Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 27 Þ að er búið að hengja upp megnið af mynd- um Francescos Clementes þegar blaðamaður kem- ur á Kjarvals- staði, ein sextíu verk. Clemente situr flötum bein- um á gólfinu, sköllóttur með hvítt sítt skegg. Útlitið á vel við þegar slíkur meistari í málaralist síðustu áratuga á í hlut. Seinna kemur í ljós að hann er með bleikan eyrna- lokk í báðum eyrum. Francesco Clemente er þekktur sem einn af upphafsmönnum end- urreisnar málverksins, sem kom fram á níunda áratugnum. Hann hóf feril sinn sem hugmyndalista- maður á Ítalíu og hélt sína fyrstu einkasýningu í Róm árið 1971. Í lok áttunda áratugarins fór hann að mála og hlotnaðist þá fljótt al- þjóðleg viðurkenning. Verk hans voru sýnd á helstu samsýningum þess tíma, svo sem Feneyjatvíær- ingnum árið 1980 og Documenta 7 í Kassel og Zeitgeist í Berlín árið 1982. Clemente ferðaðist til Indlands í fyrsta skipti árið 1973 og hefur síðan dvalist þar löngum stundum, en hann á jafnframt aðsetur í New York og á Ítalíu. Ferðalög vítt og breitt um heiminn hafa verið stór hluti af tilveru hans. Verk síðustu fjögurra ára Hann er ljúfur í viðkynningu og yfirvegaður. Segir dagsbirtuna í salnum á Kjarvalsstöðum henta myndum sínum vel. Svo þetta eru ný verk? „Já, verkin á sýningunni hér eru unnin á árunum 2000–2004, ný verk þýðir sem sagt á síðustu fjór- um árum. Árið 1999 var stór yf- irlitssýning á verkum mínum í Guggenheim-safninu í New York. Öll þessi verk eru gerð eftir þá sýningu.“ Eru þau öðruvísi en þau sem sýnd voru þar? „Nei, það sem ég geri er í sí- felldri þróun, einskonar vefnaður frumatriða sem koma fyrir og hverfa út gegnum tíðina. Það er áframhald og líka niðurbrot, hlé milli eins atriðis og þess næsta í verkunum.“ Og þú málar, augljóslega? „Ég mála.“ Hann hlær. „En ég nota margar ólíkar aðferðir. Á þessari sýningu eru málverk, akvarellur og pastelmyndir.“ En þú byrjaðir ekki sem mál- ari? „Fyrstu verk mín voru teikn- ingar og ljósmyndir og áttu rætur í hugmyndalistinni. Á síðustu ár- um áttunda áratugarins fór að bera meira á málverkum hjá mér. Þau fyrstu voru sjálfsmyndir.“ Ertu sjálfur ennþá efniviður í málverkunum? „Nei, á þessari sýningu, eins og þú sérð, hefur líkaminn yfirgefið staðinn, en það er augljóst að það var líkami þar. Hann hefur bara yfirgefið svæðið um stund.“ Þú ert innblásinn af mörgum mismunandi hlutum? „Mismunandi stöðum. Ég hef tileinkað mér einskonar flökku- nálgun að vinnu minni (nomadic), ég ferðast ekki bara um mismun- andi aðferðir í listsköpun, heldur einnig til ólíkra staða. Stærstur hluti verka minna er gerður ein- hvers staðar milli New York og Suður-Indlands. Og sumt er gert í Evrópu.“ En þú ert fæddur á Ítalíu? „Ég ólst upp í Napólí, já.“ Kemur heimaland þitt fram í verkum þínum? „Já, líklega á þann hátt að mér finnst ekki að málverk geti verið of fágað.“ Finnst þér málverkið ennþá eiga erindi í listsköpun? „Ég held að það sé ekki höf- uðmálið. Málið er að myndlist- armaðurinn hafi ákveðinn þanka- gang. Aðferðin er einugis það sem hver og einn hefur tök á. Það vill líka svo til að mér leiðist fyrir framan sjónvarp, ég vil frekar sitja fyrir framan hlut.“ En margir hafna málverki ein- faldlega á þeirri forsendu að það sé málverk. „Þegar maður eldist áttar mað- ur sig á hve gott það er að eldast með einhverju sem maður hefur ekki fullkomin tök á. Einhverju sem kemur manni alltaf á óvart.“ Áttu þá við strigann eða papp- írinn í þessu samhengi? „Já, ef þú tekst á við það kemur alltaf að því á einhverjum punkti að þú þurfir að gefa upp stjórnina. Og það eru mikil forrétttindi.“ Ólíkir miðlar á ólíkum stöðum Þú notast við margskonar tækni, olíu, vatnsliti og pastelliti? „Ja, það kemur af sjálfu sér þar sem ég ferðast svo mikið. Það er til dæmis auðveldara að ferðast með vatnsliti. Þegar ég vinn í stúdíóinu mínu í New York vinn ég málverkin.“ Svo þú málar á ferðalögum þín- um? „Já, freskurnar mínar eru gerð- ar á Ítalíu og vatnslitamyndirnar eru gerðar á heitu og röku svæði. Hvaða aðferð ég vel hefur líka mikið að gera með veðurfar á hverjum stað. Það er auðveldara að vinna vatnsliti á heitum og rök- um stöðum, því þá hef ég meiri tíma en ella. Freskurnar eru gerð- ar á Ítalíu vegna loftslagsins og ljóssins þar, sem hentar vel. Olíu- myndirnar eru gerðar í New York, ekki síst vegna tengsla þeirrar borgar við málarahefðina, sem hefur alltaf verið svo rík þar.“ En hvert ferðu héðan? „Ég er á leið aftur til New York, en svo fer ég aftur til Ind- lands, þar sem ég var líka allan febrúar og mars.“ Hvað er það við Indland sem heillaði þig svo mjög í upphafi? „Það er sú innhverfa lífssýn sem ríkir þar. Sem er sama sýn og ég hef á að skapa myndlist. Ég hef ekki svo mikinn áhuga á hlutunum útávið, fremur hvernig ég geti hlaðið inn í verk mín. Á vissan hátt er það öfugt við það sem okk- ur er kennt, að útiloka svo margt frá reynslu okkar og orðaforða. Ég reyni að vinna svolítið gegn þeirri þróun.“ Indland og New York hljóta að vera ólíkir staðir? „Já, ef New York hefur gler- veggi alls staðar er allt beint framan í þér á Indlandi.“ Hann hlær. Og þú vilt gjarnan blanda þess- um ólíku heimum? „Já, vegna þess að við erum öll annaðhvort túristar eða flótta- menn – við erum öll landflótta. Ég get rétt eins gert tækni úr því, þessari tilfinningu að „tilheyra“ hvergi.“ Hefur þú ákveðið að gera eitt- hvað sérstakt á meðan þú ert staddur á Íslandi? „Ég vil ganga á landinu. Og ég vakti alla nóttina um daginn.“ Var það vegna birtunnar? „Það var góður félagsskapur og góð birta.“ Sýning Francescos Clementes, Ný verk, verður opnuð á Kjarvals- stöðum á morgun kl. 15. Hún verður opin til 22. ágúst. Morgunblaðið/Þorkell „Þegar maður eldist áttar maður sig á hve gott það er að eldast með einhverju sem maður hefur ekki fullkomin tök á. Einhverju sem kemur manni alltaf á óvart,“ segir Francesco Clemente um aðferð sína í myndlist – málaralistina. ingamaria@mbl.is Ég mála Francesco Clemente er einn virt- asti myndlistarmaður sinnar kyn- slóðar. Ný verk úr fórum hans koma fyrir augu Íslendinga á morgun, þegar sýningin Ný verk verður opnuð á Kjarvalsstöðum. Inga María Leifsdóttir gekk einn hring um salinn í hans fylgd. FRANSKA dagblaðið, L’actulité Juive, lýkur lofsorði á Ferðir Guð- ríðar sem sýnt var nýverið í l’Akt- éon leikhúsinu í París, í gagnrýni sem birtist í blaðinu nýlega. Brynja Benediktsdóttir er höfundur verks- ins og leikstjóri. Með hlutverk Guð- ríðar fer Solveig Simha, ung leik- kona sem er íslensk í aðra ættina og ólst upp í Frakklandi. „Sagan, sem á erindi við alla, heillar unga sem gamla með fram- úrskarandi túlkun og heillandi og óvæntri upprifjun á lífi þjóðar sem er horfin á braut, víkinganna,“ segir gagnrýnandi blaðsins. Leikritið fjallar um ævintýralegt líf Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem var fyrsti Evrópubúinn sem ól barn í hinum nýja heimi – Bandaríkj- unum. Gagnrýnandi l’Actualité Juive segir að líf Guðríðar komi á óvart, sem og hversu nútímalegar aðstæður hún bjó við. Hún taki sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt, taki virkan þátt í samfélaginu og landkönnunum á hafi úti. Gagnrýnandinn segir túlkun Sol- veigar Simha „blindandi af fersk- leika“ og nýbreytni. Hún túlki margbreytilega konu þannig að áhorfandinn upplifi á sama tíma margar persónur, margar aðstæður og ólík skapbrigði. Hlé gert á sýningum í Skemmtihúsi Leiksýningin sem var frumsýnd í París 8. febrúar 2003 hefur verið á fjölunum víða í París og nágrenni í rúmt ár og gengið vel. Á frönsku heitir hún „La Saga de Gudridur“ og undir því nafni var hún frum- sýnd í Skemmtihúsinu í ágúst í fyrra í lengri gerð. Í sömu vikunni í ágúst var verkið leikið í Skemmti- húsi á ensku, frönsku og þýsku en jafnframt í Króatíu í útileikhúsum þar. Leikkonurnar í þessum sýn- ingum auk Solveigar Simha voru Þórunn E. Clausen og Valdís Arn- ardóttir. Í sumar verður gert hlé á sýn- ingum í Skemmtihúsi vegna anna leikstjóra og höfundar, Brynju Benediktsdóttur, en auk annars er hún að undirbúa sýningar á verkinu í Þýskalandi 2005 og útgáfu leikrit- anna um Guðríði á bók á 5 tungu- málum. Einnig eru í undirbúningi sýningar á „frönsku“ Guðríði í haust á Íslandsviku, en þar verður hún ekki beinn þáttakandi í hátíð- arhöldunum, heldur eins konar jað- arsýning, að sögn Brynju Bene- diktsdóttur. Ferðir Guðríðar í Frakklandi „Blindandi af ferskleika“ Ljósmynd/Alexandre Chevallier Leikkonan Solveig Simha í hlut- verki sínu í Ferðum Guðríðar, frönsku útgáfu sýningarinnar. VOR í Árborg nefnist fimm daga lista- og menningarhátíð sem hefst í dag og lýkur á sunnudag. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin, sú fyrsta á síðasta ári. Hátíðin hefst með skrúðgöngu við Sigtúnsgarðinn, sem börn á öllum aldri hafa að undanförnu verið að undirbúa. Jórukórinn syngur á túninu við Hótel Selfoss og keppt verður í Jórustökki. Fjöldi tónleika verður í boði, m.a. hátíðartónleikar Karlakórs Selfoss, Dixielandsveifla sýslumanna, Djass- kvintett Guðlaugar Ólafsdóttur, gít- artónleikar og kirkjutónleikar þar sem norskur gestakór kemur og syngur með kirkjukór Selfosskirkju. Þá stíga unglingahljómsveitir á svið á Sigtúnsplaninu síðdegis á laugardeg- inum og Stuðmenn og hljómsveitin OFL leika á útitónleikum um kvöldið fyrir alla fjölskylduna. Einnig verður harmonikudansleikur í Hótelinu. Leiksýningar verða bæði fyrir börn og fullorðna og kór Vallaskóla flytur Dimmalimm. Nýtt safn, Veiðisafnið, hefur verið opnað á Stokkseyri, en þar gefst fólki kostur á að skoða uppstoppuð villidýr frá ýmsum heimsálfum og margt ann- að sem tengist skotveiðum. Drauga- safnið, Húsið, Sjóminjasafnið, Hér- aðsskjalasafnið, Fornbílasetrið og Þuríðarbúð verða opin auk þess sem Tónminjasetrið á Stokkseyri verður opið í tilefni hátíðarinnar. Á sunnudag verður afhjúpun minnisvarða um gömlu Rafstöðina á Eyrarbakka við hátíðlega athöfn. Alla dagana verður ganga undir leiðsögn sérfróðra. Nokkrir einstaklingar á Eyrar- bakka opna hús sín og leyfa gestum og gangandi að líta inn. Einnig verður leiðsögn um Tryggvaskála þar sem Skálavinafélagið stendur nú fyrir gagngerum endurbótum. Þá gefst mönnum kostur á að skoða nýtt Þjón- ustuhús Byggðasafns Árnesinga og kynna sér starfsemina. Þá verður fjöldi listsýninga í boði, myndlist, ljósmyndir, handverkssýn- ingar og gjörningar. Meðal þeirra sýning Elfars Guðna, Hannes Lárus- son sýnir verk í búðarglugga, Svandís Egilsdóttir sýnir olíuverk, Ólafur Th. Ólafsson sýnir vatnslitamyndir og einnig Sigurlín Grímsdóttir. Sjöfn Har býður gestum að líta í vinnustofu sína og gallerí Elínborgar Kjartans- dóttur á Stokkseyri verður opið. Fjölbreytt dag- skrá á fimm daga listahátíð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.