Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 29 BEÐIÐ er eftir því með mikilli óþreyju að framkvæmdir hefjist við nýbyggingu Sjúkrahúss Suður- lands svo tímasetja megi það hve- nær starfsemi hjúkrunardeildar sjúkrahússins komist í nýtt og betra hús- næði. Framkvæmdanefnd um opinberar bygg- ingar gaf í vetur grænt ljós á að fram- kvæmdir yrðu boðnar út vegna viðbyggingar við Sjúkrahús Suður- lands á Selfossi. Þessi viðbygging mun meðal annars hýsa starfsemi heilsugæslustöðvar og hjúkrunardeildar sem nú er starfrækt í Ljósheimum, gömlu húsi við Aust- urveg á Selfossi. Þó svo hin nýja viðbygging muni ekki gera annað en halda í horfinu gagnvart þeirri miklu þörf sem fyrir hendi er á hjúkrunarrými þá var ákvörðun framkvæmdanefndarinnar fagnað og litið á hana sem skref í upp- byggingu þessa málaflokks á Suð- urlandi. Talið var að málið væri í höfn og framkvæmdir væru innan seilingar en svo er greinilega ekki því það hefur dregist mánuðum saman að framkvæmdir væru boðnar út. Þolinmæði fólks er á þrotum vegna þessa seinagangs. Heilbrigðisráðuneytið krefur sveitarfélög á Suðurlandi um greiðslu 15% af framkvæmdakostn- aði vegna 26 rúma hjúkrunardeild- ar sem verður á annarri hæð hinn- ar nýju viðbyggingar. Sveitarfélögin hafa mótmælt þessu og lögmaður þeirra telur að laga- breyting í mars- apríl 2003 hafi tekið af tví- mæli um að sveit- arfélögin ættu ekki að taka 15% þátt í stofn- kostnaði sjúkrahúsa. Bent er á að hjúkr- unardeildin Ljós- heimar sem flytjast mun í nýju viðbygg- inguna, er ekki sjálf- stætt hjúkrunarheim- ili heldur hluti af sjúkrasviði Sjúkra- húss Suðurlands. Hvað sem því líður er nauðsynlegt að finna lausn á fjár- málahluta viðbyggingarinnar og það er hlutverk ráðherra að taka þar af skarið af myndarskap fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Á hjúkrunardeildinni á Ljós- heimum er unnið mikið og gott starf við umönnun og hjúkrun aldr- aðra. Mikil hlýja, virðing og reisn fylgir því starfi sem þar er unnið við erfiðar aðstæður. Vinafélag heimilisfólks Ljósheima leggur starfseminni lið en félagið hefur fengið myndarlegar gjafir til starf- semi sinnar sem miðar að eflingu tómstundavinnu og afþreyingu heimilisfólks en í aðhaldsaðgerðum í kjölfar fjárlaga Alþingis var sú starfsemi skorin niður. Þá hafa Ljósheimar notið mikillar velvildar íbúa á Suðurlandi en það var fyrir forgöngu kvenfélaganna að þessi deild tók til starfa. Á hverjum degi berast stjórn- endum hjúkrunardeildarinnar ósk- ir um innlagnir frá fólki sem komið er í brýna þörf fyrir dvöl á deild- inni. Það er því nauðsynlegt að heilbrigðisráðuneytið bregðist við hinni miklu þörf með því að móta markvissa stefnu í hjúkrunarmál- um aldraðra á Suðurlandi svo lausnir séu í sjónmáli. Fyrsta skrefið í þeirri aðgerðaráætlun get- ur verið að koma nýbyggingunni af stað og ná tiltrú íbúanna. Hér er á ferðinni málaflokkur sem kostar fé. Því er nauðsynlegt að samhliða stefnumótun í mála- flokknum fari fram heildarend- urskoðun á ráðstöfun fjármagns úr ríkissjóði en auðvelt er fyrir stjórn- völd að færa til fjármuni. Það er beðið eftir nýbygging- unni við Sjúkrahús Suðurlands Sigurður Jónsson skrifar um sjúkrahúsmál á Suðurlandi ’Á hjúkrunardeildinni áLjósheimum er unnið mikið og gott starf við umönnun og hjúkrun aldraðra.‘ Sigurður Jónsson Höfundur býr á Selfossi og er formaður Vinafélags heimilisfólks á Ljósheimum. SÁ sem hér heldur á penna átti þess kost fyrir skemmstu að sjá myndina Píslarsögu Krists, eftir ástralska leikstjórann Mel Gibson. Mynd þessi hefur sem kunnugt er vakið mikla athygli víða um heim, síðan sýningar hennar hófust nú síðla vetrar, og slegið flest aðsókn- armet, m.a. í Banda- ríkjunum. Myndin, sem fjallar um síðasta sólarhring- inn í lífi Jesú Krists, lýsir píslargöngu hans og þjáningu sterkum dráttum, svo fátt er þar undanskilið. Gegndarlaust ofbeldið og mannvonskan er þar sýnileg í allri sinni mynd, húðstrýking Krists í nærmynd, þar sem hvert svipuhögg er tíundað og talið á latínu, en í myndinni er töluð arameíska og latína. Raunar finnst mér það gefa myndinni aukið gildi, að hún skuli vera flutt á því máli, sem talið er, að Kristur hafi sjálfur talað. Þrátt fyrir hið hrikalega og lang- dregna ofbeldi í myndinni, sem vissulega gengur öllu venjulegu fólki nær hjarta, þá vekur það at- hygli, hve myndin er trú gagnvart frásögnum guðspjallanna og virðist fylgja þeim í öllum meginatriðum. Það finnst mér sýna að Gibson er að reyna að gera trúverðuga mynd um síðustu stundirnar í lífi Krists hér á jörð, sem vissulega er ekki auðvelt verkefni. Myndin er laus við alla væmni og glansásýnd sem svo oft gætir í bandarískum kvikmynd- um. Þessi mynd er ekki gerð með umbúðir í huga heldur innihald og er þó ekkert til sparað með ytri búnað hennar. Að því leyti finnst mér hún trúverðug. Gibson er trúr sínu viðfangsefni. Sjálfur er hann yfirlýstur kaþólikki og ber myndin það með sér. Það eru auðsýnilegar sterkar tilfinningar á bak við þetta verk. Og tæplega mun hægt að gera slíka mynd trúverðuglega án þess að eiga í sér lifandi trú á hinn krossfesta og upprisna Drottin og láta anda hans leiða sig. Gibson hef- ur verið sakaður um að ala á gyð- ingahatri í myndinni. Það virðist mér ekki eiga við rök að styðjast. Miskunnarleysi og ofsi gyðinganna, presta, öldunga og fræðimanna, kemur berlega í ljós í myndinni og hvernig þeir æsa upp lýðinn og krefjast blóðs Krists. Vissulega verður ekki horft framhjá þætti gyðinga í krossfest- ingu Krists, þótt fram- kvæmdin væri form- lega í höndum rómverska landstjór- ans Pontíusar Pílat- usar, sem myndin sýn- ir glögglega að reyndi að þyrma lífi Krists, þótt hann léti að lokum undan ofureflinu og kvæði upp hinn ranga dóm. Einnig þar er stuðst við texta Ritningarinnar. Vart getur það kallast gyðingahatur að sýna sannleikann eins og guð- spjöllin tjá hann. Raunar kemur það fram í myndinni að hinir róm- versku menn voru helst þeir sem eitthvað sýndu af mannlegum til- finningum og miskunnsemi sem kemur heim og saman við þá þekk- ingu sem menn hafa, að Rómverjar voru mun umburðarlyndari í trú- málum en t.d. gyðingar á þeim tíma. Alltaf má deila um það, hve mikla áherslu eigi að leggja á að sýna of- beldið í mynd sem þessari. Að skað- lausu hefði t.d. mátt stytta húð- strýkingaratriðin og sýna ekki allt í nærmynd. Einnig má deila um gönguna út til Golgata, hversu lang- dregin hún þurfti að vera. Þar er þáttur Símonar frá Kýrene, sem neyddur var til að bera kross Krists, sýndur mjög áhrifamikill. Hvað sem slíkum vangaveltum líður, þá er hitt óumdeilanlegt, að mynd Gibsons er mikið meist- araverk, vel unnið og trúverðugt og leikurinn frábær í alla staði, ekki síst hjá þeim leikara sem fer með hlutverk Krists. Það hygg ég öllum megi vera ljóst sem sjá myndina. Boðskapur myndarinnar er vissu- lega sá að allir eru jafnsekir frammi fyrir krossinum, allt mannkyn. Við vorum öll á Golgata. Kristur píndist og dó fyrir hið illa í mannheimi, það gerir hann enn í dag. Mynd sem þessi, er lýsir píslargöngu Krists á svo áhrifaríkan hátt, hlýtur að vekja margar spurningar í nútímanum, í heimi sem við lifum við í dag, þar sem hatur og hefndarhugur virðist oftar ráða för í samskiptum þjóða en sátt og umburðarlyndi og hvert mannslíf sýnist lítils metið. Hefur í rauninni eitthvað breyst frá dögum Krists? Um allan heim þjáist sak- laust fólk vegna grimmdar annarra, það gerist í Írak og Palestínu og hvar annars staðar. Það er dapurleg staðreynd, að þar skuli eiga hlut að máli þjóðir sem telja sig ganga er- inda Guðs á jörð, þess sama Guðs og Kristur boðaði. Það er sífellt ver- ið að krossfesta Krist. Píslarsaga Mels Gibsons tjáir í raun og sannleika hið sama og sr. Hallgrímur í Passíusálmum sínum. Báðir túlka þjáningu Krists, hvor á sinn hátt og hvor með sinni aðferð, þótt aldir skilji á milli. Báðir tjá þeir kærleika Guðs, sem birtist í syni hans, sem deyr á krossi fyrir syndugt mannkyn. Mynd Gibsons á erindi til okkar Íslendinga eins og annarra þjóða nú á tímum grimmdar og ofbeldis. Hún getur vakið okkur til vitundar um ábyrgð okkar sem einstaklinga og þjóðar og hvernig við getum lagt lóð okkar á vogarskál sáttfýsi og friðar og eflt þannig Guðs ríki á jörð. Vegna þess ættu sem flestir að sjá þessa mynd. Píslarsaga Krists Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar um trúmál ’Mynd Gibsons á erinditil okkar Íslendinga eins og annarra þjóða nú á tímum grimmdar og ofbeldis.‘ Ólafur Þ. Hallgrímsson Höfundur er sóknarprestur á Mælifelli, Skagafirði. ENN og aftur stígur sjálfkjörinn lögskýringarmeistari þjóðarinnar fram og nú til að tilkynna henni að forseti lýð- veldisins sé van- hæfur til að stað- festa lög frá Alþingi. Eins og svo oft áður kemur þessi lögskýr- ing flestum á óvart og ekki síst í ljósi þess að aldrei áður hefur vanhæfi þjóð- höfðingjans borið á góma. Enn eins og svo oft þegar um- ræddur ákveður að taka að sér slíkar skýringar eru lög- fróðustu menn hon- um algerlega ósam- mála. Forsetinn getur almennt ekki talist van- hæfur á sömu forsendum og get- ur til að mynda átt við þegar um embættismenn og færslur þeirra er að ræða. Hvað þá að það van- hæfi geti byggst á því að dóttir hans starfi hjá fyrirtæki sem á hlut í öðru fyrirtæki sem um- ræddu frumvarpi er „ekki“ beint gegn. En það er kannski ekki við for- sætisráðherra að sakast þó að honum sé svolítið hált á svellinu þegar kemur að lögskýringum þó að löglærður eigi að heita, heldur má telja það gagnrýniverða fram- komu af hálfu hans að koma fram í fjölmiðlum með slíkar fullyrð- ingar án þess að leita þá að minnsta kosti álita hjá fræði- mönnum áður. Honum er falið mikilvægt hlutverk og á honum hvílir þung ábyrgð. Ábyrgðin nær ekki bara yfir það sem hann ger- ir, heldur líka það sem hann seg- ir og að vega svo að virðingu kjörins þjóðhöfðingja sæmir ekki embætti forsætisráðherra og væri víðast hvar talin alger hneisa. Að halda að þjóðin sam- þykki slíka aðför að embættinu ber vott litla dómgreind órafjar- lægð frá þjóðarsálinni. Í sama fréttatíma og forsætis- ráðherra bar fram áðurnefnda lögskýringu sagði hann jafnframt að aldrei hefði ríkt togsteita á milli þingheims og forsetans. Það er rétt að það hefur ekki verið togstreita á milli Alþingis og for- setaembættisins en allt frá því að fyrrum stjórnmálamaðurinn Ólaf- ur Ragnar tók við embættinu hafa forystumenn Sjálfstæð- isflokksins barist gegn honum og í nær hvert einasta skipti sem hann hefur tjáð sig opinberlega um eitthvað annað en fegurð landsins hefur hann mátt þola há- væra gagnrýni af þeirra hálfu. Til að leggja áherslu á togstreit- una sá svo forsætisráðherra ekki ástæðu til að bjóða forsetaemb- ættinu að taka þátt í hátíð- arhöldum í tilefni heimastjórn- arafmælisins. Þar lá það alveg ljóst fyrir að hvorki þátttöku í undirbúningi né nærveru forset- ans var óskað af hálfu forsætis- ráðherra. Hann taldi hann ef til vill vanhæfan eða að minnsta kosti ekki viðeigandi hátíðargest. Til að staðfesta gremjuna yfir því að ekki skuli vera maður úr röð- um rétttrúaðra í embættinu hafa þeir hinir sömu jafnvel gengið svo langt að mæla fyrir því að forsetaembættið verði lagt niður. Það má vel vera að nú telji ein- hverjir innan Sjálfstæðisflokksins og jafnvel fleiri að forsetaemb- ættið sé orðið úrelt en þá vil ég minna á að forsetinn hefur frá upphafi verið álitinn sameining- artákn þjóðarinnar og óumdeilanlegur höfð- ingi hennar. Hann hefur ríkum skyldum að gegna, er andlit lands og þjóðar á er- lendri grundu og síð- ast og ekki síst gegn- ir hann hlutverki valdhafa á ákveðnum sviðum. Það er þess vegna sem við tölum um forsetavald og höfum alltaf gert. Í þessu valdi felst með- al annars að sam- þykkja lög frá Alþingi og það er varla hægt að halda því fram með skynsamlegum hætti að það vald hafi hann ekki. Það væri hins vegar skrítið að halda að því valdi fylgdi ekkert val. Það stendur skýrum stöfum í stjórn- arskránni og var án nokkurs efa upphaflegt markmið að svo skyldi vera. Þar greinir þó enn og aftur á milli lögskýringa hins sjálf- kjörna og þeirra sem teljast sér- fróðir á þessu sviði. Á þetta áðurnefnt vald hefur hins vegar ekki reynt. Sumir segja sem betur fer en það er án efa margir sem myndu segja því miður. Það hafa komið upp slíkar aðstæður að forseti hefði getað notað vald sitt og leyft þjóðinni að skera úr um djúpstæð ágrein- ingsefni og ef fyrrum valdahafar hefðu notað það á skynsamlegan en varfærinn hátt stæðum við ef til vill ekki í þessum vandræða- gangi í dag. Þessi umræða sem nú á sér stað er ekki einstök í sinni röð og hefur áður átt sér stað þegar til hefur staðið að samþykkja lög þar sem uppi hafa verið spurningar um samræmi við stjórnarskrá. Margir hafa réttilega bent á að það sé hvorki hlutverk þings né þjóðar að skera úr um hvort lög standast stjórn- arskrá. Alþingi hefur hins vegar nokkuð rúma heimild til að skerða mannréttindi sem tryggð eru í stjórnarskránni ef almanna- hagsmunir krefjast þess. Það er túlkun Alþingis á almannahags- munum sem getur verið ástæða til þess að leyfa þjóðinni að tjá sig. Oft hefur slík túlkun verið efni til ágreinings og reynt hefur á slíka túlkun fyrir dómstólum. Það er mín skoðun og eflaust margra annarra að í mikilvægum málum sé þjóðin best til slíks fallin. Formaður allsherj- arnefndar hefur þegar sagt að í títt umræddu fjölmiðlafrumvarpi sé einmitt um slík álitaefni að ræða. Að þjóðhöfðinginn íhugi að nota vald sitt til að leyfa þjóðinni að skera úr um hvort túlkun rík- isstjórnarinnar á almannahags- munum sé í raun rétt, er að mínu mati fullkomlega eðlilegt og rétt- mætt. Ellegar liggur fyrir klár ástæða til að ráðast í breytingar á stjórnarskránni og það ber þá að framkvæma með viðeigandi hætti eins og lög segja til um. Það ber hins vegar að fara eftir gildandi lögum og það er yfir all- an vafa hafið. Forseti þjóðarinnar er líka yfir það hafinn að þurfa að hlusta á gagnrýnistal ein- stakra stjórnmálamanna og má aldrei láta slíkt hafa áhrif á hlut- verk sitt. Hann á að hlusta á rödd þjóðarinnar og það mun hann án efa gera. Forsetavald og lögskýringar ráðherra Gunnar Axel Axelsson skrifar um forsetann Gunnar Axel Axelsson ’Hann á aðhlusta á rödd þjóðarinnar og það mun hann án efa gera. ‘ Höfundur er viðskiptafræðingur og stundar meistaranám í Evrópufræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.