Morgunblaðið - 19.05.2004, Side 13

Morgunblaðið - 19.05.2004, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 13 FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Atorka hf. hefur eignast rúm 68% hlutafjár í Lífi hf. og ætlar að gera öðrum hluthöf- um yfirtökutil- boð og afskrá fé- lagið úr Kauphöll Ís- lands. Atorka átti áð- ur tæplega 41% í félaginu en keypti í gær samtals rúmlega 27% hlut af Afli fjárfestingarfélagi og dótturfélagi þess Isla, Eagle Investment Hold- ings, sem er í eigu Arnar Andr- éssonar stjórnarmanns í Lífi, MP fjárfestingarbanka, Andrési Guð- mundssyni, Sigurði Njálssyni og Ólafi Njáli Sigurðssyni stjórnar- manni í Lífi. Viðskiptin fóru fram á genginu 5,20 og var greitt fyrir hlutina með eigin bréfum í Atorku á genginu 3,35. Í væntanlegu yfirtökutilboði til annarra hluthafa verða þeim boðin sömu kjör. Miðað við gengið 5,20 er heildarhlutafé Lífs metið á 2,2 milljarða króna. Á ekki heima á markaði Styrmir Þór Bragason, starfandi stjórnarformaður Lífs og fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags- ins Atorku og Afls fjárfestingar- félags, segir að ekki hafi verið talið að Líf ætti heima á markaði. Hann segir að viðskipti hafi verið lítil með bréf félagsins, eignarhald hafi verið þröngt, fjárfestar hafi haft litla trú á því og félagið hafi ekki haft þörf fyrir að leita eftir auknu fjármagni á markaði með útgáfu nýs hlutafjár. Þá fylgi því talsverð- ur kostnaður að hafa félag skráð á markað, auk þess sem Líf sé eina félagið í sínum geira sem sé skráð og það hafi verið félaginu erfitt. Styrmir Þór segist telja að til- boðið til hluthafa sé hagstætt. Síð- asta gengi hafi verið 4,35 en boðið verði gengið 5,20. Boðin verði skipti á bréfum í Atorku, sem þýði að ef Líf muni ganga vel, og hann hafi trú á að svo verði, muni hlut- hafar í Atorku njóta þess. Líf af markaði Eignarhlutur Atorku fór úr 41% í 68% Styrmir Þór Bragason CENTURY Aluminum, eigandi Norðuráls á Grundartanga, hefur ásamt málmfyrirtækinu Noranda Inc. fest kaup á súrálsverksmiðju Kaiser Aluminum í Gramercy í Loui- siana-ríki í Bandaríkjunum og tengd- an 49% hlut í báxítnámu á Jamaíku, Kaiser Jamaica Bauxit Mining. Rík- isstjórn Jamaíku mun áfram eiga 51% í báxítnámunni. Kaupverð eignanna er 23 milljónir dollara samanlagt, tæplega 1,7 milljarðar króna. Kaiser hefur verið í greiðslustöðv- un frá því í febrúar 2002 og hefur reynt að komast hjá gjaldþroti m.a. með sölu eigna. Columbia Ventures Corp., fyrri eigandi Norðuráls, gerði t.d. tilboð í rafskautaverksmiðju Kais- er í Washington-ríki í lok febrúar. Í fréttatilkynningu frá Century Al- uminum kemur fram að kaupin séu háð samþykki skiptaréttar og hugs- anlega verði Kaiser gert að halda uppboð á eignunum, berist gild tilboð í þær fyrir uppboðsdag sem ákveðinn hefur verið snemma í júlí. Century og Noranda, kanadískt fyrirtæki sem framleiðir zink, nikkel, kopar, ál, blý, gull, silfur og fleiri málma, eiga hvort um sig helmings- hlut í fyrirtæki sem hyggst kaupa sú- rálsverksmiðjuna og skipta einnig jafnt með sér öðru félagi, sem stofnað er um kaup á báxítvinnslunni. Náman á Jamaica getur framleitt um 4,5 milljónir tonna af báxíti á ári. Náman hefur séð súrálsverk- 0smiðjunni í Gramercy fyrir hráefni og verksmiðju í eigu annars fyrirtæk- is í Texas. Súrálsverksmiðjan í Gram- ercy var reist 1959 og endurnýjuð ár- ið 2000. Hún getur framleitt 1,25 milljónir tonna af súráli á ári, en Century og Noranda kaupa hvort um sig um hálfa milljón tonna súráls á ári frá Gramercy, fyrir álver Century í Hawesville í Kentucky og álver Nor- anda í New Madrid í Missouri. Century kaupir súráls- verksmiðju HLUTFALL vanskila af útlánum innlánsstofnana hafa lækkað úr 3,1% í árslok 2003 í 2,7% í lok fyrsta fjórðungs þessa árs og hefur van- skilahlutfallið ekki verið lægra frá því á fyrri hluta árs 2001, að því er fram kemur í frétt Fjármálaeftir- litsins. Vanskil bæði fyrirtækja og ein- staklinga hafa farið lækkandi á fyrstu mánuðum ársins, en Fjár- málaeftirlitið segir að athuga beri að á undanförnum misserum hafi útlán aukist verulega umfram aukn- ingu vanskila sem skýri lækkandi vanskilahlutfall. Útlánaaukningin kunni að koma fram í auknum van- skilum síðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur vanskilahlutfall fyrir- tækja lækkað úr 2,5% í 2,1% á fyrsta fjórðungi ársins og í frétt Fjármálaeftirlitsins segir að þetta skýrist bæði af lækkun vanskila um rúmlega 7% og aukningu útlána um 12,8%.                                                      !" # $ %   $ & $ Minnkandi vanskil ● GREININGARDEILD Landsbank- ans telur að íslenski hlutabréfamark- aðurinn sé í heild sinni talsvert yfirverðlagður. Miðað við verðmats- greiningu deildarinnar er vænt ávöxtun LAISEX -0,1%, sem er lækk- un úr 6,9% væntri ávöxtun frá síð- ustu útgáfu. LAI- SEX er vísitala greiningardeild- arinnar og inniheld- ur 18 fyrirtæki í Kauphöllinni sem standa fyrir 90% af markaðsverði hlutabréfa á Aðallista. Í umfjöllun greiningardeildarinnar segir að fyrir utan þá hækkun sem orðið hafi á markaðnum þá hafi ávöxtunarkrafa til hlutbréfa farið hækkandi vegna hækkunar á áhættulausum vöxtum. Yfirverð á markaði Peningamál Jón Steinsson hag- fræðingur fjallar á málstofu Seðla- bankans í dag um stjórntæki pen- ingamála og hagkvæmni í fjármálakerfinu. Málstofan er haldin í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli, klukkan 15.00. Í DAG Ný húsnæðislán Íslandsbanka ● ÍSLANDSBANKI býður húsnæðis- kaupendum nú tvo nýja fjármögn- unarkosti. Annars vegar óverðtryggð lán í íslenskum krónum til allt að 40 ára og hins vegar óverðtryggð lán án afborgunar í fimm ár. Vextir af lán- unum eru nú 6,63% til 8,88% eftir veðsetning- arhlutfalli. Síðarnefndu lán- in eru svokölluð kúlulán þar sem af- borgunin er í einu lagi eftir fimm ár en vextir eru greiddir allan lánstím- ann. Veðsetningarhlutfallið vegna þeirra lána fer ekki yfir 65% en vegna hinna lánanna fer veðsetningarhlut- fallið upp í allt að 80%. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Ís- landsbanka, segir að mikill hljóm- grunnur sé fyrir fjármögnun banka á húsnæði. Hann segir að frá áramót- um, þegar Íslandsbanki hafi byrjað að bjóða erlend og blönduð óverð- tryggð lán til húsnæðiskaupa, hafi hlutdeild bankans í nýjum húsnæð- islánum verið á bilinu 7%–10%. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● GREININGARDEILD KB banka spáir því að verðbólgan muni áfram mælast mikil á næstu mánuðum og árshækkunin verði um 3,4%. Deildin rökstyður þetta með hækk- un bensínverðs, fasteignaverði, lækkun krónunnar og taxtahækkunum. Í haust muni verðbólguþrýstingur hins vegar heldur hjaðna. KB banki spáir 3,4% verðbólgu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.