Morgunblaðið - 26.04.2004, Qupperneq 30
Svo virðist nefnilega sem Violent
Femmes sé hið eilífa háskóla/
menntaskólaband og líftími hins sí-
gilda og samnefnda frumburðar frá
1983 er ótrúlega langur.
Téð plata, sem inniheldur hið
ótrúlega „Blister in the Sun“ og
önnur snilldarverk eins og „Kiss
Off“, „Add It Up“ og „Gone Daddy
Gone“, er líklega ein mesta „költ“-
plata rokksögunnar og er nákvæm-
lega jafn fersk, skemmtileg, reið og
falleg og hún var þegar hún datt
fyrst inn í plötubúðirnar.
Meðlimir Violent Femmes gera
sér fyllilega grein fyrir þessum ör-
lögum sínum. Af mikilli reisn og
innsæi gáfu þeir fólki nákvæmlega
það sem það vildi, án þess að fórna
heilindum sínum um leið. Þeim
tókst að glæða margtuggin lög lífi
og áttu oft firnagóða spretti.
Violent Femmes var svo gott
sem spiluð í heild sinni og einnig
var talsvert leikið af Hallowed
Ground, plötunni sem kom út árið
eftir, en hún stendur snilld fyrstu
plötunnar síst að baki (Á meðal
laga: hið magnaða „Country Death
Song“, hið undurfurðulega „I Hear
the Rain“, hið stórkostlega „Jesus
Walking the Water“. Öll voru þau
spiluð).
Maður var næstum búinn að
gleyma hversu mikil snilld sum
þessara laga eru. Brjálæðislega
skemmtileg, stundum stórskrýtin,
full af melódíum, sorg og jafnvel
hamslausri reiði.
Ferill sveitarinnar er í raun tví-
skiptur því að hún hefur engan
veginn náð að halda dampi síðustu
ár (New Times (’94) og Freak
Magnet (’00) eru svona „létt-Vio-
lent Femmes“). Nokkur lög af
hinni prýðilegu Why Do Birds
Sing? frá 1991 fengu þá að fljóta
með og a.m.k. eitt lag af Blind
Leading the Naked. En ég saknaði
þess að ekkert lag var spilað af
hinni ágætu plötu 3.
Ég kom á þessa tónleika alger-
lega núllstilltur. Grunaði að brugð-
ÞAÐ hefur komið mér á óvart,
skemmtilega, hversu mikill áhug-
inn hefur verið fyrir hingaðkomu
Deep Purple í sumar. Eins kom
það mér á óvart að það hefði selst
upp á tónleikana sem hér eru til
umfjöllunar, tónleika meðalstórrar
nýbylgjusveitar frá Bandaríkjun-
um sem er þekkt fyrir eina plötu
sem út kom fyrir tuttugu og einu
ári. Nei, segjum frekar að sveitin
sé þekkt fyrir eitt lag sem út kom
fyrir tuttugu og einu ári.
Þegar á staðinn var komið blasti
ástæðan hins vegar við. Það var
gaman að rýna í áhorfendahópinn
sem var saman kominn í fyrradag,
því þarna voru þrjár nýbylgjukyn-
slóðir. Gramm/Sykurmolakynslóð-
in, fædd í kringum ’65, þá fólk fætt
í kringum ’75 sem er alið upp á
Pixies, Dinosaur Jr. og fleiru og
svo glæný kynslóð sem var hressi-
lega fjölmenn. Strokes-krakkar,
fæddir í kringum ’85.
Þessar kynslóðir tóku höndum
saman, byggðu upp gríðarlega
stemningu og sungu með í nánast
hverju lagi, meðlimum Violent
Femmes nánast til furðu.
ið gæti til beggja vona. Ég hef
grunsemdir í garð sveita sem ann-
að hvort mega muna sinn fífil fegri
eða eru að koma saman aftur á nýj-
an leik. En um leið hafði ég það á
tilfinningunni að þeir félagar gætu
rúllað þessu upp, enda efniviðurinn
til staðar. Mér til mikillar gleði
reyndist hið síðarnefnda rétt. Tón-
leikarnir voru frábærir.
Tríóið er skipað skemmtilegum
persónuleikum. Hinn smágerði en
öflugi söngvari og gítarleikari,
Gordon Gano, var lengst til vinstri
(„Ég var nörd í skóla en nú ætla ég
að semja plötu til að hefna mín á
ykkur. Hún á eftir að verða biblía
allra unglinga í tilvistarkreppu!“).
Í miðjunni var hinn litríki trymb-
ill, Victor de Lorenzo. Hann stóð
fyrir framan tvær trommur og-
málmgjöll og lét öllum góðum lát-
um. Lengst til hægri var svo fjöl-
hljóðfæraleikarinn Brian Ritchie.
Tónleikarnir fóru hægt af stað
en þegar þeir voru um það bil
hálfnaðir hrökk tríóið í gírinn. Það
virtist spennulosandi þegar Óskar
Guðjónsson,saxafónleikari og Matt-
hías M.D. Hemstock stigu á svið
ásamt tveimur Bandaríkjamönn-
um, sem ég kann því miður ekki
deili á, og hjálpuðu Femmes að
breyta „Confessions“ af fyrstu
plötunni í avant garde spuna. Eftir
þetta innslag fór allt í gang.
Eitt sem ég verð svo að koma að
hér undir rest. Broadway hentar
engan veginn sem staður fyrir
rokktónleika. Rýmið bara býður
ekki upp á það.
Það var auðsætt að hin mikla
stemning kom sveitinni í opna
skjöldu – og um leið gleðilega á
óvart. Þegar á leið fóru meðlimir að
gera að gamni sínu og léku á als
oddi undir rest. Lögin urðu u.þ.b.
tuttugu og punkturinn yfir i-ið var
svo hressileg útgáfa af „Kiss Off“.
Þetta var dæmalaust góð byrjun
á sumrinu. Lifi Violent Femmes!
Tónlist
Gleði-
konur
Violent Femmes
BROADWAY
Bandaríska tríóið Violent Femmes lék við
hvurn sinn fingur. Dr. Gunni hitaði upp. Að
kvöldi sumardagsins fyrsta, 22. apríl
2004.
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Sverrir
Violent Femmes náðu upp mikilli stemningu á Broadway á fimmtudaginn.
30 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
„Frábær
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 3.20 og 5.40.
Með ensku tali
Sýnd kl. 3.20 og 5.40.
Með íslensku tali
(Píslarsaga Krists)
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 16.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 8 og 10.40.
Til að tryggja réttan dóm
réðu þeir utanaðkomandi sérfræðing
En það var einn sem sá við þeim...
Eftir metsölubók John Grisham
Með stórleikurunum John Cusack, Gene
Hackman,
Dustin Hoffman og Rachel Weisz
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16.
Blóðbaðið nær hámarki.
HP
Kvikmyndir.com
kl. 5.40, 8.30 og 11.20. B.i. 16.
„Gargandi snilld“
ÞÞ FBL
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse
Fi 29/4 kl 20 - AUKASÝNING
Fö 30/4 kl 20 - UPPSELT,
Lau 1/5 kl 15 - ATH: 1. MAÍ TILBOÐ
Lau 1/5 kl 20 - UPPSELT,
Fö 7/5 kl 20 - UPPSELT,
Lau 8/5 kl 20 - UPPSELT
Su 9/5 kl 20 - AUKASÝNING
Fö 14/5 kl 20, - UPPSELT,
Lau 15/5 kl 20, Su 23/5 kl 20, Fö 28/5 kl 20, Lau
29/5 kl 20, Fö 4/6 kl 20, Lau 5/6 kl 20
Ósóttar pantanir seldar daglega
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
NÝTT: Miðasala á netinu
www.borgarleikhus.is
SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams
Fö 30/4 kl 20
SÍÐASTA AUKASÝNING
Ath:. Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst
PARIS AT NIGHT - KABARETT eftir ljóðum
Jacques Prévert - Í samvinnu við Á SENUNNI
Mi 28/4 kl 20:15 - Síðasta sýning
Ath. breytilegan sýningartíma
BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson
Frumsýning fi 6/5 kl 20 - UPPSELT
Fi 13/5 kl 20,
Su 16/5 kl 20
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 2/5 kl 14, Su 9/5 kl 14,
Su 16/5 kl 14, Su 23/5 kl 14
Síðustu sýningar
GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ
FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU
SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson
Su 2/5 kl 20
Takmarkaður sýningafjöldi
Miðasala í síma 555-2222
theater@vortex.is
Fim. 29. apríl kl 21
Fös. 30. apríl kl 21
síðustu sýningar
Fantagott stykki...frábær skemmtun
sem snerti margan strenginn
-Ómar Garðarsson Eyjafréttir
eftir Jón Atla Jónsson
Sýnd kl. 8.
Jimmy the Tulip er mættur aftur í
hættulega fyndinni grínmynd!
Sýnd kl. 10.10.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
Blóðbaðið nær hámarki.
HP
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6.
„Gargandi snilld“
ÞÞ FBL