Morgunblaðið - 26.04.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 26.04.2004, Síða 32
32 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 8.30. B.i.12 ára AKUREYRI kl. 10. B.i.12 ára Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortenson í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu!  Kvikmyndir.is „Frábærar reiðsenur, slagsmálatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið i , l l i i, j i i l i ll l i EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 OG 10.20. B.I. 12 ÁRA. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 5.40, 8 og 10.20. B.i.12 áraSýnd kl. 8 og 10.05. B.i. 16. Kl. 5.40 og 8. Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. i tr ir í i lif f tt illt i i f r l . Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu! „Stórkostlegt kvikmyndaverk“ HL. MBL  SV. MBL Sýnd kl. 10.30.Sýnd kl. 6 og 8.  Kvikmyndir.is F r u m s ý n d e f t i r 1 1 d a g a „Frábærar reiðsenur, slagsmálatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið i , l l i i, j i i l f i ll l i Fyrsta stórmynd sumarssins VG. DV  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6 og 10. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i. 12 ára. SÖNN SAGA Frá Óskarsverðlaunahafanum Kevin MacDonald Það er óralangt síðan ég sá jafn skelfilega grípandi mynd. Án efa ein besta myndin í bíó í dag. KD, Fréttablaðið www.kbbanki.is Ver›trygg›ur sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæ›an ver›ur laus til úttektar vi› 18 ára aldur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 2 0 0 2 • s ia .i s fia› sem flér finnst fjarlægur draumur núna getur or›i› a› veruleika me› a›sto› Framtí›arbókar. Ef flú leggur 25.000 krónur e›a meira inn á Framtí›arbók eftir fermingardaginn flinn fær›u 3.000 króna peningagjöf inn á bókina frá KB banka. ÁVAXTA‹U FERMINGARPENINGANA Á FRAMTÍ‹ARBÓK OG LÁTTU DRAUMA fiÍNA RÆTAST! ÉG Á MÉR DRAUM **COLR** RÚSSNESKA tennisdrottn- ingin Anna Kournikova ætl- ar að giftast söngvaranum Enrique Igles- ias, en á tíma- bili á síðasta ári slitnaði upp úr vinskap þeirra. Parið fór til Moskvu í síðustu viku og heimsótti fjölskyldu Kourn- ikvou þar sem tilkynnt var um fyrirhugað brúðkaup. Anna er 22 ára og Enrique 28 ára. Það hefur gengið á ýmsu í sam- bandi þeirra frá því að þau kynnt- ust við gerð myndbandsins „Escape“. Enrique kennir vinnu- álagi um hvernig málin hafa þróast hjá þeim, að sögn breska götublaðsins The Sun. Hann sagð- ist staðráðinn í því að bæta samband þeirra … LÆKNAR, sem stunda argent- ínsku knatt- spyrnustjörnuna Diego Mara- dona, sögðu í gær að hann hefði verið settur á ný í öndunarvél en Maradona var tekinn úr öndunarvélinni á föstu- dag. Er Maradona enn talinn vera í lífshættu eftir að hann fékk al- varlegt hjartaáfall og sýkingu í lungu fyrir viku. Maradona var settur í öndunarvél strax og hann var lagður inn á sjúkrahús í Buenos Aires. Að sögn blaðsins Clarin var Maradona að- eins tekinn úr vélinni í stutta stund á föstudag því læknar töldu að hjarta hans þyldi ekki álagið við öndunina. Í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu í gær segir að líðan Maradona hafi ekki versnað um helgina en að batinn verði án efa hægur. Aðdáendur Maradona hafa beðið frétta af honum utan við sjúkra- húsið alla vikuna. Í morgun var fólkið þögult og bumbusláttur sem verið hefur síðustu daga, er þagn- aður. „Rólegur, Maradona. Þú lifir þetta af: Þú ert ódauðlegur,“ stóð á bréfmiða sem festur hafði verið á vegg sjúkrahúss- ins … RAPPARINN Eminem hefur unnið mál á hendur bresku fyrirtæki, Tim Mcintosh and Visitair, en rapparinn taldi að fyrirtækið hefði ekki heimild til þess að skrá lénið eminem- mobile.com. Umrætt vefsvæði seldi tóna og tákn fyrir farsíma. Sérstakur dómstóll á vegum Sam- einuðu þjóðanna, sem fjallar um slík málefni, úrskurðaði rapp- aranum í hag. Hann hafði mótmælt því að nafn hans yrði misnotað sem vörumerki fyrir vörur fyrirtækisins, enda hefði það engan rétt til þess að tengja nafn hans við vörur sínar. Fyrirtækið verður að afskrá sig fyrir umræddu léni innan 10 daga frá úrskurði, að öðrum kosti verð- ur málið tekið fyrir dómstóla að nýju … GERA Á leikna sjónvarpsmynd um það þegar forsprakkar Rolling Stones, Mick Jagger og Keith Richards, voru handteknir og leiddir eftir að hafa verið kærðir fyrir að hafa eiturlyf undir höndum. Þetta var árið 1967 og voru ákærur á hend- ur þeim Jagger og Richards felld- ar niður, að settum vissum skil- yrðum. Málið vaktið mikla athygli á sínum tíma og ólík afstaða fólks til handtökunnar þótti sýna betur en flest annað hversu þjóðfélagið hafði breyst og klofnað mjög í fylkingar hinna frjálslyndu og íhaldssömu. Það er HBO sjón- varpsstöðin bandaríska sem gerir myndina en leikarinn Nigel Hav- ers kemur að framleiðslu hennar. Það var einmitt faðir hans Lord Havers sem varði Stónsarana og mun Havers sjálfur fara með hlut- verk föðurs síns í myndinni. Ekki hefur verið ráðið í hlutverk Jagg- ers og Richards … FRANSKI kvikmyndagerðarmað- urinn Jose Giovanni er látinn, áttræður að aldri. Giovanni er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt kunnum sakamálamyndum á 7. og 8. áratugnum með frönsku stjörn- unum Alain Delon og Jean-Paul Belmondo í aðalhlutverkum. Giovanni fæddist á Korsíku og var kunnur rithöfundur og handrits- höfundur auk þess að vera kvik- myndaleikstjóri. Hann gerði m.a. myndina The Hitman með Jean- Paul Belmondo og Deux Hommes Dans La Ville með Alain Delon og Jean Gabin. Giovanni gerði allt í allt einar 20 myndir. Hans síðasta var Mon Pere, Il M’a Sauve La Vie frá árinu 2001 … SÖNGKONAN Sopie Ellis Bexton, sem kunnust er fyrir lagið „Murder on the Dance- floor“ eignaðist son um helgina, átta vikum fyrir tímann. Sonur- inn var tekinn með keisara- skurði enda höfðu læknar komist að þeirri niðurstöðu að það kynni að ógna lífi Bexton ef hún myndi ganga lengur með hann … SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR um Part- ridge-fjölskylduna verða end- urvaktir á næstunni. Þættirnir voru afar vinsælir fyrri hluta 8. áratugar á síðustu öld og voru m.a. sýndir í Kanasjónvarpinu hér á landi. David Cassidy, helsta stjarna þáttanna, er nú orðinn 53 ára gamall og ætlar að vera yf- irframleiðandi nýju þáttanna nýju. Hann segist jafnvel ætla að fara með hlutverk í þeim … FÓLK Ífréttum ÞAÐ tók Vitali Klitschko frá Úkraínu átta lotur að leggja Suður-Afríku- manninn Corrie Sanders í bardaga á laugardag. Lagði Klitschko andstæð- ing sinn með tæknilegu rothöggi. Tryggði það Klitschko þungavigt- artitilinn WBC en bardaginn fór fram í Staples Centre í Los Angeles í Bandaríkjunum. Klitschko var ekkert að tvínóna við hlutina heldur skoraði strax eftir bar- dagann á Lennox Lewis, en Lewis segist sestur í helgan stein. Á síðasta ári áttust þeir við Lewis og Klitschko og þá var Lewis dæmd- ur sigur á mjög umdeildum forsend- um og telur Klitschko sig því eiga harma að hefna. Sanders þótti veita Klitschko meiri keppni en búist var við og sýndi mikla þrautseigju. Þar með hefndi hinn 32 ára gamli Úkraínumaður einnig fyrir ósigurinn sem bróðir hans Wladimir beið fyrir hinum 38 ára gamla Sanders fyrir 13 mánuðum. Klitschko skorar á Lewis AP Vitali Klitschko með sigurbeltið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.