Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
amtök um tónlistarhús stóðu fyrir
fundi um fyrirhugað tónlistarhús í
húsakynnum Íslensku óperunnar
síðastliðið mánudagskvöld. Egill
Ólafsson, formaður samtakanna,
setti fundinn og í máli hans kom fram að
ákveðið hefði verið að boða til fundarins þar
sem mönnum fyndist þeir standa á ákveðnum
tímamótum. „Því innan nokkurra vikna verð-
ur endanlega frá því gengið hvernig innviðir
hins væntanlega tónlistarhúss verða. Okkur
þótti því brýnt að koma á einhvers konar sam-
ræðum við alla þá aðila sem áhugasamir eru
um málið og ekki síst þá aðila sem eiga vænt-
anlega eftir að starfa í húsinu. Að mínu mati
er mikilvægt að þessar raddir fái að heyrast,
einfaldlega til að við getum samstillt okkur í
þessari baráttu og kannski aukið þær sam-
ræður sem þurfa eðlilega að vera í gangi þeg-
ar jafnbrýnt verkefni og tónlistarhús er í
gangi.“
Fyrstur tók til máls Stefán Hermannsson,
framkvæmdastjóri Austurhafnar TR ehf., og
gerði hann grein fyrir stöðu mála varðandi
undirbúning við byggingu tónlistarhúss.
Hann ræddi hinar tæknilegu kröfur og útbún-
að varðandi hljómburð, samningsformið við
framkvæmdaaðila, markmið Austurhafnar
TR og nýlega þarfagreiningu Artec-manna
sem felur m.a. í sér að stóri salurinn verði
stækkaður úr 1.300–1.500 manna sal í 1.600–
1.800, þar sem það er talið mun hagkvæmara
frá rekstrarlegu sjónarmiði. Að því loknu
tóku til máls oddvitar allra fagfélaga tónlist-
armanna í landinu og sömuleiðis fulltrúar
þeirra aðila sem með einum eða öðrum hætti
munu koma að starfsemi hússins, þ.e.
Listahátíð í Reykjavík, tónleikahaldarar, Sin-
fóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan.
Frummælendur lýstu sýn sinni og vænting-
um í tengslum við fyrirhugað tónlistarhús.
Sitt sýndist hverjum, en þó var aðallega
þrennt sem hæst bar á góma, í fyrsta lagi af-
staða manna til hugmyndar Artec-manna um
stækkun stóra salarins, í öðru lagi hvernig að-
koma Íslensku óperunnar að húsinu verði og í
þriðja lagi fannst mönnum mikilvægt að sem
fyrst kæmist á hreint hvernig rekstrarfyrir-
komulagi tónlistarhússins verði háttað.
Nýjar tillögur um hringsvið
og hljómsveitargryfju
Í máli Stefáns kom fram að í apríl sl. hafi
verið auglýst forval vegna fjármögnunar,
hönnunar, byggingar og reksturs tónlistar-
og ráðstefnuhúss sem og hótels við höfnina í
Reykjavík. „Umsóknarfrestur er til 10. júní
nk. en við teljum og vonum að öflugir hópar
muni senda inn umsókn og að það verði metn-
aðarfullar umsóknir. Ef allt gengur eftir verð-
ur hægt að afhenda útboðslýsingar í ágúst og
við stefnum að því að á miðju ári 2005 verði
kominn á samningur. Samkvæmt þessu gæti
framkvæmdum verið lokið í árslok 2008 og
hægt að opna húsið í ársbyrjun 2009.“
Stefán ræddi nýlega þarfagreiningu Artec-
manna þar sem kom fram að mun hagkvæm-
ara væri að stækka stóra salinn, en stjórn
Austurhafnar TR hefur enn ekki tekið af-
stöðu til þeirrar tillögu. „Eftir heimsókn
Artec-manna fyrr í vetur stungu þeir einnig
upp á því að komið verði upp hringsviði í
stærsta salnum og höfð verði hljómsveitar-
gryfja fyrir framan sviðið, en með þessu móti
má, að þeirra sögn, auka tekjumöguleika sal-
arins.“ Að sögn Stefáns er auk þess gert ráð
fyrir plötum sem loka rýminu inn á baksvið
þar sem geyma megi sviðsbúnað. „Þó ekki sé
verið að tala um að breyta húsinu í óperuhús
eða leikhús þá opnast með þessu möguleiki á
slíkum uppfærslum.“
Stefán lagði mikla áherslu á að notagildi
hússins yrði tryggt og minnti á að ekki væri
nóg að byggja stórt og dýrt hús ef ekki væri
tryggt að það yrði rekið sómasamlega. „Fyrr í
vetur komum við upp samráðshóp þar sem í
sitja fulltrúar bæði tónlistarmanna og ráð-
stefnu- og ferðaiðnaðarins. Fyrsta verkefni
þessa hóps var að setja saman ítarlegan lista
yfir tengiliði úr hópi væntanlegra notenda
Mik
fyr
Í mál
stjóra S
meðal h
stóra sa
sagði 1.5
þrjár m
listræn
hafi kos
það nún
manna s
Meðalað
manns
flutning
síður ve
hann yr
mjög let
Þröst
með dýr
því kom
salinn m
mikilvæ
„Ég tel m
stað far
gerður í
einstaka
Í mál
stjórnan
fram að
snúast s
það. „Ég
hótelið g
faldlega
þetta hú
eitthver
Að mati
armódel
byrjað
„Menn v
kröfur g
faldlega
ur hægt
kröfur t
unn.
Í mál
cert ehf.
hússins, en eitt aðalverkefni samráðshópsins
er að kynna sjónarmið tengiliða, fjalla um
búnað, útfærslur og notkunarmöguleika
hússins. Að mínu mati er afar mikilvægt að
góð samstaða náist um þetta verkefni þegar
upp verður staðið,“ sagði Stefán Her-
mannsson m.a. í framsögu sinni, en þess má
geta að allar nánari upplýsingar um fram-
kvæmd og stöðu mála er hægt að nálgast á vef
Austurhafnar TR á slóðinni: austurhofn.is.
Óeðlilegt að skilja óperuna
eftir úti í kuldanum
Næstur tók til máls Bjarni Daníelsson óp-
erustjóri Íslensku óperunnar. Í hans máli
kom fram að Íslenska óperan hefði lengi sótt
það fast að fá aðild að byggingu tónlistar-
shúss og fært fyrir því ágæt rök. „Ég væri
ekki samkvæmur sjálfum mér ef ég segði ekki
að mér þykir mjög miður að ekki sé gert ráð
fyrir að byggja sérstaka aðstöðu fyrir óperu-
flutning og aðrar sviðslistagreinar í tengslum
við þetta hús. Það er eitthvað rangt við það að
skilja óperustarfsemina eftir úti í kuldanum.
Það hlýtur því að vera ákveðið fagnaðarefni
fyrir stjórn og forsvarsmenn Óperunnar að
heyra að nokkuð breyttar áherslur séu í sam-
bandi við stóra salinn sem leitt geti til þess að
þar verði einhverju móti hægt að flytja óp-
erur í framtíðinni. Við munum auðvitað fylgj-
ast með þessu máli af miklum áhuga og æskj-
um þess að koma inn í þá umræðu til þess
jafnvel að hafa áhrif á hana.“ Bjarni benti á að
kostnaðurinn við að útbúa viðunandi aðstöðu
sem þjónað gæti bæði Íslensku óperunni sem
og öðrum sviðslistum væri ekki óyfirstígan-
legur. „Samkvæmt okkar kostnaðartölum
hlypi kostnaðurinn á einum til einum og hálf-
um milljarði, eða jafn mikið og t.d. einn kíló-
metri í jarðgöngum kostar.“
Í framsögu sinni rifjaði Björn Th. Árnason,
formaður Félags íslenskra hljómlistamanna,
upp samþykkt tónlistarmanna á málþingi sem
þeir stóðu fyrir síðla árs 2002. Þar sagði m.a.:
„Nauðsynlegt er að tónlistarhús njóti list-
rænnar stjórnar með fulltrúum fagfólks
þannig að allir tónlistarhópar og einstakling-
ar eigi aðgang að húsinu. Tónlistarfólk lýsir
þeim eindregna vilja að ríki og borg standi að
og tryggi rekstur tónlistarhúss eins og þessir
aðilar standa að rekstri annarra opinberra
menningarstofnana. Tónlistarfólk skorar á
stjórnvöld að endurskoða áætlanir um sæta-
fjölda með það í huga að sæti í aðalsal verði
1.500–1.700 fyrir framan svið. Það mun auka
notagildi hússins til muna og mæta þörfum
tónleikahaldara á borð við t.d. Listahátíð.
Tónlistarfólk leggur til að framtíðarhúsnæði
Íslensku óperunnar verði í minni sal tónlistar-
hússins.“ Björn sagði tónlistarmenn hafa
áhyggjur af væntanlegum rekstri og eignar-
haldi hússins, svo og hver muni hafa forræði
yfir húsinu. „Það hefur ávallt verið yfirlýst
skoðun stjórnar FÍH að rekstur tónlistarhúss
fari ekki saman við rekstur ráðstefnumið-
stöðvar og hótels vegna ólíkra rekstrarlegra
sjónarmiða og hefur sú skoðun margoft kom-
ið fram á fundum samtakanna.“ Björn sagðist
þeirrar skoðunar að tónlistarhús ætti að vera
fjármagnað af ríki og borg og vera í eigu þjóð-
arinnar.
Brýnt að koma á
Samtök um tónlistarhús
gengust fyrir fundi í Ís-
lensku óperunni í fyrra-
kvöld þar sem farið var
yfir stöðu mála varðandi
fyrirhugað tónlistarhús.
Silja Björk Huldudóttir
sat fundinn og hlýddi á
fróðlegar framsögur.
Oddvitar fagfélaga tónlistarmanna og fulltrúar þeirra a
Stefán H
Austurh
fyrir stö
bygging
SÞ OG KOSOVO
Í lok síðasta áratugar lét alþjóðasam-félagið til skarar skríða til að stöðvaþjóðernishreinsanir Serba í Kosovo.
Að átökunum loknum var ákveðið að fram-
tíðarstaða Kosovo skyldi óráðin um sinn
og alþjóðastofnanir undir forustu Samein-
uðu þjóðanna sinna þar uppbyggingu. Síð-
an eru liðin fimm ár. Á þeim tíma hefur
ekkert gerst sem gefur íbúum Kosovo til-
efni til að ætla að breytinga sé að vænta.
Í Morgunblaðinu í gær er rætt við dokt-
or Val Ingimundarson sagnfræðing í til-
efni nýrrar bókar, Topographies of Glob-
alization, sem hann ritstýrir ásamt
Kristínu Loftsdóttur og Irmu Erlings-
dóttur. Valur skrifar grein í bókinni undir
heitinu „The Last Colony in Europe“ eða
„Síðasta nýlendan í Evrópu“ og þar gagn-
rýnir hann hlut SÞ, Bandaríkjamanna og
Evrópusambandsins harðlega.
„Valdaumboðið er réttlætt í nafni lýð-
ræðisvæðingar og efnahagsuppbygging-
ar, en mun minni áhersla lögð á réttinn til
sjálfsstjórnar og fullveldis, sem eru þó
enn grunnþættir í vestrænu stjórnarfari.
Formið á þessari stjórn og sú orðræða,
sem liggur henni til grundvallar, eru sem
endurómur af öðrum tíma. Sífellt er verið
að klifa á því, að „heimamenn“ séu ekki
„reiðubúnir“ til að stjórna sér sjálfir; þeim
er líkt við börn sem þurfi á föðurlegri leið-
sögn að halda. Þeim er gert að standast
kröfur um stjórnarhætti, sem þróuðustu
lýðræðisríki uppfylla ekki einu sinni. Og
agatæki þessa kerfis er efnahagsvaldið,“
segir Valur í viðtalinu.
„Ég tel að það standist ekki alþjóðalög
að fulltrúar alþjóðastofnana og ríkja geti
hreiðrað um sig í ríkjum eða „verndar-
svæðum“ svo að árum skiptir án skýrs
þjóðréttarlegs umboðs eða samþykkis
þeirra sem þar búa.“
Valur kveðst telja að alþjóðasamfélagið
hafi ekki kjark til að finna lausn í Kosovo
og lýsir afleiðingunum í sterkum dráttum:
„Nú er ástandið þannig að Kosovo-búar
hafa ekkert ríkisfang; alþjóðaflugvöllur-
inn var til skamms tíma kenndur við Ís-
land! Vegabréfin eru gefin út í nafni Sam-
einuðu þjóðanna. Og formlega séð er
Kosovo hluti af Serbíu og Svartfjallalandi,
sem er arftaki hins svokallaða „Sam-
bandslýðveldisins Júgóslavíu“ (landfræði-
legs skáldskapar, sem kom til sögunnar
eftir að Króatía, Slóvenía og Bosnía sögðu
skilið við Júgóslavíu), þótt ekkert stjórn-
arsamband væri þar á milli.
Þetta gengur augljóslega ekki upp: Það
er vonlaust að byggja upp samfélag eða
efnahagslíf án ríkisfangs. Og það er óverj-
andi að taka ekki á þjóðréttarlegum
spurningum í fimm ár vegna þess að það
hentar ekki „alþjóðasamfélaginu“ af land-
fræði-pólitískum ástæðum.“
Íslendingar hafa tekið þátt í því starfi
sem nú fer fram í Kosovo. Það hefur verið
rauður þráður í íslenskri utanríkisstefnu
undanfarna áratugi að styðja þjóðir sem
eiga við ramman reip að draga í alþjóða-
samfélaginu eins og kom fram þegar Ís-
land viðurkenndi sjálfstæði Eystrasalts-
ríkjanna fyrst ríkja þegar járntjaldið féll.
Þá var sjálfsákvörðunarréttur þjóða hafð-
ur að leiðarljósi. Það er ljóst að staðan í
Kosovo er óverjandi og það má velta fyrir
sér hvernig andrúmsloftið væri hér á landi
ef svipuð staða kæmi upp eins og hæglega
hefði getað gerst í lok heimsstyrjaldarinn-
ar síðari hefði atburðarásin orðið með öðr-
um hætti. Íslendingar geta ef til vill ekki
tekið forustu í málefnum Kosovo en við
getum látið rödd okkar heyrast, veitt al-
þjóðasamfélaginu aðhald og reynt að
tryggja að okkar framlag gagnist í raun.
VANDLIFAÐ
Það gengur á ýmsu á milli ráðherra ogþingmanna stjórnarflokka og
stjórnarandstöðu á Alþingi þessa dagana
og svo sem ekkert nýtt. Þó er óvenjulegt
að ráðherrar skuli atyrtir fyrir að fara að
óskum þingmanna stjórnarandstöðu-
flokkanna.
Í umræðum á Alþingi sl. laugardag
upplýsti Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra að hann hefði undir höndum bréf,
sem blaðamaður, sem síðar kom í ljós að
var Þröstur Emilsson, hefði sent for-
manni framkvæmdastjórnar Samfylk-
ingarinnar. Síðan sagði dómsmálaráð-
herra orðrétt: „Ef menn vilja að ég lesi
þetta bréf þá get ég gert það. Ég ætla
ekki að gera það nema ég sé hvattur til
þess. En það er sjálfsagt að ég lesi það
hér í þinginu ef menn óska eftir því að ég
fari yfir það nánar …“
Síðar þennan sama dag, laugardag,
kom dómsmálaráðherra aftur í ræðustól
Alþingis og sagði: „Ég spurði hvort menn
vildu að ég læsi þetta bréf, sem ég fékk í
tölvupósti dags. 13. maí 2002 en vegna
láta í salnum heyrði ég ekki að það var
einn þingmaður, sem bað mig um að lesa
bréfið, hv. þingmaður Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.“
Að svo búnu las ráðherrann bréfið.
Í grein í Morgunblaðinu í gær segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: „Í þingsal
sl. laugardag lagði hann (þ.e. dómsmála-
ráðherra, innskot Mbl.) upp í undarlegan
herleiðangur og dró upp úr pússi sínu ríf-
lega tveggja ára gamalt bréf, sem hann
taldi skyndilega tímabært að gera opin-
skátt.“
Hvernig getur það verið „undarlegur
herleiðangur“ af hálfu dómsmálaráð-
herra að lesa upp í heild bréf að ósk þing-
mannsins sjálfs?
SKOTVOPN OG
HEILBRIGÐ SKYNSEMI
Lítil frétt á baksíðu Morgunblaðsins ígær hlýtur að hafa vakið furðu
margra. Þar segir frá því að kona í
Reykjavík hafi haft samband við lögregl-
una vegna þess að dóttir hennar sagði
henni frá því að átta ára gömul vinkona
hennar hefði verið að leika sér með skot-
vopn föður síns. Lögreglan ræddi við föð-
urinn og fór fram á að hann gengi frá
skotvopninu á viðeigandi hátt.
Það er auðvitað með hreinum ólíkind-
um eftir þær umræður, sem fram hafa
farið að undanförnu um geymslu og með-
ferð skotvopna, að enn skuli þeir finnast
sem sýna annað eins kæruleysi og að
ganga þannig frá byssum að börn komist
í þær. Skelfileg slys, jafnvel banaslys,
hafa orðið þar sem börn hafa fiktað með
byssur, sem ekki hafa verið geymdar
með tryggum hætti. Þá eru ótaldar frétt-
ir af byssuþjófnuðum og glæpum, þar
sem stolnar byssur eru notaðar til að
ógna fólki.
Aukin vitund fólks um hættuna, sem
stafað getur af ógætilegri meðferð skot-
vopna, leiðir þó vonandi til þess að fleiri
bregðist við eins og konan, sem sagði frá
í fréttinni, og bendi lögreglunni á brot á
vopnalögunum. Umræður um málið hafa
líka borið þann árangur að sala á byssu-
skápum hefur stóraukizt og fleiri og fleiri
byssueigendur geyma því væntanlega
vopn sín og skotfæri eins og lög og reglur
gera ráð fyrir.
Raunar á hvorki að þurfa lög og reglur
né atbeina lögreglunnar til þess að menn
læsi niður skotvopn og skotfæri hvort í
sínu lagi; það er heilbrigð skynsemi sem
segir fólki að gæta ýtrasta öryggis við
meðferð slíkra hluta.