Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 20
AKUREYRI
20 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
!"" #
$
%
& ' (' )
( *( ) $ *
*
)
+) )
, # -
.
$ /
$ ) *(
0 -
-
$
'
)$ %
)
-
*
&
*
#
&
%
' 11 $
/ )
( $
$ #
$ (. / #-
) (
* --
' 2
# "' ' 0 )$ *
' *
- 1 . ( 113' *
*
#
*
- / #
$
(
4 - 4
5
- #
.
011 - 1 . ( 113
-
6
) -
-
' 2
# "'
%
$
- #
*
)
* ! "
# "$
HEYFENGUR kúabænda í landinu
var um 50% umfram þarfir á liðnu
sumri. Áætlað er að kostnaður, ein-
ungis við að plasta umframbirgðirnar,
nemi um 50 milljónum króna. Bænd-
ur víða um land standa nú frammi fyr-
ir því að farga þessu heyi og er víða
nokkur vandi á höndum.
Þetta er niðurstaða Baldurs Helga
Benjamínssonar nautgriparæktar-
ráðunautar hjá Bændasamtökum Ís-
lands, en hann skoðaði forðagæslu-
skýrslur á 706 kúabúum í landinu, þ.e.
öllum búum þar sem bústofninn var
10 kýr eða fleiri. Mismunur á því
magni sem kúabændurnir heyjuðu í
fyrra og þörfum gripanna nam 57%.
Baldur sagði að gera þyrfti ráð fyr-
ir einhverjum skekkjumörkum í
dæminu, þar sem ekki væri ævinlega
nákvæmlega sama magn af heyi í
hverri rúllu, „en það er ekki óvarlegt
að áætla að á þessum kúabúum sé til
helmingi meira hey en þörf er fyrir,“
sagði hann. Þá benti hann á að á 25
búum hafi ekki verið til nægur hey-
forði, 5% hafi þar að meðaltali vantað
upp á. „En það verður ekki erfitt að
bjarga því, það er nægur heyforði til í
landinu. Sumir eiga margra ára
birgðir.“
Áætlað er að kostnaður við að
plasta hverja rúllu sé á bilinu 200 til
250 krónur. Baldur gerir ráð fyrir að
um 250 þúsund rúllur séu til á þessum
búum umfram þarfir.
Það þýðir að kostnaður við að setja
þessar umframbirgðir af heyi í plast
sé um 50 milljónir króna. Þá er ótalin
vinna, olía, slit á vélum og fleira sem
fylgir.
Baldur nefndi að um síðastliðin
áramót hafi sérstakt úrvinnslugjald
verið lagt á landbúnaðarplast, 25
krónur á kíló og er því ætlað að
standa straum af söfnun þess og til að
koma því til endurvinnslu. „Þessi
skattur er álíka mikill og það fé sem
menn eru að eyða í umframmagn af
heyi. Ef menn heyja í framtíðinni eins
og þeir þurfa, aukast útgjöldin ekki,“
sagði Baldur. Hann nefndi að hey-
fengur hefði verið óvenju mikill síð-
astliðið sumar, enda hefði veturinn
þar á undan verið mildur, en veðurfar
að vetrarlagi hefði meira að segja um
væntanlegan heyfeng en veðrið að
sumrinu.
Baldur sagði menn vera að bregð-
ast við þessu ástandi og til að mynda
hefði áburðarsala verið 20% minni nú
í vor en var í fyrravor. „Menn eru að
bregðast við, þeir bera minna á,
sleppa lélegustu túnunum, menn eru
greinilega að gera eitthvað,“ segir
Baldur. Hann telur að hægt sé að
geyma þær birgðir sem nú eru til í
sumar og næsta vetur, en þá megi bú-
ast við að heyið eyðileggist. Út-
fjólubláir geislar sólar hefðu slæm
áhrif plasthjúpinn utan um heyið, það
missti einangrunargildi sitt og súrefni
kæmist í það. Við það yrði heyið
ónýtt.
Má ekki gera hvað
sem er við rúllurnar
Baldur telur einsýnt að bændur
þurfi að farga gríðarlegu magni af
heyi innan tíðar. Víða við bæi mætti
sjá risavaxnar stæður sem engum
kæmi að gagni. „Það fylgir því mikil
vinna að farga þessu og einnig kostn-
aður. Það má ekki gera hvað sem er
við þessar rúllur,“ segir Baldur. Hann
var kallaður á fund umhverfisnefndar
Eyjafjarðarsveitar nú fyrir skömmu
þar sem fjallað var um hvernig farga
mætti rúllunum með sæmilega skyn-
samlegum hætti. Nefndi Baldur að til
greina kæmi að koma þeim fyrir í
malarnámum, þar sem ekki er hætta
á að þær mengi grunnvatn.
„Það verður að finna leið til að
koma þessum rúllum fyrir, almenn-
ingi þykja þessar stæður mikil lýti,
þetta stingur í augu. Þegar þessar
rúllur eru orðnar gamlar fer plastið
að trosna og það fýkur á næstu girð-
ingar og veldur sóðaskap.“
Baldur segir að vissulega þurfi að
slá túnin, þó svo ekki séu not fyrir
heyið. Menn gætu velt því fyrir sér
hvort heppilegt væri að slá og nýta
grasið strax til uppgræðslu í nágrenni
við sig.
Kúabændur heyjuðu um helmingi meira í fyrra en þeir höfðu not fyrir
Morgunblaðið/Sverrir
Bændur víða um land standa nú frammi fyrir því að þurfa að farga tölu-
verðu magni af heyi vegna mikillar umframframleiðslu.
Kostnaður við
að plasta um 50
milljónir króna
Víða vandkvæði við að
farga umframbirgðum
ÞRÍTUGASTA starfsári Myndlista-
skólans á Akureyri lýkur með stórri
sýningu á verkum nemenda í hús-
næði skólans að Kaupvangsstræti 16
á morgun, fimmtudag, 20. maí kl. 14.
Sýningin verður opið daglega kl.
14–18 og lýkur sunnudaginn 23. maí.
Þar gefur að líta sýnishorn af því
helsta sem nemendur hafa verið að
fást við í myndlist og hönnun á þessu
skólaári.
Fornámsdeild skólans er 39 ein-
inga nám sem skipulagt er með hlið-
sjón af aðalnámskrá framhaldsskóla
og í því felst listrænn og tæknilegur
undirbúningur fyrir framhaldsnám á
sviði myndlistar og hönnunar. Á sýn-
ingunni er greinargott yfirlit þeirrar
vinnu sem nemendur í fornámsdeild
hafa fengist við á skólaárinu. Að
þessu sinni útskrifast 14 nemendur
úr fornámsdeild.
Í sérnámsdeildum skólans er
fengist við frjálsa myndlist annars
vegar og hönnun hins vegar. Nám í
fagurlistadeild er fjölþætt, þriggja
ára sérhæft nám sem veitir starfs-
menntun í frjálsri myndlist.
Í listhönnunardeild er lögð
áhersla á tækniþekkingu og frum-
lega framsetningu hugmynda.
Nemendur útskrifast að loknu
þriggja ára námi í sérnámsdeildum
með því að vinna lokaverkefni innan
sérgreinarinnar og skrifa rannsókn-
arritgerð. Að þessu sinni útskrifast
níu einstaklingar og eru útskriftar-
verk þeirra sérstaklega kynnt á sýn-
ingunni.
Auk þess verða sýnd verk eftir
börn sem hafa stundað nám í barna-
listadeild skólans um lengri eða
skemmri tíma.
Vorsýning
um helgina
Vorleysingar | Halldóra Helga-
dóttir myndlistarmaður opnar sýn-
ingu á veitingahúsinu Friðrik V á
Akureyri, á morgun, fimmtudaginn
20. maí klukkan 14.
Á sýningunni sem Halldóra nefnir
„Vorleysingar“ eru 18 olíumálverk
sem unnin hafa verið á síðustu mán-
uðum.
Halldóra hefur unnið að myndlist
undanfarin ár og hefur tekið þátt í
mörgum sýningum bæði hér heima
og erlendis. Allir eru velkomnir á
opnunina.
LOKAHÁTÍÐ Mentorverkefnisins
Vináttu fór fram á útivistarsvæði
skáta við Hamra á dögunum og var
glatt á hjalla svo sem við var að bú-
ast. Verkefnið hófst síðastliðið haust
á Akureyri og er þetta í fyrsta sinn
sem efnt er til þess norðan heiða.
Um er að ræða samstarfsverkefni
Velferðarsjóðs barna á Íslandi, Há-
skóla Íslands, Kennaraháskóla Ís-
lands og grunnskóla á nokkrum
stöðum. Í því taka þátt háskólanem-
ar sem verja þremur klukkustund-
um á viku yfir skólaárið í samveru
með grunnskólabarni á aldrinum 7
til 10 ára. Markmiðið er háskóla-
stúdentarnir veiti hinum yngri
stuðning og hvatningu en áhersla er
lögð á gagnkvæman ávinning og
hagsmuni samfélagins í heild af því
að börn og ungmenni kynnist og
læri af aðstæðum hvert annars. Á
Akureyri voru það nemar við kenn-
aradeild Háskólans á Akureyri og
nemendur í Lundarskóla sem tóku
þátt, alls 32 einstaklingar eða 16
pör.
Vinir: Á lokahátíðinni gátu þátttakendur brugðið sér um borð í báta sem eru til taks á útivistarsvæðinu við Hamra.
Vinir: Alls tóku 32 þátt í Mentorverkefninu, nemar við Háskólann á Ak-
ureyri og Lundarskóla á Akureyri og tókst með þeim góð vinátta.
Líf og fjör á lokahátíð
KEA styrkir afreksmenn |
Kaupfélag Eyfirðinga úthlutaði á
dögunum alls 12 styrkjum til ung-
menna, að upphæð 1,9 milljónir
króna en félaginu bárust 17 um-
sóknir um styrki í flokki sem
kenndur er við unga afreksmenn.
Þeir sem hlutu styrk voru hand-
knattleiksmennirnir Arnór Atlason
og Árni Björn Þórarinsson, Halldór
B. Halldórsson skákmaður og þá
hlutu fjórir piltar, þeir Ásgeir Alex-
andersson, Finnur Dellsén, Sig-
urður Ægir Jónsson og Haukur
Sigurðsson styrki vegna þátttöku á
Ólympíuleikunum í eðlisfræði.
Áfrýja dómi | Bæjarráð Akureyr-
ar hefur samþykkt að áfrýja til
Hæstaréttar dómi sem kveðinn var
upp í Héraðsdómi Norðurlands
eystra nýlega í máli deildarstjóra
hjá fjölskyldudeild bæjarins. Bær-
inn var dæmdur til að greiða henni
3,7 milljónir króna vegna brota á
jafnréttislögum.
Oktavía Jóhannesdóttir, Sam-
fylkingu, bókaði á fundinum að hún
teldi skynsamlegast og þjóna best
hagsmunum Akureyrarbæjar að
una dómi Héraðsdóms í málinu.
Valgerður H. Bjarnadóttir, Vinstri
grænum, vék af fundi við umræður
og afgreiðslu málsins. Hákon Stef-
ánsson hdl., sem fór með málið fyr-
ir Akureyrarbæ, og Katrín Björg
Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi
tóku þátt í umræðum á fundi bæj-
arráðs.
Þessir sjö piltar hlutu 200 þúsund
krónur í styrk frá KEA. Þá hlutu
fimm ungmenni 100 þúsund króna
styrk, en þau eru Andrea Ösp
Karlsdóttir, sundkona, Arnór
Bjarnason, íshokkí, Guðmundur
Ómarsson, skotmaður, Ómar Smári
Skúlason, íshokkí og Stefán Guðna-
son handboltamaður.