Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 19
Álftanes | Uppi eru hugmyndir um að færa
út stjórnsýslumörk Bessastaðahrepps, sem
eftir sautjánda júní mun heita Álftanes, til
austurs.
Hreppsnefndarfulltúar Álftanesshreyfing-
arinnar lögðu á síðasta hreppsnefndarfundi
fyrir hreppsnefnd tillögu þar sem lagt var
til að hreppsnefnd óskaði eftir viðræðum við
bæjarstjórn Garðabæjar, um breytingu á
stjórnsýslumörkum sveitarfélaganna. Þann-
ig verði mörkin færð til austurs að aust-
urmörkum lands Selskarðs og dregin þann-
ig frá Gálgahrauni þvert í sjó til
suð-versturs.
Lagt er til að landið verði selt Bessa-
staðahreppi, eða komi í skiptum fyrir lönd
sem Bessastaðahreppur á í Álftnesskógum,
eða með öðrum hætti allt eftir nánara sam-
komulagi aðila.
Þá segir í tillögunni að landfræðilega sé
eðlilegra að hið nýja sveitarfélag Álftanes
hafi stjórnsýslurétt á landi austur fyrir
vatnasvæði Skógtjarnar eins og lagt er til.
Hægt að bæta náttúruvernd
Í greinargerð sem fylgir tillögunni er vís-
að í áform sem uppi eru um stækkun úti-
vistarsvæða á Álftanesi og að hlífa af nátt-
úrulegum ástæðum landi meðfram sjó og
tjörnum, þar sem búsvæði fugla eru þéttust.
Skógtjarnarsvæðið er eitt af þessum fyr-
irhuguðu svæðum.
Í greinargerðinni segir m.a.: „Breytt
stjórnsýslumörk sem færi þetta svæði undir
vald sömu skipulagsyfirvalda auðvelda
skipulag og verndun náttúru svæðisins.
Sveitarfélagið Álftanes mun eins með
þessum hætti eiga möguleika síðar á þróun
vistvænnar byggðar vestan í Garðaholtinu.
Slík byggð gæti tengst núverandi byggð
austan og sunnan við Skógtjörn og fyrirhug-
aðri byggð norðan við Skógtjörn og á
Kirkjubrú, enda væri þessi byggð felld að
grænum útivistarsvæðum næst Skógtjörn
mann sveitarfélagsins að taka saman grein-
argerð um málið fyrir umfjöllun í hrepps-
ráði.
Að sögn Sigurðar Magnússonar, hrepps-
nefndarfulltrúa Álftanesshreyfingarinnar, er
mikilvægt, bæði út frá heildarmynd sveitar-
félagsins og útivistar- og náttúruverndar-
sjónarmiðum að sveitarfélagið hafi fullt
stjórnskipulegt forræði yfir þessu svæði.
„Það er grundvallaratriðið að við náum
austur fyrir vatnasvæði Skógtjarnarinnar
og mýrarinnar sem tengir Skógtjörnina við
Lambhúsatjörn, sem þýðir að við getum
bætt náttúruverndina á þessu svæði,“ segir
Sigurður. „Undanfarin tíu ár er mikið búið
að vera að tala um sameiningu við sveit-
arfélögin í kringum okkur, þar á meðal
Garðabæ, en nú hefur það verið lagt til hlið-
ar og við ætlum að einbeita okkur að því að
verða sterkt og sjálfstætt sveitarfélag.“
Málið er nú í undirbúningi hjá lögfræðingi
og sveitarstjóra og er búist við að það verði
lagt fyrir hreppsráð bráðlega.
og Lambhúsatjörn.“ Tillögu Álftanesshreyf-
ingarinnar var einróma vísað til hreppsráðs
og var sveitarstjóra falið í samráði við lög-
Hugmyndir uppi um útfærslu stjórnsýslumarka Bessastaðahrepps
Mikilvægt að gæta vatnasvæða
Morgunblaðið/Ómar
Líflegt fuglalíf: Á Álftanesi er mikið fuglalíf og verpir þar fjöldi fuglategunda.
:
!
Kópavogur | Snælandsskóli í Kópavogi hlaut á
dögunum Grænfánann, en skólinn er tíundi
skólinn á Íslandi sem hlýtur þessa eftirsóttu
umhverfisviðurkenningu. Það er Landvernd
sem veitir fánann til tveggja ára í senn eftir ná-
kvæma úttekt á starfsemi og rekstri skólans og
árangri á sviði umhverfismála.
Nemendur, kennarar og foreldrar í Snæ-
landsskóla hafa komið á öflugu starfi á sviði
umhverfismála og verðskulda því að mati
Landverndar að hljóta Grænfánann.
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur
virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða
fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Fánann
fá skólar í kjölfar þess að hafa leyst fjölþætt
verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og
annarra starfsmanna skólans um umhverf-
ismál. Verkefnin eru bæði til kennslu og til að
bæta daglegan rekstur skóla. Þau efla þekk-
ingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn
að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar
raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla.
Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar
sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert
í rekstri.
Vaskir skólapiltar gróðursetja hvönn.
Snælandsskóli
fær Grænfána