Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 9

Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 9 FREYDÍS Jóna Freysteinsdóttir, lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, segir að verði hjúkrunar- fræðingar og aðrir sem starfa við ummönnun barna varir við að börn séu vanrækt, beri þeim lögum sam- kvæmt skylda til að tilkynna það barnayfirvöldum. Nýlega sagði Morgunblaðið frá viðtali í Tímariti hjúkrunarfræðinga þar sem skólahjúkrunarfræðingur lýsti því að sum börn hafi ekki nesti meðferðis í skólann, séu mikið ein heima og illa klædd. Freydís segir að félagsráðgjafar á Íslandi verði mjög áþreifanlega varir við fátækt í störfum sínum og að rannsóknir sýni að fátækt sé stór áhættuþáttur varðandi van- rækslu barna. Margar leiðir séu færar til að draga úr líkum á van- rækslu, eins og að hækka lág- markslaun, atvinnuleyisbætur, ör- orkubætur og framfærslu sveitarfélaga. Það sé jafnframt hægt með því að bjóða öllum börnum eða börnum tekjulágra foreldra upp á skólamál- tíðir og gæslu að skóla loknum. Samfélagið ábyrgt „Mér finnst nauðsynlegt að við bregðumst við þessu ástandi á ein- hvern hátt. Ég tel að þarna sé að stórum hluta um samfélagslega vanrækslu að ræða, að samfélagið sé ábyrgt, þar sem lágmarkstekjur eru það lágar að foreldrar ná í raun og veru ekki endum saman. Það bitnar á börnunum,“ segir Freydís. Eitt af því sem nefnt var í Tíma- riti hjúkrunarfræðinga var að sum börn hafi ekki efni á að borða skólamáltíðir, sem er boðið upp á í sumum skólum, og þau þurfi að horfa á félagana í matartímanum, kannski með lélegt eða ekkert nesti sjálf. Freydís segir að erlendar rann- sóknir hafi sýnt að þegar börn fá fæði í skólum standi þau sig betur í námi og einnig dragi úr hegðuna- rerfiðleikum. Sé börnum gefið að borða í skólanum, sé tryggt að hjálpin skili sér til barnanna sjálfra. Hún segir að í Bandaríkjunum sé tekið mið af tekjum foreldra þannig að foreldrar með lágar tekjur greiði minna fyrir skólamáltíðir barna sinna og gæslu fyrir þau en tekju- hærri foreldrar. 7–8% fátækt á Íslandi Hún segir að fátækt og afleið- ingar hennar hafi mikið verið rann- sakaðar og það sé sorglegt að hugsa til þess að sú þekking sé ekki nýtt betur. „Núna virðist þetta vera vandamál sem við erum farin að koma auga á hér. Talið er að um 7–8% fólks búi við fátækt, það er nauðsynlegt að vinna með mark- vissum aðgerðum gegn fátækt,“ segir Freydís. Hún hefur nýlega lokið við dokt- orsverkefni þar sem hún skoðaði áhættuþætti varðandi endurtekna vanrækslu. Helmingur foreldranna hafði þegið fjárhagsaðstoð Meðal þess sem hún skoðaði var hvort foreldrar barna sem hafa vanrækt börnin sín hafi þegið fjár- hagsaðstoð og hvort þeir ættu í fjárhagsvandræðum, t.d. hvort þeir stæðu í vanskilum. „Um helmingur foreldra, hvort sem um var að ræða eitt tilfelli vanrækslu eða endur- tekningar hafði bæði þegið fjár- hagsaðstoð og átti við fjárhags- vandræði að stríða. Erlendar rannsóknir sýna að börn í fátækum fjölskyldum eru einmitt margfalt líklegri til að vera vanrækt en börn í öðrum fjölskyld- um,“ segir Freydís. Fátækt stór áhættuþáttur varðandi vanrækslu barna Freydís Jóna Freysteinsdóttir, lektor í félagsráðgjöf KNATTSPYRNUSAMBAND Ís- lands (KSÍ) hefur ákveðið að út- hluta sextíu sparkvöllum til 48 sveitarfélaga víðs vegar um land- ið. Að sögn Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, náðust mjög góðir samningar um lagningu gervi- grass og gert er ráð fyrir að leggja vellina í sumar og á næsta ári. „Knattspyrnusambandið mun útvega og leggja fyrsta flokks gervigras á alla vellina, sveit- arfélögunum að kostnaðarlausu,“ segir Eggert. Það bárust 105 umsóknir frá 59 sveitarfélögum en að sögn Egg- erts getur KSÍ lagt velli í nær öll- um stærstu þéttbýliskjörnum á Ís- landi. „Við vonumst til að geta í framhaldinu útvegað fleiri velli en það veltur á framlagi þeirra aðila sem koma að átakinu með okkur. Við teljum að með tuttugu völlum í viðbót gætum við annað allri eft- irspurninni og þá jafnframt fjölg- að völlum í stærri bæjarfélögum.“ Við úthlutunina var m.a. tekið mið af kjördæmum en einnig skoðað hvar þurfi sérstaklega að ýta undir áhuga og uppbyggingu á knattspyrnuiðkun. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir gæta mikillar eftirvæntingar hjá sveit- arfélögunum og börnunum sem þar búa. „Það eru ekki mörg sveitarfélög sem við höfum ekki getað liðsinnt. Við væntum mikils af þessu til uppbyggingar og ný- liðunar í íslenskri knattspyrnu. Nú getur verið erfitt að nálgast opin svæði til knattspyrnuiðkunar. Malbik hefur tekið við [af grasi] og það er ekki æskilegt undirlag,“ segir Geir og bætir við að þetta sé kannski fyrsta skrefið í gervigra- svæðingu íslenskrar knattspyrnu. Vellirnir verða 18x33 metrar eða að hámarki 20x40. Átta spark- vellir verða lagðir í Reykjavík, þrír í Kópavogi og Hafnarfirði og tveir á Akureyri. Eftifarandi sveitarfélög fá svo einn völl hvert: Akranes, Bessastaðahreppur, Blönduós, Bolungarvík, Borg- arnes, Búðardalur, Dalvík, Djúpa- vogur, Egilsstaðir, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Flúðir, Garða- bær, Garður, Grenivík, Grindavík, Grundarfjörður, Hella,Hofsós, Hornafjörður, Hólmavík, Húsavík, Hvammstangi, Hveragerði, Hvols- völlur, Ísafjörður, Kirkjubæj- arklaustur, Mosfellsbær, Nes- kaupsstaður, Ólafsfjörður, Ólafsvík, Patreksfjörður, Reykja- nesbær, Selfoss, Seltjarnarnes, Seyðisfjörður, Siglufjörður, Skagaströnd, Stykkishólmur, Vestmannaeyjar, Vík, Vogar, Vopnafjörður og Þórshöfn. Morgunblaðið/Árni Torfason Frá sparkvelli við Réttarholtsskóla. KSÍ vonast til þess að geta síðar komið til móts við öll sveitarfélög sem vilja sparkvelli. KSÍ út- hlutar 60 spark- völlum Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af DOMINIQUE vörum Stærðir 42-60 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun iðunn Stretch gallabuxur fást í 4 lengdum Silfurbréfahnífar, skartgripir, trúlofunarhringar og m.fl. Pierre Lannier, AIGLE, VUARNIET Gull- og Silfursmiðjan Erna Síðan 1924 Skipholti 3 • Sími 552 0775 • www.erna.is Vandaðar útskriftargjafir Frí áletrun í maí Hraunbæ 119 , sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11:00-18:00 Opið laugardaga kl. 11:00-16:00 Nýjar vörur Bolir - síðbuxur - sundfatnaður Laugavegi 34, sími 551 4301. Opnum kl. 9.00 virka daga Þýsk teinótt jakkaföt kr. 19.900 Skyrtur frá kr. 1.750 Einlit bindi kr. 800 Ítölsk bindi kr. 2.200 BANDARÍSK stjórnvöld hafa farið þess á leit við íslensk flugfélög að þau afhendi meiri upplýsingar um farþega á leið til Bandaríkjana en nú er gert, og eru þær kröfur sam- hljóma kröfum sem gerðar eru til flugfélaga annars staðar í Evrópu. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að bandarísk stjórnvöld hafi farið fram á að fá aðgang að bókunar- kerfi flugfélaga til að skoða pant- anir þeirra sem fljúga vestur um haf. Meðal upplýsinga í bókunar- kerfinu eru greiðslukortanúmer, símanúmer, heimilisfang, og sér- þarfir viðkomandi farþega. Sér- þarfirnar geta varðað fötlun far- þega sem þarf aðstoð, eða sérkröfur til matar. Ekki hefur verið rætt um hversu langan frest flugfélögin hafi til að veita þennan aðgang að bókunar- kerfi sínu, enda segir Guðjón það fjarri því einfalt mál tæknilega séð að veita þennan aðgang. Viðræður eru því í gangi við bandarísk stjórn- völd um málið. „Þegar þetta fer af stað munum við láta vita af því. Við munum í fyrsta lagi tilkynna það opinber- lega, og einnig munum við vera með upplýsingar á heimasíðu og víðar,“ segir Guðjón. Hann segir Icelandair hafa rætt málið við Per- sónuvernd, og þar sjái menn ekkert athugavert við þetta fyrirkomulag, svo framarlega sem farþegum sé gert það ljóst að þessar upplýsing- ar muni veittar. Ísland er ekki aðili að nýju sam- komulagi milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um þetta mál, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Samgönguráðuneytið segir samkomulagið hvorki tengjast samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið né Schengen-samn- ingnum. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki leitað til íslenskra samgöngu- yfirvalda til að gera svipað sam- komulag við þau enn sem komið er. Bandarísk stjórnvöld krefjast meiri upplýsinga um farþega Vilja aðgang að bók- unarkerfi flugfélaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.