Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Áhugi á golfi hefur aukist mikiðundanfarin ár og yngsta kyn- slóðin smitast af því. Flestir golf- klúbbar eru með golf fyrir þau yngstu og er þá oft byrjað inn- anhúss á haustin til að ná sveiflunni en það eru líka námskeið á vorin. Morg- unblaðið leit inn á nokkra af fjölmörg- um golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu þegar krakkarnir voru að færa sig yf- ir á alvöru gras og líktust stundum kálfum að vori, eitthvað örlaði á feimni en fljótlega sást mörg skemmtileg sveiflan. Krakkarnir byrja að æfa innanhúss í nóvember og mest er lagt upp úr að læra tækni, siði og reglur íþróttarinn- ar auk þess að umgangast útbúnaðinn og völlinn. Fyrstu tímana eru krakk- arnir spenntir en golfkennarar voru á einu máli um að fljótlega lærðu þeir þolinmæði og einbeiting ykist. Það hefur líka skilað því að margir eru komnir góða sveiflu og jafnvel ein- hverja forgjöf enda vilja golfkennarar láta ná tökum á kylfunni og sveiflunni strax fyrsta árið – þá er undirstaðan komin. Á vorin er haldið út á æfinga- vellina og fyrstu tímarnir eru oft skrautlegir því víðáttan blasir við og þá á að slá alveg ofboðslega fast og langt. Reyndar reynir á þolinmæði þegar gefið er frí í byrjun sumars – sumir eru komnir með bakteríuna og vilja alls ekki neitt frí. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Guttar hjá Golfklúbbi Reykjavíkur 7 til 11 ára – Jón Trausti Kristmundsson, Jakob Helgi Jónsson, Sævar Þór Pálsson, Egill Sölvi Har- aldsson, Jón Óskar Karlsson, Eiríkur Pétursson, Sigurður Atli Bjarnason, Sindri Snær Alfreðsson, Arnar Óli Björnsson, Ragnar Elí Guðmundsson, Magnús Óli Guðmundsson, Guðjón Bjartur Benediktsson, Guðmundur Rafn Guðmundsson og Albert Guðlaugsson. GR-stelpurnar komnar út í vorið. Hér eru Guðrún Pétursdóttir, Gunnvör Þorkelsdóttir, Hafdís Tinna Pétursdóttir, Hanna Lilja Sigurðardóttir, Hekla Jónsdóttir, Hrafnhildur Helga Guðmunds- dóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ingigerður Ingvarsdóttir, Katrín Bára Ingvarsdóttir, Lára Björk Haraldsdóttir, Margrét Lena Kjartansdóttir, Sara Rós Ellertsdóttir, Sóley Kristmundsdóttir, Tinna Arinbjarnardóttir, Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir, Rakel Sigurþórsdóttir, Jóna Sigríður Halldórs- dóttir, Helga Guðrún Magnúsdóttir og Ásta Kristín Gunnarsdóttir. Stelpur í Keili. Frá vinstri Lilja Sif Erlendsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Hinrika Bjarnadóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Signý Arnórsdóttir, Jódís Bóasdóttir, Bergdís Bergsteinsdóttir, Auður Björt Skúla- dóttir, Guðmunda Brá Björgvinsdóttir og Sandra Björk Benediktsdóttir. Stefán Stefánsson skrifar Golfkálfar að vori
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.