Morgunblaðið - 19.05.2004, Side 6

Morgunblaðið - 19.05.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAUTJÁN ára piltur sem handtekinn var á mánudag vegna vopnaðs bankaráns í útibúi SPRON við Álfabakka í Mjódd viðurkenndi verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglu í gær og vísaði henni á ránsfeng sinn. Hann er talinn hafa verið einn að verki og telst málið upplýst. Að sögn Ásgeirs Karlssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hef- ur pilturinn áður komið við sögu lögreglu. Í ljósi játningar hans og þess að ránsfengurinn fannst var ekki talin þörf á að fá hann vistaðan í gæsluvarðhaldi vegna frekari rannsóknar málsins. Ránið framdi pilturinn rétt fyrir klukkan 14 á mánudag og tæpri klukkustund síðar hafði lögreglan elt hann uppi og handtekið. Var hann dulbúinn og með grímu fyrir andliti og beitti hann búrhnífi við ránið. Ekki fæst upp gefið hversu mikla fjármuni hann komst yf- ir. Lögreglan mun ljúka rann- sókn sinni og senda málið til áframhaldandi meðferðar hjá ákæruvaldi. TVEIR unglingspiltar liggja alvarlega slasaðir á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu í sunnanverðum Seyðisfirði um miðnætti á mánudag. Þeir voru sendir með sjúkraflugi til Reykjavíkur eft- ir að fólksbíll þeirra valt, en þrjár stúlkur sem voru með þeim í bílnum voru lagðar inn á sjúkrahúsið á Seyðisfirði. Pilt- arnir eru hafðir til eftirlits á gjörgæsludeild, en eru ekki í öndunarvél og er líðan þeirra stöðug að sögn læknis. Tildrög slyssins eru til rann- sóknar hjá lögreglunni á Seyð- isfirði og virðist sem bílstjórinn hafi keyrt út í lausamöl með þeim afleiðingum að bíllinn féll niður um fjögurra metra hlíð eftir að hann valt. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur sýknaði í gær karlmann af ákæru fyrir líkamsárás með því að veitast að stöðumælaverði og hrinda honum í götuna með þeim afleiðingum að hann meiddist. Atvikið átti sér stað í febrúar 2001 á Skólavörðustíg og játaði ákærði sök. Sýknudómurinn var byggður á tveggja ára fyrningarfresti, en ákæra var gefin út rúmum þremur árum eftir brotið. Skýrsla sem lögregla hefði tek- ið af ákærða í desember 2002 hefði ekki verið til þess fallin að rjúfa fyrningarfrestinn. Þá lægi ekkert fyrir um að ákærði hefði reynt að koma sér undan rannsókn. Málið dæmdi Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Jón Eg- ilsson hdl. og sækjandi Katrín Hilmarsdóttir, fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík. 17 ára pilt- ur viður- kenndi ránið Rán í SPRON Á gjör- gæslu eftir bílveltu Sýknaður af ákæru fyrir líkamsárás VEÐRIÐ í gærdag var kjörið til garðvinnu, og þeir sem áttu lausa stund frá vinnu eða öðrum skyld- um gátu komið garðinum í samt lag fyrir sumarið. Hún Kristín Gestsdóttir var í óða önn við að fjarlægja fífil úr fögru beði páskalilja þegar blaða- mann og ljósmyndara bar að garði. „Ég er ánægð með beðin, en verst er hvað það rignir mikið meðan grasið er enn óslegið. Það hefur vaxið svo mikið að það verð- ur að fara að slá,“ sagði hún. Best að ráðast strax á arfann Guðlaug Pálsdóttir og Andri Sveinsson höfðu dregið fram sláttuvélina, og skiptu með sér verkum. „Það þýðir ekkert annað en að ráðast strax á arfann,“ sagði Guð- laug. „Annars missir maður tökin á þessu. Það sama má segja með grasið, annars verður það allt of hátt með þessari sprettu,“ bætti hún við. Hún var búin að láta klippa niður hekkið hjá sér, og beið eftir því að það færi að taka við sér. „Fíflarnir eru farnir að blómstra í grasinu, svo það þarf víst að fara að slá,“ sagði Dýrleif Hallgríms á Seltjarnarnesi. Hún og Gunnar Ólafsson voru á kafi í víðinum, sem kom vel undan vetri þrátt fyrir sjórokið. „Hann er bú- inn að sjóast,“ sagði Gunnar. „Þetta er orðinn þrjátíu ára gamall víðir og hefur búið við sjó- rokið alla sína tíð. Það virðist gera hann harðgerari,“ bætti Dýr- leif við að lokum. Guðlaug Pálsdóttir og Andri Sveinsson skipta með sér verkum í garðinum. Morgunblaðið/Árni Torfason Dýrleif Hallgríms lítur upp frá garðverkunum á Seltjarnarnesi. Garðverkin kalla í sumarbyrjun Kristín Gestsdóttir aðgætir páskaliljubeðið í garði sínum í Vesturbænum. ÞRÍR forsetaframbjóðendur hafa sent inn meðmælendalista, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, en stuðningsmenn Bald- urs skiluðu inn meðmælendalista til dómsmálaráðuneytisins í gær. Yfir- kjörstjórn hefur gefið út vottorð til Ástþórs um að hann hafi náð tilskild- um fjölda kosningabærra meðmæl- enda í öllum landsfjórðungum. Þór- unn Guðmundsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjör- dæmis norður, segir að búist sé við því að lokið verði við að fara yfir með- mælendalista Ólafs Ragnars og Bald- urs í dag. Í fréttatilkynningu frá stuðnings- mönnum Baldurs segir að undir- skriftirnar sem safnað var hafi verið vel á þriðja þúsundið, og eru stuðn- ingsmenn hans ánægðir með þann fjölda þar sem undirskriftasöfnunin hófst fimm dögum áður en listunum var skilað. Lögum samkvæmt verða undirskriftirnar að vera á bilinu 1.500–3.000 talsins. Fjöldi undir- skrifta var 35–42% umfram lágmark í hverjum landsfjórðungi fyrir sig. „Baldur Ágústsson vill við þetta tæki- færi koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem lagt hafa framboðinu lið með áritun meðmæla, hvetjandi samtölum og hlýjum kveðj- um,“ segir í fréttatilkynningu. Framboðsfrestur rennur út á mið- nætti aðfaranótt laugardagsins 22. maí, en þá verða fimm vikur til kjör- dags. Hvert framboð verður að skila inn til dómsmálaráðuneytis yfirlýs- ingu frá frambjóðanda, meðmælenda- listum og vottorðum yfirkjörstjórna um að nægilegum fjölda kosninga- bærra meðmælenda hafi verið náð. Þrír frambjóðendur hafa sent inn meðmælendalista FIMM yfirkjörstjórnir af sex þurfa að fara yfir meðmælendalista úr Sunnlendingafjórðungi fyrir forseta- kosningarnar í vor og þarf yfirkjör- stjórnin í Norðvesturkjördæmi að fara yfir meðmælendalista úr þrem- ur fjórðungum. Þórunn Guðmunds- dóttir, oddviti yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, tel- ur að gleymst hafi að samkeyra breytingar á kjördæmaskipan við lög um forsetakosningar þegar kjör- dæmaskipan var breytt með laga- breytingu árið 2000. Í vor verður í fyrsta skipti kosið um forseta Íslands samkvæmt nýrri kjördæmaskipan, þar sem landinu er skipt upp í sex kjördæmi. For- setaframbjóðendur þurfa að afla 1.500-3.000 meðmælenda, sem þurfa að koma eftir ákveðnum hlutföllum úr öllum landsfjórðungum. Hagstofan hjálpar til Þórunn segir að þetta kerfi hafi í sjálfu sér ekki valdið vandræðum. „Það er náttúrlega svolítið önugt að skipta meðmælendum eftir fjórð- ungum og svo gefa yfirkjörstjórnir út vottorð hver fyrir sig. Við reynum að leysa þetta á sem praktískastan hátt af því að það skortir nákvæmar leiðbeiningar,“ segir hún. Þannig hafi Þjóðskrá Hagstofu Íslands ver- ið fengin til að fara yfir meðmæl- endalistana. Aðspurð hvort hún telji að það þyrfti að breyta lögunum segist hún telja að betra væri ef meðmælendur væru flokkaðir eftir kjördæmum, en ekki landsfjórðungum. „Í öðru lagi finnst mér vanta inn í lögin frestinn sem frambjóðendur hafa til að skila meðmælendalistum til yfirkjör- stjórna,“ segir Þórunn, en í lögunum er eingöngu kveðið á um framboðs- frest, en þá þarf vottorð yfirkjör- stjórna þegar að liggja fyrir. Þórunn segir að það geti tekið einhverja daga að fara yfir meðmælendalista og því gæti verið hentugt að hafa ákveðinn frest til að skila inn með- mælendalistum og síðan til að bjóða sig fram. Þá geti þeir sem ekki nái tilskildum fjölda t.d. safnað þeim undirskriftum sem upp á vanti. Fimm yfirkjörstjórnir fara yfir meðmæli Sunnlendinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.