Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 47
sumarskolinn.is
sumarskolinn.is
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert athugul/l og hefur
mjög ákveðnar skoðanir á
mannlífinu. Á sama tíma
býrðu yfir sanngirni og
hlýju.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur breyst mikið frá
árinu 1996. Nú er hins vegar
kominn tími til að gera breyt-
ingar á heimilisaðstæðum
þínum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur nánast byggt líf þitt
upp frá grunni frá árinu 1999.
Það er engu að síður kominn
tími á frekari breytingar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Á undanförnum árum hef-
urðu verið að læra að standa
á eigin fótum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Mars er í merkinu þínu og því
er mikilvægt að þú fáir mikla
hreyfingu á næstunni. Þú
hefur mjög mikla orku sem
mun gera þig úrilla/n ef þú
færð ekki útrás fyrir hana á
heilbrigðan hátt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er eins og þú hafir þörf
fyrir að rífa niður það sem þú
hefur verið að byggja upp í
lífi þínu síðasta áratuginn.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ættir að gefa sjálfri/
sjálfum þér klapp á bakið fyr-
ir það sem þú hefur afrekað
að undanförnu. Það er engin
ástæða til að gera lítið úr af-
rekum þínum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Margar vogir eru að upp-
skera árangur þess erfiðis
sem þær hafa lagt á sig und-
anfarinn áratug.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur þurft að leggja hart
að þér frá árinu 1999. Nú
sérðu hins vegar fram á betri
tíð þannig að þú þarft bara að
passa þig á því að missa ekki
dampinn.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Margir bogmenn hafa þurft
að draga saman seglin að
undanförnu þar sem sá fjár-
stuðningur sem þeir hafa not-
ið er ekki lengur til staðar.
Láttu þetta ekki slá þig út af
laginu. Þú ert fullfær um að
standa á eigin fótum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það eru miklar breytingar í
væntum hjá þér. Búðu þig
undir að mæta aukinni við-
urkenningu og virðingu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú kemst ekki hjá því að
leggja hart að þér á næst-
unni. Hlutirnir virðast stund-
um yfirþyrmandi en ef þú
heldur þínu striki ættirðu að
uppskera ríkulega á næstu
tveimur árum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Árið 1994 markaði nýtt upp-
haf í lífi þínu. Þú ert aftur
komin/n á tímamót en nú
þarftu að gera það upp við
þig hvað þú vilt gera í næsta
kafla í lífinu.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 47
DAGBÓK
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Milljónaútdráttur
Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
5. flokkur, 18. maí 2004
Kr. 1.000.000,-
3299B
4209B
7218B
9109F
9378E
12244F
21152E
25047E
35677E
41902F
43855E
47375E
49931G
52002B
54434B
Borgartúni 28 • símar 520 7901 & 520 7900
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
Ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
ARTISAN
5 gerðir - 7 litir
stærri skál, hveitibraut fylgir
Yfir 60 ára frábær reynsla
ÞÚ KOMST Í HLAÐIÐ
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti.
Þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn.
Ég horfi langt á eftir þér.
Og bjart er alltaf um bezta vininn,
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þó líði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Þó kuldinn næði um daladætur,
þær dreymir allar um sól og vor.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
80 ÁRA afmæli.Fimmtudaginn 20.
maí verður áttræð Jónína
Björg Helgadóttir, ljós-
móðir frá Hauganesi. Hún
tekur á móti gestum í Ár-
skógi á afmælisdaginn frá
kl. 15–18.
80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 19.
maí, er áttræður Krist-
finnur Ingvar Jónsson, Blá-
sölum 24, Kópavogi. Eigin-
kona hans er Sigrún Sigur-
jónsdóttir. Þau eru að
heiman.
ÍSLANDSMÓTIÐ í para-
tvímenningi fór fram um
síðustu helgi og unnu
Ljósbrá Baldursdóttir og
Björn Eysteinsson með
umtalsverðum yfirburðum.
Í öðru sæti urðu María
Haraldsdóttir og Eiríkur
Jónsson, en bronsið kom í
hlut Geirlaugar Magnús-
dóttur og Torfa Axels-
sonar. Fjörutíu pör tóku
þátt í mótinu og voru spil-
uð 90 spil í þremur lotum.
Lítum á spil úr síðustu lot-
unni:
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
Norður
♠D10964
♥G3
♦ÁK93
♣65
Vestur Austur
♠Á532 ♠KG
♥985 ♥Á1076
♦DG5 ♦1074
♣873 ♣G1042
Suður
♠87
♥KD42
♦862
♣ÁKD9
Fyrsti leikurinn markar
stefnuna og í þessu spili
lagði Ljósbrá grunninn að
toppskori sigurvegaranna
með vel heppnuðu útspili.
Björn og Ljósbrá voru í
AV í vörn gegn tveimur
gröndum eftir þessar
sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- Pass 1 lauf
Pass 1 spaði Pass 1 grand
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass 2 grönd Allir pass
Norður og suður voru
ekki samstiga í túlkun
sinni á tveggja tígla sögn-
inni, en við „yfirheyrslu“
kom í ljós að norður var að
melda eðlilega, en ekki að
krefja með tvíhleypunni.
En lokasögnin er ágæt og
margir fengu níu slagi í
grandsamningi.
Frá bæjardyrum vesturs
er ekkert útspil freistandi.
Hjarta eða lauf frá þremur
hundum er líklegra til að
svíða makker en byggja
upp slagi, og spaði í gegn-
um fimmlit blinds kemur
ekki til greina. Tígul-
drottningin er heldur ekki
hættulaust útspil, en lík-
lega skásti kosturinn af
fjórum vondum. Ljósbrá
lagði því af stað með tígul-
drottninguna.
Sagnhafa var hvergi
brugðið. Hann drap með ás
og hugðist strax tryggja
sér áttunda slaginn á tígul
– spilaði litlum tígli á átt-
una heima og gosa Ljós-
brár. Hugmyndin var aug-
ljós og niðurstaðan
óhjákvæmileg. Þegar suð-
ur komst næst að, spilaði
hann tígli og svínaði ní-
unni! Björn drap óvænt á
tíuna og sagnhafi varð að
sætta sig við sex slagi:
tveir niður og 200 í AV,
sem reyndist vera hreinn
toppur til Íslandsmeistar-
anna.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
60 ÁRA afmæli. Ámorgun, fimmtudag-
inn 20. maí, er sextug
Hrefna Kristmannsdóttir,
prófessor við auðlindadeild
Háskólans á Akureyri.
Hrefna og eiginmaður henn-
ar, Axel Björnsson prófess-
or, taka á móti ættingjum
og vinum á heimili sínu í
Dalsgerði 5c, Akureyri, frá
kl. 16 á afmælisdaginn.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3
e5 7. Rb3 Be7 8. f3 0–0 9.
Dd2 Be6 10. 0–0–0 a5 11.
Bb5 Rbd7 12. Df2 Hc8 13.
g4 Hxc3 14. bxc3 a4 15.
Bxa4 Da8 16. Bxd7 Rxd7 17.
Kb1 Da4 18. Bc1 Ha8 19. a3
Ha6 20. Hd5 Bxd5 21. exd5
Rb6 22. Hd1 Rc4 23. h4 Bd8
24. Hd3 Bb6 25. De2
Bc5 26. De4 Bxa3 27.
Bxa3 b5 28. Df5 Ha8
29. Bb2 Da2+ 30.
Kc1 Dxb2+ 31. Kd1
Db1+ 32. Rc1
Staðan kom upp á
pólska meist-
aramótinu sem lauk
fyrir skömmu. Artur
Jakubiec (2.532)
hafði svart gegn
Aleksander Mista
(2517). 32. …
Dxc1+! og hvítur
gafst upp enda mát
eftir 33. Kxc1 Ha1#.
Evrópumeistaramót ein-
staklinga stendur nú yfir í
Anatalya í Tyrklandi og eru
þrír Íslendingar á meðal
keppenda. Vonir eru bundn-
ar við að Íslandsmeistarinn í
skák, Hannes Hlífar Stef-
ánsson, veiti efstu kepp-
endum harða keppni en þeir
Stefán Kristjánsson og
Björn Þorfinnsson munu án
efa verða reynslunni ríkari
að loknu þessu stranga
móti.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Ungmennahópur Málbjargar ætlar
að hittast í dag, miðvikudaginn 19.
maí kl. 19, á Pizza Hut á Suðurlands-
braut. Málbjörg sér um veitinga-
kostnað. Nýir meðlimir velkomnir.
Ungmennahópur Málbjargar er ætl-
aður fólki á aldrinum14–25 ára.
Í DAG
FRÉTTIR
Samkoma hjá Hjálpræðishernum
Framkvæmdastjóri Hjálpræðis-
hersins í Noregi, Íslandi og Fær-
eyjum, ofurstilautinant Miriam
Frederiksen, mun tala á samkomu
hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík á
morgun, fimmtudaginn 20. maí kl.
20.
Á MORGUN
Aðalfundur Alliance française
verður haldinn þríðjudaginn 25. maí
kl. 20 í húsakynnum Alliance franç-
aise à Tryggvagötu 8.
Fundur Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Evrópusamtak-
anna verður haldinn þriðjudaginn
25. maí kl. 12–13, í Norræna húsinu.
Thomas Bryne, framkvæmdastjóri
Þróunarstofu Suðaustur-Írlands
mun fjalla um hvernig Evrópusam-
bandið hefur, í samvinnu við fyrir-
tæki og opinbera aðila, aðstoðað við
uppbyggingu sveitarfélaga á Írlandi.
Tom Bryne lauk prófi í opinberri
stjórnsýslu frá háskólanum í Cork á
Írlandi og síðar M.Phil prófi í Evr-
ópufræðum frá sama skóla. Hann
hefur reynslu af sveitarstjórnar-
málum og hefur undanfarin 10 ár
verið framkvæmdastjóri Þróunar-
stofu Suðaustur-Írlands.
Fundarstjóri verður Anna G.
Björnsdóttir forstöðumaður þróun-
ar- og alþjóðasviðs Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Fundurinn fer
fram á ensku, aðgangur er ókeypis
og er öllum opinn.
Tilkynn þarf þátttöku á evropa-
@evropa.is
Á NÆSTUNNI
Rangt fæðingarár
Í formála minningargreina um
Pétur Stefánsson á blaðsíðu 24 í
Morgunblaðinu í gær, þriðjudag 18.
maí, var rangt farið með fæðingarár
Oddnýjar, hálfsystur Péturs. Hún
fæddist 25. september 1891, d. 23.
febrúar 1977.
LEIÐRÉTT
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111