Morgunblaðið - 26.04.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 26.04.2004, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lalli lánlausi ©LE LOMBARD VIÐ SKULUM SJÁ.. HVERN Á ÉG AÐ SPYRJA Í DAG? GRÉTA! JÁ HVAÐ ER 6X7? ÖÖÖ 42? NEI! HVERSU OFT Á ÉG AÐ ÞURFA AÐ SEGJA ÞÉR ÞAÐ GRÉTA? 6X7 ER ALLT ANNAÐ EN 42!! EF MAÐUR BYRJAR Á ÞVÍ AÐ GEFA RÉTT SVAR ÞÁ ENDAR ÞAÐ MEÐ ÞVÍ AÐ HÚN VERÐUR EFST Í BEKKNUM Í ALLAN VETUR! AFTUR... 6X7? 31,7? MIKLU BETRA! 3X4? 1.977.323 MJÖG GO... AF HVERJU KEMUR ÞÚ SVONA SEINT? PABBI MINN HEYRÐI EKKI Í VEKJARA- KLUKKUNNI ÞVÍ SKRIÐDREKI KEYRÐI YFIR HANA ÞEGAR GEIMVERUR UMKRINGDU HÚSIÐ OKKAR... GLÆSILEGT LALLI! ÞÚ FÆRÐ 10 FYRIR AÐ HAFA GÓÐA ÓTRÚVERÐUGA AFSÖKUN. ÞÚ MÁTT FÁ ÞÉR SÆTI OG LEGGJA ÞIG MEIRI HÁVAÐA Í BEKKINN KRAKKAR! NÚNA ER MÁLFRÆÐI KÁLFÆÐI! HVER SAGÐI ÞETTA? ÉG HERRA! KÁLFÆÐI! ÞETTA VAR PRÝÐILEGT LALLI. ALVEG MÁTULEGA DJARFT HJÁ ÞÉR ÞÚ FÆRÐ 10 FYRIR HÁVAÐA OG VONLAUSA ORÐALEIKI SEM SAGT... VIÐ BEYGJUM Í NÚLIÐINN TÍÐ ÞEGAR ÞÁTÍÐ ER EKKI LENGUR ÞÁLIÐIN... HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA GRÉTA? ÉG ER AÐ HLUSTA AF ATHYGLI HERRA! HLUSTA AF ATHYGLI!! HLUSTAÐU NÚ BÓKAORMURINN ÞINN! ÞÚ ÁTT AÐ VERA AÐ SOFA EÐA LESA MYNDASÖGUR EÐA KLIPPA Á ÞÉR NEGLURNAR EN EKKI AÐ HLUSTA AF ATHYGLI!! TAKTU LALLA HÉRNA TIL FYRIRMYNDAR HANN Á ALDREI EFTIR AÐ VERÐA NEITT AÐ VERA LÉLEGUR Í EINN DAG GETA ALLIR. EN AÐ VERA LÉLEGUR ALLA ÆVI, ÞAÐ GETA EINUNGIS ÞEIR ALLRA BESTU! OG NÚ ER ÞAÐ STAFSETNING MUNIÐ AÐ SVINDLA EINS MIKIÐ OG ÞIÐ GETIÐ PATER NOSTER VILTU EKKI LOFA HONUM AÐ SOFA AÐEINS LENGUR HERRA? MÉR SÝNIST HANN DREYMA SVO VEL BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VISSUÐ þið að á Íslandi eru aðeins 600 hjúkrunarfræðingar pr. 100.000 íbúa á móti 1.410 í Finnlandi. Á hin- um Norðurlöndunum eru þeir að meðaltali 962 pr. 100.000 íbúa. Það þýðir hlutfallslega að í Finnlandi eru 135% fleiri hjúkrunarfræðingar pr. 100.000 íbúa en hér á landi og á hin- um Norðurlöndunum eru hjúkrunar- fræðingar að jafnaði 60% fleiri (FÍH). Vissuð þið að ráðningarbann hefur ríkt á LSH síðastliðin tvö ár. Sú ráð- stöfun var gerð í einu niðurskurðar- æðinu og eðli máls samkvæmt ekki verið auglýst eftir hjúkrunarfræð- ingum á LSH síðan þá. Skömmu áð- ur kom reyndar sú frétt í fjölmiðlum að það vantaði u.þ.b. 100 hjúkrunar- fræðinga á Landspítala – háskóla- sjúkrahús miðað við eðlilega þörf og kom engum á óvart sem þekkir til yf- irvinnuþrýstingsins á hinum ýmsu deildum. Þversagnirnar eru sláandi. Hélt stofnunin að hún myndi bjarga andlitinu með því að skjóta auknefn- inu „háskólasjúkrahús“ inn í nafn- giftina; að það myndi breiða yfir skort á faglegri þjónustu? Gefa þess- ar staðtölur ekki skýrt til kynna að álagið á íslenska hjúkrunarfræðinga er löngu komið að hættumörkum? Hvar er metnaður þeirra sem sitja við stjórnvölinn? Hvert stefnir eig- inlega? Talað er um að byggja nýjan spítala. Þarf ekki að manna hann? Alltaf eru til peningar í steinsteypu en ekki í rekstur. Hverjir eiga að annast þetta fólk? Hvað með þessa hátíðarklausu um mannauðinn? Ég hélt að það fylgdist að, metnaður og mannauður hverrar stofnunar. Mér finnst ástandið eins og það er í dag á LSH minna á blóðmjólkun. Á 50 ára starfsferli hérlendis sem erlendis hef ég aldrei kynnst neinu sambærilegu. Fréttir síðustu daga um sparnað sem sækja átti í vasa skurðstofu- hjúkrunarfræðinganna komu mér ekki á óvart, virtust mér þær vera beint framhald á vondri þróun og illa grunduðum ráðstöfunum stjórnar spítalans síðustu ár. Þetta stöðuga niðurskurðarhjal, sem á sér a.m.k. 10 ára sögu, hlýtur að enda á borði Spaugstofumanna ef fram heldur sem horfir. Í umræðunni hefur verið mikið blásið um laun starfsfólks spítal- anna. Ég veit að það er ekki ofhaldið af launum sínum, allavega ekki hjúkrunarfólk. Ég þekki ekki laun annarra heilbrigðisstétta. Ef bornar væru saman tekjur þessa fólks og þeirra sem vinna í peningastofnun- um (bönkum, verðbréfafyrirtækjum o.fl.) myndi sennilega töluvert halla á hjúkrunarfólk. Í íslensku samfélagi nútímans þykir eflaust merkilegra að höndla með peninga og verðbréf en lifandi fólk. Mammonsdýrkunin er orðin það yfirgengileg og þar eiga stjórnvöld ekki síst hlut að máli. Ef einhver heldur að Landspítal- inn eyði fé í að hlúa að starfsfólki sínu þá er það aldeilis ekki. Það væri verðugt viðfangsefni fyrir fjölmiðla- menn að reka nefið inn á Landspít- alann og skoða vinnuaðstöðuna sem fólkið býr við á hinum ýmsu deildum. Nú þegar höfðingjarnir hafa fagn- að 100 ára afmæli heimastjórnar fyr- ir hönd okkar allra þannig að minnti helst á lélegan farsa hljótum við, fólkið í landinu, að velta því fyrir okkur hvort gengið hafi verið til góðs og hvort okkur hafi tekist að velja réttu mennina til forystu, hvort held- ur er í sambandi við heilbrigðiskerf- ið, sjávarútveginn eða peningamark- aðinn. Hann líkist einna helst rússneskri rúllettu. Það er mikill vandi að halda einbeitingu og dóm- greind í þjóðfélagi sem er undir stöð- ugu áreiti auglýsinga, áróðurs og blekkinga. HRÖNN JÓNSDÓTTIR, geðhjúkrunarfræðingur á eftirlaunum. Hvert stefnir? Frá Hrönn Jónsdóttur: Í ENN einum kjarasamningum hef- ur vinnuframlag verkafólks ekki verið metið framfærslulaunavirði af mönnum sem sjálfir meta eigin verðleika umfram það sem talist getur til heilbrigðrar skynsemi, þjóðfélaginu til skaða. En eins og vanalega, eftir að samið hefur verið við verkafólk, byrja opinberar stofn- anir strax að hækka gjaldskrár og hirða þær fáu krónur sem fólust í hækkun launataxta. Einn er sá hópur sem lítið er nefndur nú orðið af alþingismönnum eða fjölmiðlum, það eru ellilífeyris- þegar. Þessi þögn virkar eins og það séu samtök að þegja allt í hel sem varðar fjárhagslega afkomu þessara þjóðfélagsþegna. Eða eru þeir kannski ekki lengur taldir til þjóð- félagsþegna? Þeir lífeyrisþegar sem fá á milli 70 og 80 þús. kr. á mánuði, eftir skatta, hafa ekki fengið hækk- anir á lífeyrir er bæti þeim þær hækkanir sem orðið hafa á vöru og þjónustu síðastliðin þrjú ár og nú er þessum aðilum gert að taka hækk- anir sem orðið hafa á þessu ári, óbættar, og ekkert heyrst getið um það að lífeyrir þeirra verði hækk- aður neitt á næstunni. Þess vegna spyr ég alþingismenn: Hversu langt er hægt að ganga í því að fjársvelta lágtekju-lífeyrisþega? Ekki virðist þeim heldur hafa verið ætlað að njóta ávaxtanna af því velferðar- þjóðfélagi sem þeir voru þátttak- endur í að byggja upp og embætt- ismenn og stór gróssérar, sem fæddust síðar inn í ljúfa lífið, nú njóta. Það þykir ekki góður húsbóndi sem dekrar við sjálfan sig í lífsgæð- um en sker allt við nögl sér inn við kviku í þörfum annarra fjölskyldu- meðlima. Ég held að slagorðið „Búum öldr- uðum áhyggjulaust ævikvöld“, hafi misritast, þar hafi átt að standa „Búum öldruðum ánægjusnautt ævikvöld“. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Spurning til alþingismanna Frá Guðvarði Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.