Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ GuðmundurBragi Jafetsson
fæddist á Akranesi
20. mars 1935. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 11. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Sigríð-
ur Guðmundsdóttir,
f. 5.9. 1909, d. 28.5.
1988 og Jafet Egill
Sigurðsson, f. 22.1.
1907, d. 27.2. 1970.
Systkini Braga
eru: 1) Rósa Ingi-
björg, f. 2.12. 1928,
d. 13.1. 2004, 2)
Hörður, f. 12.6.
1932, d. 4.9. 2003, 3)
Viktoría Guðlaug, f.
21.3. 1932, d. 28.12.
1998, 4) Halldóra
Guðmunda, f. 24.4.
1933, og 5) Baldur,
f. 11.3. 1936, d. 2.11.
1959.
Bragi bjó mest
allt sitt líf í Hafn-
arfirði.
Útför Braga fer
fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin
klukkan 15.
Einn mikilvægur hlekkur í mínu
lífi er nú horfinn. Það að vera svona
fjarri, í Ástralíu, gerir þetta ein-
hvern veginn svo miklu erfiðara. Ég
get ekki sameinast fjölskyldu minni,
við jarðarförina og erfidrykkjuna
eða kistulagninguna, þar sem við
komum saman í sorginni og minn-
umst þessa góða drengs. Sem ég
skrifa þetta get ég ekki annað en
grátið brottför hans þótt ég skilji svo
vel hversu mikill léttir þetta hlýtur
að hafa verið fyrir hann að fá að fara
svona friðsamlega.
Hugurinn leitar til fortíðar minn-
ar, til æskudaganna og lífsins okkar
á Íslandi. Bragi frændi var alltaf
þátttakandi í því lífi og hans nærvera
átti stóran þátt í því að skapa þá per-
sónu sem ég er í dag. Hann var hlað-
inn eiginleikum sem ég telpan, ung-
lingurinn og konan óx upp við,
hugleiddi og loksins gerði að mínum
eigin. Hann var ekki margmáll en
kímnigáfan var vel þroskuð. Hann sá
skondnu hlutina í okkar daglega lífi
og oft í hita leiksins er maður leit upp
þá sá maður þurra brosið hans og
vissi að eitthvað skondið hafði átt sér
stað. Ég gerði mér þá grein fyrir því
að besta meðalið var oft hreinlega
bara að hlæja í stað þess að deila.
Bragi var ekki heill heilsu allt sitt
líf, en aldrei heyrði ég hann kvarta
eða kveina yfir sínu hlutskipti. Það
líf sem honum var boðið upp á var
sárara og erfiðara en margur sterk-
ur hefði getað afborið, en hann bar
það eins og hetja án nokkurra til-
hneiginga til að gera sjálfan sig að
píslarvætti. Ef spurður hvernig
gengi, þá brosti hann út í annað á
sinn rólega hátt og svaraði það geng-
ur.
Hann flutti aldrei að heiman en
bjó með okkur allt okkar líf. Hann
eignaðist aldrei sína eigin fjölskyldu
en gerði okkur að sinni og fylgdist
með okkur systkinunum náið. Sigrar
okkar voru hans og sorgir okkar
hans líka. Þegar ég var unglingur
man ég að við deildum ást á hljóm-
sveitinni Beach Boys, og við keppt-
umst um að finna og klippa út mynd-
ir af þeim og líma upp á vegg. Hann
var ekki mjög hrifinn af sumum
tískusveiflum, t.d. buxnapilsunum og
lét skoðanir sínar vel í ljós. Vildi ekki
sjá að hún Sigga frænka sín gengi
svona druslulega til fara. Hann
kenndi okkur krökkunum að tefla, ég
var vonlaus, hann kenndi okkur líka
að teikna og mála – þar var ég líka
vonlaus. En hann brosti bara þegar
ég þusaði og pirraðist út af vöntun á
listrænum og lógískum eiginleikum.
Hann sýndi mér ungri konunni
ómældan stuðning og styrk þegar ég
varð barnshafandi að honum Braga
mínum. Hann var eins og restin af
fjölskyldunni svo innilega spenntur
yfir fjölguninni, yfir nýju barni og
hann var ekkert smá glaður og
hreykinn þegar drengurinn kom í
heiminn. Sem móðir, sem vill sínu
barni allt það besta, þá kom ekki
annað til greina en að nefna dreng-
inn í höfuðið á frænda sínum. Ég
óskaði mínu barni til handa þá eig-
inleika og persónulegan gjörvileika
sem frændi minn Guðmundur Bragi
Jafetsson bar allt sitt líf fram á síð-
ustu stundu, styrk, kímnigáfu, þol-
inmæði, góðan hug og gott hjarta.
Sonur minn líkist frænda sínum vel.
Megir þú minn kæri frændi hvíla í
friði. Þú ert geymdur en ekki
gleymdur.
Sigríður G. Ingvadóttir
og fjölskylda.
Herra Jesú, hjá oss vaktu, héðan burt er
sofnum vér,
oss í miskunn að þér taktu, einkatraustið
vort það er.
Bend oss heim í hæð til þín, himinljóma
þann oss sýn
er til fulls vér síðar sjáum, sjálfan þig er
litið fáum.
(Jón Þorleifsson.)
Ó, hve mín þrá er heit til þín,
æ, hvenær muntu vitja mín?
Æ, hvenær fögnuð hlýt ég þinn,
æ, hvenær saðning, Jesú minn?
Elsku Bragi frændi, við kveðjum
þig í dag með söknuði en erum þess
fullviss að þér líði vel í nýjum heim-
kynnum. Við vitum að amma og afi
og systkini þín sem á undan eru
gengin hafa tekið þér opnum örmum.
Nú getur þú hlaupið um, talað og
gert allt það sem þú þráðir svo langa
lengi er þú gekkst þína þrautagöngu
gegnum lífið.
Mamma og pabbi tala mikið um
það núna að nú njótir þú þín þar sem
þú getur svo miklu meira. Ég held að
mömmu finnist svolítið skrítið að
núna er hún ein eftir af systkina-
hópnum, en svona er lífið.
Eins og stendur í biblíunni hans
„afa“: Þú hefir, Drottinn, séð undir-
okun mina, rétt þú hluta minn! Það
er sú von sem við berum í brjósti fyr-
ir þína hönd að drottinn hafi nú rétt
þinn hlut.
Bragi minn, þú hefur alltaf verið
einn af okkar nánustu fjölskyldu og
bjóst til margra ára á heimili
mömmu og pabba eftir að amma
Sigga féll frá. Börnin mín þekkja þig
sem Braga frænda og dóttur minni
fannst svo gaman að heimsækja þig
og spila við þig, bæði meðan þú varst
hjá mömmu og síðan þegar þú fluttir
á Sólvangsveginn. Þá minnist ég tím-
anna þegar ég var lítill og þú varst að
kenna mér að tefla og spila.
Við fjölskyldan kveðjum þig með
söknuði, kæri frændi, og megir þú
hvíla í friði.
Jafet, Hrönn Hrund og Egill.
BRAGI
JAFETSSON
Lokað
Lokað verður frá kl. 13.00 miðvikudaginn 19. maí vegna jarðar-
farar EINARS ÓLAFSSONAR, fyrrverandi formanns Starfs-
mannafélags ríkisstofnana.
SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
STEFÁN STEFÁNSSON
útgerðarmaður og skipstjóri,
Dalvík,
andaðist laugardaginn 15. maí sl.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn
28. maí kl. 13:30.
Sigrún J. Eyrbekk,
Stefán Stefánsson, Hulda Ólafsdóttir,
Sigríður Ingibjörg Stefándóttir,
Davíð Stefánsson, Vilborg Björgvinsdóttir,
Anna Lísa Stefánsdóttir, Magnús Jónasson,
Sigrún Stefánsdóttir, Sveinn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GRÓA FINNSDÓTTIR,
Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður til heimilis
á Strandgötu 85, Hafnarfirði,
er látin.
Jarðarförin fór fram mánudaginn 17. maí í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ólafur K. Björnsson,
Finnur Torfi Stefánsson, Steinunn Jóhannesdóttir,
Ingveldur G. Ólafsdóttir, Jóhann Hauksson,
Björn Jóhann Ólafsson,
Sigurður Ólafsson, Ingibjörg H. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KNÚTUR ÁRMANN
rafvirkjameistari,
Breiðvangi 8,
Hafnarfirði,
lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði mánu-
daginn 17. maí sl.
Útförin auglýst síðar.
Kristín J. Ármann,
Valdís Erla Ármann, Guðbjörn Ólafsson,
Júlíus J. Ármann,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma, langamma og langalangamma,
ÓSK ÞÓRHALLSDÓTTIR,
Garðabraut 65,
Garði,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði,
mánudaginn 17. maí.
Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju laugar-
daginn 22. maí kl. 14.00.
Frímann Þorkelsson,
Helga Hólmfríður Frímannsdóttir, Hjalti Sigurðsson,
Þórhallur Þorkell Frímannsson, Gréta Björk Jóhannsdóttir,
Dýrleif Eydís Frímannsdóttir, Gísli Eiríksson,
Anna Frímannsdóttir, Hartmann Óskarsson,
Ægir Frímannsson, Valdís S. Sigurbjörnsdóttir,
Kristjana Björg Frímannsdóttir, Bjarni Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FJÓLA STEFÁNSDÓTTIR,
Minni-Ökrum,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki að
morgni föstudagins 14. maí.
Útför hennar verður gerð frá Miklabæjarkirkju
laugardaginn 22. maí kl. 13.00.
Stefán Vagnsson,
Guðrún Þrúður Vagnsdóttir,
Hjörtína Dóra Vagnsdóttir,
Aðalbjörg Vagnsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR NICHOLAS,
lést á sjúkrahúsi í Washington D.C. sunnudaginn 25. apríl 2004.
Börnin.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN ÁSTA TORFADÓTTIR,
Dalbraut 14,
áður til heimilis
í Heiðargerði 16,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 16. maí.
Ásgeir Ásgeirsson, Guðný Styrmisdóttir,
Snorri Ásgeirsson,
Torfi Ásgeirsson, Liane Ásgeirsson,
Óskar Ásgeirsson, Svanhildur St. J. Guðmundsdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning-
@mbl.is, svar er sent sjálf-
virkt um leið og grein hefur
borist) eða á disklingi. Ef
greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsyn-
legt er að tilgreina símanúm-
er höfundar og/eða sendanda
(vinnusíma og heimasíma).
Ekki er tekið við handskrif-
uðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5–15 línur, og
votta virðingu án þess að það
sé gert með langri grein.
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina