Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞESSAR tillögur eru samdar í for-
sætisráðuneytinu eins og annað í
þessu máli,“ sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar, á þingfundi Alþingis
í gærmorgun og vísaði þar til breyt-
ingartillagna stjórnarmeirihlutans
við fjölmiðlafrumvarpið sem boðaðar
hafa verið við þriðju umræðu.
Þingmenn Samfylkingarinnar
kvöddu sér hljóðs við upphaf þing-
fundar í gær og spurðust fyrir um
það hvenær tillögurnar yrðu kynnt-
ar í allsherjarnefnd þingsins. Sögðu
þeir að tillögurnar hefðu ekki komið
til umræðu í nefndinni kvöldið áður.
„Ég held að við hljótum að kalla eftir
því að þær tillögur sem nú hafa verið
smíðaðar uppi í forsætisráðuneyti
komi til umfjöllunar í allsherjar-
nefnd og verði kynntar,“ sagði Ingi-
björg Sólrún. „Ég held að það sé rétt
að hæstvirtur forsætisráðherra komi
á fund nefndarinnar og kynni tillög-
urnar þar.“ Þingmenn Samfylking-
arinnar sögðu einnig að ekki væri
eins mikið samkomulag um breyt-
ingarnar í Framsóknarflokknum og
menn vildu vera láta. „Það kemur í
ljós í morgun í fréttum Úvarps að
a.m.k. einn þingmaður framsóknar-
manna, háttvirtur þingmaður Jónína
Bjartmarz, er enn að skoða tillög-
urnar. Hún er ekki tilbúin að lýsa því
yfir að hún sé sátt við þessar tillög-
ur,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
VG og Guðjón A. Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, tóku
undir þennan málflutning. „Við
fréttum í gær að samkomulag hefði
náðst milli stjórnarflokkanna um
fjölmiðlamálið svokallaða. Síðan
kemur í ljós að þetta samkomulag er
fyrst og fremst milli formanna flokk-
anna,“ sagði Ögmundur. „Þó að for-
ystumenn ríkisstjórnarflokkanna
gleðjist í þriðja eða fjórða sinn yfir
hinum merku áföngum um sáttar-
gjörð sína þá nær það ekki til okkar
þingmanna,“ sagði Guðjón Arnar.
Samdar í þinghúsinu
Davíð Oddsson forsætisráðherra
varð til andsvara og sagði það rangt
að breytingartillögurnar hefðu verið
samdar í forsætisráðuneytinu; þær
hefðu verið samdar í þinghúsinu.
„Það er […] rangt sem haldið var
fram, að þær breytingartillögur sem
hafa verið ákveðnar af flokkunum
hafi verið samdar í forsætisráðu-
neytinu,“ sagði hann. „Þær voru
samdar hér í þinghúsinu en það
breytir svo sem ekki neinu.“
Davíð sagði að efni tillagnanna
hefði verið kynnt þannig að það hefði
ekki farið framhjá neinum. Síðan
hefði verið sagt að það efni yrði fært
í form. „Ég veit ekki annað en sú
vinna liggi fyrir, málið verði kynnt
og komi til umræðu með venjulegum
hætti,“ sagði ráðherra. „Það er ekk-
ert undarlegt við þetta. Menn tala
um að við höfum náð sátt, í fjórða
sinn var sagt áðan, ég og formaður
Framsóknarflokksins, hæstvirtur
utanríkisráðherra. Við höfum náð
sátt í hundraðasta sinn þess vegna.
Það eru bara okkar vinnubrögð að
við tölum um mál og leysum þau.
Mér finnst ekkert lakara að gera það
fimm sinnum, tíu sinnum, hundrað
sinnum eða þúsund sinnum. Því oftar
því betra. Ef menn muna umræðuna
þá sögðum við báðir, bæði ég og
hæstvirtur utanríkisráðherra, að eft-
ir aðra umræðu þessa máls, sem hef-
ur verið hitamál, mundum við taka á
því púlsinn, fara yfir umræðurnar og
ákveða síðan næstu skref. Það er ná-
kvæmlega það sem við höfum gert í
samræmi við það sem við höfum
sagt. Þannig er þetta nú.“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar í gær
Kölluðu eftir því að til-
lögurnar yrðu kynntar
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi yfirlýsing
frá Þresti Emilssyni:
„Í ljósi umræðu sem orðið
hefur, meðal annars á Alþingi,
vegna tölvupósts sem ég sendi
Stefáni Jóni Hafstein árið 2002
vil ég taka eftirfarandi fram:
„Mér er nú ljóst að upplýs-
ingar, sem ég á þeim tíma lagði
trúnað á og fram koma í téðum
tölvupósti, voru ekki á rökum
reistar.
Ég harma að Björn Bjarna-
son, sem fékk afrit af þessum
tölvupósti, skuli nú rúmum
tveimur árum seinna, draga
þessi skrif inn í umræðu um
fjölmiðlafrumvarp forsætisráð-
herra.
Að þessu sögðu tel ég það
hafa verið mistök að skrifa um-
rætt tölvubréf og senda það.
Ég bið hlutaðeigandi velvirð-
ingar.
Fleira hef ég ekki um þetta
mál að segja.
Þröstur Emilsson.“
Yfirlýsing frá
Þresti Emilssyni
Mistök að
senda tölvu-
póstinn
HEILDARKOSTNAÐUR Sam-
keppnisstofnunar við rannsókn á
meintu samráði tryggingafélaganna
er tæplega 32 milljónir króna. Þar af
er aðkeyptur sérfræðikostnaður um
2,6 milljónir króna. Rannsóknin nær
frá árinu 1997 fram til ársins 2004.
Þetta kemur fram í skriflegu svari
viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverr-
isdóttur, við fyrirspurn Jóhönnu Sig-
urðardóttur, þingmanns Samfylk-
ingarinnar. Svarinu var dreift á
Alþingi í gær. Tölurnar í svarinu
byggjast á upplýsingum frá Sam-
keppnisstofnun.
Jóhannna spyr um fleira en kostn-
að við rannsóknina. Hún spyr m.a.
um afstöðu ráðherra til þeirra um-
mæla forsvarsmanna Sjóvár-Al-
mennra og Vátryggingafélags Ís-
lands að hvorki hafi verið tilefni til
umfangsmikillar rannsóknar Sam-
keppnisstofnunar á meintu samráði
tryggingafélaganna né að sekta þau
og að ekki hafi verið um verðsamráð
eða samstilltar aðgerðir trygginga-
félaganna að ræða. Í svarinu segir:
„Samkvæmt lögum var rannsókn á
meintu samráði tryggingafélaga á
höndum Samkeppnisstofnunar og
kom ekki á borð viðskiptaráðuneytis.
Í niðurstöðu samkeppnisyfirvalda
kemur fram að tilefni hafi verið til
þessarar rannsóknar og nú hefur
samkeppnisráð lokið málinu með
sátt. Viðskiptaráðherra hefur marg-
lýst því yfir að það sé ekki hlutverk
ráðherra að hafa afskipti af eða áhrif
á efnislega umfjöllun mála hjá sam-
keppnisyfirvöldum og er því vísað til
greinargerðar og ákvörðunar sam-
keppnisyfirvalda í málinu.“
Endurtaki sig ekki
Jóhanna spyr einnig hvort ástæða
hafi verið til að ætla að vegna fjár-
skorts Samkeppnisstofnunar og
skorts á mannafla hafi tekið svo
langan tíma að fá niðurstöðu í
meintu samráði tryggingafélaganna.
Í svarinu segir að ýmsir samverk-
andi þættir hafi valdið því hversu
langan tíma hafi tekið að ljúka mál-
inu. „Þar var fjárskortur ekki ráð-
andi þáttur en fram hefur komið að
mannaskipti og önnur mál sem höfðu
forgang hjá stofnuninni urðu til að
seinka lokafrágangi málsins. Að mati
stofnunarinnar er svo langur
vinnslutími máls bagalegur en slíkt
er ekki óþekkt í öðrum ríkjum. Gerð-
ar hafa verið ráðstafanir til að svo
langur dráttur á afgreiðslu mála
endurtaki sig ekki hjá stofnuninni.“
Jóhanna spyr hvort ráðherra telji
ástæðu til endurskoðunar á sam-
keppnislögum í ljósi þess að sam-
keppnisyfirvöld töldu ekki ástæðu til
að beita fjársektum við brotum
tryggingafélaganna vegna þess hve
langan tíma rannsóknin tók. Í
svarinu segir að ráðherra telji ekki
þörf á slíkum lagabreytingum.
Undir lok svarsins segir að nauð-
synlegt sé að efla starfsemi stofnun-
arinnar og ráðherra hafi beitt sér
fyrir auknum framlögun til hennar,
eða úr 118,7 milljónum árið 2000 í
157,3 millj. á fjárlögum 2004. Þess sé
vænst að Alþingi styðji enn frekar
við bakið á stofnuninni.
Rannsókn Samkeppnisstofnunar á tryggingafélögunum
Heildarkostnaður nam
tæplega 32 milljónum
YFIR sextíu mál voru á dagskrá Al-
þingis í gær og er svipaður fjöldi á
dagskrá þingfundar í dag.
Þingfundur hefst kl. 10 og er þá
gert ráð fyrir því að fram fari utan-
dagskrárumræða um stöðuna í
Írak. Steingrímur J. Sigfússon,
þingmaður Vinstri hreyfingarinnar
græns framboðs, er málshefjandi
þeirrar umræðu. Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra verður til
andsvara.
Eftir þá umræðu fara fram at-
kvæðagreiðslur um einstök þing-
mál og má þar nefna frumvarp for-
sætisráðherra til laga um
þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Fjölmiðlafrumvarpið er fyrsta
mál á dagskrá eftir atkvæða-
greiðslurnar.
Yfir sextíu
mál á dag-
skrá þingsins
Morgunblaðið/Árni Torfason
Mörg mál á dagskrá í dag: Þingmenn Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson.
MINNIHLUTI allsherjarnefndar
Alþingis segir frumvarp dómsmála-
ráðherra, Björns Bjarnasonar, um
meðferð opinberra mála, illa unnið
og furðar sig á því að ráðherra skuli
láta sér detta í huga að leggja það
fram á Alþingi. Í frumvarpinu er
m.a. lagt til að ákæruvaldshafi geti
ákveðið að símhlustun skuli fara
fram án dómsúrskurðar ef brýn
hætta er á að bið eftir úrskurði um
símhlustun og öðrum aðgerðum geti
valdið sakarspjöllum. Meirihluti alls-
herjarnefndar fellst þó ekki á þessa
breytingu. Telur meirihlutinn mikil-
vægt að halda í þá meginreglu að
dómsúrskurði þurfi fyrir símhlerun
„þar sem hún felur í sér verulega
skerðingu á friðhelgi manna og
frelsti til athfna og tjáningar án þess
að þeir sem aðgerðirnar beinist af
viti af þeim“, að því er segir í nefnd-
aráliti meirihlutans.
Í nefndaráliti minnihlutans, sem
dreift var á Alþingi í vikunni, er
þessari niðurstöðu meirihlutans
fagnað. „Ánægjulegt er að meirihlut-
inn hafi áttað sig á hversu langt
frumvarp ráðherra gekk í þessum
efnum og í bága við grundvallarrétt-
indi borgaranna.“
Ekki haft samráð
við réttarfarsnefnd
Í áliti minnihlutans er m.a. gagn-
rýnt að ekkert samráð hafi verið haft
við réttarfarsnefnd við samningu
frumvarpsins. Segir minnihlutinn að
ekki hafi heldur verið haft samráð
við dómstólaráð, Persónuvernd, rík-
issaksóknara eða Lögmannafélagið.
Varar minnihlutinn við því að ráðu-
neyti dómstóla geri grundvallar-
breytingar á réttarfarslögum án
samráðs við helstu sérfræðinga á því
sviði sem lögin ná til.
Frumvarp um meðferð
opinberra mála
Áliti meiri-
hlutans
fagnað
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, segir það ankanna-
legt að stjórnarskrárákvæðið um
heimild forseta til að synja lagafrum-
varpi skuli „standa í lausu lofti“.
Hann segir að með reglubundnu
millibili gjósi upp umræður um hvort
ákvæðið sé virkt í höndum forseta
eða ekki. Þá séu dregnir fram lög-
spekingar, annars vegar þeir sem
telja ákvæðið virkt og hins vegar
þeir sem telja svo ekki vera.
„Mér finnst að menn eigi að botna
þetta mál,“ segir hann. „Ef niður-
staðan verður sú að halda ákvæðinu í
stjórnarskránni tel ég að fylla þurfi
inn í löggjöfina í kringum það, þann-
ig að það liggi ljóst fyrir hvernig
svona kosning fer fram,“ segir hann-
Hvernig sú löggjöf ætti að vera segir
hann að „menn hafi til að mynda
bent á að setja þyrftu ákvæði um lág-
marksþátttöku í þjóðaratkvæða-
greiðslunni til þess að hún teldist
gild og annað í þeim dúr“.
Steingrímur minnir á að hafi af og
til verið rætt um nauðsyn á endur-
skoðun stjórnarskrárinnar, einkum
á köflunum sem fjalla um samskipti
æðstu handhafa valdsins í landinu.
Ágætis farvegur sé að setja slíka
endurskoðun í hendurnar stjórnar-
skárnefnd, sem hefði það verkefni að
endurskoða stjórnarskrána. Stein-
grímur segist telja það stóran ágalla
á okkar löggjöf ef enginn farvegur
væri fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu
um stór mál. Hann segir jafnframt
að hann hafi alltaf verið í þeim hópi
sem telji að umrætt stjórnarskrár-
ákvæði sé ekki dauður bókstafur.
Löggjöf
verði sett um
framkvæmd
kosninga
♦♦♦