Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 48
ÍÞRÓTTIR
48 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Áhugi á golfi hefur aukist mikiðundanfarin ár og yngsta kyn-
slóðin smitast af því. Flestir golf-
klúbbar eru með golf
fyrir þau yngstu og
er þá oft byrjað inn-
anhúss á haustin til
að ná sveiflunni en
það eru líka námskeið á vorin. Morg-
unblaðið leit inn á nokkra af fjölmörg-
um golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu
þegar krakkarnir voru að færa sig yf-
ir á alvöru gras og líktust stundum
kálfum að vori, eitthvað örlaði á
feimni en fljótlega sást mörg
skemmtileg sveiflan.
Krakkarnir byrja að æfa innanhúss
í nóvember og mest er lagt upp úr að
læra tækni, siði og reglur íþróttarinn-
ar auk þess að umgangast útbúnaðinn
og völlinn. Fyrstu tímana eru krakk-
arnir spenntir en golfkennarar voru á
einu máli um að fljótlega lærðu þeir
þolinmæði og einbeiting ykist. Það
hefur líka skilað því að margir eru
komnir góða sveiflu og jafnvel ein-
hverja forgjöf enda vilja golfkennarar
láta ná tökum á kylfunni og sveiflunni
strax fyrsta árið – þá er undirstaðan
komin. Á vorin er haldið út á æfinga-
vellina og fyrstu tímarnir eru oft
skrautlegir því víðáttan blasir við og
þá á að slá alveg ofboðslega fast og
langt. Reyndar reynir á þolinmæði
þegar gefið er frí í byrjun sumars –
sumir eru komnir með bakteríuna og
vilja alls ekki neitt frí.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Guttar hjá Golfklúbbi Reykjavíkur 7 til 11 ára – Jón Trausti Kristmundsson, Jakob Helgi Jónsson, Sævar Þór Pálsson, Egill Sölvi Har-
aldsson, Jón Óskar Karlsson, Eiríkur Pétursson, Sigurður Atli Bjarnason, Sindri Snær Alfreðsson, Arnar Óli Björnsson, Ragnar Elí
Guðmundsson, Magnús Óli Guðmundsson, Guðjón Bjartur Benediktsson, Guðmundur Rafn Guðmundsson og Albert Guðlaugsson.
GR-stelpurnar komnar út í vorið. Hér eru Guðrún Pétursdóttir, Gunnvör Þorkelsdóttir, Hafdís
Tinna Pétursdóttir, Hanna Lilja Sigurðardóttir, Hekla Jónsdóttir, Hrafnhildur Helga Guðmunds-
dóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ingigerður Ingvarsdóttir, Katrín Bára Ingvarsdóttir, Lára Björk
Haraldsdóttir, Margrét Lena Kjartansdóttir, Sara Rós Ellertsdóttir, Sóley Kristmundsdóttir, Tinna
Arinbjarnardóttir, Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir, Rakel Sigurþórsdóttir, Jóna Sigríður Halldórs-
dóttir, Helga Guðrún Magnúsdóttir og Ásta Kristín Gunnarsdóttir.
Stelpur í Keili. Frá vinstri Lilja Sif Erlendsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Hinrika Bjarnadóttir, Steinunn
Bjarnadóttir, Signý Arnórsdóttir, Jódís Bóasdóttir, Bergdís Bergsteinsdóttir, Auður Björt Skúla-
dóttir, Guðmunda Brá Björgvinsdóttir og Sandra Björk Benediktsdóttir.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Golfkálfar
að vori