Morgunblaðið - 26.04.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.04.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 29 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfstæð/ur og kraft- mikil/l. Þú veist hvað þú vilt og hikar ekki við að gera það sem til þarf til að nálgast það. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fjölskyldan og heimilið eru í brennidepli hjá þér þessa dag- ana. Bíddu með innkaup og mikilvægar ákvarðanir til morguns. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að hafa hemil á löng- un þinni til að fara í versl- unarleiðangur í dag. Það eru mestar líkur á því að þú verðir að skila öllu sem þú kaupir í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu varlega í að lofa nokkru í vinnunni í dag. Þú munt að öllum líkindum þurfa að breyta öllum áætlunum sem þú gerir í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt tunglið sé í merkinu þínu virðist allt ganga á afturfót- unum hjá þér í dag. Það skyn- samlegasta sem þú getur gert er að sýna þolinmæði og bíða þetta af þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Sólin hefur enn óvenju mikil áhrif á sjörnukortið þitt og því máttu búast við að verða áfram í sviðsljósinu. Vinir þín- ir geta reynst þér hjálplegir þessa dagana. Vertu opin/n fyrir hugmyndum þeirra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er rétti tíminn til að ganga frá gömlum reikningum, sköttum og skuldum. Þú ættir þó að fresta því um nokkra daga að ganga endanlega frá samningum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur mikla löngun til að ferðast og skoða heiminn í kringum þig. Dagurinn í dag er þó ekki heppilegur til að fastsetja ferðaáætlanir eða kaupa farmiða. Bíddu með það til morguns. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nánustu sambönd þín eru í brennidepli hjá þér þessa vik- una. Farðu varlega í að lofa nokkru í dag. Þú hefur ekki nógu góða yfirsýn yfir hlutina. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gerðu ráð fyrir töfum og trufl- unum í vinnunni í dag. Reyndu eftir megni að halda þínu striki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að nota daginn til einhvers konar listsköpunar. Þú ert frjó/r í hugsun og færð frumlegar og áhugaverðar hugmyndir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er góður dagur til að ræða við fjölskylduna og dytta að hinu og þessu á heimilinu. Þú ættir þó ekki að skuld- binda þig til nokkurs í dag eða taka endanlegar ákvarðanir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sköpunargáfa þín er með mesta móti í dag. Skrifaðu niður hugmyndir þínar og saltaðu þær svo í nokkra daga. Þannig færðu betri tilfinningu fyrir því hvort þær gangi upp. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SVEITIN MÍN Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Allt, sem mest ég unni og ann, er í þínum faðmi bundið. Allt það, sem ég fegurst fann, fyrir berst og heitast ann, allt, sem gert fékk úr mér mann og til starfa kröftum hrundið, allt, sem mest ég unni og ann, er í þínum faðmi bundið. - - - Sigurður Jónsson frá Arnarvatni LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Mið-vikudaginn 28. apríl verður sjötugur Eyjólfur Gíslason, Kríulandi 19, Garði. Í tilefni dagsins munu eiginkona hans, börn og tengdabörn halda veislu honum til heiðurs í sam- komuhúsinu í Garði þann sama dag frá kl. 18. FÁAR sagnvenjur hafa notið jafn mikillar hylli og „multi“ tveir tíglar, sem sýnir veika tvo í öðrum hálitnum og hugsanlega mjög sterkar hendur. Fyrst fór að bera á sagnvenjunni í kringum 1960 og eru Terence Reese og Jeremy Flint skráðir fyrir hugmyndinni, þótt fleiri breskir spilarar hafi komið þar að máli. Allar marg- ræðar sagnir hafa bæði kosti og galla. Vinsældir multi eru næg sönnum fyrir kostum sagnvenjunnar, en böggull fylgir skammrifi. Breski bridshöfundinn David Bird gerir sér leik að einum inn- byggðum veikleika multi í tímaritsgrein: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠6 ♥ÁDG1083 ♦G54 ♣854 Vestur Austur ♠Á952 ♠DG108 ♥96 ♥2 ♦D10732 ♦9 ♣106 ♣ÁKDG972 Suður ♠K753 ♥K754 ♦ÁK86 ♣4 Vestur Norður Austur Suður -- 2 tíglar 3 hjörtu ! 4 spaðar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Pass Opnun norðurs sýnir veika tvo í hjarta eða spaða. Aust- ur þykist vita hver litur opn- arans er og ákveður að leggja snöru fyrir suður með því að stökkva í þrjú hjörtu! Það er eðlileg sögn og ætti að sýna 6-7 lit í hjarta. Suður reiknar dæmið þannig. Hann „sér“ að makk- er á spaðann og stekkur í fjóra spaða. Austur fylgir svo stuðinu eftir með dobli og auðvitað hlýtur norður að passa, því frá hans bæj- ardyrum ætti suður að eiga langlit í spaða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. 0-0 Bg7 5. c3 Rf6 6. d4 Rxe4 7. d5 Rb8 8. He1 Rf6 9. Be3 b6 10. d6 e6 11. b4 cxb4 12. cxb4 Bb7 13. Rc3 0-0 14. Hc1 Rc6 15. a3 Db8 16. h3 Hc8 17. Dd2 a5 18. Ra4 Re4 19. Dd3 Rxd6 20. Rxb6 Rxb5 21. Dxb5 axb4 22. axb4 Hd8 23. Hed1 Ba6 24. Dc5 Bf8 25. Dg5 Be7 26. Dh6 Bf8 27. Dh4 Be2 28. Rg5 h6 29. Re4 Be7 30. Rf6+ Bxf6 31. Dxf6 Bxd1 Staðan kom upp í frönsku deilda- keppninni sem lauk fyrir skömmu. Of- urstórmeistarinn SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Peter Svidler (2.733) hafði hvítt gegn rússneskættaða Belganum Vladimir Chuchelov (2.593). 32. Hxc6! Ha1 32. – dxc6 gekk ekki upp vegna 33. Bxh6 og hvítur mátar. 33. Bd4 e5 34. Bxa1 He8 35. Hd6 og svart- ur gafst upp. Nýkomin sending af smáhúsgögnum fyrir uppáhalds dúkkuna Verð frá kr. 2.500 SMÁHÚSGÖGN Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ kl. 11-18 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ kl. 13-18. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MEÐ MORGUNKAFFINU Nei, við erum ekki búnir að handsama ræningja japönsku ferðamannarút- unnar. En við erum með 6.348 ljós- myndir af hinum grunaða. Hvernig er veðrið í dag, ástin? KIRKJUSTARF Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 og kl. 17.30 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Allt fólk velkom- ið sem vill kynnast „Vinum í bata“. Umsjón hefur Arnheiður Magnúsdóttir. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.30. Sögur, söngur, leikir og föndur. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10-12 ára börn. Leikir, ferðir o.fl. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN - starf með sjö til níu ára börnum í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Stúlknastarf fyrir 11- 12 ára kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir ung- linga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20-22. Um- sjón Stefán Már Gunnlaugsson. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur á aldr- inum 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Kirkju- krakkar í Engjaskóla kl. 17.30-18.30 fyrir 7-9 ára. TTT (10-12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30-19.30. Seljakirkja. KFUK 9-12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20-22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætl- að árg. 1990 og upp úr) á mánudögum kl. 20-22. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, er í Varmárskóla. Bæna- stund kl. 19.45. Al-anon fundur kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16 Æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópur. Helgi- stund og gott samfélag. Hulda Líney Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Þor- valdur Víðisson. Kl. 19.30 KFUM&K. Aðal- fundur í KFUM&K heimilinu. Félagsmenn og konur velkomin. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Kirkja sjöunda dags aðventista. Biblíu- fræðsla í Loftsalnum, Hólshrauni 3 kl. 19. Safnaðarstarf HS Bólstrun ehf. www.bolstrun.is/hs M EI ST AR AF ÉLAG BÓLSTRA R A STOFNAÐ 1928

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.