Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 1
Sasha sá
besti?
Eftirsóttur plötusnúður á Nasa
í kvöld | Fólk í fréttum
Vefnaður
frumatriða
Francesco Clementi með ný
verk á Kjarvalsstöðum | Listir
Bílar í dag
Heldur sína fjórðu sportbílasýn-
ingu Ómenguð akstursánægja á
Peugeot 206 Lipur Corolla Verso
Gjafadagar
13. - 23. maí
Nýtt kortatímabil
í kvöld
KONUNGLEGI breski flugherinn
(RAF) á ekki nógu margar Spitfire-
orrustuflugvélar og Lancaster-
sprengjuflugvélar og því verður
módelum af þessum vélum flogið
yfir Chartwell í Kent, suðaustur af
London, þar sem lengi vel var sumarbústaður
Winstons Churchills, þegar Bretar minnast þess að
60 ár eru liðin frá D-deginum – þegar bandamenn
gengu á land í Evrópu – sjötta júní næstkomandi.
Allar flughæfar vélar RAF frá því í síðari heims-
styrjöldinni eru þegar fullbókaðar þann dag, og því
hefur verið leitað til Bickley-
flugmódelfélagsins og það fengið
til að sjá um flugsýninguna í Chart-
well. Formaður félagsins, Les
Eagle, sagði að Lancaster-módel
með þriggja metra vænghaf og
Spitfire-módel með 1,8 metra vænghaf myndu reyndar
virðast nákvæmlega eins og raunverulegar flugvélar.
„Ef módelin verða í réttri hæð og fjarlægð frá áhorf-
endum eru allar líkur á að þeim sýnist vera um alvöru
flugvélar að ræða,“ sagði Eagle í viðtali við breska rík-
isútvarpið, BBC.
Skortur á Spitfire-flugvélum
London. AFP.
LEIKHÓPNUM Vesturporti og framleiðand-
anum Artbox hefur verið boðið að sýna Rómeó og
Júlíu í Trafalgar Studios-leikhúsinu á West End í
London í sumar. Það
er stærsti leik-
húsframleiðandi
Bretlandseyja, The
Ambassador Theatre
Group, sem stendur
að tilboðinu en ATG
rekur fjölda leikhúsa
á West End og víðar
í Bretlandi.
Gísli Örn Garð-
arsson, leikari og
leikstjóri sýning-
arinnar, segir að í til-
boðinu sé gert ráð
fyrir 8 sýningum á
viku í allt að þrjá
mánuði en síðan sé
verið að semja um
hugsanlegt fram-
hald. „Þetta er mjög
spennandi tilboð. Ef af þessu yrði myndum við
frumsýna í Trafalgar Studios um mánaðamótin
júlí ágúst og sýna fram í október. Ef vel gengur er
hugsanlegt að sýningin yrði færð í annað leikhús í
eigu ATG eða send í leikferð um Bretland og það
erum við að skoða núna.“
Trafalgar Studios-leikhúsið hét áður Whitehall
Theatre og hefur gengið í gegnum gagngerar end-
urbætur í vetur. Það verður opnað að nýju með
sýningu Konunglega Shakespeare-leikhússins á
Makbeð en Rómeó og Júlía íslenska leikhópsins
Vesturports myndu fylgja á eftir. „Þetta er glæsi-
legt leikhús og frábært tækifæri,“ segir Gísli Örn
en þegar hann er spurður hvort honum hafi dottið
þessi velgengni í hug þegar hann var að undirbúa
sýninguna fyrir nærri tveimur árum, svarar hann:
„Nei, þá gerðum við ráð fyrir í mesta lagi 8–10
sýningum en þær eru nú orðnar á annað hundr-
að.“
Sýningar í Borgarleikhúsinu
Vesturport lék Rómeó og Júlíu í Young Vic leik-
húsinu í London á nær 50 sýningum í fyrrahaust
og þótti breskum gagnrýnendum og áhorfendum
sem íslenski leikhópurinn tæki Shakespeare til
kostanna svo breskir starfsbræður mættu læra af.
Nú gefst tækifæri til að sjá sýninguna aftur á
Litla sviði Borgarleikhússins því Vesturport ætlar
að rifja upp skemmtunina á nokkrum sýningum
næstu vikur og verður fyrsta sýningin í kvöld.
Rómeó og Júlía á West End í sumar
„Glæsilegt
leikhús og
frábært
tækifæri“
Víkingur Kristjánsson, Nanna
Kristín Magnúsdóttir og Ingv-
ar E. Sigurðsson eru meðal
leikenda í Rómeó og Júlíu.
AÐ MINNSTA kosti tuttugu
Palestínumenn létust og yfir 30
særðust í gær þegar ísraelskir
skriðdrekar og hundruð her-
manna réðust inn í Rafah-flótta-
mannabúðirnar á Gaza-svæðinu.
Shaul Mofaz, varnarmálaráð-
herra Ísraels, sagði að markmið-
ið með hernaðaraðgerðunum
væri að eyðileggja göng og bygg-
ingar sem væru notaðar til að
smygla vopnum. Mannréttinda-
samtökin Amnesty International
sögðu að aðgerðirnar væru brot
á alþjóðalögum og sumar þeirra
væru stríðsglæpir.
George W. Bush Bandaríkja-
forseti sagði að ofbeldið á Gaza
væri áhyggjuefni en áréttaði að
Ísraelar hefðu rétt til að ráðast á
hryðjuverkamenn. Javier Sol-
ana, æðsti embættismaður Evr-
ópusambandsins í utanríkismál-
um, fordæmdi hernaðinn.
Áður en aðgerðirnar hófust
flúðu margar fjölskyldur í Rafah
frá heimilum sínum þar sem ótt-
ast var að Ísraelsher myndi jafna
hundruð húsa við jörðu. Flestir
þeirra sem biðu bana voru liðs-
menn herskárra, palestínskra
hreyfinga sem hafa staðið fyrir
árásum á Ísraela. Meðal fórnar-
lamba voru þó einnig tvö systkin,
ellefu og fimmtán ára, sem fengu
byssukúlur í höfuðið er þau léku
sér inni á heimili sínu, að sögn
sjónarvotta og lækna.
Forseti ísraelska herráðsins
sagði réttlætanlegt að rífa húsin
þar sem þau væru notuð til að
smygla vopnum. Markmiðið væri
að stöðva smyglið og aðgerðunum
yrði ekki hætt fyrr en það tækist.
Amnesty International sögðu
að Ísraelsher hefði jafnað meira
en 3.000 íbúðarhús við jörðu á
þremur og hálfu ári. „Á her-
numdu svæðunum eru hús oft rif-
in í refsingarskyni fyrir árásir
Palestínumanna eða til að greiða
fyrir stækkun ólöglegra byggða
Ísraela. Hvort tveggja er brot á
alþjóðalögum og sumar þessara
aðgerða eru stríðsglæpir,“ sagði í
nýrri skýrslu Amnesty.
Mikið mannfall í árás á flóttamannabúðir Palestínumanna á Gaza-svæðinu
Amnesty sakar her
Ísraels um stríðsglæpi
Rafah, Jerúsalem. AFP.
SONIA Gandhi, formaður Kongressflokks-
ins á Indlandi, sagði stuðningsmönnum sín-
um að hún hefði ákveðið að verða ekki
næsti forsætisráðherra Indlands, þrátt fyrir
sigur flokksins í nýafstöðnum kosningum,
af ótta við harða andspyrnu harðlínusinn-
aðra hindúa vegna þess að Gandhi er af
ítölsku bergi brotin. Háttsettur leiðtogi í
flokknum sagði að Gandhi hefði lagt
áherslu á hættuna á að þjóðernissinnaðir
harðlínumenn innan Janata-flokksins (BJP),
sem tapaði í kosningunum, myndu „grípa til
örþrifaráða“. Í kjölfar sigurs Gandhi hófu
félagar í BJP mikla áróðursherferð gegn
henni og hótuðu mótmælaaðgerðum um allt
land.
Þeir sem koma til greina sem forsætis-
ráðherraefni flokksins í stað Gandhi eru
Manmohan Singh, sem er eindreginn efna-
hagsumbótasinni, og Pranab Mukherjee,
sem er fyrrverandi fjármálaráðherra.
AP
Stuðningsmaður Kongressflokksins heldur á lofti mynd af Soniu Gandhi í Nýju Delhí í gær,
þar sem fjölmargir mótmæltu þeirri ákvörðun hennar að verða ekki forsætisráðherra.
Sonia Gandhi ætlar ekki að verða forsætisráðherra Indlands
Óttaðist andspyrnu harðlínumanna
Nýju Delhí. AFP.
Einn fylgismanna Gandhi hótaði að fyrirfara
sér yrði hún ekki forsætisráðherra.
Reuters
STOFNAÐ 1913 136. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is