Morgunblaðið - 26.04.2004, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 31
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www .regnboginn.is
„Frábær
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 6.
Með íslensku tali
Sýnd kl. 8 og 10.15.
(Píslarsaga Krists)
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Ein umtalaðasta og
aðsóknarmesta mynd
allra tíma
Til að tryggja réttan dóm
En það var einn sem sá við þeim...
Eftir metsölubók John Grisham
Með stórleikurunum John Cusack,
Gene Hackman, Dustin Hoffman
og Rachel Weisz
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
Jimmy the Tulip er mættur aftur í
hættulega fyndinni grínmynd!
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.40, 8.30 og powersýning kl. 11.20. B.i. 16.
Blóðbaðið nær hámarki.
HP
Kvikmyndir.com
„Gargandi snilld“
ÞÞ FBL
Powersýning
kl. 11.20
www.laugarasbio.is
„Frábær skemmtun fyrir
alla fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 6. Íslenskt tal.Sýnd kl. 8 og 10.10.
Jimmy the Tulip er mættur aftur í
hættulega fyndinni grínmynd!
Blóðbaðið nær hámarki.
HP
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
„Gargandi snilld“
ÞÞ FBL
ÞAÐ voru breið bros bæði á sviði og
í sal Borgarleikhússins á síðasta
degi vetrar þegar nemendur í
Dansskóla Birnu sýndu listir sínar.
Þar koma fram nemendur á aldr-
inum 7 til 35 ára og sýna hina ýmsu
dansa, djassballet, söngleikjadansa,
freestyle, fönk, streetdjass, mod-
ern, hipp-hopp, allt það sem þeir
læra í Dansskóla Birnu.
Dansskóli Birnu er starfræktur í
Sporthúsinu í Kópavogi og Þrek-
húsinu í Reykjavík en danssýningin
í Borgarleikhúsinu er fastur við-
burður hjá skólanum og markar
endalok vetrarstarfsins.
Allir í takt. Dansararnir höfu greinilega æft sig vel fyrir sýninguna.
Morgunblaðið/Golli
Og Lína kann líka að dansa!
Dans, dans, dans, dans
Mikill fjöldi nemenda tók þátt í danssýningunni.
UMDEILDIR hæstaréttardómar
hafa verið ofarlega í umræðunni hér-
lendis að undanförnu, svo hefur virst
sem í nokkrum tilfellum hafi þeir
mætt meiri andstöðu hjá almenningi í
landinu en meðbyr. Kvikmyndin
Klofinn kviðdómur – Runaway Jury,
er vandað réttarsalsspennudrama,
byggt á samnefndri metsölubók
Johns Grisham. Hann er lögmennt-
aður ritöfundur og í umræddu verki
ræðst hann einmitt á dómsmálin í
heimalandinu. Samkvæmt niðurstöð-
um Runaway Jury, er ekki annað að
sjá en við Íslendingar megum vel una
við dómarakerfið okkar því myndin
sýnir inn í rotið réttarfar þar sem
kviðdómur ræður dómsorðinu.
Þar sem slíkir dómstólar ríkja yfir
dómskerfinu fyrirfinnast svokallaðir
kviðdómsráðgjafar og leikur Gene
Hackman einn slíkan. Sá nefnist
Fitch, er útsmoginn lagarefur sem
hvorki þolir né þekkir að tapa máli
fyrir dómstólunum. Hann er ráðgjafi
byssuframleiðanda sem er sóttur til
saka í skaðabótamáli ungrar ekkju,
maður hennar féll fyrir vopni fjölda-
morðingja. Málið snýst ekki aðeins
um niðurstöðuna í þessum afmörkuðu
réttarhöldum, hún hefur óafturkræft
fordæmisgildi og því ófyrirsjáanleg
áhrif á umdeilda byssueign og vopna-
framleiðslu í Bandaríkjunum.
Það er mikið undir og Rohr (Dustin
Hoffman), verjandinn í málinu, er
vissulega ekki vanur stórátökum en
hann ætlar að sýna og sanna fyrir um-
heiminum hvers hann er megnugur.
Þá er röðin komin að þriðja áhrifa-
valdi málsins, kviðdómnum, eða öllu
frekar þætti Easter (John Cusack),
eins tólfmenninganna í kviðdómnum;
útsmogins náunga sem erfitt er að
átta sig á. Hann hyggst, í samvinnu
við vinkonu sína (Rachel Weisz), ná
meirihluta kviðdómsins á sitt vald og
selja þeim aðilanum sem býður betur
– verjanda eða sækjanda.
Lengra verður söguþráðurinn ekki
rakinn, það sem við tekur er sannkall-
aður hráskinnaleikur þar sem gengur
á ýmsu. Svo virðist vera sem spill-
ingin sé sterkasta aflið í réttarsölum
þar sem kviðdómur ríkir og leiðirnar
að samvisku hans liggi gjarnan í
gegnum seðlaveskið. Hitt ber að hafa
í huga að Grisham fer afar frjálslega
með sannleikann og taki sér ómælt
skáldaleyfi til að haga atburðarásinni
á þann veg að hún verði spennandi og
tvísýn.
Sjálfsagt þurfa menn að vera lög-
fróðir til að skilja á milli skáldskapar
og staðreynda í þessum margslungnu
klækjabrögðum og málaferlum, það
breytir engu um að leikmanninum
finnst málflutningurinn á löngum
köflum reyfarakenndur. En sem af-
þreying virkar Rumaway Jury ósvik-
in og grípandi. Gary Fleder er einn
örfárra í hópi nýrra leikstjóra sem
hefur vald á að byggja upp spennu og
halda henni. Gera hlutina með stíl og
marka persónlegu handbragði að
auki. Handritið sem hann er með í
höndunum er engan veginn trúverð-
ugt, ekki hvað síst þegar dregur nær
lokunum, en Fleder fatast ekki flugið.
Keyrir myndina áfram frá upphafi til
enda yfir skvompurnar og nýtur frá-
bærra samstarfsmanna við að drífa
hana jafnan vel upp úr meðalmennsk-
unni. Hackman og Hoffman eru stór-
kostlegir hæfileikamenn og geislandi
persónuleikar og það er ekkert minna
en söguleg stund að sjá slíka höfð-
ingja saman á tjaldinu. Það eitt er ær-
ið tilefni til að sjá Runaway Jury. En
hún er þar að auki gædd slyngnum
leik Cusacks og fjölda aðdáunar-
verðra skapgerðarleikara (Weisz er
e.t.v. full brothætt), magnaðri tónlist,
kvikmyndatöku og óaðfinnanlegu út-
liti. Veltið ekki sögufléttunni um of
fyrir ykkur en látið fagmennskuna
hrífa ykkur með sér að endamörkun-
um.
Refskák
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn
Leikstjóri: Gary Fleder. Handrit: Brian
Koppelman, David Levien, Rick Cleve-
land og Matthew Chapman, byggt á
skáldsögu Johns Grisham. Kvikmynda-
taka: Robert Elswit. Tónlist: Christopher
Young. Aðalleikendur: John Cusack,
Gene Hackman, Dustin Hoffman, Rachel
Weisz, Bruce Davison, Nora Dunn, Bruce
McGill. 125 mínútur. 20th Century Fox.
Bandaríkin. 2004
Klofinn kviðdómur (Runaway Jury) Sæbjörn Valdimarsson
SIGRÚN Bender, 18 ára Hafnfirðingur, var valin
ungfrú Reykjavík árið 2004 á föstudag en keppn-
in fór fram á Broadway. Fjóla Ósk Aðalsteins-
dóttir, 19 ára Reykvíkingur, varð í 2. sæti og
Matthildur Birgisdóttir, 21 árs Kópavogsbúi, varð
í þriðja sæti. Ljósmyndafyrirsæta ársins var valin
Steina Dröfn Snorradóttir en hún er tvítugur
Reykvíkingur.
Reykvísk fegurð frá Hafnarfirði komin
Morgunblaðið/Jim Smart
Fjóla Ósk, Sigrún og Matthildur „komust á pall“ í keppninni um ungfrú
Reykjavík á föstudag.
Stúlkurnar í keppninni um ungfrú
Reykjavík þurftu að sýna að þeim
væri ýmislegt til lista lagt.