Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 49 HEIMIR Ríkarðsson hefur valið hóp sextán pilta sem taka þátt í undankeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik skipaðra leikmönnum 18 ára og yngri, en keppt verður í Skopje í Makedóníu. Fyrsti leikurinn verður við Grikki á föstudag, daginn eftir mæta íslensku piltarnir heimamönnum og síðasti leikurinn verður við Frakka á sunnudag. Tvær þjóðir komast áfram í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Serbíu/Svartfjallalandi í júlí. Hópur Heimis er þannig skipaður Hópurinn sem Heimir hefur valið til ferðarinnar er skip- aður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Björn Friðþjófs- son, Fram, Hjalti Þorvarðarson, Fjölni. Aðrir leikmenn: Arn- ór Þór Gunnarsson, Þór Ak, Ernir Hrafn Arnarson, Aftur- eldingu, Elvar Friðriksson, Val, Fannar Friðgeirsson, Val, Gunnar Harðarson, Fram, Gísli Jón Þórisson, Haukum, Guð- mundur Örn Arnarsson, Fram, Gunnar Steinn Jónsson, Fjölni, Jón Brynjar Ólafsson, Fram, Ingvar Árnason, Val, Magnús Einarsson, Aftureldingu, Rúnar Kárason, Fram, Sigfús Páll Sigfússon, Fram, Sveinn Þorgeirsson, Fjölni.Heimir Ríkharðsson, þjálfari ungmennaliðsins. Piltalandsliðið á leið til Makedóníu ENSKA knattspyrnuliðið Leicester hefur leyst þrettán leik- menn undan samningi. Þetta er gert í framhaldi af því að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum og til þess að mæta tekjutapinu sem hlýst af fallinu þarf að grípa til mikilla sparn- aðaraðgerða. Meðal þeirra sem leystir voru undan samningi eru Muzzy Izzet og Frank Sinclair. Izzet hefur verið í her- búðum Leicester í níu ár og Sinclair kom til liðsins fyrir sex árum. Aðrir leikmenn sem sagt hefur verið upp eru: Steffen Freund, Steve Guppy, Billy McKinlay, Tom Williamson, Call- um Davidson, Alan Rogers, Andrew Impey, Nicolas Priet, Paul Murphy og Junior Lewis. Markahrókurinn Paul Dickov og varnarmaðurinn Riccardo Scimeca eiga í viðræðum við forráðamenn Leicester um að vera áfram í herbúðum liðsins en eiga jafnframt í viðræðum við önnur lið eftir því sem fram kemur á heimasíðu Leicester. Les Ferdinand hefur verið boðinn nýr samningu en hann er að jafna sig af meiðslum í hné. Ferdinand hefur lýst því yfir að hann vilji leika með Leicester í eitt ár til viðbótar áður en hann leggur skóna á hilluna. Leicester segir upp 13 leikmönnum  MAGNÚS Sigmundsson mark- vörður og Gunnur Sveinsdóttir voru útnefnd leikmenn ársins í karla- og kvennaflokki á lokahófi handknatt- leiksdeildar FH um síðustu helgi.  ROBERT Bognar, Ungverjinn í liði ÍBV, var kjörinn leikmaður ársins hjá Eyjamönnum á lokahófi ÍBV um helgina. Ekki var neinn sérstakur leikmaður ársins valinn í kvenna- flokki en Hlynur Sigmarsson, for- maður kvennadeildarinnar, gat ekki gert upp á milli leikmanna sinna og þakkaði liðsheildinni fyrir frábært tímabil en ÍBV varð Íslandsmeistari, bikarmeistari og deildarmeistari.  BIRMINGHAM gekk í gær frá kaupum á enska landsliðsmanninum Emile Heskey, framherja Liverpool. Kaupverðið er 3,5 milljónir punda, en getur farið upp í 6,3 milljónir við til- skilinn leikjafjölda með liðinu. Hesk- ey gerði fimm ára samning við Birm- ingham en hann hefur verið í herbúðum Liverpool undanfarin fjögur ár.  ASHLEY McElhiney var í gær ráð- inn sem þjálfari atvinnumannaliðsins Nashville Rhythm í körfuknattleik, sem leikur í ABA-deildinni vestan hafs. Hún er fyrsta konan sem þjálfar atvinnulið karla í körfuknattleik í Bandaríkjunum en hún er aðeins 22 ára gömul.  MCELHINEY lék með Vanderbilt University-liðinu á háskólaárum sín- um og er gríðarlega vinsæl í heima- fylki sínu þar sem Nashville Rhythm er staðsett. Sally Anthony er eigandi liðsins en hún er ein af fjórum konum sem eiga lið í ABA-deildinni en 28 lið skipa deildina.  TALANT Dujshebaev er í lands- liðshópi Spánverja í handknattleik sem mætir Lettum í tveimur einvígis- leikjum um laust sæti á HM í Túnis. Leikirnir fara fram í lok mánaðarins og í byrjun júní. Dujshebaev gaf ekki kost á sér í lið Spánverja sem tók þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Slóv- eníu í janúar en hann leikur sem kunnugt er með Ólafi Stefánssyni hjá spænska meistaraliðinu Ciudad Real.  CIUDAD Real á fjóra menn í landsliðshópnum, markvörðinn Jose Hombrados, Mariano Ortega, Albert Enterríos og Talant Dujshebaev. Barcelona á þrjá fulltrúa í hópnum, markvörðinn og fyrirliðann David Barrufet, Xavier O’Gallaghan og Fernando Hernandés. Aðeins tveir leikmenn úr 13 manna landsliðshópn- um koma frá liðum utan Spánar. Demetrio Lozano, sem leikur með Kiel í Þýskalandi, og Ion Belausteui með Hamborg.  ALLT bendir til að Kanu verði þriðji leikmaðurinn sem fer frá meist- urum Arsenal. Martin Keown hefur leikið sinn síðasta leik með liðinu og Sylvain Wiltord og Kanu eru með lausan samning. FÓLK FRAMTÍÐ Didiers Deschamps, þjálfara Mónakó, er í óvissu og svo gæti farið að hann yfirgæfi franska liðið eftir úrslitaleikinn í Meistara- deildinni. Franskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea og Juventus vilji bæði nýta sér krafta Deschamps en hann lék með báðum þessum félögum á knattspyrnuferli sínum. Mónakó vill halda Deschamps í sínum röðum og hefur þegar hafið viðræður við hann um nýjan samning en Deschamps er hins vegar sagður opinn fyrir öðr- um möguleikum og vitað er að Juv- entus vill fá hann til að taka við starfi Marcelo Lippis og þá er uppi orðrómur um að Roman Abramo- vítsj, eigandi Chelsea, hafi þegar rætt við Deschamps. Frakkinn hyggst taka ákvörðun um framtíð sína eftir úrslitaleikinn í Meist- aradeildinni á móti Porto sem fram fer í Þýskalandi í næstu viku. Lið Valencia er gríðarlega velskipað, liðið hefur fengið fæst mörk á sig í spænsku deildinni og að auki hefur það skorað flest mörk í heimalandi sínu. Gengi Marseille hefur ekki verið sem best í deildarkeppninni í heima- landi sínu, en liðið situr í sjöunda sæti. Hinn litríki markvörður Valencia, Jose Santiago Canizares, telur að lukkan verði með Valencia að þessu sinni en Valencia tapaði úrslitaleikn- um í Meistaradeildinni árið 2000 fyr- ir Real Madrid, 3:0. Ári síðar var lið- ið mætt á ný í úrslitaleikinn gegn Bayern München frá Þýskalandi en þar réðust úrslitin í vítaspyrnu- keppni. Valencia beið á ný ósigur, 5:4, og margir muna eftir því er Can- izares grét eins og barn í leikslok á San Siro-vellinum í Mílanó á Ítalíu. Hinn 34 ára gamli markvörður, sem fjórum sinnum hefur verið val- inn besti markvörður spænsku deild- arinnar, segir að í leiknum gegn Marseille verði hann ekki með hefndina að leiðarljósi. „Allir sem standa að Valencia vilja fagna sigri í þessum leik. Stuðnings- menn liðsins hafa beðið lengi eftir því að geta fagnað sigri í UEFA- keppninni og vonandi getum við einnig fagnað síðar sigri í Meistara- deild Evrópu. Allt er þegar þrennt er,“ sagði Canizares. Allir leikmenn Valencia sem hafa látið að sér kveða með liðinu í vetur eru heilir en Rafa Benitez, þjálfari liðsins, hefur ekki getað notað Francisco Rufete og framherjann Miguel Angel Angulo að undanförnu vegna smávægilegra meiðsla. Hins vegar gæti svo farið að knatt- spyrnumaður ársins í Afríku og Frakklandi, Didier Drogba, verði ekki með Marseille. Framherjinn snjalli meiddist á mjöðm í leik gegn Mónakó í frönsku deildinni. Drogba, sem er frá Fílabeinsströndinni, hef- ur skorað 19 mörk í frönsku deildinni og 11 mörk í Evrópukeppninni það sem af er, en hann skoraði bæði mörk liðsins í síðari leiknum gegn Newcastle í undanúrslitum keppn- innar. Jose Anigo, þjálfari Marseille, er bjartsýnn á að Drogba verði klár í slaginn gegn Valencia. „Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn fá tæki- færi til þess að leika úrslitaleiki. Hann bítur á jaxlinn og verður með,“ sagði Anigo. „Sigur í UEFA-keppninni myndi fullkomna keppnistímabilið því sigur í deildarkeppninni á Spáni er okkur gríðarlega mikilvægur,“ segir Mista Ferrer, framherji Valencia, en hann hefur skorað 4 mörk í UEFA-keppn- inni fram til þessa og verður án efa í fremstu víglínu á nýja Ullevi-leikvanginum í kvöld. Miðvall- arleikmaðurinn Jorge Lopez getur ekki tekið þátt í leiknum með Val- encia þar sem að hann lék með Villareal í Intertoto-keppninni sl. sumar. Ítalski dómarinn Pierluigi Collina dæmir leikinn. Úrslitaleikur UEFA-keppninnar fer fram í Gautaborg í kvöld Valencia er líklegt til afreka í Gautaborg SPÆNSKA meistaraliðið í knatt- spyrnu, Valencia, var á dögun- um útnefnt besta lið aprílmán- aðar af Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu, FIFA, og eru flestir sparksérfræðingar á þeirri skoðun að liðið sé líklegt til að fagna sigri í UEFA-keppninni en úrslitaleikur keppninnar fer fram í Gautaborg í Svíþjóð í kvöld. Þar mætir Valencia franska liðinu Marseille sem varð Evrópumeistari árið 1993 og tapaði í úrslitaleik árið 1999. Valencia hefur hins vegar aldrei unnið UEFA-keppnina né heldur Meistaradeild Evrópu. Reuters Þrír leikmenn Valencia fagna marki – Brasilíumaðurinn Ricardo Olivera, Argentínumaðurinn Ro- berto Ayala og Spánverjinn Jorge Lopez, sem skoraði. Þeir verða í sviðsljósinu í Gautaborg. Yfirgefur Deschamps Mónakó?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.