Morgunblaðið - 19.05.2004, Qupperneq 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 37
✝ Þórður Helgi Ein-arsson verslunar-
maður var fæddur á
Ísafirði 11. júlí 1908.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Ísafirði 10.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Svanhildur
Jónsdóttir, f. 14.8.
1879, d. 5.5. 1954, frá
Tungu í Nauteyrar-
hreppi, og Einar Guð-
mundsson, f. 6.8.
1873, d. 18.10. 1941,
skósmiður frá Mið-
dalsgröf í Reykjar-
firði í Strandasýslu. Þórður var
næstelstur alsystkina sinna en hálf-
systir Jósefína Sölvadóttir var elst.
Systkinin voru: Jón, matsveinn,
Gísli, fulltrúi hjá Kaupfélagi Ísfirð-
inga, Vilhelmína, húsmóðir, Einar,
skipasmiður, Guðmundur, sjómað-
ur, Sigurður, sem lést ungur, og
Högni, skósmiður. Þau eru öll látin
Fyrri kona Þórðar var Ingibjörg
Ragnheiður Jóhannsdóttir, f. 12.9.
1909, og með henni átti hann soninn
Hermann, flugumferðarstjóra, f.
f. 1.8. 1934, gift Páli Þ. Jónssyni, f.
1930, d. 2001. Þeirra börn: Guð-
björg Jóna, maki Sigurður H. Ís-
leifsson, Jón Örn, maki Elísabet
Kjartansdóttir, Magnús Valur, maki
Jóna Guðrún Jónsdóttir, Þórður,
maki Ronda Pálsson, og Kristinn
Þór.
Þórður ól allan aldur sinn á Ísa-
firði, utan eins árs sem fjölskyldan
bjó að Hjöllum í Skötufirði. Þangað
flutti fjölskyldan vorið 1918 eftir að
Einar hafði gengið á ís frá Ísafirði
inn að Hjöllum frostaveturinn mikla
1918 til að ganga frá leigusamning-
um á jörðinni.
Þórður veiktist mikið af berklum
og lá lengi á unglingsárum á sjúkra-
húsinu á Ísafirði undir handleiðslu
Vilmundar Jónssonar læknis, síðar
landlæknis og alþingismanns.
Á unglingsárunum í kreppunni
vann Þórður með föður sínum og
bræðrum í atvinnubótavinnu við að
bera að og mala grjót.
Tvítugur að aldri hóf hann störf
hjá Kaupfélagi Ísfirðinga og vann
þar samfleytt til áttræðs. Auk þess
vann hann á efri árum um skeið hjá
Orkubúi Vestfjarða. Þórður var
virkur félagi í Alþýðuflokknum á
Ísafirði og starfaði ötullega að mál-
um hans.
Útför Þórðar verður gerð frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
26.3. 1931. Þau slitu
samvistum. Börn Her-
manns og Auðar Árna-
dóttur, f. 26.6. 1936,
konu hans, eru: Sigríð-
ur, maki Pálmar Krist-
mundsson, Hlín, maki
Pétur Tryggvi Hjálm-
arsson, og Árni Yngvi,
maki Guðríður Rail.
Áður átti hann dóttur,
Grétu, f. 1951, d. 2003,
með Kristrúnu Jónínu
Steindórsdóttur.
Seinni kona Þórðar var
Guðbjörg Magnúsdótt-
ir, saumakona, f. 31.6.
1914, d. 6.12. 1973. Dóttir þeirra er
Svanhildur, f. 27.3. 1946, kaupmað-
ur á Ísafirði. Dætur hennar og
Magna Örvars Guðmundssonar, f.
30.6. 1944, netagerðarmeistara,
eru, Harpa, gift Baldri Trausta
Hreinssyni, Marta Hlín, áður gift
Rúnari Jónatanssyni, en nú í sam-
búð með Ólafi Sigurðssyni, og Guð-
björg Halla, gift Þresti Jóhannes-
syni. Auk þess ól Þórður upp
stjúpdóttur sína og dóttur Guð-
bjargar, Sólveigu Huldu Jónsdóttur,
Elsku Tóti afi. Mér fannst alltaf af
við systurnar værum heppnustu
börnin á jörðinni því að enginn sem ég
vissi um átti annan eins afa og við. Ég
bjóst líka við að vinkonur mínar öf-
unduðu mig innst inni af því að eiga
þig að og fannst því sjálfsagt að leyfa
þeim að njóta þín með mér. Þú varst
líka mikill barnakall og við vorum allt-
af velkomnar til þín. Stundum loka ég
augunum, lauma mér yfir „stakketið“
í Krók 1, geng upp tröppurnar og
opna dyrnar. Notalega andrúmslofið
sem bauð mann velkominn um leið og
inn var komið, litla holið, bláköflótta
gólfið á ganginum og eldhúsinu, litla
eldhúsborðið með bláu fótunum,
skúffan sem alltaf geymdi kex og ann-
að góðgæti fyrir okkur stelpurn-
ar … ég get farið herbergi úr her-
bergi og skoðað mig um og ég finn
fyrir nærveru þinni allan tímann.
Litla húsið í Króknum var okkur
systrum annað heimili, þar gátum við
haft okkar hentisemi, við skiptumst á
að gista hjá afa um helgar, þetta var
okkar ævintýraheimur. Stundum
voru „spilakallarnir“ hjá þér, Toni,
Guðni og Steini, þá var mikið spjallað
og rætt í litla eldhúsinu, stundum
meira að segja rifist ef köllunum var
heitt í hamsi. Aldrei var amast við því
þó lítil stelpa kæmi og kíkti yfir öxlina
á þér og fylgdist með í smástund, svo
fór maður bara inn í herbergi eða
fram í stofu og fann sér eitthvað til
dundurs. Söngurinn var þér náttúr-
legur, öll lögin og textarnir sem ég
kunni ung að árum og kann enn og
syng fyrir börnin mín, allt lærði ég af
þér, „Nú andar Suðrið“, „Anna frá
Hvammi“, „Er sumarið kom yfir sæ-
inn“. Þessi lög og mörg önnur óma í
höfðinu á mér þegar ég hugsa um þig
og fer í minningarferðina mína um
litla húsið í Króknum.
Elsku afi, þú talaðir oft um hvað þú
værir ríkur, og þá áttir þú við mömmu
og pabba og okkur systurnar og allt
góða fólkið í kringum þig. Enda varst
þú alltaf svo léttur og kátur, með bros
á vör og tókst öllum vel. Gæðin og
góðmennskan og gleðin yfir lífinu var
alltaf þinn fylgifiskur og smitaði
óneitanlega út frá sér. Mikið finnst
mér nú gott, afi minn, að hugsa til
þess að þú sért kominn til Guðs, laus
úr þessum gamla og þreytta líkama,
aftur farinn að fara út að labba á
hverjum degi og býður konunum í
bankaútibúi Himnaríkis upp á brjóst-
sykur.
Elsku mamma, þú varst alltaf
kletturinn hans afa, sú sem hann leit-
aði til og treysti á og því stóðst þú full-
komlega undir, þú hefur staðið þig
eins og hetja. Tárin sem við fellum
verða í mínum huga gleðitár yfir að
hafa fengið að njóta samvista við
þennan ljúfa og yndislega mann í
svona langan tíma. Góða ferð, elsku
afi minn.
Þín
Marta.
Þá er Tóti afi kominn upp til himna
og þó að nokkuð sé síðan hugur hans
hvarf frá okkur hinum þá skapast
samt ákveðið tómarúm. Tóti afi hefur
alltaf verið til og nú þegar hann er far-
inn hrannast upp minningar frá liðn-
um árum. Afi sagði alltaf að hann
hefði byrjað að lifa lífinu á fertugs-
aldrinum vegna mikilla veikinda í
æsku og hann naut þess svo sannar-
lega. Fór á böll í Gúttó, dansaði, tjútt-
aði og söng daginn út og inn. Hann fór
á rauða Skódanum sínum að rukka
fyrir Kaupfélagið og litlar stelpur
fengu oft að sitja í aftursætinu. Afi
var ekki sérlega leikinn bílstjóri og
kláraði kúplingsdiskinn á skódanum á
u.þ.b. þremur mánuðum. Einu sinni
keyrði hann út í stóran poll á höfninni
og við sátum bæði föst í bílnum og
þorðum ekki út. Þá kom Höddi Þor-
steins og klofaði út í og bar okkur
bæði upp á þurrt.
Það var stutt að hlaupa niður í
Krók til afa og þar eyddum við syst-
urnar löngum æskudögum. Í kjallar-
anum var forláta bú, þar var drullu-
mallað og farið í búðarleiki með allar
tómu Old Spice-flöskurnar hans afa,
ásamt ýmsum krukkum og ílátum.
Verðmætastar voru þó Pepsi-dósirn-
ar sem afi hafði keypt úti í Kanada
þegar hann fór að heimsækja ætt-
ingja.
Afi kenndi mér að syngja, það er
honum að þakka að ég kann alla
gömlu slagarana og textana við flesta
þeirra. Hann kenndi mér líka bæði að
spila og leggja kapal og síðast en ekki
síst þá kenndi hann mér að biðja bæn-
ir. Trúin var stór þáttur í hans lífi og
meðan augun entust til fór hann aldr-
ei að sofa án þess að lesa eina blaðsíðu
í Biblíunni.
Þegar ég fór að koma með kærast-
ann sem varð síðar eiginmaður minn í
heimsókn þá bauð afi honum alltaf
snafs á meðan ég fékk vínber eða
snakk. Síðan fóru langafabörnin að
koma í heiminn og Tóti afi gat löngum
stundum kjáð framan í þau og brosað.
Síðast þegar við fjölskyldan hittum
afa var það bara Magni sem náði að
fanga athygli hans. Þessi stund á
sjúkrahúsinu sumardaginn fyrsta var
svo góð fyrir það að synir mínir muna
svo vel eftir Tóta afa, ég var rög við að
taka þá með mér í heimsókn undir
það síðasta því honum leið oft svo illa.
En núna líður afa vel og er aftur far-
inn að dansa og syngja.
Halla, Þröstur, Andri Pétur,
Steinn Daníel, Fróði Benja-
mín og Magni Jóhannes.
Ég mun alltaf muna hann afa fyrir
hversu glaður og kátur hann alltaf
var. Hann hafði unun af söng og
dansi. Alltaf var hann syngjandi og
raulandi. Þau eru mörg lögin sem
hann kenndi mér enda vorum við
systurnar mikið hjá afa. Hann átti
heima í litla húsinu í Króknum rétt
fyrir neðan okkur. Ég var ekki há í
loftinu þegar ég var farin að fara með
honum í vinnuna. Hann var rukkari í
Kaupfélaginu, fór á milli fyrirtækja
og rukkaði. Þetta fannst mér mjög
spennandi. Þannig að auðvitað fékk
ég mína eigin reikninga til að leggja
saman á reiknivélinni hans.
Við stelpurnar vorum mikið hjá afa
á daginn og alltaf vorum við velkomn-
ar þó svo að strollan af stelpunum
fylgdi okkur. Alltaf átti hann eitthvert
góðgæti fyrir okkur.
„Búið“ okkar var á bak við húsið
hans. Þangað fengum við gamalt dót
sem hann var hættur að nota.
Þegar ég svo fékk bílpróf var ekk-
ert sjálfsagðara en að ég fengi lán-
aðan bílinn hans. Þannig var afi. Vildi
allt fyrir aðra gera.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann
afa að. Hann gaf mér svo mikið.
Harpa.
,,Ó hvað hann Guð er góður við
mig,“ sagði hann Þórður oft.
Hvað hafði hann Guð gefið þessum
fátæka alþýðumanni, sem var svo
miklu betra en hann hafði gefið okkur
hinum? Það hefur tekið mig langa ævi
að fá botn í þá spurningu.
Hann var fæddur inn í stóra fátæka
fjölskyldu á Ísafirði 1908 og ólst upp
við kröpp kjör. Á táningsárum sínum
veiktist hann af berklum, sem þá
lögðu flesta sem veiktust í gröfina. En
eftir áralanga dvöl á sjúkrahúsinu á
Ísafirði tókst Vilmundi Jónssyni
lækni og seinna landlækni og alþing-
ismanni að lækna Þórð af berklunum,
þótt hann bæri þess merki alla ævi.
Væntanlega hefur þessi umkomu-
lausi unglingur fundið til þess hvernig
fyrirmaðurinn og yfirlæknirinn Vil-
mundur annaðist hann af kostgæfni
og mannkærleika. Alla vega varð
Þórður afdráttarlaus jafnaðarmaður
á þessum árum og efaðist aldrei um
yfirburði jafnaðarstefnunnar í stjórn-
málum. Ég veit það að það tók hann
oft sárt þegar forystumenn jafnaðar-
manna í bæjarstjórn eða landsstjórn-
inni gengu gegn hugsjónum jafnaðar-
stefnunnar vegna pólitískra- eða
eiginhagsmuna.
Hann naut sigra jafnaðarmanna
eins og aðrir Íslendingar, en bað aldr-
ei um neitt sérstaklega fyrir sig.
Fyrsta verkefni þessa lasburða
unglings nýkominn af sjúkrahúsi var
að vinna með föður sínum og bræðr-
um í grjótnámi í atvinnubótavinnu
þess tíma. Líkaminn var veikburða en
það var til einskis að kvarta og úr
grjótinu kom hann sæmilega stæltur.
Tvítugur að aldri hóf hann störf hjá
Kaupfélagi Ísfirðinga og vann þar
óslitið til áttræðs, eða lengur en nokk-
ur annar starfsmaður.
Á þeim tíma starfaði hann hjá tíu
kaupfélagsstjórum, sem honum líkaði
misvel við eins og gengur, en svo góð
vinátta og virðing var á milli hans og
sumra þeirra að ævilangt hélst. Ég
minnist þess til dæmis aldrei að hafa
komið inn í Herrahúsið í Reykjavík til
Sverris Bergmanns kaupmanns og
fyrrverandi kaupfélagsstjóra að
fyrstu orð hans væru ekki: ,,Hvernig
hefur hann Þórður minn það?“
Ég kynntist ekki Þórði að ráði fyrr
en á seinni árum, eftir að hann fór að
hægja á sér í Kaupfélaginu. Hann
kom þá oft að hitta bróðurdóttur sína
og konuna mína Jósefínu Gísladóttur í
Hamraborg og var reyndar um tíma
starfandi sem póstþjónn fyrirtækis-
ins.
Hann var aldrei í þeirri aðstöðu að
geta safnað fé, en lifði af nægjusemi
sinni góðu lífi og kunni að njóta góðra
daga.
Það sem á fjárauðinn vantaði bætti
hann upp með trúnni á algóðan Guð
en honum fól hann sitt líf daglega í
bæn. Auðurinn sem Jesús Kristur
skildi eftir fyrir okkur er öllum öðrum
auði æðri og meiri og það vissi Þórður
vel.
Hann fór tvisvar sinnum með
frænku sinni í sumarferðir Sjálfstæð-
isflokksins eftir að hann fór að eldast.
Gleðin, samveran, söngurinn og dans-
inn eru þverpólitísk og með þeim átti
hann heima og efalaust dansaði hann
við fleiri sjálfstæðiskonur í þessum
ferðum en þingmennirnir, þótt ekki
væri sérhagsmuni að verja.
Við ræddum nokkuð náið um póli-
tíkina á meðan foringjar okkar sátu
saman í ríkisstjórn. Okkur fannst
margt vel gert en annað miður eins og
gengur.
Þegar við hjónin kveðjum Þórð að
leiðarlokum, þökkum við samfylgdina
og allt það sem hann hefur gefið okk-
ur og verður aldrei frá okkur tekið.
Ég veit það núna að Guð var honum
góður og gaf honum svo mikið meira
en þeim sem nú berjast um völd og
peninga í okkar litla samfélagi en eiga
hvorki einlæga gleði né innri frið.
Við Ína sendum börnum hans Her-
manni, Sólveigu og Svönu, mökum
þeirra og afkomendum innilegar sam-
úðarkveðjur. Það hefur slokknað á
veiku skari en birtan lifir í minning-
unni.
Úlfar Ágústsson.
Hann Tóti í Kaupfélaginu var einn
af þessum alþýðumönnum sem settu
svip á Ísafjörð þegar við systkinin
vorum að alast upp. Svo var hann líka
nágranni okkar á Hlíðarveginum í
mörg ár. Átti heima uppi, ásamt
Gurru konu sinni, Svönu dótturinni
og svo seinna líka Magnúsi tengda-
föður sínum. Þetta voru góðir grann-
ar. Eftir á að hyggja svolítið eins og
afi og amma okkar krakkanna á neðri
hæðinni. Gurra heitin kom stundum
stormandi inn ganginn: „Anna mín,
Anna mín,“ – snögg upp á lagið með
sígarettuna í hendinni. Kom til að fá
svolítið spjall og kaffisopa og var
stundum töluvert niðri fyrir. Hún
saumaði dýrindis flíkur á frúrnar í
bænum, og líka stundum eitthvað á
heimasætuna á neðri hæðinni. Enn
nefnum við mæðgurnar ákveðin
kjólasnið „Gurrukjóla“, og alltaf kom-
ast slíkir kjólar í tísku aftur og aftur.
Tóti var hins vegar í Kaupfélaginu.
Var kenndur við Kaupfélagið. Vildi
Kaupfélaginu það besta og var
kannski bara líka þessi gegnheili
kaupfélagsmaður sem harla lítið er
orðið eftir af. Kannski vegna þess að
hann var í Kaupfélaginu sá Tóti alltaf
um öll innkaup til heimilisins sem var
ekki algengt að karlar sinntu í þá
daga. Kom alltaf heim í hádeginu eins
og þá tíðkaðist. Stundum á hjóli en
seinna á eðalfínum Moskwitz. Var
ekki lipur ökumaður en komst það
sem þurfti. Alltaf brosandi og léttur í
lund og tók okkur krakkana tali. Allt-
af snyrtilegur og vel til fara. Hafði
gaman af samskiptum við fólk.
Í okkar huga var hann Tóti í Kaup-
félaginu einn af máttarstólpunum í
þjóðfélaginu. Ekki gírugur eða kröfu-
harður fyrir sjálfan sig heldur maður
sem undi glaður við sitt og setti svip á
umhverfi sitt með framkomu sinni og
viðmóti. Hann og hans fjölskylda voru
hluti af æsku okkar og þess er gott að
minnast. Tóta í Kaupfélaginu eru
þökkuð samskiptin, velvilji og góðvild
alla tíð.
Elín Alma Arthursdóttir.
ÞÓRÐUR
HELGI EINARSSON
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Elskuleg móðir mín, fósturmóðir, dóttir, systir
og mágkona,
GYÐA JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 9. maí.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 21. maí kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast
láti MS-félag Íslands eða Krabbameinsfélagið njóta þess.
Baldur Eyþór Eyþórsson, Valentína Manucci,
Birna Gyða Ásmundsdóttir, Jónas Wínell,
Birna J. Benjamínsdóttir,
Margrét Ólafsdóttir, Jón Þorgrímsson,
Birna Ólafsdóttir Nyström, Lars Nyström,
Jón Ólafur Ólafsson, Anna S. Jónsdóttir.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.