Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 14
ERLENT
14 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞESS var minnst í gær við hátíð-
lega athöfn, að þá voru liðin 60 ár
frá einum blóðugustu átökunum í
síðari heimsstyrjöld, orrustunni um
bæinn Monte Cassino á Ítalíu. Vörð-
ust Þjóðverjar í rústum nunnu-
klausturs á samnefndu felli en
bandamenn höfðu áður gert loft-
árásir á það. Það var pólsk her-
sveit, sem sótti að klaustrinu, og í
henni var Adam Maliszewski, þá 24
ára gamall.
„Eldurinn úr þýsku byssunum
lýsti upp næturhimininn svo að það
var næstum albjart. Við skriftuðum
allir enda vissir um, að dauðinn biði
okkar,“ sagði Maliszewski, sem tók
þátt í hátíðahöldunum í gær. Meira
en 1.000 pólskir hermenn féllu í
átökunum, sem stóðu í viku, og ekki
færri Þjóðverjar.
Sagnfræðingar segja, að með
sigrinum í Monte Cassino hafi
Bandamannaherirnir fyrir norðan
og sunnan náð saman og um leið
hafi vegurinn til Rómar opnast. Var
borgin tekin tæplega mánuði síðar.
Þúsundir manna víðs vegar að,
jafnt Þjóðverjar sem gamlir banda-
menn, tóku þátt í hátíðahöldunum í
gær og þar á meðal Aleksander
Kwasniewski, forseti Póllands.
Sagði hann, að sigurinn við Monte
Cassino hefði ekki aðeins verið
mikilvægur hernaðarlega, heldur
haft mikla þýðingu fyrir sjálfsmynd
pólsku þjóðarinnar.
Myndin er frá hátíðahöldunum í
gær og ber klaustrið við himin. Eft-
ir eyðilegginguna 1944 var það
endurbyggt í fyrri mynd en saga
þess nær aftur til ársins 529.
AP
60 ár frá töku Monte Cassino
YFIRLEITT er maí rólegur mán-
uður í strandbænum Provincetown í
Massachusetts, nokkurs konar dauf-
ur hvíldartími áður en ferða-
mannatíminn hefst af alvöru í júní.
En ekki í ár.
Samkynhneigð pör í gifting-
arhugleiðingum og fjölskyldur
þeirra og vinir hafa flykkst til bæj-
arins eftir að giftingar homma og
lesbía voru leyfðar í ríkinu, að því er
fram kemur í The New York Times.
Provincetown er einn þriggja bæja
þar sem yfirvöld hafa ákveðið að
gefa út giftingarleyfi til samkyn-
hneigðra þótt þeir búi utan
Massachusetts og óhlýðnast þar með
ríkisstjóranum Mitt Romney. Hann
segir að úrskurður hæstaréttar um
rétt samkynhneigðra til að ganga í
hjónaband eigi einungis að gilda um
íbúa ríkisins. Hefur hann hótað mál-
sóknum á hendur þeirra borga og
bæja sem hunsa orð hans en yfirvöld
þar kæra sig kollótt.
Andrúmsloft hátíðahalda ríkir í
bænum og verslanir og fyrirtæki eru
strax farnar að höfða til hinna ný-
komnu gesta. Utan við þekktan bar í
borginni er búið að koma fyrir risa-
stórum borða sem á stendur: „Til
hamingu með giftinguna,“ og í stað
venjulegra klisjukenndra áletrana
framan á stuttermabolum í minja-
gripaverslunum má nú víða sjá boli
með nýstárlegum setningum á borð
við „Já, ég vil giftast honum/henni.“
Ekki kosið um ástina
Í fleiri bæjum má sjá hvar fyr-
irtæki reyna að höfða til homma og
lesbía. „Þetta er ást. Um hana á ekki
að kjósa,“ stendur til dæmis á aug-
lýsingaskilti í glugga Shreve, Crump
og Low, einnar elstu skart-
gripaverslunarinnar í Boston. Vísar
textinn til lagaflækjanna og hinna
hörðu deilna sem hafa staðið um rétt
samkynhneigðra til að ganga í
hjónaband en auglýsingin hefur
þegar birst í dagblöðum og tímarit-
um. Michael Wilke, framkvæmda-
stjóri samtaka sem fræða fólk í aug-
lýsingageiranum um samfélag
samkynhneigðra, segir samt sem áð-
ur ólíklegt að stórar auglýsinga-
herferðir verði settar í gang. Hins
vegar felist stórkostleg tækifæri fyr-
ir borgir á borð við Boston og
Provincetown í því að markaðssetja
þá sem sérstaka áfangastaði fyrir
samkynhneigða.
„Hommar og lesbíur virða gjarn-
an auglýsendur sem taka áhættu,“
segir hann, en mörg fyrirtæki sem
selja þekkt vörumerki hika við að
hefja auglýsingaherferðir sem beint
er til samkynhneigðra af ótta við
viðbrögð þeirra sem berjast gegn
réttindum þeirra.
Ástin blómstrar í Provincetown
AP
Ed Balmelli (t.v.) og ástvinur hans Michael Horgan, staðfestu í gær með
kossi ákvörðun sína um að fá giftingarleyfi í ráðhúsinu í Boston.
RAUÐI krossinn í Danmörku hefur
sakað dönsk stjórnvöld og danska
þingið um brot á Genfarsáttmál-
anum um meðferð stríðsfanga með
því að mótmæla ekki mannréttinda-
brotum bandarískra hermanna í
Írak og Afganistan. Segir fram-
kvæmdastjóri samtakanna að þegar
Genfarsáttmálinn sé settur til hlið-
ar skapist forsendur fyrir því að
stríðsglæpir séu framdir.
Í opnu bréfi, sem birt er á for-
síðu blaðsins Information, fordæm-
ir Jørgen Paulsen, framkvæmda-
stjóri Rauða kross Danmerkur, það
sem hann kallar „meðvirkni þagn-
arinnar“ og segir að dönsk stjórn-
völd hafi fyrir mörgum mánuðum
fengið upplýsingar um að siðaðar
þjóðir fremdu mannréttindabrot í
þessum löndum.
Paulsen vísar einkum til hegð-
unar bandarískra hermanna í Afg-
anistan, meðferðar á föngum sem
Bandaríkjamenn hafa í haldi í
Guantanamo-flóa á Kúbu, og mis-
þyrmingar bandarískra hermanna á
íröskum föngum í Abu Ghraib-
fangelsinu nálægt Bagdad.
Danir hafa stutt Bandaríkin í
hernaðaraðgerðunum í Írak og nú
eru um 500 danskir hermenn undir
stjórn Breta nálægt Basra í Suður-
Írak. Segir Poulsen að þar sem
Danir hafi staðfest Genfarsáttmál-
ann beri þeim skylda til að sjá til
þess að bandamenn þeirra virði
þann sáttmála.
Hann segir að frá því hryðju-
verkaárásirnar voru gerðar á
Bandaríkin árið 2001 hafi siðferð-
inu hnignað og dregið hafi úr vilja
lýðræðislegra og siðmenntaðra
þjóða að virða grundvallarmann-
réttindi.
„Þessum sáttmálum, sem draga
markalínuna milli siðmenningar og
stjórnleysis, hefur verið kastað og
hnefarétturinn hefur komið í stað-
inn. Þetta hófst í Afganistan þar
sem Bandaríkin sniðgengu [sátt-
málana] með fullu samþykki
danskra stjórnvalda og meirihluta
þingsins og því lauk með kerfis-
bundum misþyrmingum á föngum í
Írak.“
Stjórnvöld sökuð um
„meðvirkni þagnarinnar“
Danski Rauði krossinn segir ríkis-
stjórnina hafa brotið Genfarsáttmála
MANUEL Contreras, stofn-
andi leynilögreglu Augusto
Pinochets, fyrrverandi einræð-
isherra í Chile, var dæmdur í
15 ára fangelsi í annað sinn í
gær fyrir mannréttindabrot.
Contreras var dæmdur fyrir
hvarf blaðakonunnar Díönu
Aaron á tímum einræðis-
stjórnarinnar á árunum 1973
til 1990. Var hún handtekin 18.
nóvember 1974 og flutt í Villa
Grimaldi, sem var ein af pynt-
ingamiðstöðvum DINA, leyni-
lögreglu Contreras.
Contreras sagði í gær, að
dómurinn væri enn eitt dæmið
um hatursfulla hefnd en auk
hans fékk Miguel Kraffnoff,
fyrrverandi herforingi, 15 ára
dóm og þrír menn aðrir 10
ára.
Contreras hefur verið í
stofufangelsi síðan hann var
dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir
ári fyrir mannrán en 2001 var
hann dæmdur í sjö ára fang-
elsi fyrir að hafa skipulagt
morð á Orlando Letelier, fyrr-
verandi utanríkisráðherra
Chile, og bandarískum einka-
ritara hans, Ronni Moffitt,
1976. Var bifreið þeirra
sprengd upp í Washington.
Letelier var utanríkisráðherra
Salvadors Allendes forseta en
hann beið bana í valdaráni
Pinochets.
Lögreglu-
foringi
dæmdur
Santiago. AFP.
FULLTRÚAR Evrópusambands-
ins (ESB) hafa lagt blessun sína
yfir samkomulag sem náðist við
Sviss um ráðstafanir til að hamla
gegn fjármagnsflótta frá ESB-
ríkjum til landa eins og Sviss, þar
sem bankaleynd hefur gert borg-
urum ESB-ríkja kleift að „fela fé“
fyrir skattheimtu í heimalandinu.
Þar með er ekkert lengur því til
fyrirstöðu að samræmdar reglur
um fjármagnstekjuskatt taki gildi í
ESB, en að slíkum reglum hefur
verið unnið í áratug, eða allt frá
því fjármagnsflutningar milli landa
innan ESB (og Evrópska efna-
hagssvæðisins) voru gefnir frjálsir.
Gegn því að gefa eftir í þessu
máli fengu Svisslendingar vilyrði
fyrir því að fá aðild að Schengen-
vegabréfasamstarfinu samkvæmt
skilmálum sem þeim hugnast.
Samkomulagið sem fastafulltrú-
ar ESB-ríkjanna 25 samþykktu er
málamiðlun þar sem einnig er
komið til móts við hagsmuni Lúx-
emborgar, sem á mikið undir því
að hinar nýju reglur ESB verki
sem minnst hamlandi á hina
blómstrandi bankastarfsemi í land-
inu.
Stefnt er að því að nýju regl-
urnar taki gildi um næstu áramót.
Þær munu taka til samræmds fjár-
magnstekjuskatts í ESB-löndun-
um og gagnkvæmrar upplýsinga-
skyldu. Svisslendingar hafa nú,
rétt eins og Austurríkismenn,
Belgar og Lúxemborgarar, sam-
þykkt að innheimta fjármagns-
tekjuskatt af fjármagnstekjum við-
skiptavina banka í þessum löndum
sem eiga lögheimili í öðrum ESB-
löndum, og koma honum til skila, í
samræmi við gömlu regluna um að
„gjalda beri keisaranum það sem
keisarans er“.
Fyrir utan þessi þrjú ESB-lönd
og Sviss hafa öll hin ESB-ríkin
farið þá leið að skattyfirvöld deili
með sér upplýsingum í því skyni
að hindra að borgarar þessara
landa geti falið fé sitt fyrir skatt-
heimtu með því að geyma það í
öðru ESB-landi (eða Sviss). Þessa
leið vildu fyrrnefndu löndin fjögur
ekki gangast undir af ótta við að
hún græfi undan bankaleynd, sem
hefur reynzt þessum löndum öllum
dágóð tekjulind.
ESB sam-
ræmir fjár-
magns-
tekjuskatt
Samkomulag við Sviss
opnar fyrir aðgerðir
gegn skattaflótta
Brussel. AFP.
www.thumalina.is