Morgunblaðið - 19.05.2004, Side 39

Morgunblaðið - 19.05.2004, Side 39
snerrur er leið að kosningum. Þá iðaði Einar af lífi. Hann kynntist líka mót- læti á lífsgöngu sinni en ræddi það lít- ið, flíkaði ekki sínum eigin málum. Ég lærði margt af Einari sem ég vil nú þakka. Enginn maður mér óskyldur hefur sýnt mér meiri tiltrú. Ég nefndi honum það síðast er við hittumst fáum dögum fyrir andlát hans, hann þá fársjúkur. Hann lyfti höfði daufum augum en neisti kom í þau engu að síður, bros á vör og svo kinkaði hann kolli. Næmi Einars á mannleg samskipti var meiri en ég hef þekkt hjá öðrum. Það hefði verið gagnlegt að ganga til hans í skóla fyrr. Gott samt. Ég flyt Hansínu innilegar samúð- arkveðjur, fjölmennum hópi barna, tengdabarna og annarra afkomenda sem hann unni mjög. Blessuð sé minning Einars Ólafs- sonar. Kristján Guðmundsson. Einar Ólafsson var formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, SFR, í rúmlega tvo áratugi á miklum uppgangstímum félagsins. Hann tók við formennsku árið 1969 og næstu árin þar á eftir var sannkallað blóma- skeið í sögu samtaka opinberra starfsmanna. Þau urðu raunverulegt afl í samfélaginu. Í þeirri baráttu lagði Einar Ólafsson sitt lóð á vog- arskálarnar. Í stjórnartíð Einars fóru verkefni SFR vaxandi og snerust ekki ein- göngu um kjaramál. Tímamót urðu í orlofsmálum félagsmanna árið 1971 er húsin í Munaðarnesi voru tekin í notkun og aftur árið 1984 er SFR eignaðist land í Vaðnesi í Grímsnesi, þar sem risu átta orlofshús. Orlofsmál félagsmanna voru Einari jafnan sér- stakt áhugaefni. Mörgum öðrum framfaramálum og nýjungum barðist hann fyrir og ýtti úr vör með félögum sínum. Má þar m.a. nefna fræðslu fyr- ir trúnaðarmenn og starfsmenntun félagsmanna innan vébanda BSRB. SFR var stofnað í Reykjavík 17. nóvember 1939. Þegar horft er um öxl dylst engum sem söguna þekkir að samfélag okkar hefur tekið algerum stakkaskiptum frá þeim tíma. Lífs- kjör fjöldans eru á engan hátt sam- bærileg við það sem tíðkaðist kring- um 1940. Barátta SFR og annarra stéttarfélaga undangengna áratugi hefur borið ríkulegan ávöxt; skilað auknum réttindum, betri kjörum, og meiri velferð almenningi til handa. En ekkert af þessu hefur unnist baráttu- laust og margir hafa lagt hönd á plóg í baráttu samtaka launafólks í gegnum tíðina. Á þeim vettvangi og í krafti samtakamáttarins var þáttur Einars Ólafssonar stór og mikill. Fyrir hönd SFR vil ég þakka Ein- ari Ólafssyni innilega fyrir það fórn- fúsa starf sem hann innti af hendi í þágu félagsins. Eiginkonu Einars, Hansínu Þorkelsdóttur, og fjölskyldu þeirra færi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Jens Andrésson, formaður SFR. Einar Ólafsson var um áratuga- skeið einn af burðarásum BSRB. Hann var í forystu stærsta aðildar- félags bandalagsins, SFR. Í vara- stjórn BSRB var hann kjörinn árið 1960 og í aðalstjórn 1962 til 1991. Hann var gjaldkeri BSRB frá 1962 til 1991. Einar sat í fjölmörgum nefnd- um og ráðum innan BSRB og á veg- um bandalagsins, samninganefndum, fræðslunefnd, í stjórn fulltrúaráðs or- lofsheimila, í verðlagsnefnd, í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og í framkvæmdastjórn Kjararannsókn- arnefndar opinberra starfsmanna. Einar lét til sín taka á fleiri sviðum eða nánast í öllu sem snerti hag bandalagsins. Einar Ólafsson gat auðveldlega hrifið menn með sér þeg- ar honum hljóp kapp í kinn og hann fór á andans siglingu. Þá var hugsað stórt og engar hindranir í vegi. Þetta átti ekki síst við þegar uppbygging orlofshverfa var annars vegar. Orlofs- málin voru honum einkar hugleikin og stendur BSRB í mikilli þakkar- skuld við hann fyrir frumkvæði og öt- ult starf á því sviði. Ég hef stundum sagt frá því þegar við Einar Ólafsson fórum einhverju sinni um jörð Stóru- Skóga, sem liggur ofan þjóðvegar við Munaðarnes í Borgarfirði. Á þessu svæði er stór orlofsbyggð BSRB. Þannig háttar til að bústaðirnir í Stóru-Skógum standa á hæð og sér vítt yfir. Fyrir neðan byggðina er mikil grasi gróin lægð. Mér er minn- isstætt, að Einar horfði yfir landið og var greinilegt að hugur hans fylltist framtíðaráformum og draumum. Hann benti upp í hlíðarnar í norðri og sagði að þar mætti hugsa sér næsta áfanga í uppbyggingunni og síðan breiddi hann faðminn mót grasi grón- um dalnum, horfði fast á mig og sagði: „Hér gerum við vatn.“ Í hans huga var ekki mikið mál að búa til eitt stöðuvatn. Þessi mynd af Einari Ólafssyni kemur oft upp í hugann. Hún er táknræn fyrir framfaravilja og stórhug, mann sem kunni að virkja ímyndunaraflið og taldi ekkert óger- legt. Slíkir menn eiga auðvelt með að sækja á brattann ef því er að skipta og ómetanlegir eru þeir sem félagar í baráttusveit. Einar Ólafsson átti marga góða félaga og vini í BSRB og tel ég mig í þeim hópi. Við söknum hans, nú þegar hann er genginn. Fyr- ir hönd BSRB færi ég eiginkonu Ein- ars, Hansínu, og þeirra stóru fjöl- skyldu einlægar samúðarkveðjur. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Með Einari Ólafssyni er fallinn frá einn af brautryðjendum í stéttarbar- áttu opinberra starfsmanna. Einar var ásamt félögum sínum Kristjáni Thorlacius og Haraldi Steinþórssyni í forystusveitinni á þeim árum sem BSRB og aðildarfélög þess uxu nán- ast úr engu í sterk og virt hagsmuna- samtök. Ákveðin verkaskipting var með þeim félögum í baráttunni. Kristján kom úr stjórnarráðinu og skipaði for- ystusætið í BSRB og var þannig fremstur meðal jafningja. Haraldur kom úr röðum kennara og var fram- kvæmdastjóri samtakanna um langt skeið, afburða duglegur og snjall. Einar var hins vegar formaður og for- ystumaður í stærsta aðildarfélaginu, Starfsmannafélagi ríkisstofnana, SFR, jafnframt sem hann sinnti annasömu starfi sem útibússtjóri hjá ÁTVR. Sá sem þessar línur ritar var fram- kvæmdastjóri SFR á árunum 1973 til 1975. Það var skemmtilegur tími sem sveipaður er ævintýraljóma, þegar horft er til baka. Aðildarfélög BSRB höfðu þá nýverið fengið samnings- réttinn, en hann var áður hjá heildar- samtökunum. Það var því mikið um að vera strax á vormánuðum 1973 þegar Einar með sínu liði hóf orra- hríðina við stjórnvöld um bætt kjör opinberra starfsmanna. Trúnaðar- mannaráð SFR var þá öflugt eins og nú og mikið um fundarhöld næstu misserin. Alls staðar innan SFR var Einar í baráttunni enda lágu þræðir hans víða í stjórnkerfinu og innan samtakanna. Þetta var dýrlegur tími fyrir okkur ungu mennina, sem tók- um þátt í þessu ævintýri, að starfa með þessum gömlu baráttujöxlum, sem mótuðu samtök opinberra starfs- manna fyrstu áratugina um miðbik síðustu aldar. Þó ég hafi verið kallaður til annarra starfa á vordögum 1975 fylgdist ég auðvitað með Einari og félögum hans mörg ár eftir það. Alltaf var hann í fararbroddi úti á örkinni og án þess að hlífa sér hið minnsta. Einar hafði í raun allt til að bera til að vera forystumaður í verkalýðsbar- áttunni. Hann var duglegur, fylginn sér og ákveðinn þegar það þurfti, en skynjaði hins vegar að á ákveðnu and- artaki þurfti að slíðra sverðin og ná samningum. Einars Ólafssonar verð- ur því fyrst og fremst minnst sem eins af fremstu baráttumönnum í kjara- baráttu opinberra starfsmanna, en einnig sem skemmtilegs félaga og vinar. Ég sendi eiginkonu Einars, Hans- ínu, barnahópnum stóra og öllum af- komendum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hrafn Magnússon.  Fleiri minningargreinar um Einar Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 39 KIRKJUSTARF Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13– 16.30. Spilað, föndrað, helgistund og gáta. Tekið á móti munum fyrir sýningu. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samveru- stundirnar látið kirkjuverði vita í síma 553 8500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr- irbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10– 12. Samverustund fyrir 6 ára kl. 14.30. Samverustund fyrir 7–9 ára kl. 15.30. Sam- verustund fyrir 10–12 ára kl. 17. Tólf sporin – andlegt ferðalag, kl. 20. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borgara. Rútu- ferð í Skálholt með viðkomu í Hveragerði. Lagt af stað kl. 13. Rútuferðin er ókeypis en kaffiveitingar kosta kr. 800. Þátttaka til- kynnist í Langholtskirkju í síma 520 1300. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudags- morgna. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Vor- ferð í Kaffi Nauthól. Súpa og spjall. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10.30. Umsjón Elín- borg Lárusdóttir. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í hádeg- inu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádegis- verður eftir stundina. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í hádeg- inu. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Kl. 13–16 opið hús í safnaðarheimilinu. Þorvaldur Halldórsson kemur í heimsókn fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stund- ina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. Lokasamvera. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17.30. Lokasamvera. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Op- inn sporafundur Tólf sporanna kl. 20. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkj- unni í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegis- verður kl. 12.30 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dags- ins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrð- arstund lokinni. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í vikulegar sam- verur í safnaðarheimili kirkjunnar í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12. Þar koma saman foreldr- ar ungra barna á Álftanesi með börnin og njóta þess að hittast og kynnast öðrum for- eldrum sem eru að fást við það sama, upp- eldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borgara er síðan frá kl. 13.00-16.00. Dagskráin verður fjölbreytt en umfram allt eru þetta notalegar samverustundir í hlý- legu umhverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lága- fellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Fríkirkjan Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Samvera, lofgjörð, fræðsla og lestur orðsins. Nánari upplýs- ingar á www.kefas.is Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Drottinn leiðir og frelsar. Sálmur 27. Ræðumaður Haraldur Jóhannsson. Laufey Geirlaugsdóttir syngur einsöng. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10– 12. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börnin. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Org- eltónar, sakramenti, fyrirbænir, léttar veit- ingar á vægu verði í safnaðarsal. Safnaðarstarf Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR (Dúddu), Aflagranda 40, Reykjavík. Jóhannes Vilbergsson, Guðrún Andrésdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Vilberg Vilbergsson, Anna Kristín Kristinsdóttir, Sigurður Vilbergsson, Lilja Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir og afi, FRIÐRIK FRIÐRIKSSON, Birkiteigi 4c, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 16. maí. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 21. maí kl. 16.00. Erla Björk Friðriksdóttir Djerf, Henrik Djerf, Friðrik Friðriksson, Ragnheiður Kristín Benónýsdóttir, Brynjar Emil Friðriksson, Sigurrós Antonsdóttir, Yngvi Friðriksson, Marie Friðriksson, Gylfi Þór Markússon, Anita Johannessen og barnabörn. Elskuleg móðir mín, ÓSK GUÐRÚN GESTSDÓTTIR, Sólvallagötu 46, Keflavík, verður jarðsungin frá Njarðvíkurkirkju (Innri- Njarðvík) föstudaginn 21. maí kl. 14.00. Bjarni Cal Houn Þórðarson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar og bróður, BJARNA HANS GUNNARSSONAR, Teigaseli 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E Landspítala við Hringbraut. Börn og systkini. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, MARÍU BJARNASON frá Bakka í Siglufirði. Fjölskylda hinnar látnu. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RUTH VITA GUNNLAUGSSON, Blásölum 24, Kópavogi, áður til heimilis á Móavegi 11, Njarðvík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 16. maí. Jarðarförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju (Innri-Njarðvík) laugardaginn 22. maí kl. 10.30. Soffía Guðmundsdóttir, Þorfinnur Finnlaugsson, Gunnlaugur Karl Gunnlaugsson, Agnes Agnarsdóttir, Guðmundur Ingvi Gunnlaugsson, Dagný Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.