Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 41

Morgunblaðið - 19.05.2004, Page 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 41 TILBOÐ / ÚTBOÐ Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur SÁÁ verður haldinn fimmtudaginn 27. maí 2004 kl. 17.00 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 Dagskrá:  Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.  Endurskoðaðir reikningar fyrir árið 2002 lagðir fram til samþykktar.  Kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoð- enda og varaendurskoðenda.  Tekin ákvörðun um félagsgjald.  Önnur mál. Stjórn SÁÁ. Aðalfundur Neistans Aðalfundur Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, verður haldinn í Seljakirkju fimmtudag- inn 27. maí kl. 17:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Með kveðju. Stjórn Neistans. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Mosfellsprestakall Aðalfundur Lágafellssóknar verður haldinn í safnaðarheimilinu, Þverholti 3 í Mosfellsbæ, miðvikudaginn 26. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. R A Ð A U G L Ý S I N G A R upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR É mbl.is FR TTIR Stíflulosun og röramyndun Ásgeirs sf. Skolphreinsun Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. s. 892 7260 og 567 0530, f. 587 6030 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tækiStórhöfða 27, sími 552 2125 GÍTARINN EHF. Opið virka daga 10-18 Laugardaga 11-16 www.gitarinn.is Rafmagnsgítar - tilboð Rafmagnsgítar, magnari, ól, snúra, poki, stillitæki og strengjasett kr. 29.900 Dagur aldraðra í Bústaðakirkju UPPSTIGNINGARDAG ber upp á 20. maí og er sérstaklega tileinkaður starfi aldraðra í kirkjunni. Þá eru aldraðir sérstaklega boðnir velkomnir til messu og þátttöku í helgihaldinu, sem minnir okkur á uppstign- ingu Krists. Í Bústaðakirkju verður guðsþjónusta klukkan 14.00. Þar prédikar Ólafur Skúla- son, biskup og fyrrv. sóknarprestur Bú- staðakirkju. Aldraðir lesa ritningarlestra og taka þátt í messunni. Glæðurnar, kór Kven- félags Bústaðakirkju, syngja undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur ásamt félögum úr Kirkjukór Bústaðakirkju. Org- anisti er Guðmundur Sigurðsson. Eftir messu verður opnuð sýning í safn- aðarheimili á munum úr starfi aldraðra í vetur. Starfið hefur verið í vetur undir dyggri stjórn Sigrúnar Sturludóttur, sem ásamt hópi kærleikskvenna hefur annast um starfið. Stór hópur hefur tekið þátt í starf- inu í vetur og þar hefur verið komið saman til handavinnu, gripið í spil eða dægurmálin skeggrædd. Veisluborð verður framreitt og öldruðum boðið upp á veitingar meðan þeir, sem yngri eru, greiða fyrir sig. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í messunni og að hin yngri aðstoði aldraða að komast til kirkju. Pálmi Matthíasson. Uppstigningardagur í Grensáskirkju Á MORGUN, uppstigningardag, verður guðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 11 árdegis. Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni og tekur guðsþjónustan mið af því. Sóknarpresturinn, sr. Ólafur Jóhanns- son, annast helgihaldið og kirkjukór Grens- áskirkju leiðir söng en organisti er að þessu sinni Reynir Jónasson. Að guðsþjónustu lokinni verður borinn fram matur í safnaðarheimili kirkjunnar. Þátttaka í máltíðinni kostar kr. 1.000 á mann. Jónas Jónasson útvarpsmaður predikar í Fríkirkjunni Á MORGUN, fimmtudaginn 20. maí, upps- tigningardag, verður guðsþjónusta í Frí- kirkjunni í Reykjavík klukkan 14.00. Predik- un dagsins flytur útvarpsmaðurinn góðkunni Jónas Jónasson. Við hvetjum safnaðarfólk til að mæta í kirkjuna sína á þessum hátíðardegi. Aldr- aðir eru sérstaklega boðnir velkomnir til guðsþjónustunnar. Yngra fólk er hvatt til þess að fylgja þeim eldri til kirkju. Eftir guðsþjónustu er kirkjugestum boðið til kirkjukaffis í safnaðarheimilinu. Allir vel- komnir Fríkirkjan í Reykjavík. Dagur aldraðra í Háteigskirkju Í GUÐSÞJÓNUSTUNNI kl. 11.00 á upp- stigningardag syngja félagar úr Húnvetn- ingakórnum og Harpa Þorvaldsdóttir. Prest- ur verður sr. Gísli H. Kolbeins. Á eftir er öllum boðin hressing í safnaðarheimilinu og þegar fólk er orðið mett, verður farin rútu- ferð í boði safnaðarins um Reykjavík og ákveðnir staðir skoðaðir í fararstjórn Þór- dísar Ásgeirsdóttur. Það eru allir velkomn- ir. Árbæjarkirkja á uppstigningardag ÞAÐ verður mikið um að vera í Árbæj- arkirkju fimmtudaginn 20. maí. Hátíðar- guðsþjónusta verður kl. 14.00. Ræðumaður dagsins er Lára Björnsdóttir félagsmála- stjóri. Kirkjukórinn syngur undir stjórn org- anistans og kórstjórans Krizstinu Kallo Sklenár. Eldri deild karlakórs Reykjavíkur heiðrar kirkjugesti með nærveru sinni og söng. Heldri borgarar lesa ritningalestra. Sr. Þór Hauksson sóknarprestur þjónar fyr- ir altari. Eftir athöfnina í kirkjunni verður kaffi- samsæti í safnaðarheimilinu í boði Soroptim- istakvenna í Árbænum. Verður þeim seint fullþakkað fyrir þá alúð og þann kærleika sem þær leggja í þennan dag. Óhætt er að segja að þar verða ljúfar veitingar og ekki aðeins veitingar heldur mun og karlakórinn syngja nokkur lög og eflaust meira til með okkur hinum. Látum sönginn og gleðina óma þennan dag sem og aðra daga. Kammerkór frá Helsinki í Langholtskirkju KAMMERKÓR Dómkirkjunnar í Helsinki syngur í Langholtskirkju. Á upp- stigningardag, fimmtudaginn 20. maí, mun Kammerkórinn Viva Vox, sem syngur við Dómkirkjuna í Helskinki, syngja við guðs- þjónustu í Langholtskirkju kl. 14 og á tón- leikum í kirkjunni kl. 17. Kórinn er skip- aður úrvals söngfólki og söngstjóri er Seppo Murto, aðalorganisti Dómkirkjunnar. Dagur aldraðra í Fella- og Hólakirkju Á MORGUN, uppstigningardag, verður guðsþjónustan í Fella- og Hólakirkju helguð öldruðum. Guðsþjónustan verður að þessu sinni kl. 14. Gerðubergskórinn mun sjá um sönginn en söngstjóri kórsins er Kári Frið- riksson. Lenka Mátéová spilar á orgelið. Sóknarprestarnir, sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Svavar Stefánsson þjóna fyrir altari. Lilja Hallgrímsdóttir djákni pré- dikar. Á eftir guðsþjónustunni bjóða sókn- arnefndir kirkjunnar kirkjugestum að þiggja kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkj- unnar. Prédikari dagsins, Lilja Hallgrímsdóttir djákni, lét af störfum við kirkjuna hinn 1. maí sl. eftir liðlega fjögurra ára starf. Í guðsþjónustunni kveður hún söfnuðina eftir farsælt starf þar. Starf hennar innan kirkj- unnar hefur að mestu falist í líknarþjónustu, starfi með fullorðnum, þátttöku í helgihaldi auk fjölþættra annarra kirkjulegra verkefna við Fella- og Hólakirkju. Við vonum að sem flestir komi til guðsþjónustunnar til að upp- byggjast í helgihaldinu, þakki Lilju fyrir hennar góða starf á liðnum árum og njóti samfélagsins hvert við annað í kirkjunni. Eldri borgarar og sænskur kirkjukór í Hafnarfjarðarkirkju ELDRI borgurum verður sérstaklega boðið til guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningardegi 20. maí nk. og veglegs kaffisamsætis eftir hana í Hásölum safn- aðarheimilisins, Strandbergs, svo sem tíðk- ast hefur lengi á þessum kirkjudegi. Guðsþjónustan hefst kl. 14.00 (ath. tím- ann). Reynt verður að greiða götu eldri borg- ara til og frá kirkju en vel fer á því að yngri ættmenn og vinir sæki kirkju með þeim á þessum degi. Rúta fer frá Höfn og Sólvangshúsum um kl. 13.40 og ekur þaðan að kirkju og síðan þangað aftur síðar um daginn. Báðir prestar kirkjunnar sr. Gunn- þór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heimisson þjóna í guðsþjónustunni. Auk kórs kirkj- unnar, sem Antonía Hevesi organisti stjórn- ar, syngur Stefanoskórinn frá Dómkirkjunni í Uppsölum í Svíþjóð í guðsþjónustunni, undir stjórn Barbro Björklund. Stefanoskór- inn syngur líka í kaffisamsætinu í Hásölum. Þar mun Árni Grétar Finnsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, lesa eigin ljóð og annarra góðskálda og Hjörtur Howser leika létta tónlist og sumarlög á Friðriksflygillinn í Hásölum. Fjölmargir hafa undangengin ár sótt guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju á upps- tigningardegi og notið þess að vera í veisl- unni sem henni fylgir og þess er vænst að svo verði einnig nú. Prestar og sóknarnefnd Hafnarfjarð- arkirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.