæmdastjórn ESB, Danuta Hübn- er, segir engar forsendur fyrir kröf- unum. „Í okkar augum er málið löngu afgreitt. Sagan er að baki, henni verður ekki breytt,“ tjáði hún AFP-fréttastofunni. Pawelka tjáði þýzka blaðinu Welt am Sonntag í febrúar sl. að hann gerði ráð fyrir að það væri um ein milljón núlifandi Þjóðverja sem ætti lagalegt tilkall til fasteigna í Pól- landi. Tilgangur „umboðssjóðsins“ væri að reyna að fara dómstólaleið- ina, fyrst í Póllandi en jafnvel fyrir Evrópudómstólnum, til að sækja bætur fyrir eignir í Póllandi sem skjólstæðingar sjóðsins hefðu verið sviptir með ólögmætum hætti. Að sögn Pawelka eru skjólstæðingarnir orðnir um 1.000. Innganga Póllands í ESB opnaði þessa leið í fyrsta sinn. „Við viljum ekki flæma neinn út úr húsum sínum, við viljum bara leysa lögfræðilegt vandamál sem er hætt við að eigi eftir að valda spennu,“ segir Pawelka. Athygli vekur að forsvarsmenn „Prússneska umboðssjóðsins“ segja hann mótaðan að fyrirmynd Um- boðsráðs gyðinga (Jewish Claims Conference) sem tókst, í krafti lög- sókna á grundvelli „kennitölusöfn- unar“, að fá þýzk stjórnvöld og fyr- irtæki til að stofna nýjan, stóran skaðabótasjóð vegna eignaupptöku á nazistatímanum. Bæði þýzk stjórnvöld og forsvars- menn Sambands brottflæmdra (BdV), regnhlífarsamtaka átthaga- félaga brottflæmdra Þjóðverja, hafa lýst því yfir að starfsemi „Prúss- neska umboðssjóðsins“ sé þeim al- gerlega óviðkomandi. Þýzki utanrík- isráðherrann Joschka Fischer hefur lýst sérstakri vanþóknun sinni á henni þar sem hún skaði samskiptin við Pólland og samvinnuandann í hinu stækkaða Evrópusambandi. Ótti við kaupmátt Vestur-Evrópubúa Fólk í Mið- og Austur-Evrópuríkjunum sem ganga í ESB 1. maí óttast ýmislegt við inn- gönguna, svo sem að ríkir Vestur-Evr- ópumenn kaupi upp land og fasteignir. Auð- unn Arnórsson rýndi aðeins í sálarlíf ESB-inngönguþjóðanna.    auar@mbl.is PIOTR Olewinski, forstjóri pólska fyrirtækisins Novol, situr fyrir framan Mierzecin (Mehrenthin)- höll nærri borginni sem nú heitir Gorzow Wielkopolski en hét áður Landsberg an der Warthe, skammt austan þýzk-pólsku landamæranna. Olewinski átti frumkvæði að því að Novol keypti höllina árið 1998 af pólska ríkinu og festi háar fjár- hæðir í að gera hana upp, en fyr- irtækið rekur nú hótel í þessum glæsilega standsettu húsakynnum. Höllin var árið 1945 tekin eign- arnámi af þýzku aðalsfjölskyldunni von Waldow, en hún hafði verið ættaróðal hennar frá því snemma á 18. öld. Höllin sem nú stendur var byggð í enskum sveitahallarstíl á árunum 1860-1863. Olewinski átti samráð við greifann af Waldow, sem býr í vestanverðu Þýzkalandi, við uppgerð hallarinnar svo að út- koman yrði sem upprunalegust. En nú óttast Olewinski að Wal- dow greifi muni, eftir að Pólland verður gengið í Evrópusambandið, láta reyna á það fyrir Evrópudóm- stólnum hvort hann geti ekki fengið eignarnámið dæmt ólögmætt og endurheimt ættaróðalið. Margir Pólverjar sem búa á landi eða í húsum sem tilheyrðu áður Þjóðverjum sem flæmdir voru á brott er landamærin voru færð vestur árið 1945, bera sams konar ótta í brjósti nú þegar réttarreglur ESB ganga í gildi í Póllandi. Þrátt fyrir að þýzk og pólsk stjórnvöld hafi gert alls kyns samninga til að tryggja landamærin og setja lok á hina sársaukafullu sögu samskipta þjóðanna tveggja, útiloka þessir samningar ekki að einstaklingar reyni að leita réttar síns fyrir dóm- stólum, telji þeir á sér brotið, eins og Olewinski óttast að Waldow greifi geri. Ógilding eignar- náms í krafti ESB-réttar? AP TVÆR helstu olíuútflutnings- stöðvar Íraka við Basra, skammt frá Persaflóa, voru lokaðar í gær eftir að sjálfs- morðsárás var gerð þar að- faranótt sunnudags. Rafmagn fór af stöðvunum og ekki bú- ist við að það kæmist aftur á fyrr en í dag. Lestun olíu lá því niðri en um 1,6 milljónir tunna eru fluttar þaðan dag- lega. Bandarískir embættis- menn segja að árásirnar beri öll einkenni hryðjuverkasam- takanna al-Qaeda. Þremur hraðbátum, sem hlaðnir voru sprengiefni, var siglt að stöðvunum. Fyrst sigldi hraðbátur að Khor al- Amaya olíustöðinni og þegar herbátur með átta hermenn innanborðs lagði af stað til að stöðva hraðbátinn sprakk hann. Herbátnum hvolfdi og létu tveir menn lífið og fjórir slösuðust. Síðar réðust tveir hraðbátar á al-Basra olíustöð- ina og sprungu. Fischer sigraði í Austurríki HEINZ Fischer, úr flokki jafnaðarmanna, hlaut rúmlega 53% atkvæða í forsetakosn- ingunum í Austurríki í gær, en hin hægri- sinnaða Be- nita Ferr- ero-Waldner utanríkis- ráðherra fékk tæp 47%. Fisch- er, sem nú er varaforseti þingsins, verður fyrsti jafnaðarmaðurinn í embætti forseta landsins í 18 ár. Embættið er nær valda- laust. Mannfall í Tétsníu ALLS féllu tíu rússneskir hermenn og 20 særðust í hörðum átökum við skæruliða sjálfstæðissinnaðra Tétséna um helgina, að sögn stjórn- valda í höfuðstað héraðsins, Grosní, í gær. Var einkum barist við Starye Atagi, um 20 km sunnan við borgina. Stríð uppreisnarmanna við Rússa og stjórn sem þeir hafa komið á laggirnar í Grosní hefur nú staðið í fimm ár og hafa þús- undir manna fallið. 35 kg og fór samt í fitusog SÆNSK, 22 ára gömul kona með öll einkenni átröskunar, anorexíu, fékk nýlega að fara í fitusog með aðstoð sænskrar stofnunar, Correcta Plastik, sem sendi hana til lýtalæknis í Eistlandi. Konan var aðeins 35 kíló er hún hafði samband við stofnunina sem er í Kalmar í sunnanverðri Sví- þjóð. Talsmaður stofnunar- innar segist ekki bera neina ábyrgð á málinu og fullyrðir að konan hafi hótað að fyr- irfara sér fengi hún ekki að fara í fitusog. Ekki er sagt frá því hve mikið konan léttist við sogið. STUTT Ráðist á ol- íustöðvar Heinz Fischer

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.