Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ                                 !  "     #$% &  $ # '(  !)          %  *      +       % *               ,  !)         -   '. / 0  SNORRI Ásmundsson, sem tilkynnt hafði að hann stefndi á að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, dró framboð sitt til baka í gær. Hann klæddist fánalitunum af þessu tilefni og boðaði blaðamenn á sinn fund undir styttunni af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli. Aðspurður sagði Snorri að hann hefði verið búinn að safna nægum meðmælendum með framboði sínu og að vissulega gæti hann bæði sinnt embætti forseta og verið lista- maður „en það eru bara svo miklar annir hjá mér framundan, að ég vil ekki svíkja kjósendur með því að lofa upp í ermina á mér,“ sagði hann. Ræða Snorra, sem hann flutti á Austurvelli fer hér í heild: „Fyrir nokkrum dögum fann ég fyrst lyktina af sigrinum fagra og sál mín lyftist upp á öldutopp. Þessi sigurvíma var ánægjuleg og góð uppskera eftir langa og reynslu- ríka baráttu. En eftir að hafa upp- lifað sigur og fagnað honum með kærum stuðningsmönnum mínum fékk ég tilboð sem erfitt er að hafna. Vöknuðu þá efasemdir hjá mér að vilji minn til að sitja sem forseti Íslands væri ekki jafninnilegur og ég hélt. Efinn fékk mig til að endur- skoða þetta framboð mitt til emb- ættis forseta Íslands og hvort ég sé tilbúinn til að fórna fjórum árum einmitt á þessum tímapunkti þegar uppgangur er í myndlist og gæfan fylgir mér á þeirri braut. Auk þess þarf ekki mikið innsæi til að sjá að komandi forsetakosn- ingar verða eintómur skrípaleikur. Sjálfsvirðingar minnar vegna get ég ekki samþykkt að taka þátt í slíkum sirkus. Ég dreg því hér með framboð mitt til forseta Íslands til baka, sátt- ur og þakklátur stuðningsmönnum mínum og velunnurum. Spurning- unni um hvort ég verði 6. forseti Ís- lands verður ekki svarað að sinni. Ég óska herra Ólafi Ragnari Grímssyni til hamingju með vænt- anlegan sigur og ég er fullviss um að við getum orðið vinir. Mér þykir vænt um Ástþór og Baldur og vonast til að þeir finni þær hillur í lífinu sem þeim eru ætl- aðar. En ég lýk þessu framboði með því að vitna í orð 5 ára dóttur minn- ar: Pabbi, ekki vera forseti, vertu bara listamaður.“ Að ræðuflutningi loknum söng hann lagið „Ísland er land þitt“, sem hann sagði að hefði verið ein- kennandi fyrir kosningabaráttu sína. Snorri Ásmundsson dregur forsetaframboð sitt til baka Getur ekki tekið þátt í þeim skrípaleik sem komandi kosningar verða Morgunblaðið/RAX Á FUNDI fjármálaráðherra Norð- urlandanna var ákveðið að koma á fót sérstakri samráðsnefnd, nor- rænni netskattstofu, sem auðvelda fólki á að ráða fram úr vandamálum varðandi skattamál sem snerta fleira en eitt Norðurlandanna. Stofnuð verður sameiginleg vef- gátt með upplýsingum á öllum Norðurlandamálunum um skattaleg málefni í hverju landi fyrir sig. Þessi vefgátt verður vistuð á Íslandi. „Við höfum svo fullkomið rafrænt kerfi um þessi mál að okkur var fal- ið, eftir ákveðinn undirbúning, að taka þetta að okkur. Ríkisskatt- stjóraembættið mun sjá um þetta verkefni. Við munum setja upp heimasíðu og tengja hana inn á heimasíður allra skattkerfanna í hinum löndunum og vera með sam- ræmdar upplýsingar. Ég held að þetta sé mjög gagnlegt fyrir al- menning,“ sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Norræn heimasíða um skattamál NORÐURLÖNDIN ætla að beita sér fyrir því að lágmarksskattar á áfengi verði hækkaðir og gegn rýmri innflutningsreglum á áfengi milli landa Evrópusambandsins. Þetta var ákveðið á fundi fjármálaráðherra Norðurlandanna í Keflavík í gær. „Ég tel að við höfum náð góðum ár- angri,“ sagði sænski ráðherrann, Gunnar Lund. Mikið væri rætt um skattlagningu á vettvangi Evrópu- sambandsins. Svíar hefðu áhyggjur af hugmyndum um að gera verslun með áfengi frjálsari, því lækkun áfengisskatts hefði dregið til mikillar aukningar á neyslu í Svíþjóð og Finn- landi. „Við viljum að lágmarksskattur- inn, sem er á öllum vörum í Evrópu- sambandinu, verði einnig lagður á áfengi, en í dag er enginn skattur lagður á léttvín. Ástæðan er auðvitað sú að stórir vínframleiðendur eru meðal aðildarríkja sambandsins og þau vilja ekki að þessi skattur verði hækkaður. Við ákváðum í dag að beita okkur fyrir því að komið verði á lágmarksskattlagningu á áfengi og að skattur á sterkt áfengi verði hækkaður innan Evrópusambands- ins,“ sagði Lund. Beita sér gegn sölu á Netinu Þá ákváðu ráðherrarnir að beita sér gegn tillögu framkvæmdastjórn- ar ESB sem gerði fólki kleift að kaupa áfengi á Netinu og fá það sent heim til sín án þess að greiða af því skatta. „Það myndi grafa verulega undan kerfinu sem er við lýði í Sví- þjóð, Noregi og Finnlandi þar sem ríkið sér um dreifingu áfengis,“ sagði Lund. Geir H. Haarde benti á að álögur á áfengi hefðu ekki áhrif á áfengisskatt í Noregi og á Íslandi, sem stæðu utan við sambandið. Þó væri staðan önnur í Noregi þar sem fólk gæti farið yfir til Svíþjóðar til að kaupa áfengi. Finnar lækkuðu nýlega álögur á áfengi um þriðjung vegna inngöngu nágrannalandsins Eistlands í sam- bandið. Í kjölfarið hefur áfengis- neysla stóraukist, ofbeldisglæpum fjölgað og fleiri verið staðnir að ölvun við akstur. Finnski ráðherrann, Ulla- Maj Wideroos segist ekki telja að þessi ákvörðun hefði verið mistök. „Við verðum að keppa við Eistland og urðum að gera eitthvað. Við vissum um vandamálin sem fylgdu. Við verð- um að gera eitthvað saman, við get- um ekki gert neitt ein,“ sagði Wideroos. Morgunblaðið/Ásdís Fjármálaráðherrar Norðurlandanna í Keflavík. Frá vinstri: Jörgen Strand frá Álandseyjum, Ulla-Maj Wideroos frá Finnlandi, Per-Kristian Foss frá Noregi, Geir H. Haarde, Íslandi, Gunnar Lund frá Svíþjóð, Per Callesen frá Danmörku og Bárður Nielsen frá Færeyjum. Fundur norrænu fjármálaráðherranna var haldinn á Hótel Keflavík í gærdag Vilja fá hækkun á áfengisskatti í ESB Bjólfur er fundinn Cannes. Morgunblaðið. BRESKI leikarinn Gerard Butler mun fara með hlutverk Bjólfs í kvik- myndinni Bjólfskviðu eða Beowulf & Grendel sem Sturla Gunnarsson und- irbýr nú tökur á. Butler þessi er á hraðri uppleið í kvikmyndaheim- inum en hann mun fara með eitt af aðalhlutverk- unum í væntan- legri stórmynd bandaríska Holly- wood-leikstjórans Joel Schumachers sem byggð verður á hinni sígildu sögu The Phantom of the Opera. Butler lék einnig í myndinni Time- line sem sýnd hefur verið í kvik- myndahúsum hér á landi undanfarið. Þá hefur hann fengið afar góða dóma fyrir frammistöðu sína í áströlsku kvikmyndinni Dear Frankie sem sýnd er í Un Certain Regard-hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Meðal annarra leikara í Bjólfskviðu Sturlu er Ingvar Sigurðsson en Frið- rik Þór Friðriksson er meðframleið- andi myndarinnar. Friðrik Þór sagði það vissulega mikinn feng fyrir myndina að krækja í leikara af þessari stærðargráðu, sem væri einmitt svo eftirsóttur um þess- ar mundir og við það að slá í gegn. Slíkt hlyti að sýna hversu mikið traust menn hefðu á þessu verkefni. „Það á örugglega eftir að vekja enn meiri athygli á henni,“ segir Friðrik Þór aðspurður en hann er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes að kynna myndina sem og aðra sem hann er með í burðarliðnum. Hann segir að mestu búið að ráða í hlut- verkin og allt sé að verða klárt fyrir tökur sem hefjast á Íslandi í sumar. Gerard Butler

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.