Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ARNAR Sigurðsson, fremsti tennisleikari Íslands, setti skólamet í unnum leikjum á nýloknu tímabili í banda- rísku háskólunum. Arnar vann 29 af 35 viðureignum sínum í einliðaleik fyrir hönd Pacific háskólans en besti árangur keppanda frá Pacific var áður 26 unnir leikir. Að auki unnu Arnar og félagi hans, Lennart Maack frá Þýskalandi, 20 af 29 leikjum sínum í tvíliðaleik, og þeir deildu með sér titlinum „leikmaður ársins“ hjá Pacific. Skólinn vann Vesturdeild bandarísku háskólakeppn- innar en var síðan sleginn út af Stanford í fyrstu um- ferð úrslitakeppninnar. Háskólakeppnin er mjög hátt skrifuð í tennisíþróttinni en þar keppa flestir efnileg- ustu tennisleikarar Bandaríkjanna og fleiri þjóða, sem velja að stunda nám á meðan þeir vinna sig upp í íþrótt- inni. „Síðasti leikurinn, gegn Stanford, fór illa en þrátt fyrir það var þetta ótrúlegt keppnistímabil fyrir mig. Nú er ég á heimleið og fer síðan til meginlands Evrópu í lok mánaðarins og keppi þar á atvinnumannamótum í sumar,“ sagði Arnar við Morgunblaðið. Arnar setti skóla- met hjá Pacific KEFLVÍKINGAR hafa ekkert heyrt frá for- ráðamönnum svissneska úrvalsdeildarfélags- ins FC Zürich en félagið lýsti yfir áhuga á að gera samning við varnarmanninn Harald Frey Guðmundsson eftir að hann var til reynslu hjá því á dögunum. Keflvíkingum barst munnlegt tilboð frá Svisslendingunum fyrir tveimur vikum en Keflvíkingar óskuðu eftir skriflegu tilboði sem þeim hefur ekki borist í hendur enn sem komið er. „Við höfum ekkert heyrt meira frá félaginu. Við vildum fá frá þeim skriflegt tilboð og nokkrum dögum síðan fengum við á blaði frá félaginu fyrirspurn um Harald sem við svör- uðum bréflega en við höfum ekki fengið nein viðbrögð. Boltinn er því alfarið í höndum Zürich,“ sagði Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, við Morgun- blaðið. Keflavík ekkert heyrt frá Zürich Engar breytingar á greinum á ÓL í Peking DENIS Oswald, talsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar IOC, segir að ekki verði hróflað við þeim 28 keppnisgreinum sem keppt hefur verið í undanfarin ár á Ólympíuleikunum. Það verða því engar breytingar gerðar á dagskrá leikanna fyrir ÓL í Peking í Kína árið 2008. Jacques Rogge, forseti IOC, hefur undanfarin misseri sagt að margar af þeim keppnisgreinum sem hafa verið á dagskrá leikanna undanfarin ár veki ekki nógu mikla athygli og aðrar keppnisgrein- ar ættu að fá tækifæri í þeirra stað. Á meðal greina sem Rogge hef- ur nefnt í þessu sambandi eru nútímafimmtarþraut, hafnabolti og afbrigði af hafnabolta sem oft er kallað „mjúkbolti“ (softball). Rogge telur að karate, golf, ruðningur (rugby), veggtennis og íþróttir sem tengjast hjólabrettum og línuskautum séu líklegri til þess að vekja meiri athygli á Ólympíuleikunum. Rogge segir enn- fremur að ekki verði bætt við nýjum keppnisgreinum án þess að aðrar greinar víki í staðinn þar sem 28 keppnisgreinar, 300 atburð- ir og 10.500 keppendur séu hámarksstærð í skipulagningu Ólymp- íuleika. KOLBEINN Sigþórsson, 14 ára gamall knattspyrnumaður úr Vík- ingi, skoraði eitt af fimm mörkum Arsenal sem sigraði Southampton, 5:1, í leik sem háður var á High- bury, heimavelli Arsenal, um síð- ustu helgi. Kolbeinn er einn efnileg- asti knattspyrnumaður landsins og hafa forráðamenn Arsenal fylgst grannt með honum um nokkurt skeið. Kolbeini var boðið til æfinga hjá Arsenal síðastliðið haust þar sem hann skoraði í leik með drengjaliði félagsins á móti Chelsea. Þar heillaði hann þjálfara Arsenal með frammistöðu sinni og í kjölfarið var honum boðið að koma út aftur. Kolbeinn hélt ásamt for- eldrum sínum og Þórði Lárussyni, fyrrverandi þjálfara Stjörnunnar og kvennalandsliðsins, síðastliðinn föstudag til London en Þórður hef- ur um árabil starfað sem „njósnari“ fyrir Arsenal á Íslandi. Á laugar- deginum voru þau á meðal áhorf- enda á leik Arsenal og Leicester á Highbury þar sem Arsenal-menn voru krýndir meistarar í leikslok og á sunndeginum lék Kolbeinn með U-15 ára liði Arsenal á hinum fræga Highbury-velli og þar skor- aði hann fyrsta markið í stórsigr- inum á Southampton. Framhald verður á heimsóknum Kolbeins til Arsenal því félagið vill fá hann með sér á mót til Hollands í sumar. „Þetta var mikil upplifun fyrir strákinn. Fyrst að taka þátt í fagn- aðarlátunum á laugardeginum og síðan að spila á Highbury en öll unglingalið Arsenal fengu völlinn til afnota á sunnudeginum,“ sagði Þórður Lárusson. Kolbeinn skoraði á Highbury Níu leikmenn koma frá liðum áEnglandi, þar af fjórir frá meistaraliði Arsenal, en athygli vek- ur að nýkrýndir Frakklandsmeistar- ar, Lyon, eiga aðeins einn fulltrúa í hópnum og þá er Djibril Cisse, sem gengur í raðir Liverpool í sumar, ekki í hópnum þar sem hann tekur út leikbann. Leikmannahópur Frakka lítur þannig út: Markverðir: Fabien Barthez (Marseille), Greg- ory Coupet (Lyon), Mickael Land- reau (Nantes). Varnarmenn: Jean-Alain Boumsong (Auxerre), Marcel Desailly (Chelsea), William Gallas (Chelsea), Bixente Lizarazu (Bayern München), Mikael Silvestre (Manchester United), Lilian Thuram (Juventus), Willy Sagnol (Bayern München). Miðjumenn: Ludovic Giuly (Mónakó), Claude Makelele (Chelsea), Olivier Dacourt (Roma), Patrick Vieira (Arsenal), Robert Pires (Arsenal), Jerome Rothen (Mónakó), Sylvain Wiltord (Arsenal), Zinedine Zidane (Real Madrid), Benoit Pedretti (Sochaux). Framherjar: Thierry Henry (Arsenal), David Trezeguet (Juventus), Louis Saha (Manchester), Steve Marlet (Marseille). Frakkar, sem fögnuðu heims- meistaratitlinum árið 1998 og Evr- ópumeistaratitlinum tveimur árum síðar áður en þeir brotlentu á HM í S-Kóeru og Japan 2002, unnu riðil sinn í undankeppni Evrópumótsins með fullu húsi stiga. Frakkar þykja mjög sigurstranglegir á mótinu en þeir hefja titilvörnina gegn Englend- ingum hinn 13. júní. Sterkur hópur hjá Frökkum JACQUES Santini, landsliðs- þjálfari Frakka í knattspyrnu, valdi í gær leikmannahóp sinn sem á að verja heiður Frakka á Evrópumeistaramótinu í Portú- gal í sumar en þar hafa Frakkar titil að verja. Thierry Henry, miðherji Ars- enal, verður á ferðinni á EM í Portúgal. KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild ÍBV - Breiðablik....................................... 8:1 Margrét Lára Viðarsdóttir 27., 30., 39., 87., Karen Burke 68., Olga Færseth 66., Mhairi Gilmour 80., Erna B. Sigurðardóttir 54. (sjálfsmark) – Erna B. Sigurðardóttir 77.  Breiðablik beið sinn stærsta ósigur í deildakeppninni frá upphafi í Vestmanna- eyjum í gærkvöld. Áður hafði félagið stærst tapað 5:0, en það var tvívegis gegn KR, árin 1998 og 1999. Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar karla, 1. umferð: Neisti H. – GKS........................................ 1:0  Neisti mætir Tindastóli eða Hvöt. Magni – Snörtur ....................................... 2:1  Magni mætir Reyni Á. eða KS. ÍH – Afríka................................................ 5:1  ÍH mætir ÍR. Höttur – Knattspyrnufél. Eskifj............. 4:1  Höttur mætir Sindra. Neisti D. – Sindri...................................... 1:2  Sindri mætir Hetti. Hrunamenn – Hamar............................... 2:1  Utandeildalið Hrunamanna leikur gegn Ægi.  Aðrir leikir í 1. umferð keppninnar fara fram á morgun. England Undanúrslit um sæti í úrvalsdeild, annar leikur: West Ham – Ipswich................................ 2:0 Matthew Etherington 50., Christian Dailly 71. - 34.002.  West Ham mætir Crystal Palace í úr- slitaleik sem fram fer í Cardiff þann 29. maí. Svíþjóð Djurgården – IFK Gautaborg .................1:2 Staðan: Halmstad 8 7 1 0 22:8 22 Hammarby 8 5 2 1 9:4 17 Gautaborg 8 4 2 2 9:5 14 Kalmar 8 4 2 2 11:8 14 Malmö 8 3 4 1 13:5 13 Örebro 8 3 1 4 12:18 10 Trelleborg 7 2 3 2 7:7 9 Djurgården 8 2 3 3 10:12 9 Landskrona 8 2 2 4 10:13 8 Helsingborg 8 1 4 3 13:13 7 Sundsvall 8 1 4 3 7:10 7 Örgryte 7 1 4 2 7:10 7 AIK 8 1 3 4 4:9 6 Elfsborg 8 0 3 5 3:15 3 GOLF Byron Nelson meistaramótið, PGA-mót Sergio Garcia, Spáni ...............................270  77,2 millj. kr. (66-68-65-71) Robert Damron, Bandaríkj ....................271  37 millj. kr. (67-69-68-66) Dudley Hart, Bandaríkj..........................270  37 millj. kr. (65-71-67-67) Tim Herron, Bandaríkj. .........................271  17,7 millj. kr. (69-70-68-64) Duffy Waldorf, Bandaríkj. .....................271  17,7 millj. kr. (67-70-66-68) Tiger Woods, Bandaríkj. ........................271  17,7 millj. kr. (65-67-70-69) Nick Price, Zimbabwe ............................272  12,8 millj. kr. (66-71-69-66) Shigeki Maruyama, Japan .....................272  12,8 millj. kr. (70-70-66-66) Ernie Els, S-Afríku..................................272  12,8 millj. kr. (69-70-66-67) Stephen Leaney, Bandaríkj. ..................272  12,8 millj. kr. (66-69-69-68) Mark O’Meara, Bandaríkj. .....................273  9,8 millj. kr. (67-66-70-70) Deane Pappas, Bandaríkj. .....................273  9,8 millj. kr. (67-69-66-71) Jerry Kelly, Bandaríkj............................273  9,8 millj. kr. (66-68-67-72) ÚRSLIT  ANTHONY Peeler, bakvörður NBA-liðsins Sacramento Kings, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir að hann gaf Kevin Garn- ett, miðherja Minnesota, olnboga- skot í sjötta leik liðanna í undanúr- slitum Vesturdeildarinnar.  GARNETT brást við með því að gefa fyrrum félaga sínum úr liði Timberwolves högg í brjóstkassann en hann fær ekki leikbann en verður að greiða um hálfa milljón kr. í sekt vegna atviksins. Oddaleikur liðanna fer fram í kvöld í Minnesota og liðið sem sigrar mætir Lakers í úrslitum Vesturdeildar.  ATVIKIÐ hefur vakið mikla at- hygli í Bandaríkjunum þar sem leik- mennirnir voru miklir vinir á meðan þeir léku saman í Minnesota og segir Flip Saunders, þjálfari liðsins, að þeir væru enn vinir, en keppnisskap- ið hefði hlaupið með þá í gönur að þessu sinni.  FRANSKA knattspyrnuliðið Marseille sem leikur í kvöld til úr- slita í UEFA-keppninni í knatt- spyrnu hefur staðfest að félagið hafi komist að samkomulagi um kaup á miðjumanninum Benoit Pedretti frá Sochaux. Hinn 23 ára gamli Pedretti skrifar undir samning til næstu fjög- urra ára og fær Sochaux rúmlega 880 millj. kr. fyrir leikmanninn.  PEDRETTI hefur leikið 12 lands- leiki fyrir Frakka og segir Christ- ophe Bouchet, forseti Marseille, að kaupin séu einn liður í því að gera at- lögu að meistaratitlinum í Frakk- landi á næstu leiktíð. Pedretti verð- ur í franska landsliðshópnum sem fer í úrslitakeppni EM í sumar í Portúgal.  ALEX Rae, leikmaður enska úr- valsdeildarliðsins Wolves, er á förum frá félaginu sem leikur í 1. deild á næstu leiktíð. Rae er skoskur og hef- ur ávallt verið stuðningsmaður Rangers og nú fær hann tækifæri hjá liðinu sem leikmaður. Hann hef- ur gert tveggja ára samning við fé- lagið. Brasilíumaðurinn Emerson er hins vegar á förum frá Rangers.  ENSKA dagblaðið The Guardian segir í frétt sinni að Tottenham hafi áhuga á að fá Frank Arnesen til starfa hjá félaginu sem fram- kvæmdastjóri íþróttamála hjá félag- inu en David Pleat hefur verið í því starfi undanfarin ár. Arnesen er fyrrv. landsliðsmaður Dana í knatt- spyrnu og hefur stýrt gangi mála hjá hollenska liðinu PSV undanfarin ár sem yfirmaður íþróttamála.  ARNESEN hefur víðtæka þekk- ingu á leikmannasamningum, leik- mannakaupum og innsæi í leik- mannamarkaðinn í Evrópu en hann sagði starfi sínu lausu hjá PSV á dögunum eftir 19 ára starf sem leik- maður og síðar sem starfsmaður í yf- irstjórn félagsins. FÓLK EKKI er öruggt að belgíska knattspyrnu- félagið Gent fái heimild til að leika gegn Fylki í 1. umferð Intertoto-keppninnar í næsta mánuði. Gent er ekki komið með keppnisleyfi í Evrópumótum fyrir næsta tímabil og þarf því að sækja um undanþágu til UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, til að fá að taka þátt í keppninni. Forseti Gent sagði við belgíska fjölmiðla í gær að hann hefði beðið belgíska knattspyrnusambandið um að óska eftir undanþágunni og reyna að koma henni í gegn á sem skemmstum tíma svo félagið fái að spila gegn Fylki. Ef Gent fer ekki í keppnina er Íslendinga- liðið Lokeren næst í röðinni sem mótherji Fylkismanna. En þar er sama sagan, Lokeren er ekki heldur komið með keppnisleyfi í Evrópumótunum. Fyrri leikurinn verður í Belgíu 19. eða 20. júní og sá síðari hér á landi viku síðar. Gent þarf að fá undanþágu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.