Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 25 E ins og ég hermdi af í Færeyjapistli í janúar kom á síð- astliðnu hausti út mikil og vegleg listaverkabók um færeyska mál- arann, glerlistarmanninn og mynd- höggvarann Trónd Patursson. Bókin var uppseld er mig bar að í Þórshöfn í desember en Borgný, spúsa hans, lumaði á eintökum sem hún gaf okkur Zakaríasi Heinesen er við heimsótt- um hana að Kirkjubæ daginn eftir listamannafullið á grafíkverkstæðinu í Listaskálanum, listamaðurinn sjálfur í Kaupmannahöfn. Skylt að kvitta fyr- ir góða gjöf og skemmtilega dagstund þótt seint sé, ætlunin var að skrifið kæmi á svipuðum tíma og önnur út- gáfa bókarinnar sem var væntanleg einhvern tímann í febrúar. Hvað sem öðru líður getur ekki verið ýkja langt síðan hún kom í bókabúðirnar, stór og djúpblá eins og hafið, í bland ljósblá líkt og heiður himinninn. Tróndur Patursson er helst þekkt- ur fyrir sínar stóru bláu myndir, gler- kristalla og innsetningar, nafnkennd- ust mun ótvírætt gámainnsetningin við pakkhúsbryggjuna í Kaupmanna- höfn á menningarborgarári 1996 „Kosmískt rými, eða alheims- rými“. Trónaði efst uppi á einni samstæðunni og að ganga inn í gáminn horfa þar næst fyrir fætur sér var eins og að sjá langt langt niður í mararheim. Umfram allt líkast sem innsetningin kristallaði færeyskt haf- dýpi, um leið víðátturnar niður yfir og allt um kring. Ytra útlit listamannsins einnig sem fari þar öllu frekar af- kvæmi úthafsins, brims stórsjóa og sjávarseltu en mannheims, hvikur og órólegur, engin lognmolla í fasi hans frekar en veðráttunni í heimahög- unum. Hrár og úfinn og minnir allt í senn á Kjarval, Jóhann Eyfells og Veturliða Gunnarsson, einnig fyrir umbúðalaus og skorpukennd vinnu- brögð. Viðföng hans jafnfæreysk og Jeffs Koons amerísk, en á öfugum for- sendum, þannig þjóðleg og alþjóðleg í senn. Þrátt fyrir að blámi hafs og hauðar fylgi allri myndsköpuninni meira og minna hefur hann skilað svo fjölþættu dagsverki í listinni, komið svo víða við, að trúlega finnst engin hliðstæða í færeyskri myndlist. Fyrir utan að mála á tvívíðan flöt, sem iðulega er bæði upphleyptur og hrár ásamt því að vinna í þrívídd, hef- ur listamaðurinn unnið mikið í gler, einkum í sambandi við ýmis verkefni á opinberum vettvengi eins og guðshús, einnig sem hluta af innsetningum sín- um, leggur þá meiri áherslu á kraft- birting sjálfs litarins en trúarleg minni, nefnir sköpunarferlið nátt- úrulýsingar; að höndla birtingarmynd hins ósýnilega, gera hið ósýnilega sýnilegt. Tróndur hefur einnig fengið viðamikil verkefni í Danmörku og þannig útfærði hann stórt glerverk í fimm hlutum í forhöll nýbyggingar aðalseturs Sparisjóðs Jótlands í Randers, 2002, sem einnig sést utan frá og vakið hefur athygli fyrir í senn djúpa og glóandi liti. Þá hefur hann útfært glerfuglasamstæðu fyrir barnadeild Ríkisspítalans í Kaup- mannahöfn og flughöfnina í Kastrup og kannski muna einhverjir eftir vind- hörpunni sem sett var upp á hafn- arbakkanum í Reykjavík í tilefni Vindahátíðarinnar 2001. Raunar hef- ur hann komið enn frekar við sögu hér og má nefna að hann útfærði málverk fyrir Alþingi árið 2000 og sýndi í Hafnarborg við góðar undirtektir á sl. hausti. Athafna listamannsins sér auðvitað mun víðar stað en upptalningin yrði of löng í þessum stutta pistli, einungis ber að vísa til þess að hann er hér ekki einhamur og hagnýtir sér vel tæki- færi til útrásar listsköpunar sinnar, þótt ennþá sé það helst í Danmörku. Vekur yfirferð hans óneitanlega til umhugsunar meður því að harðlokað var fyrir öll slík tækifæri til útrásar ís- lenzkrar listar við lýðveldisstofnunina og ekki hugsað hið minnsta um að bæta listamönnunum það upp og get- ur hver og einn ímyndað sér hve ör- lagarík álög það hafa verið á þeim, en ekki til umræðu hér. Til umræðu er hins vegar bókin um Trónd Patursson, og ber á upphafs- reit að nefna að listamaðurinn er fæddur 1944, litlu korteri á eftir Páli tvíburabróður sínum. Sonur Jóhann- esar Paturssonar kóngsbónda að Kirkjubæ á Straumey og Malan konu hans (fædd Hansen). Naut almenns barnalærdóms frá sjö til fjórtán ára aldurs, sem aðallega var í höndum farandkennara sem bar að garði tvisv- ar í viku. Veturinn 1958–59 var Tróndur með fyrstu nemendum í ný- stofnuðum listaskóla í Þórshöfn, sem Ingálvur av Reyni, Janus Kamban og og Jack Kampmann stóðu að, naut þar aðallega leiðsagnar Ingálvs av Reyni. Fimmtán ára er hann kominn á sjóinn og siglir næstu þrjú árin víða með ýmsum flutningaskipum, þar- næstu tvö er hann á togurum m.a. við Grænland og Nýfundnaland. Frumraun á sýningavettvangi 1964, fyrst á samsýningu Listafélags Færeyja en síðan á sýningunni Fær- eyjar í brennidepli í Nicolai-kirkju í Kaupmannahöfn. Veturinn 1965–66 er hann í teikniskóla Hans Christians Høyers í Glyptotekinu, en heldur svo heim og tekur tímabundið við búsfor- ráðum á Kirkjubæ í veikindum föð- urins og fjarveru Páls bróður síns, sem var í landbúnaðarskóla í Noregi. Bróðirinn þurfti að vinna á búgarði nokkra mánuði eftir skólavistina og lagði til að Tróndur kæmi í sinn stað er hann sjálfur sneri heim og tæki al- farið við búsforráðum. Í Noregi kynn- ist Tróndur myndhöggvara nokkrum sem hvetur hann til að halda áfram á listabrautinni, og er um tíma aðstoð- armaður hans. Þar næst liggur leiðin til Voss í nágrenni Bergen og listiðn- aðarskólann á staðnum, nemur eink- um listsmíði. Hlaut inngöngu í Rík- islistakademíuna í Osló 1969 og nam þar næstu fjögur árin, prófessorar hans voru málararnir Reidar Aulie og Halfdan Ljøsne (skólabróðir skrifara hjá prófessor Jean Heiberg veturinn 1952–53). Strax 1972, ári áður en Tróndur yfirgefur listakademíuna gerist hann mikilvirkur á sýningavett- vangi og hefur verið það síðan, vinnu- þjarkur og hamhleypa til verka, sést þar ekki fyrir. Til að víkka sjónhring- inn heldur hann ásamt nokkrum fé- lögum sínum á akademíunni í mikla sjóferð á gamalli seglskútu, sem var sérstaklega innréttuð fyrir förina sem hófst í Færeyjum. Haldið var til Nor- egs, Skotlands, Írlands, Biskayflóa, Norður-Spánar, Gíbraltar, Suður- Spánar, Marokkó, Túnis, Möltu, Sikil- eyjar, Grikklands, Tyrklands, Ítalíu, Korsíku, Sardiníu, Mallorka, svo aftur til Suður-Spánar þar sem þeir urðu að skilja fleytuna eftir. Hvarvetna voru söfn, hof og hörgar heimsóttir og tók ferðalagið á annað ár! Þá er komið að sjálfri bókinnisem er hin veglegasta, höf-undur hennar er mag.art. ílistasögu frá háskólanum í Árósum, starfsmaður við listasafnið í Randers 1985 og forstöðumaður frá 1989. Er höfundur ritgerða og bóka um eldri og nýrri danska og erlenda list, frá Francisku Clausen, yfir Ingálv av Reyni, til Pierre Manzoni. Bókin er í stóru broti 30 x 25 cm og er 258 síður, prýdd miklum fjölda lit- mynda sem gefa góða hugmynd um þróunarferil listamannsins frá fyrstu tíð og áhrifavalda hans. Prentuð á mjög góðan pappír, uppsetning og hönnun prýðileg og bókband óaðfinn- anlegt, er bæði á færeysku og dönsku, textar hlið við hlið, þó á mjög sveigj- anlegan hátt, útgefandi bókaforlag listasafnsins í Randers. Samanburð- arfræði hér mjög lærdómsrík, tvö norræn mál sem hafa þróast sitt á hvorn veginn en færeyska mun nær íslenzku. Þetta er ein af þessum skil- virku listaverkabókum sem Danir gefa út og innibera fróðleik til margra átta, þótt leiðarminnið út og í gegn sé að sjálfsögðu listamaðurinn sjálfur hverju sinni, í þessu tilviki Tróndur Patursson. Segir frá uppvextinum, grindadrápi, ferðalaginu á seglskút- unni og svo áfram af listferlinum fram á daginn í dag, nær þó ekki svo langt sem til sýningarinnar í Hafnarborg, en hún mun hafa verið haldin eftir að bókin var frágengin og tilbúin til prentunar. Útgáfan í heild nokkur lærdómur fyrir okkur Íslendinga sem höfum annars vegar að stórum hluta til lagt áherslu á fræðilegu hliðina, hins vegar fjölskyldusögu, bókmenntalegt inntak og ættfræði. Þótt allt sé það góðra gjalda vert höfum við ennþá ekki hitt á rétta tóninn. Engan veginn sé tekið mið af furðulega dræmri sölu ís- lenzkra listaverkabóka, hér lag að gera samanburð. Í stuttu máli fróðleg og læsileg listaverkabók sem dýpkar skilninginn á færeyskri list og óhætt er að mæla með. Bládjúp og kristallar Glermálverk í sköpun; einbeitni og orkuflæði. SJÓN- SPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.