Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 13 FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Atorka hf. hefur eignast rúm 68% hlutafjár í Lífi hf. og ætlar að gera öðrum hluthöf- um yfirtökutil- boð og afskrá fé- lagið úr Kauphöll Ís- lands. Atorka átti áð- ur tæplega 41% í félaginu en keypti í gær samtals rúmlega 27% hlut af Afli fjárfestingarfélagi og dótturfélagi þess Isla, Eagle Investment Hold- ings, sem er í eigu Arnar Andr- éssonar stjórnarmanns í Lífi, MP fjárfestingarbanka, Andrési Guð- mundssyni, Sigurði Njálssyni og Ólafi Njáli Sigurðssyni stjórnar- manni í Lífi. Viðskiptin fóru fram á genginu 5,20 og var greitt fyrir hlutina með eigin bréfum í Atorku á genginu 3,35. Í væntanlegu yfirtökutilboði til annarra hluthafa verða þeim boðin sömu kjör. Miðað við gengið 5,20 er heildarhlutafé Lífs metið á 2,2 milljarða króna. Á ekki heima á markaði Styrmir Þór Bragason, starfandi stjórnarformaður Lífs og fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags- ins Atorku og Afls fjárfestingar- félags, segir að ekki hafi verið talið að Líf ætti heima á markaði. Hann segir að viðskipti hafi verið lítil með bréf félagsins, eignarhald hafi verið þröngt, fjárfestar hafi haft litla trú á því og félagið hafi ekki haft þörf fyrir að leita eftir auknu fjármagni á markaði með útgáfu nýs hlutafjár. Þá fylgi því talsverð- ur kostnaður að hafa félag skráð á markað, auk þess sem Líf sé eina félagið í sínum geira sem sé skráð og það hafi verið félaginu erfitt. Styrmir Þór segist telja að til- boðið til hluthafa sé hagstætt. Síð- asta gengi hafi verið 4,35 en boðið verði gengið 5,20. Boðin verði skipti á bréfum í Atorku, sem þýði að ef Líf muni ganga vel, og hann hafi trú á að svo verði, muni hlut- hafar í Atorku njóta þess. Líf af markaði Eignarhlutur Atorku fór úr 41% í 68% Styrmir Þór Bragason CENTURY Aluminum, eigandi Norðuráls á Grundartanga, hefur ásamt málmfyrirtækinu Noranda Inc. fest kaup á súrálsverksmiðju Kaiser Aluminum í Gramercy í Loui- siana-ríki í Bandaríkjunum og tengd- an 49% hlut í báxítnámu á Jamaíku, Kaiser Jamaica Bauxit Mining. Rík- isstjórn Jamaíku mun áfram eiga 51% í báxítnámunni. Kaupverð eignanna er 23 milljónir dollara samanlagt, tæplega 1,7 milljarðar króna. Kaiser hefur verið í greiðslustöðv- un frá því í febrúar 2002 og hefur reynt að komast hjá gjaldþroti m.a. með sölu eigna. Columbia Ventures Corp., fyrri eigandi Norðuráls, gerði t.d. tilboð í rafskautaverksmiðju Kais- er í Washington-ríki í lok febrúar. Í fréttatilkynningu frá Century Al- uminum kemur fram að kaupin séu háð samþykki skiptaréttar og hugs- anlega verði Kaiser gert að halda uppboð á eignunum, berist gild tilboð í þær fyrir uppboðsdag sem ákveðinn hefur verið snemma í júlí. Century og Noranda, kanadískt fyrirtæki sem framleiðir zink, nikkel, kopar, ál, blý, gull, silfur og fleiri málma, eiga hvort um sig helmings- hlut í fyrirtæki sem hyggst kaupa sú- rálsverksmiðjuna og skipta einnig jafnt með sér öðru félagi, sem stofnað er um kaup á báxítvinnslunni. Náman á Jamaica getur framleitt um 4,5 milljónir tonna af báxíti á ári. Náman hefur séð súrálsverk- 0smiðjunni í Gramercy fyrir hráefni og verksmiðju í eigu annars fyrirtæk- is í Texas. Súrálsverksmiðjan í Gram- ercy var reist 1959 og endurnýjuð ár- ið 2000. Hún getur framleitt 1,25 milljónir tonna af súráli á ári, en Century og Noranda kaupa hvort um sig um hálfa milljón tonna súráls á ári frá Gramercy, fyrir álver Century í Hawesville í Kentucky og álver Nor- anda í New Madrid í Missouri. Century kaupir súráls- verksmiðju HLUTFALL vanskila af útlánum innlánsstofnana hafa lækkað úr 3,1% í árslok 2003 í 2,7% í lok fyrsta fjórðungs þessa árs og hefur van- skilahlutfallið ekki verið lægra frá því á fyrri hluta árs 2001, að því er fram kemur í frétt Fjármálaeftir- litsins. Vanskil bæði fyrirtækja og ein- staklinga hafa farið lækkandi á fyrstu mánuðum ársins, en Fjár- málaeftirlitið segir að athuga beri að á undanförnum misserum hafi útlán aukist verulega umfram aukn- ingu vanskila sem skýri lækkandi vanskilahlutfall. Útlánaaukningin kunni að koma fram í auknum van- skilum síðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur vanskilahlutfall fyrir- tækja lækkað úr 2,5% í 2,1% á fyrsta fjórðungi ársins og í frétt Fjármálaeftirlitsins segir að þetta skýrist bæði af lækkun vanskila um rúmlega 7% og aukningu útlána um 12,8%.                                                      !" # $ %   $ & $ Minnkandi vanskil ● GREININGARDEILD Landsbank- ans telur að íslenski hlutabréfamark- aðurinn sé í heild sinni talsvert yfirverðlagður. Miðað við verðmats- greiningu deildarinnar er vænt ávöxtun LAISEX -0,1%, sem er lækk- un úr 6,9% væntri ávöxtun frá síð- ustu útgáfu. LAI- SEX er vísitala greiningardeild- arinnar og inniheld- ur 18 fyrirtæki í Kauphöllinni sem standa fyrir 90% af markaðsverði hlutabréfa á Aðallista. Í umfjöllun greiningardeildarinnar segir að fyrir utan þá hækkun sem orðið hafi á markaðnum þá hafi ávöxtunarkrafa til hlutbréfa farið hækkandi vegna hækkunar á áhættulausum vöxtum. Yfirverð á markaði Peningamál Jón Steinsson hag- fræðingur fjallar á málstofu Seðla- bankans í dag um stjórntæki pen- ingamála og hagkvæmni í fjármálakerfinu. Málstofan er haldin í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli, klukkan 15.00. Í DAG Ný húsnæðislán Íslandsbanka ● ÍSLANDSBANKI býður húsnæðis- kaupendum nú tvo nýja fjármögn- unarkosti. Annars vegar óverðtryggð lán í íslenskum krónum til allt að 40 ára og hins vegar óverðtryggð lán án afborgunar í fimm ár. Vextir af lán- unum eru nú 6,63% til 8,88% eftir veðsetning- arhlutfalli. Síðarnefndu lán- in eru svokölluð kúlulán þar sem af- borgunin er í einu lagi eftir fimm ár en vextir eru greiddir allan lánstím- ann. Veðsetningarhlutfallið vegna þeirra lána fer ekki yfir 65% en vegna hinna lánanna fer veðsetningarhlut- fallið upp í allt að 80%. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Ís- landsbanka, segir að mikill hljóm- grunnur sé fyrir fjármögnun banka á húsnæði. Hann segir að frá áramót- um, þegar Íslandsbanki hafi byrjað að bjóða erlend og blönduð óverð- tryggð lán til húsnæðiskaupa, hafi hlutdeild bankans í nýjum húsnæð- islánum verið á bilinu 7%–10%. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● GREININGARDEILD KB banka spáir því að verðbólgan muni áfram mælast mikil á næstu mánuðum og árshækkunin verði um 3,4%. Deildin rökstyður þetta með hækk- un bensínverðs, fasteignaverði, lækkun krónunnar og taxtahækkunum. Í haust muni verðbólguþrýstingur hins vegar heldur hjaðna. KB banki spáir 3,4% verðbólgu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.