Morgunblaðið - 19.05.2004, Side 44

Morgunblaðið - 19.05.2004, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk TIL ÞESS AÐ ÚTSKÝRA FYRIR OKKUR AF HVERJU HUNDAR SLEFA SVONA MIKIÐ ER KOMINN HÖFUNDUR BÓKARINNAR... ODDI! SYNTU HÉRNA YFIR FÉLAGI! HÉR ER YFIR- HUNDUR AÐ VERKI.. ÉG VISSI EKKI AÐ ÞETTA YRÐI SVONA ERFITT! SKRIFA UNDIR ÞETTA... SKRIFA UNDIR HITT... ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI!! LÁTUM OKKUR SJÁ... ÉG Á AÐ STJÓRNA NOKKRUM FJÁRHUNDUM Á NORÐURLANDI OG FIMM LÖGREGLUHUNDUM... ÞAÐ ER SAMT GOTT AÐ STJÓRNA! TIL HAMINGJU! ÓVÆNT EN MJÖG GOTT! Svínið mitt HVAÐ ER NÚ ÞETTA? © DARGAUD ÞETTA ER PEPPINO! PEPPINO SONUR MINN! ÞETTA ER SONUR MINN! MJÖG FALLEGUR. FALLEGRI EN MEGAS... ...OG SÆTARI EN BJÖRK! JÚ JÚ NÓG KOMIÐ. TAKTU ÞETTA AF. ÞETTA ER EKKI FYNDIÐ NEI! VILTU HLUSTA Á MIG?! NEI!! HANANÚ! PEPPINO! HVAÐ ER AÐ GERAST? BBÚÚÚ!! HHÚÚÚ!! GROIN! ÖÖ... ERFIÐ FÆÐING... FYRIRBURI ÉG SAGÐI ÞÉR ÞAÐ, FÆÐINGIN ER ALLTAF ERFIÐ FYRIR KONUR BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FÖSTUDAGURINN 14. maí rann upp bjartur og nokkuð hlýr í Kaup- mannhöfn. Mikið stóð til enda kon- unglegt brúðkaup þá síðar um dag- inn. Dönsku yfirvöld, ásamt lögreglu og miklum fjölda fólks úr hinum og þessum áttum höfðu lagt mikið af mörkum undanfarna mán- uði til að gera þennan dag ógleym- anlegan fyrir brúðhjónin, konungs- fjölskylduna, gesti nær og fjær og ekki síst fyrir dönsku þjóðina og aðra íbúa landsins. Segja má að allt hafi tekist með miklum sóma ef marka má það sem ég sá og fylgd- ist með í mjög vönduðum útsend- ingum tveggja sjónvarpsstöðva. Um miðjan dag tók gesti að drífa að dómkirkjunni í Kaupmannahöfn (Vor Frue Kirke). Fyrst komu al- mennir gestir af þeim u.þ.b. 800 sem boðið var til athafnarinnar og smám saman fór að bera á þekkt- ara fólki erlendis frá. Þegar nær dró þeim tíma sem athöfnin átti að hefjast dreif að þjóðhöfðingja og/ eða venslafólk þeirra og rétt undir lokin mætti sænska og norska kon- ungsfjölskyldan við mikinn fögnuð áhorfenda sem sátu í stúku and- spænis kirkjudyrunum. Þá kom einnig forseti Finnlands en forseti Íslands var ekki mættur, eini þjóð- höfðingi á Norðurlöndum sem lét sig vanta! Þess í stað mætti forsetafrúin Dorrit Moussaieff sem enginn af sjónvarpsmönnum virtist þekkja. Þegar ég sá hana tilsýndar á sjón- varpsskjánum ganga eina síns liðs í átt að kirkjudyrunum var hún sam- stundis klippt út úr mynd og hvorki minnst á hana, Ísland og því síður fjarveru forsetans. Síðar um kvöldið þegar gengið var til hátíðarveislu í Fredensborg- arhöll var sjónvarpað á svipaðan hátt frá komu gesta en nú voru þeir kynntir enn betur, þar sem hvert „par“ stansaði stuttlega fyrir fram- an myndavélar og sagt hver þau væru. Meðal síðustu gesta á leið inn í hinn fagurskreyttan matsal voru þjóðhöfðingjar nágrannalandanna. Loks kom að því að Dorrit Mouss- aieff kæmi fram ganginn og beið ég eftir því með eftirvæntingu að hlusta á sjónvarpsþulina en viti menn; Þeir þekktu hana engan veg- inn og kynntu þess í stað hertogan af Lúxemborg sem gekk við hlið hennar. Áhorfendur máttu því einna helst geta sér til um að þarna færi hertogaynjan. Það er tímanna tákn að forseti Íslands mæti ekki við opinbera at- höfn sem danska konungsfjölskyld- an býður til. Samskipti landanna eiga sér langa sögu sem skapað hefur hefðir og siði í samskiptum meðal þjóðhöfðingja sem og hinna almennu borgara m.a. á sviði menn- ingar, íþrótta og viðskipta. Því er mjög óeðlilegt og reyndar ekki við hæfi af hálfu forseta að mæta ekki í konunglegt brúðkaup sem löngu er ljóst að halda átti 14.maí. Fyrir okkur Íslendinga búsetta í Kaup- mannahöfn, er ávallt ljúft að heyra okkar lands getið, nema þá helst þegar um stór töp er að ræða á íþróttavellinum. Því er það eitt af meginhlutverkum forseta Íslands að koma fram á erlendum vettvangi f.h. þjóðarinnar og bera merki lands og þjóðar hátt þannig að við landarnir getum verið stoltir af. Því miður verður það ekki sagt um forsetann Ólaf Ragnar að hann hafi vakið athygli á landi og þjóð í Danmörku. Þegar maður spyr Dani um hvort þeir viti hvað forseti Ís- lands heitir vita fæstir nokkuð um hann en nánast allir kannast við nafnið Vigdís Finnbogadóttur enda fór hún aðrar leiðir en Ólafur virð- ist gera. Um hugsanlegar ástæður þess að Ólafur mætti ekki til brúðkaupsins má gera því annars vegar skóna að það hafi verið af stjórnmálalegum aðstæðum á Íslandi, og ef svo er, er það algerlega óviðeigandi og með fullu óviðunandi þar sem hlutverk og störf hans eru yfir stjórnmál hafin. Gildir þar einu hvort hann hugðist neita að undirrita lög eins og sögur hafa gengið um í fjöl- miðlum á Íslandi. Nægur var jú tíminn til að klára það síðar, enda boðið uppá allt að 3 ferðir daglega með Icelandair til Kaupmannahafn- ar. Hins vegar vilja ýmsir meina að Ólafur hafi viljað svara hennar há- tign, Margréti Þórhildi II., með svipuðum hætti þegar henni þótti óviðeigandi fyrir nokkrum árum að Dorrit forsetafrú mætti með Ólafi Ragnari til opinberrar veislu þar sem þau Ólafur höfðu nýlega kynnst og voru enn ekki gift. Sinn er siður í landi hverju. Ólafur Ragnar hefur með fjar- veru sinni í brúðkaup þeirra Frede- riks krónprins og Mary Donaldsson móðgað gestgjafann og um leið nið- urlægt þjóð sína og ekki síst þær þúsundir Íslendinga sem búsettar eru í Danmörku. Að mínu mati get- ur hann vart ætlast til þess að danska konungsfjölskyldan sýni mikinn áhuga á heimboðum til Ís- lands á meðan hann situr sem for- seti. SIGURÐUR K. KOLBEINSSON, framkvæmdastjóri í Kaupmannahöfn. Forseti til vansa Frá Sigurði K. Kolbeinssyni: Úrslitin í spænska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.