Morgunblaðið - 26.04.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 26.04.2004, Síða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 21 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN KRISTINN HAFSTEIN tannlæknir, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu- daginn 16. apríl, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 27. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar- sjóði. Sigrún Kr. Tryggvadóttir, Þórunn Hafstein, Harald Snæhólm, Tryggvi Hafstein, Auður Bjarnadóttir, Kristín Ásta Hafstein, Ingólfur Jörgensson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og frænka, SNJÓLAUG G. STEFÁNSDÓTTIR verkefnisstjóri, Fagrahvammi 2B, Hafnarfirði, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi miðvikudaginn 21. apríl, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag kvenna af erlendum upp- runa á Íslandi. Styrktarsími 821 2523. Brynja Dan Gunnarsdóttir, Líney Dan Gunnarsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Gunnlaugur Stefánsson, Sjöfn Jóhannesdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóna Dóra Karlsdóttir, Ásgeir Gunnar Stefánsson, Sigrún Björg Ingvadóttir, Finnur Torfi Stefánsson, Steinunn Jóhannesdóttir og bræðrabörn. Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ERLA HAUKSDÓTTIR, Eyrarvegi 12, Flateyri, lést að morgni laugardagsins 24. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Þorsteinn Gðbjartsson, Jóhanna Zoëga Björnsdóttir, Sigurður Trausti Sigurðsson, Sigurður K. Björnsson, Elín Bjarnadóttir, Örn Björnsson, Kristjana Björnsdóttir, Óli G. Guðmundsson, Björn Zoëga Björnsson, Heiðdís Hrafnkelsdóttir, Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir, Friðgeir Bjarkason, barnabörn og langömmubörn. Ástkær systir okkar, INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu Reykjavík föstudaginn 23. apríl. Systur hinnar látnu. Við færum bestu þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu, langömmu og frænku, HALLDÓRU SKÚLADÓTTUR, Austurgötu 45, Hafnarfirði. Fyrir hönd vandamanna, Skúli Valtýsson Sigurbjörg Þorvarðardóttir, Bjarni Valtýsson, Linda Antonsdóttir, Karólína Valtýsdóttir, Magnús Gunnlaugsson, Vilhjálmur Skúlason. Elsku mamma. Nú hefur þú kvatt okkur um stund. Mér finnst samt eins og sért enn hjá okkur, og ég veit að það er vegna allra góðu minninganna sem ég á um þig. Ég man aldrei eftir að við höf- um rifist eða verið ósammála, ég vissi að það kæmi í ljós fyrr eða síðar að þú hefðir rétt fyrir þér, svo að ég hlustaði á þig og reyndi að fara eftir þínum ráðleggingum. Þegar ég kynntist Sveini, manni mínum, tókst þú honum eins og þínum syni og honum þótti mjög vænt um þig. Börnin okkar voru mikið hjá þér í Heiðdalshúsi og hjá afa, meðan hann lifði. Það eru þeim ómetanlegar stundir og gott vega- nesti. Þú varst mjög fróð kona og sagðir skemmtilega frá. Það var svo gaman þegar þú varst að rifja upp hvernig lífið var hér á Bakkanum, þegar þú varst að alast upp. Þú hafðir einstaka kímnigáfu og gast yfirleitt séð spaugilegu hliðina á málunum. Þú kenndir mér svo margt, elsku mamma, og ég get aldrei fullþakkað þér hvað þú varst mér. Eftir að ég GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR ✝ Guðbjörg Eiríks-dóttir fæddist á Eyrarbakka 1. nóv- ember 1922. Hún lést á sjúkrahúsi Selfoss 10. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Eyrarbakka- kirkju 24. apríl. fluttist til útlanda hef ég reynt að koma eins oft og hægt hefur verið, og ég fann að ég var komin heim um leið og ég var komin í Heiðdalshús. Við töluðum mikið sam- an í síma og þú fluttir mér fréttir af þjóðmál- unum hér á landi, því að þér var mikið í mun að ég fylgdist með. Þegar þú komst til okkar til Noregs og varst hjá okkur, nutum við sam- vistanna við þig. Þú varst mikið náttúru- barn og elskaðir að ganga í fjörunni og fylgjast með fuglunum og lífinu þar. Börn hændust að þér og þú tókst alltaf þeirra málstað. Mamma mín, það væri hægt að skrifa svo ótalmargt fleira, en ég geymi minningarnar hjá mér og ætla að reyna að lifa eftir því sem þú kenndir mér. Betri fyrirmynd gat ég ekki fengið. Hafðu þökk fyrir allt. Hvíl í friði. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn hve allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið hefir eflst við ráðin þín. (Árni Helgason.) Þín dóttir, Guðbjörg. Elsku amma Gugga. Nú hefur þú kvatt okkur og ert farin á vit æðri máttar. Þín er sárt saknað, og þú skil- ur eftir stórt skarð sem erfitt verður að fylla. Þú varst ætíð svo stór hluti af okkar lífi. Ég man eftir ótal mörgu ferðunum okkar í fjöruna og þegar við vorum að gefa músinni sem við fundum að borða. Og þegar við geng- um að Gálgakletti, krupum niður og óskuðum okkur áður en við fengum okkur sopa af hreina og tæra vatninu, sem þar er að finna. Þær rættust nú, sumar óskirnar okkar. Þú varst alltaf svo góð við mig og skammaðir mig aldrei, þó svo að ég væri að gera einhver prakkarastrik. Elsku amma, það var svo gott að geta leitað til þín, ekki bara vegna þess að stutt var á milli húsa, heldur vegna þeirrar hlýju og umhyggju sem ætíð var að finna hjá þér. Megi allir englar Guðs vaka yfir þér og vísa þér veginn í faðm afa, sem þú ert búin að sakna svo mikið. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrðu ei, hvern hjartað kallar á? Heyrðu storminn, kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymi meðan lífs ég er. (Valdimar H. Hallstað.) Þín Dagný Lind. Hann Bjarni fósturfaðir minn er látinn. Ég man það eins og gerst hafi í gær, þegar Bjarni kom fyrst heim á Ásvallagötu þar sem við áttum heima. Hann var strax ákaflega góð- ur við mig. Hann smíðaði handa mér forláta kassabíl sem var eins og gamli Ford að framan, með glugga, stýri og bremsum. Allir vinir mínir öfunduðu mig. Eins smíðaði hann eitt og annað smálegt fyrir mig. Bjarni var góður smiður, og hann var líka listmálari, málaði jafnt með olíu, vatnslitum, svartkrít og pastel. Hann las mikið um list og átti stórt listaverkabókasafn. En sjálfur held ég að hann hafi alltaf litið á sig fyrst og fremst sem verkamann. Hann las allt milli himins og jarðar og var al- mennt mjög fróður maður. Bjarni eignaðist sitt fyrsta og eina barn, hann Bjarna bróður minn, 52 ára gamall með móður minni. Við sát- um heima og skáluðum í pilsner þeg- ar fréttirnar bárust. Hann var aldrei eins glaður og þá. Oft var glatt á hjalla á Ásvallagötunni, margir vinir Bjarna Sum, margir hverjir lista- menn og listvinir komu saman, gjarn- an um helgar og fengu sér aðeins neðan í því og skiptumst á skoðunum, spjölluðu oft af kappi um lífið og listina. BJARNI SUMARLIÐASON ✝ Bjarni Sumar-liðason fæddist í Reykjavík 7. nóvem- ber 1925. Hann lést á Landspítalanum 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðný Kristjánsdótt- ir, f. 7.9. 1883, d. 19.10. 1963, og Sum- arliði Grímsson, f. 25.10. 1883, d. 24.10. 1931. Þau eignuðust fimm börn: Svein- björn, Hákon, Einar, Helgu og Bjarna sem hér er kvaddur. Bjarni lét eftir sig eiginkonu, Jóhönnu K. Jónasdóttur, og eft- irlifandi son, Bjarna Bjarnason, sem bæði eru búsett í Reykjavík. Útför Bjarna fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Ég lærði mikið af Bjarna Sum. og hans lífi í gegnum listina og lífið og af vinum hans og hans nánustu. Mest fór ég að læra þegar fjær dró og ég sjálfur full- orðnaðist, hluti, innsýn og viðhorf sem maður lærir ekki í skólum. Bjarni minn, ég sakna þín, farðu vel og gakktu heill inn á stóra sviðið. Þú stundaðir listina svo vel, þú varst svo mikill listamaður í lifanda lífi. Það á eftir að nýtast þér vel í framhaldslífinu sem ég trúi statt og stöðugt á. Við sjáumst svo bara seinna Bjarni minn. Mamma mín og Bjarni minn. Guð geymi ykkur í sorginni vegna fráfalls hans Bjarna ykkar. Bjarni bróðir minn, hann pabbi þinn var mikill maður og mikill lista- maður þótt hlédrægur væri og ekki bæri mikið á því sem hann var að gera oft á tíðum. Hann lifði lífinu til fulls og náði háum aldri. Þú ert að upplifa það núna 27 ára gamall að missa pabba þinn. Megi algóður guð styrkja þig og styrkja allar góðar minningar um hann pabba þinn. Nú er hann þar sem honum líður vel. Mamma, hann Bjarni maðurinn þinn er dáinn. Guð gefi þér tíma til að syrgja og minnast allra góðu stund- anna og kraft og styrk til þess að halda áfram. Jónas og fjölskylda. Ég var svo lánsamur að kynnast móðurbróður mínum ungur að árum, því um tíma var hann daglegur gestur á heimili foreldra minna. Einn vordag færði hann mér ílang- an pakka, vandlega innbundinn. Þeg- ar ég fletti honum í sundur kom í ljós forláta trésverð sem hann hafði smíð- að. Það fór vel í hendi og ilmaði af sól og sumri. Í minningunni hefur ilmur þess og áferð verið mér æ síðan vitn- isburður þeirrar alúðar og kostgæfni sem einkenndi frænda minn alla tíð. Þegar ég hóf sverðið sem hann gaf mér til lofts og skýldi mér um leið fyrir ljósinu með annarri hendi þá gat ég ekki séð það sem ég sé nú, að op- inn, smár og gegnsær lófi minn móti sólinni geymdi heim hverfuls ljóss. Önnur hönd mín hélt um sverðið, en hin var stjarna á floti í rauðri elfu tím- ans. Þannig minnist ég þess. Vitur maður sagði eitt sinn að það væri tvennt sem manneskjan gæti ekki horfst í augu við, sólina og dauð- ann. Það eru orð að sönnu, því heimur jarðneskra hluta eru manninum eins- konar vörn gegn því sem eyðist. Hann þráir að eignast skjól þar sem hann getur ræktað ást sína, von og drauma. En í því felst mótsögn því sól og dauði svíða jaðar þess sem séð verður. Það óséða geymist hins vegar í hugskoti manns og á stund sem þessari þegar náinn vinur fellur frá glæðist sú formlausa mynd á óvænt- an hátt. En ráðgátan er söm og fyrr. Þegar við Baddi kvöddumst í síð- asta sinn sagði ég: Sjáumst heilir! Tveimur dögum síðar var hann allur. Núna þegar ég rita þessa grein og lygni aftur augunum sé ég hann fyrir mér, sitjandi innan um stafla af bók- um. Bækurnar voru honum allt. Þangað sótti hann hugsvölun og andagift. Hann hafði yfirburða þekk- ingu á listasögu og aldrei fór ég á hans fund öðruvísi en kenna þeirrar auðlegðar sem í mannsandanum býr. Með tímanum lærði ég einnig að meta óbrigðult næmi hans á það sem máli skipti í listum. Þegar ég eltist varð hann mér lærimeistari og kær vinur. Undir það síðasta sótti á frænda minn heimþrá til myndanna, lík þeirri sem Van Gogh hafði, en hann var ætíð sá listamaður sem hann mat hvað mest. Þegar litið er til þess fjársjóðs í máli og myndum sem frændi minn bjó að, verður seint sagt að hann hafi skort veganesti til sinnar hinstu farar. Núna opna ég aftur augun og sé sama hverfula ljósið leika um greinar trjánna. Sjá, þarna situr fugl á grein, svo er hann horfinn. Hraðfleyg ský að vori, sólarglampi, tilhugsun um draum, eitthvað sem maður hefur gleymt. Svo þessi undrun yfir því hversu hægt tréð laufgast, maður sjái aldrei skilin sama hvað maður horfir. Þegar rökkvar koma stjörnurnar fram ein af annarri, þá finn ég innra með mér hvað Baddi gaf mér margt. Þegar náttar hljóðnar allt og án þess við verðum þess vör fjarar hæglát alda tímans frá skugga hans alstirnd- um. Ég votta eiginkonu hans og fjöl- skyldu mína fyllstu samúð. Sveinbjörn Halldórsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.