Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 34
SKOÐUN
34 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
S
em lokið var söngnum
um Bjarna sáluga,
bróður minn, í Við-
horfi 5. maí sl. fórum
við Finnbogi Lár-
usson af Öndverðanesinu undir
forystu Rögnvaldar Ólafssonar
og héldum inn til Gufuskála.
Við Gufuskála eru þrjú ör-
nefni kennd Írum. Í túninu er
Írskrabrunnur. Hann var vatns-
ból Gufuskála, en hvarf undir
sand, þegar búskap þar sleppti
um 1940 og var því týndur, þeg-
ar Rögnvaldur lóðsaði okkur
þarna um. En 1989 fannst
Írskrabrunnur aftur, þegar
dóttursonur síðustu ábúenda á
Gufuskálum vitjaði æskustöðv-
anna. Eftir ábendingu hans
grófu menn sig niður sextán
þrep og á hvalbeinið, sem lagt
var yfir
munna
brunnsins.
Ofan veg-
ar, vestur
af Gerðu-
bergi, eru
rústir Írskrabúða. Rannsóknir
sýna að þarna er landnámsbýli,
sem hefur farið í eyði á 10ndu
öld, en Bjarni F. Einarsson seg-
ir í greinargerð sinni, að ekkert
bendi til þess að minjarnar við
Írskrabúðir séu annað en minj-
ar um búsetu norrænna manna.
Þriðja örnefnið er Íraklettur.
Í Íslensku vegahandbókinni
1995 er rúst á sjávarbakkanum
nefnd Írskrakirkja. Sæmundur
Kristjánsson á Hellissandi segir
það heiti nýtilkomið. Telur hann
það vel geta verið sótt til hans
sjálfs; í vangaveltur um dvöl Íra
þarna vestra fyrir landnám nor-
rænna manna. Sæmundur vill
meina, að rústin á sjávarbakk-
anum sé rúst írsks bænastaðar,
eins og reyndar öll byrgin.
Byrgin í Bæjarhrauni hafa til
þessa verið talin fiskbyrgi frá
því 1200 til 1500 og þá elztu
minjar um sjávarútveg á Norð-
urlöndum. Þessi byrgi losa
hundraðið, en aðeins 15 til 20
standa ennþá heil.
Lúðvík Kristjánsson segir í
Íslenzkum sjávarháttum að fyr-
ir uppblástur og sandfok hafi
menn orðið að koma fiskinum í
byrgi fjarri verstöðinni. Slík
fiskbyrgi eru í Vestmanna-
eyjum, á Suðurnesjum og Snæ-
fellsnesi, en hvergi eru minj-
arnar eins miklar og á
Gufuskálum.
Rögnvaldur Ólafsson var trúr
þessari söguskoðun, þegar hann
leiddi okkur Finnboga milli
byrgjanna, enda þótti honum
ekki ónýtt að geta vísað svo
áþreifanlega aftur í atvinnuvegi
sínum.
Sæmundur Kristjánsson velt-
ir því hins vegar upp, að byrgin
séu alls ekki fiskbyrgi, heldur
bænabyrgi, og þá miklu eldri en
menn hafa talið til þessa. Sæ-
mundur vitnar til fornra skjala,
sem hann segir sýna, að út-
róðramannskapur í Gufuskálum
hafi aldrei verið í þeim fjölda,
að hann stæði undir öllum þess-
um byrgjum.
Og með ólíkindum sé, hafi
menn verið að bera fisk upp í
byrgin, að þeir hafi ekki reynt
að laga hraunið eitthvað undir
fæturna á sér. Við ættum í það
minnsta að geta fundið ein-
hverja óverulega stígi eftir allan
þennan fiskburð! segir hann.
Þeim er hins vegar ekki að
heilsa og ekki vottar heldur fyr-
ir götum hjá byrgjunum ofan
við Dritvík.
Byrgin vill Sæmundur tengja
Írum og veltir því fyrir sér,
hvort þau séu ekki bænastaðir
írskra manna fyrir landnám.
Hann segir byrgin áþekk bæna-
byrgjum, sem varðveitzt hafa á
Norðvestur-Írlandi og eyjunum
þar út af. Hann vitnar til þess,
að írskur munkur hafi komið á
Snæfellsnes 1999 og skoðað
byrgin hjá Gufuskálum. Þá
fórnaði hann höndum og kallaði,
að þetta væri bara alveg eins og
heima.
Ketill gufa Örlygsson hafði
samkvæmt Landnámu vetursetu
í Gufuskálum. Hann hafði með
sér sex þræla írska, sem struku
frá honum. Það er sú írska nær-
vera, sem gleggst er um vitað í
Gufuskálum. Vangaveltur Sæ-
mundar ganga út á mun fleiri
Íra á Snæfellsnesi en þræla
Ketils gufu. Þetta þarf allt
rannsókna við, því margt er enn
ólesið í landið þarna vestra.
Þegar ég nú fer í huganum í
fótspor okkar Finnboga og
Rögnvaldar man ég, að það
leyndi sér ekki, að Rögnvaldur
var hreykinn af sínum Hellis-
sandi og Rifi. Í þessari gleði
hans gætti þó engrar sjálfs-
ánægju, heldur var hún sprottin
af eðlilegri gleði athafnaskálds-
ins. Æskuslóðir hans eru ekki
langt þarna undan; hann fædd-
ist á Brimilsvöllum í Fróð-
árhreppi 1917 og sneri aftur á
Snæfellsnes frá Innri-Njarðvík
1950, þegar hann gerðist fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Hellissands. Þar var hans vett-
vangur til dauðadags 1994.
Rögnvaldur var og hreykinn
af því, að Hellissandur er talinn
elzta þorp íslenzkt. Rakti hann
okkur Finnboga nafnasögu
staðarins. Hefur sú frásögn
hans ábyggilega fallið að frá-
sögn í Árbók Ferðafélags Ís-
lands 1982, sem Einar Haukur
Kristjánsson tók saman um
svæðið frá Löngufjörum vestur
fyrir að Ólafsvíkurenni. Þar
segir, að þegar árið 1530 hafi
verið farið að kalla staðinn
Hjallasand og var svo allt fram
á 19ndu öld. Magnús Már Lár-
usson taldi vafalaust að átt væri
við hjalla í landslaginu, sem
með tímanum hurfu að mestu
fyrir áhrif búsetunnar. Þar með
varð hellir upp af aðallending-
unni í víkinni gleggra kennileiti
og með honum breyttist stað-
arnafnið í Hellissand. Reyndar
skiptist byggðin framan af um
Höskuldsá og hét Keflavík aust-
an megin, en Hellissandur eða
bara Sandur vestan ár. Þessi
skipting lagðist svo af og Hell-
issandur er einn og óskiptur
síðan, nú hluti Snæfellsbæjar.
Þetta var orðinn langur dag-
ur hjá okkur Finnboga Lár-
ussyni, þegar við kvöddum
Rögnvald Ólafsson á Hellissandi
og héldum heim til Hellna.
Okkur varð bjart undir írsku
brosi í bakaleiðinni.
Lýkur hér Útnessögu að
þessu sinni.
Upp á bæn
og fisk
Hér er farinn síðasti spölur Útnesferðar
með fréttariturum Morgunblaðsins.
Spurt er hvort byrgin hjá Gufuskálum
séu íslenzk fiskbyrgi eða írsk bænabyrgi.
VIÐHORF
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
SAGA mín er í sjálfu sér ekkert
merkileg og er ugglaust sögu
margra lík.
Ég fæddist og ólst upp í
Reykjavík 1942. Foreldrar mínir
innrættu mér heiðarleika og sann-
sögli. Ég drakk í mig sterka rétt-
lætiskennd með móðurmjólkinni.
Samskiptalögmál mitt er sprottið
út úr því uppeldi.
„Frelsi mitt endar
þar sem frelsi næsta
manns hefst.“ Og að
sjálfsögðu endar
frelsi hinna þar sem
mitt hefst. Ég fór
sem barn að vinna við
blaðburð og sendla-
störf á reiðhjóli á
sumrin, stundum fór
ég í sveit, sem ung-
lingur vann ég við
sendlastörf, bygg-
ingavinnu, handlang
hjá múrurum, sveita-
störf og sjómennsku. Börn og
unglingar voru nefnilega miklu
eldri í þá daga en nú. Eftir lands-
próf hætti ég í skóla og fór að
vinna við útkeyrslu hjá vinnufata-
gerð. Síðar bauðst mér örlítið bet-
ur borguð vinna við útkeyrslu hjá
sápugerð og tók henni. Stuttu
seinna varð ég sölumaður hjá fyr-
irtækinu og var þar til þrítugs,
eða 12 ár. Ég sótti fjöldann allan
af námskeiðum í sjálfsuppbygg-
ingu, ræðumennsku, sölumennsku,
sölu- og markaðstækni, markaðs-
sókn, ásamt tungumálanám-
skeiðum. Ég varð smátt og smátt
reynslunni ríkari og þar með hæf-
ari til að takast á við meira krefj-
andi störf. Ég fékk þau.
Fljótlega fór að bera á sölu-
aukningu og framleiðsluaukningu
hjá fyrirtækinu.
Þegar 25–40% magnaukning
milli ára var orðin sjálfsögð og
eðlileg þróun fóru sölu- og mark-
aðsáætlanir eigenda að miðast við
það og áframhaldandi velgengni,
enda þótt fyrirtækið væri þá þeg-
ar orðið markaðsráðandi. Ég þótti
ágætur sölumaður, var treyst af
verslunareigendum, frekar hlé-
drægur og sagði ekki meira um
ágæti vörunnar en ég gat staðið
við, en öðlaðist traust viðkiptavin-
anna. Brátt varð ég sölustjóri,
markaðsstjóri og sá jafnframt um
auglýsingamál. Þar byrjaði streit-
an fyrir alvöru. Auknar kröfur,
aukin pressa, minni tími, meiri
sala. Eigendur réðu ferðinni. Ég
framkvæmdi bara vilja þeirra.
Kúnninn hafði rétt fyrir sér.
Framleiðandinn hafði ekki undan.
Fór að framleiða nýjungar á
kostnað þess sem seldist. Af-
greiðslan tafðist. Menn fengu ekki
eftirsóttu vörurnar, sem þeir
höfðu pantað, fyrr en eftir dúk og
disk. Fólk hætti að treysta á að
varan væri til og prófuðu annað.
Ég sagði upp og leitaði á önnur
mið. Tók viðbótarnámskeið í
markaðssókn, bókhaldi og rekstri
fyrirtækja, mannlegum sam-
skiptum og tungumálum. Vann við
sölu matvæla, sölu á fatnaði, máln-
ingarvöru, ís, hjúkrunarvöru og
lækningatækjum, var á tímabili
sjálfstæður sölumaður fyrir mörg
fyrirtæki í einu með ólíka vöru-
flokka, bókari, gjaldkeri, kaup-
maður í nokkur ár, fram-
kvæmdastjóri vöruflutn-
ingafyrirtækis,
fasteignasölumaður,
deildarstjóri hjá stál-
iðnaðarfyrirtæki,
skrifstofu- og fjár-
málastjóri og loks
innheimtustjóri hjá
stóru fjármálafyr-
irtæki. Alls staðar var
ég vel liðinn og fékk
mjög góð með-
mælabréf í vega-
nestið. Hjá fjármála-
fyrirtækinu vann ég
næstu 7 árin. Þarna
gerði langvarandi
álag liðinna ára mjög áþreifanlega
vart við sig. Mér var strax gert að
vinna eftir hörðu línunni og sýna
vanskilafólki enga miskunn. Senda
innheimtumál umsvifalaust til lög-
fræðings, ef reikningar voru ekki
greiddir innan mjög stutts tíma.
Litlar sem engar tilhliðranir eða
samningar. Það var ekki sam-
kvæmt mínum lífsviðhorfum að
sýna fólki slíka hörku. Það var
bein krafa „yfirmanna.“ Eftir
nokkurra ára brjálæðislega vinnu
hjá fyrirtækinu tókst mér að
minnka vanskil viðskiptamanna og
auka samninga við vanskilamenn
og ábyrgðamenn þeirra. Fékk ég
þá smám saman meira frjálsræði
við vinnutilhögun, svo og aðstoð-
arfólk, sem tók að sér auðveldu
málin. Eftir hjá mér sátu þau ill-
leysanlegu, sem spönnuðu marga
þætti mannlífsins, allt frá fjöl-
skylduerjum, veikindum. gjald-
þrotum, hjónaskilnuðum, vinslitum
og hvers konar fjölskylduharm-
leikjum til morðhótana, morða og
sjálfsmorða og niðurbrots ábyrgð-
armanna, sem stundum misstu allt
það sem þeir höfðu lagt fyrir til
elliáranna. Mér tókst smátt og
smátt að breyta innheimtunni í þá
veru að lögfræðingurinn fékk orð-
ið bókstaflega engin mál. Þau
leysti ég með beinum samningum
við hlutaðeigandi fólk. Lögfræð-
ingurinn varð bókstaflega óður við
að missa öll þessi mál.
Alltaf var maður í vinnunni, nótt
sem nýtan dag, fleiri hundruð mál
daglega og aldrei hægt að stimpla
sig út í huganum. Maður vaknaði
með annarra vandamál, sofnaði
með þau, dreymdi þau og ekki fór
maður á klósettið án þeirra. Þau
átu bókstaflega upp alla sjálfstæða
hugsun.
Ég varð alvarlega veikur eftir
fjögurra ára vinnuálag hjá þessu
fyrirtæki, hættur að geta gengið
upp stiga eða brekkur, alltaf með
kökk í hálsi, óskaplega þreytu-
tilfinningu, sektarkennd og kvalir.
Eftir margra ára kyrrsetustarf við
óhóflegt vinnuálag og andlega
vanlíðan, ásamt reykingum, hafði
mér tekist að eyðileggja æðakerf-
ið. Ég fór í mikla aðgerð, þar sem
m.a. voru lagðar plastæðar úr
ósæð niður í lappir. Fór aftur í
vinnuna allt of fljótt, innan mán-
aðar, og vann við svipaðar að-
stæður næstu 3 árin. Þegar þá
komu upp í fyrirtækinu verulega
alvarlegir hlutir, sem orsökuðu
vinslit milli mín og yfirmanna
minna, ásamt því að þeir gerðu
mér vistina óbærilega, gat ég ekki
meira og sagði upp störfum. Gat
bara ekki meira þrátt fyrir mjög
góð laun. Þá var ég 49 ára. Ég var
þess fullviss að mér yrði vel tekið
annars staðar, manni með slíka
reynslu og vel liðinn að auki, með
fullt af skriflegum „súper-
meðmælum“ fyrri atvinnurekenda
upp á vasann.
Þar kom nú annað á daginn.
Íslenska kennitalan er eitt það
heimskulegasta og ranglátasta
sem stjórnvöld hafa fundið upp. Á
Íslandi er kennitalan alls staðar
ráðandi. Þú ferð ekki einu sinni út
í búð, án þess að allir viti hvað þú
ert gamall. Kennitalan er sprottin
upp úr fordómum. Í vestrænni
menningu, æskudýrkun, sem á
rætur að rekja til tískuheimsins,
störnudýrkunar, íþrótta og kvik-
mynda, fjölmiðla auk líkams-
ræktar, segir það afar lítið um
starfshæfni fólks, hvort það er 30
eða 50 ára. Hins vegar er sá þrí-
tugi líklegri til að meðtaka
kennslu í undirgefni og hlýðni við
yfirmenn sína. Próf segja heldur
ekkert til um verkfærni. Hins veg-
ar veit ég af reynslu minni, að ef
einhver þarf að velja á milli fólks
sem er ungt og hefur próf og þess
sem er gamalt og próflaust er val-
ið það fyrrnefnda. En aldur og
aldur er tvennt ólíkt. Meira að
segja í Ameríku er bannað spyrja
fólk um aldur í tengslum við
starfsumsóknir.
Þrátt fyrir hundruð starfs-
umsókna fékk ég ekki vinnu. Ég
fór á atvinnuleysisbætur og var
gert að uppfylla lágmarksfjölda
starfsumsókna mánaðarlega til að
detta ekki út af bótum. Eitt var
gott. Þeir buðu atvinnulausum upp
á hvers konar námskeið. Ég sótti
öll námskeið sem stóðu mér til
boða og ég komst yfir, lærði á
tölvur og fjöldann allan af for-
ritum, ásamt umsóknartækni,
tungumálanámi o.fl. Þessi nám-
skeið voru afnumin þegar ég var í
miðju auglýsingatækninámskeiði.
Eftir tvö atvinnulaus ár í sífelldri
von um betri tíð og nokkur alvar-
leg áföll innan fjölskyldunnar varð
ég mjög þunglyndur. Áfram sótti
ég um störf, alveg sama hvers
konar störf voru í boði. Ég sótti
bara og sótti. Í flestum tilvikum
hafði ég ekki hugmynd um hver
var að auglýsa, enda fékk maður
ekki svarbréf nema frá örfáum.
Þar var um hafnanir að ræða.
Áfram héldu kröfurnar frá Vinnu-
miðlun um lágmarksfjölda um-
sókna. Fundir voru haldnir með
okkur, þessum aumingjum, sem
enginn vildi og við vorum látin
finna til tevatnsins með dulbúnum
og ódulbúnum hótunum um að
detta út af bótaskrám. Þunglyndi
mitt jókst og var ég farinn að
ganga til geðlæknis vegna þess.
Það var orðið það alvarlegt að ég
ætlaði að klára þetta eymdarlega
líf mitt. Um haustið árið 1994,
þegar ég hafði verið atvinnulaus í
tvö og hálft ár, fékk ég alvarlegt
hjartaáfall. Á meðan ég reyndi að
jafna mig á því var ég í sjúkra-
þjálfun, fór í aðgerð og alls konar
meðferðir í kjölfarið á henni. Hélt
áfram að „ströggla“ og sækja um
störf eftir aðgerðina og loksins
fékk ég eitt. Það varð því miður
skammgóður vermir, þar sem ég
Eitt stykki líf – takk
Eftir Stefán Aðalsteinsson ’En hver skapaði velferðarkerfið?
Hver skapaði alls-
nægtirnar? Voru það
ekki ég og þú?‘
Stefán Aðalsteinsson
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is
Sængurfataverslun,
Glæsibæ • Sími 552 0978
Rómantískur
rúmfatnaður