Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 35

Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 35
þoldi ekki álagið og líkamleg átök sem það krafðist. Hélt áfram að sækja um. Síðla árs 1996 var ég búinn að sækja um yfir 800 störf. Þá fékk ég annað hjartaáfall. Árið 1997 sóttu læknarnir mínir um örorku og fór ég á örorkubætur 1998. Allar æðar frá ósæð og nið- ur í grindarhol voru þá ónýtar og ekkert við því að gera annað en að stunda sjúkraþjálfun og æfingar í von um að nýjar æðar mynduðust og brytu sér leið um þetta svæði líkamans. Þunglyndið hafði aukist svo að ég var alltaf á barmi sjálfs- vígs. Læknarnir sögðu mér að ég hefði átt að fara á örorku strax 1988, en það var nú dálítið of seint í rassinn gripið, enda 10 ár liðin. Nú var komið að þáttaskilum í lífi mínu. Ég varð að reyna að sætta mig við það að vera ekki lengur góður og gegn þjóðfélags- þegn. Ég hafði greitt alla mína hundstíð eða 38 ár í lífeyrissjóð, fyrstu fimm árin í Iðju, síðan í Lífeyrissjóð verzlunarmanna. Vissi ekki annað en að inneign mín í Iðju hefði verið færð í Lífeyrissjóð verzlunarmanna á sínum tíma. Það kom þó í ljós að svo var ekki. Engar átti ég sannanirnar eftir svona langan tíma. Lífeyrissj.vm. úrskurðaði mér einungis ör- orkubætur miðað við áunna heild- arpunkta frá 1966, ekki 1960 og miðaði við atvinnuleysisbætur frá 1992. Tók ekki tillit til þess að þar á undan hafði ég mjög góð laun. Ég hafði tapað verulegum bóta- möguleikum á þessu „umsókn- arströggli“. Um leið og ég varð lífeyrisþegi datt ég út sem verzlunarmaður, var ekki lengur skráður sem slík- ur. Öll þau réttindi sem ég hafði þá áunnið mér urðu að engu á sömu stundu. Lítilsvirðingin og vanvirðan var algjör. Það er ekki nóg að verða atvinnulaus, veikur og öryrki. Það verður að hnykkja á og láta fólk finna að það sé upp á aðra komið, þrátt fyrir landslög. Tryggingastofnun batt bætur mín- ar við tekjur maka míns. Ég var alls staðar látinn finna það að ég er ekki lengur sjálfstæður ein- staklingur, bæði opinberlega og annars staðar. Konan mín er líka 75% öryrki, en vegna mann- eskjulegra sjónarmiða atvinnurek- enda á vinnustað hennar heldur hún starfinu ennþá. Ég skil samt ekki hvers vegna það er látið skerða einstaklingsfrelsi mitt. Ég á bræður og systur og afkom- endur. Þeim er ekki skylt að sjá mér farborða. Hvers vegna þá far- lama konu, þó að hún hafi álpast til að giftast mér? Það eru hins vegar lög í landinu sem skylda allra þegnanna að greiða í sameig- inlegan ríkissjóð, á meðan þeir geta og hvort sem þeir geta það eða ekki, til framfærslu þeirra sem undir verða í lífsbaráttunni. Enginn veit jú hvenær kemur að honum sjálfum. Ég hætti að sjálfsögðu allri þátttöku í félagsmálum, forðaðist að vera innan um fólk, fara á skemmtanir og mannamót. Fjár- hagslega var það líka sjálfgert, þar sem auraráðin leyfðu ekki slíkan munað. Allir sem mig þekktu spurðu mig líka sífellt um hvað ég starfaði núna og skildu ekkert í því að ég væri atvinnu- laus og síðan öryrki, ég, sem liti alltaf svo vel út. Mér fannst fólk efast um heiðarleika minn og finnst það enn. Ég segi enn og aftur: Aldur og aldur er tvennt ólíkt. Útlit, stolt og eiginleikinn til að bera sig vel, þrátt fyrir allt, er eitthvað sem náunginn skilur ekki. Fyrir honum á maður að ganga hnípinn með veggjum vera illa klæddur, skrýtinn og flóttalegur, en yfir máta þakklátur fyrir ölm- usuna, sem hrýtur af borðum alls- nægtanna á Íslandi, einu ríkasta landi veraldar. En hver skapaði velferð- arkerfið? Hver skapaði allsnægt- irnar? Voru það ekki ég og þú? Ég varð stressinu að bráð. Streitan mig át. Skák og mát. Höfundur er fv. verslunarmaður. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 35 ✝ Hallgrímur Val-geir Guðmunds- son rafvirkjameist- ari fæddist á Álafossi í Mosfellssveit 5. október 1930. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut þriðju- daginn 11. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Kristinn Guðjóns- son, trésmiður í Reykjavík, f. á Litla- hólmi í Leiru 17.6. 1891, d. 29.1. 1971, og Kristín Jónsdóttir, f. á Bakka í Ölfusi 7.6. 1903, d. 1.4. 1937. Systk- ini hans eru: Guðjón, f. 21.2. 1928; María Halldóra, f. 23.1. 1934; Hulda Ester, f. 15.5. 1935; og Kristín, f. 6.3. 1937. Við lát móður sinnar fór Hall- grímur sjö ára gamall í fóstur til Sigríðar Guðmundsdóttur, f. á Kúfustöðum í A-Húnavatnssýslu Hans Hafsteinssyni, rafvirkja, f. 5.8. 1946, þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. 3) Sonju Guð- björgu, ljósmóður, f. 26.11. 1951, fv. maki hennar er Guðmundur Bernharðsson, trésmiður, f. 9.5. 1951, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 4) Guðmund Kristin, f. 25.2. 1953, d. 25.4. 1979. 5) Höllu Sjöfn, vökukonu, f. 11.4. 1954, hún er gift Jóhanni Sigurði Víglunds- syni, kennara, f. 23.1. 1954, þau eiga þrjú börn. 6) Önnu Lydíu, umönnunarstarfsmann, f. 9.6. 1955, fv. maki hennar er Kristján Sigurður Þórðarson, trésmiður, þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. 7) Sigríði, matráðskonu, f. 10.12. 1959, sambýlismaður henn- ar er Guðjón Steinarsson, bóndi, f. 26.9. 1962, hún á tvö börn og tvö barnabörn. 8) Svein, verkamann, f. 23.6. 1961, fv. sambýliskona hans er Lára Ólafsdóttir, f. 17.2. 1964, þau eiga tvö börn. 9) Elsu Halldísi, húsmóður í Svíþjóð, f. 6.8. 1963, hún er gift Hans Erik Strandberg, kennara, f. 1.3. 1968, þau eiga fimm börn. 10) Hallgrímur Valgeir Yoakum, verkamaður, (sonur Sig- ríðar), f. 21.10. 1974, ólst upp á heimili þeirra hjóna, hann á eitt barn. Útför Hallgríms verður gerð frá Garðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. 22.5. 1897, d. 5.12. 1985, og Jóns Jónsson- ar, f. á Skeggjastöðum í Árnessýslu 6.3. 1891, d. 1970. Hjá þeim ólst hann upp ásamt Höllu Pálsdóttur, f. 2.2. 1929, d. 5.3. 2004. Hinn 25. ágúst 1955 kvæntist Hallgrímur Elísabetu Sveinsdótt- ur sjúkraliða, f. í Reykjavík 8.9. 1926, d. 20.8. 1989. Hún var dóttir Sveins E. Sveinssonar mat- sveins, f. í Reykjavík 19.7. 1899, d. 25.2. 1989, og Hólm- fríðar Eyjólfsdóttur, f. á Þurá í Ölfusi 20.8. 1892, d. 8.12. 1942. Saman eiga þau börnin 1. Soffíu Söndru, hjúkrunarfræðing í Bandaríkjunum, f. 27.9. 1946, fv. maki hennar er Roger Vaughn, þau eiga tvö börn og tvö barna- börn. 2) Fríðu Kristínu Elísabetu, sjúkraliða, f. 22.2. 1949, hún er gift Pabbi minn, vinur minn. Var að lesa þennan texta á geisladiski sem þú áttir og er sunginn af Óskari Pét- urssyni, og þar sem þú vildir ekki að við værum að skrifa minningarorð um þig, þá fannst mér þetta bara passa við. Minning þín – Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og enginn geti komið í þinn stað mun samt minningin þín lifa á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. Ég elska þig. Þín dóttir Sigríður. Elsku tengdapabbi. Í mínum huga varst þú kletturinn í þessari stórfjölskyldu, sem fylgdist með öll- um sem minna máttu sín. Alltaf varst þú tilbúinn að hjálpa háum sem lágum. Þinn missir var mikill þegar tengdamamma dó, en með æðruleysi og dugnaði gerðir þú hluti sem komu mér á óvart, eins og að halda tengslum á milli barna og barnabarna. Þú virtist hrjúfur á yf- irborði en innra með þér sló hjarta sem gaf öllum rúm, enda er sökn- uður barnabarna þinna mikill. Ég sakna föðurlegra ráðlegginga þinn- ar sem komu mér oft að góðum not- um. Þú varst ótrúlega næmur ef mér leið illa og á þinn hátt leiðbeindir þú mér þannig að málin voru svo auð- veld til lausnar. Þú hafðir gaman af að ferðast og ekki settir þú það fyrir þig að fara með frúna og níu börn í ferðalög á gömlum Renault sem ekki komst upp Kambana nema með því að bakka upp með allan hópinn. Og allir voru meðvitaðir um það að beygja sig niður er löggan var í sjón- máli. Nú ert þú kominn í faðm elsku tengdamömmu sem mun lesa fyrir þig eins og forðum. Guð geymi þig og hafðu nú lyftuna í lagi fyrir okkur hin sem komum seinna. Kynslóð fæðist, og kynslóð deyr. Kjarninn er andi, skelin leir, sem brestur af feigð og fúa. Eg tigna þá alt af meir og meir, sem meistarans orðum trúa, og huga mannanna hefja þeir, sem himninum næstir fljúga. Lát höndina starfa við heilans bál. Frá hjartanu stígur bænamál. Heill þeim, sem náðar nýtur. Hann vegur sig upp; hans vængur er stál, sem vilja og afli lýtur. Draumurinn rætist, djarfa sál, og drekinn um loftið þýtur. (Davíð Stef.) Þinn tengdasonur, Hans Hafsteinsson. Elsku besti afi minn. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért dá- inn. Þú sem varst alltaf svo hress og hraustur maður. Ég gæti skrifað heila bók um allar þær góðu minn- ingar sem ég á um þig, en ég ætla ávallt að geyma þær í hjarta mínu. Ég vil þakka fyrir þær stundir sem ég átti með þér og ég verð ávallt þakklát fyrir að hafa átt stund til að kveðja þig á sjúkrahúsinu áður en þú lést. Þú varst svo ríkur maður að hafa átt þessa stóra fjölskyldu sem þótti svo vænt um þig og mun sakna þín og við vorum svo rík að eiga þig að. Þú varst styrkurinn í fjölskyld- unni og við munum halda þessum styrk áfram. Þú varst svo yndisleg- ur og góður maður og ég á eftir að sakna þín mikið. Ég elska þig. Þín dótturdóttir, Guðbjörg. Elsku afi. Ég reyni að komast hjá því að hugsa að ég muni ekki sjá þig aftur. Ég hugsa samt mikið um þær stundir sem við áttum saman áður en þú tókst síðasta andardráttinn. Ég sé þig alltaf fyrir mér hlæjandi. Enda varstu alltaf hlæjandi og sá ég þig aldrei sorgmæddan. Þú varst góður maður og mér þótti afskap- lega vænt um þig. Sú stund sem ég vil helst muna eftir var síðasti sunnudagurinn sem þú upplifðir og þann sunnudag áttirðu með mér og minni fjölskyldu. Við sátum inni í sólhúsi í nýju stólunum sem þú gafst mömmu í afmælisgjöf. Svo borðuð- um við góðan mat og töluðum mikið saman. Það var virkilega góð stund. Ég vona að ég hitti þig einn daginn svo við getum rifjað upp gamlar minningar. Þær eru fáar en allar svo góðar. Vertu sæll, afi minn. Þitt barnabarn, Rakel Sólrós Jóhannsdóttir. Elsku afi. Þegar ég hugsa til þín er mér efst í huga þakklæti. Þakk- læti fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og þakklæti fyrir að þú hafir verið partur af lífi mínu. Þú hefur alltaf verið mér ákveðin fyrirmynd og ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir skoðunum þínum. Einmitt þess vegna kveið ég hvað mest fyrir að segja þér að ég væri ólétt, var hrædd um að þér þætti ég hafa spillt fyrir framtíðar möguleikum mínum hvað menntun varðar og annað. En það var nú ekki raunin eins og ég hefði nú mátt vita, því þú studdir mig í því eins og öllu öðru í gegnum tíðina. Ég man svo vel þegar ég spurði þig hvort þér fyndist að ég ætti að eiga barnið eða ekki, þá horfðirðu á mig sposkur á svip og sagðir að það væri algjörlega okkar Kalla ákvörðun hvað við myndum gera, „en það er venjan í þessari fjölskyldu að eignast börn- in,“ sagðirðu. Meira þurfti ég ekki að heyra, þar með vissi ég hvað þér fannst og þessi orð þín spiluðu stór- an þátt í því að ég ákvað að eignast litla gullið. En svona er lífið hverfult, nýir einstaklingar koma, aðrir fara. Ekki hefði mig grunað að sama ár og ég eignaðist frumburð minn myndi ég missa þig. Það er svo sárt að horfa á eftir þér og vita að litla gullið mitt mun aldrei fá að sjá þig, en það mun fá að vita hversu mikill gæðamaður þú varst því ég mun segja því frá þér. Það er mér mikils virði að hafa fengið að vera með þér á spítalanum síðustu dagana þína hér hjá okkur, elsku afi minn, og þó leiðir okkar skilji um sinn þá muntu lifa í huga mínum og hjarta ævilangt. Svo sjáumst við þegar minni göngu lýk- ur. Guð veri með þér. Þín Þóra Elísabet. Elsku langafi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Með söknuði. Þinn langafadrengur, Guðmundur Ísak Jónsson. Elsku afi. Þú vildir engar lofræð- ur um sjálfan þig og það ætlum við að virða. Minningar okkar systkin- anna eru mikið tengdar Goðatúninu, hjá þér og ömmu. Þar kom öll fjöl- skyldan oft saman, bæði við hátíð- legar stundir og ekki svo hátíðlegar stundir. Það má því segja að alltaf hafi verið mikið líf í Goðatúninu. Við frændsystkinin höfðum ykkar heim- ili sem okkar annað heimili, það stóð alltaf opið, og því erum við því öll mjög náin. Eftir að amma dó fluttir þú í Stór- holtið en alltaf passaðir þú upp á að heimsækja öll börnin þín og barna- börn jafnt, með því gast þú fylgst með því sem við vorum að gera og gefið okkur góð ráð. Þú varst svo stoltur af okkur öllum. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um þig, elsku afi, sem við geymum í hjarta okkar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Kærar þakkir fyrir allt og allt, þúsund kossar og Guð geymi þig. Bestu kveðjur til ömmu Elísabetar, nú eruð þið saman á ný. Hafsteinn, Elísabet, Róbert Daði og Jón Pétur. Hallgrímur hóf störf hjá Bræðr- unum Ormsson hf. árið 1958. Segja má að störf hans í þágu fyrirtæk- isins hafi staðið óslitið í u.þ.b. 46 ár. Þegar undirritaður hóf störf hjá Bræðrunum Ormsson 1959–60, var Hallgrímur þar við störf, og má segja að hann hafi verið fremstur meðal jafningja í þeim stóra hópi rafvirkja sem þar starfaði. Hall- grímur var frábær fagmaður; lag- hentur, vel skipulagður við vinnu og vel fallinn til mannaforræðis. Því var það að hann var sjálfsagður kostur, þegar innflutningur á lyftum fór að aukast upp úr 1964, til að kynna sér uppsetningu og viðhald þeirra, en einmitt á þeim tímum var farið að krefjast flóknari stýringa á lyftum til að auka afköst þeirra. Það er mér minnisstætt atvik þegar nýj- ar lyftur á Hótel Sögu fóru að óþekktast. Til var kallaður sérfræð- ingur lyftufyrirtækisins frá Þýska- landi, og sat hann lengi með flókin mælitæki að leita orsaka bilananna. Að loknum vinnudegi með sérfræð- ingum hvarf Hallgrímur aftur vest- ur á Sögu og fyrir dagmál hringdi hann og sagðist vera búinn að lækna meinið; sagðist hafa verið farinn að gera sér grein fyrir því hvar leita þyrfti gallans. Sýnir þetta árvekni Hallgríms og skipulögð vinnubrögð, sem fylgdu honum í öllum störfum. Árið 1973 varð það að samkomu- lagi að Hallgrímur, ásamt Gunnari R. Guðmundssyni, félaga sínum í lyftudeild, stofnuðu fyrirtækið Raf- lyftur sf. Tóku þeir félagar að sér uppsetningu og viðhald þeirra lyftna sem Bræðurnir Ormsson seldu frá umboðum sínum. Auk þess tók Hallgrímur að sér að koma góðu skipulagi á viðhald og ábyrgðarvið- gerðir á heimilistækjum frá Bræðr- unum Ormsson og fann hann til þeirra starfa frábæra menn sem enn sinna þeim störfum. Verkstæði Raflyftna var ávallt í húsakynnum Bræðranna Ormsson, og var svo þar til báðum hentaði að Raflyftur yrðu sameinaðar Bræðr- unum Ormsson. Síðustu árin hafa þeir félagar starfað við sömu störf hjá fyrirtækinu. Að loknu þessu langa samstarfi langar mig til að þakka Hallgrími samstarfið, sem aldrei bar skugga á, og ævarandi hollustu og traust sem hann sýndi fyrirtæki sínu. Ég sendi fjölskyldu hans samúðarkveðjur og bið Guð að blessa minningu sóma- mannsins Hallgríms. Karl Eiríksson. En þegar þú lagðist til hvíldar, hvíslaði nóttin að þér þeim einum, sem gefur, vitnast, hvað vinátta er. (Bragi Sigurjónsson.) Þriðjudagskvöldið 11. maí barst mér sú sorgarfregn að vinur minn til margra ára, Hallgrímur Guðmunds- son, væri fallinn frá. Kynni okkar hófust árið 1969 sem samstarfsmenn hjá Bræðrunum Ormsson og samstarf okkar hélt áfram eftir að við báðir hófum störf á öðrum vettvangi. Hallgrímur fól mér að sjá um bókhald og reiknings- skil fyrir starfsemi sína. Það eru for- réttindi að fá að sinna störfum fyrir mann eins og hann. Samvizkusemi, heiðarleiki og reglusemi var sem rauður þráður í öllum hans samskiptum, rétt skal vera rétt og orð skulu standa. Þann- ig er sú mynd sem ég ber af þessum öðlingi. Þó ég þekkti ekki mikið hans per- sónulegu hagi, enda bar hann þá ekki á torg, veit ég að fjölskyldan var ætíð sett í forgang og á engan skyldi hallað. Ég vil með þessum fáu línum kveðja kæran vin og þakka öll árin sem við áttum. Kæra fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Þorkell Hjörleifsson. HALLGRÍMUR VALGEIR GUÐMUNDSSON MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.