Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 51
TORBEN Winther, landsliðsþjálfari
Dana, hefur valið 16-manna lands-
liðshóp sem leikur meðal annars við
Íslendinga á fjögurra þjóða móti í
handknattleik í Andwerpen í Belg-
íu um næstu helgi. Auk Íslendinga
og Dana taka landslið Serbíu/
Svartfjallalands og Túnis þátt í
mótinu, en þetta er fjórða árið í röð
sem Íslendingar verða á meðal
þátttakenda.
Guðmundur Þ. Guðmundsson,
landsliðsþjálfari Íslendinga hyggst
tilkynna val sitt á landsliðinu í dag
en eftir því sem fram kemur í
dönskum dagblöðum í gær þá er
Róbert Gunnarsson, leikmaður År-
hus GF, á meðal þeirra sem verða í
íslenska landsliðinu. Róbert lék
mjög vel í vetur í Danmörku og
varð næstmarkahæsti leikmaður
úrvalsdeildarinnar.
Danska landsliðið að þessu sinni
er eingöngu skipað leikmönnum
sem spila með dönskum félagsliðum
en er það nefnt deildarlandsliðið í
dönskum fjölmiðlum. Það skipa;
Peter Nørklit, FCK, Søren Rasmus-
sen, AaB, Heino Holm Knudsen,
AaB, Christian Back, AaB, Rune
Ohm, AaB, Henrik Hansen, Århus
GF, Kristian Gjessing, Skjern, Jesp-
er Jensen, Skjern, Jesper Nøddes-
bo, Tvis Holstebro, Kasper Klit-
gaard, Team Helsinge, Thomas
Larsen, Skjern, Kasper Sønder-
gaard, Århus GF, Martin Bager,
Team Helsinge, Pelle Larsen, AaB,
Hans Lindberg, Team Helsinge,
Lars Møller Madsen, Skjern.
Landsliðsþjálfari Dana
mætir með „heimamenn“
PÁLI Ólafssyni hefur verið
boðið að halda áfram að þjálfa
Hauka eftir að ljóst var að Atli
Hilmarsson tekur ekki við lið-
inu. Páll var ráðinn tímabund-
ið eftir að Viggó Sigurðsson
hætti í byrjun febrúar og und-
ir hans stjórn urðu Haukar
deildar- og Íslandsmeistarar.
„Ég ætla að gefa mér
nokkra daga til að ákveða
mig. Ég gaf það frá mér strax
eftir að ég hljóp í skarðið fyrir
Viggó að halda áfram á næsta
tímabili en Haukarnir leituðu
til mín þegar það komst á
hreint að Atli kæmi ekki.
Þetta er krefjandi verkefni en
jafnframt spennandi svo það
er að mörgu að hyggja og því
vil ég skoða málin frá öllum
hliðum áður en ég ákveð mig,“
sagði Páll í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Haukar hafa
rætt við Pál
Gestirnir byrjuðu betur og áttumeð réttu að komast yfir á
fyrstu tuttugu mínútunum en ákvarð-
anir dómaratríósins
kom í veg fyrir það.
Fyrst virtist sem
Blikar hefðu skorað
þegar skalli kom að
marki ÍBV, boltinn fór greinilega í
hönd Mhairi Gilmour sem stóð inni í
markinu og virtist hafa farið vel yfir
marklínu Eyjastúlkna. Ekkert dæmt.
Aðeins mínútu síðar slapp Björg Ásta
Þórðardóttir inn fyrir Michelle Barr í
vörn ÍBV og sú síðarnefnda renndi
sér í Björgu innan vítateigs og virtist
vera um brot að ræða. Ekkert dæmt.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði
fyrsta mark Íslandsmótsins, lék
glæsilega á tvo varnarmenn Blika og
hamraði knöttinn í slána og inn frá
vítateigslínu. Hún var aftur á ferðinni
þremur mínútum síðar en þá átti Elín
Anna Steinarsdóttir gott skot að
marki Breiðabliks, Birna Kristjáns-
dóttir varði en náði ekki að halda bolt-
anum og Margrét Lára var fljót að
átta sig og renndi knettinum í netið.
Þriðja mark Margrétar Láru kom svo
fimm mínútum fyrir leikhlé. Karen
Burke sendi knöttinn fyrir og Mhairi
Gilmour átti hörkuskot að marki,
Birna varði vel en hélt ekki boltanum
og eftirleikurinn var auðveldur fyrir
Margréti Láru.
Í síðari hálfleik hélt stórskotahríð
ÍBV áfram. Fjórða markið var sjálfs-
mark. Breiðablik missti Söndru
Karlsdóttur út af á 57. mínútu þegar
hún fékk rautt spjald fyrir að brjóta á
Margréti sem var sloppin í gegn. Olga
Færseth gerði fallegasta mark leiks-
ins, sendi boltann með bakfallsspyrnu
í bláhornið. Nú héldu Eyjastúlkum
engin bönd og sjötta markið skoraði
Karen Burke eftir mikinn darraðar-
dans. Breiðablik klóraði aðeins í
bakkann með marki Ernu B. Sigurð-
ardóttur en Mhairi Gilmour svaraði
fyrir ÍBV og Margrét gerði síðasta
markið og sitt fjórða.
Áttum klárlega að fá víti
Margrét Sigurðardóttir, þjálfari
Breiðabliks, var að vonum ósátt í
leikslok. „Liðið hrynur hjá okkur eftir
að við fáum á okkur fyrsta markið.
Annað markið kom fljótlega á eftir
sem var óheppni, eflaust út af rign-
ingu og bleytu. Þá fóru leikmenn að
hætta að spila saman og fóru að reyna
að gera allt upp á eigin spýtur.“ Mar-
grét var ósátt við það að hafa ekki
fengið vítaspyrnu í upphafi leiks þeg-
ar brotið var á Björgu Ástu. „Þetta
var klárlega víti og svo virtist boltinn
hafa farið inn fyrir línuna aðeins áður
þannig að í rauninni áttum við að vera
komin tveimur mörkum yfir. Ég er
svakalega svekkt en þessu getum við
lært af. Þessi leikur verður skoðaður
og unnið úr því á skynsamlegan hátt.
Við erum síður en svo búnar að leggja
árar í bát.“
Ekki getað dreymt betri byrjun
„Þetta var ofboðslega óvænt. Mann
hefði ekki getað dreymt um svona
góða byrjun á mótinu,“ sagði Heimir
Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, kampa-
kátur í leikslok. „Blikar byrjuðu vel
en um leið og þær fengu á sig fyrsta
markið hættu þær.“
Heimir sagði að með réttu hefðu
Blikar átt að vera komnir með forystu
í leiknum áður en Eyjaliðið komst á
blað. „Þær komu ekki með rétta hug-
arfarið í þennan leik og það er mjög
óvenjulegt að sjá þær svona daprar
en ég var ánægður að fá þær í svona
standi til Eyja.“
„Ég vona að þetta sé það sem koma
skal,“ sagði Margrét Lára, besti leik-
maður vallarins. „Reyndar spiluðum
við ekkert neitt sérstaklega vel, mið-
að við aðstæður, völlurinn blautur og
þungur en þetta var Breiðablik þann-
ig að þetta er gott.“
Margrét Lára hefur reynst Blikum
erfið að undanförnu en þetta er þriðji
leikurinn í röð þar sem hún skorar
fjögur mörk gegn þeim. „Mér finnst
bara svo gaman að spila við Breiða-
blik, ég var náttúrulega í Tý og þykir
vænt um græna litinn.“
MIHAJLO Bibercic, fyrrum
markamaskína með ÍA og KR, er
kominn með leikheimild með 1. deild-
ar liði Stjörnunnar í knattspyrnu.
Hann getur því leikið með Garðbæ-
ingum á föstudag þegar þeir taka á
móti Njarðvík í annarri umferð deild-
arinnar. Sama er að segja um Dalibor
Lazic, sem einnig er kominn til
Stjörnunnar frá Serbíu/Svartfjalla-
landi, en þeir gátu ekki leikið með lið-
inu gegn Haukum í fyrrakvöld.
STJARNAN hefur einnig fengið til
sín Emil Sigurðsson frá FH. Hann
spilaði ekkert síðasta sumar en lék 4
leiki með Hafnarfjarðarliðinu í úr-
valsdeildinni 2002.
VIKTOR Bjarki Arnarsson, leik-
maður Víkings, var í gær úrskurð-
aður í tveggja leikja bann vegna
brottrekstursins gegn Fram í fyrstu
umferð úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu. Hann verður því ekki með
Víkingi gegn KA á föstudag og ekki
heldur gegn KR 27. maí.
FJÓRIR leikmenn úr 1. deild verða
í banni í annarri umferð deildarinnar
á föstudag en þeir voru allir reknir af
velli í fyrstu umferðinni. Það eru þeir
Hörður Már Magnússon úr HK, Ey-
steinn P. Lárusson úr Þrótti R., Þor-
gils Þorgilsson úr Stjörnunni og
Guðmundur Brynjarsson úr Njarð-
vík.
SIF Atladóttir, markahæsti leik-
maður FH í úrvalsdeild kvenna síð-
asta sumar, er gengin til liðs við Ís-
landsmeistara KR. Sif, sem er 19 ára
og dóttir Atla Eðvaldssonar, fyrrum
landsliðsþjálfara karla, skoraði 5 af 11
mörkum FH í deildinni í fyrra og spil-
aði jafnframt með U19 ára landslið-
inu.
HJÁLMAR Jónsson missti í gær-
kvöld af sínum þriðja leik í röð með
Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu – vegna meiðsla. Gauta-
borg vann þá góðan útisigur á meist-
urum Djurgården, 2:1.
FORRÁÐAMENN enska knatt-
spyrnufélagsins Leeds United skýrðu
frá því í gær að þeir hefðu hafnað
tveimur tilboðum frá Manchester
United í Alan Smith, enska landsliðs-
manninn. Smith er á förum frá Leeds
í kjölfarið á því að félagið féll úr úr-
valsdeildinni en ekki fyrir hvaða upp-
hæð sem er. Manchester United bauð
fyrst 3,5 milljónir punda, eða um 450
milljónir króna, og hækkaði sig síðan í
5,5 milljónir punda, eða 710 milljónir
króna. Leeds vill hins vegar fá í kring-
um 1.300 milljónir króna fyrir Smith.
THAKSIN Shinawatra, forsætis-
ráðherra Taílands, sagði við BBC í
gær að tilboð sitt um kaup á 30 pró-
sentum í enska knattspyrnufélagið
Liverpool hefði verið samþykkt. Að-
eins væri eftir að greiða úr ýmsum
smáatriðum varðandi kaupin. For-
ráðamenn Liverpool hafa ekki stað-
fest ummæli hans.
FÓLK
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir ÍBV þegar liðið lagði Breiðablik í fyrsta leikn-
um í efstu deild kvenna í gær, en leikið var í Eyjum. Hér fagna samherjar henni eftir eitt markið.
Sjö marka skell-
ur Blika í Eyjum
FYRSTI leikur Landsbankadeildar kvenna fór fram í Eyjum í gær
þegar heimastúlkur tóku á móti Breiðabliki. Fyrirfram var búist við
hörkuviðureign enda þessum tveimur liðum spáð baráttu í efri
hluta deildarinnar. Annað kom á daginn, heimastúlkur hreinlega
völtuðu yfir andstæðinga sína og sigruðu örugglega 8:1.
Sigursveinn
Þórðarson
skrifar
BRYNJAR Valdimarsson varð í gær
Íslandsmeistari í snóker þegar hann
lagði Ásgeir Ásgeirsson í úrslitaleik
með níu römmum gegn einum.
Þetta er í sjötta sinn sem Brynjar
verður Íslandsmeistari, síðast varð
hann meistari árið 1992 en þá hafði
hann einokað titilinn frá því hann
varð fyrst meistari, árið 1988. Hann
varð sem sagt Íslandsmeistari fimm
ár í röð og nú er spurning hvort
hann endurtekur leikinn.
Brynjar
meistari
Fimm borgir
keppa um
ÓL 2012
PARÍS í Frakklandi þykir
líkleg til að verða vettvangur
Ólympíuleikanna árið 2012
en alþjóða ólympíunefndin
tilkynnti hvaða fimm borgir
koma til greina sem gest-
gjafar leikanna. Borgirnar
fimm eru: París, London,
New York, Moskva og Madr-
id en umsóknum frá Havana,
Istanbul, Leipzig og Rio var
hafnað.
Þrjár af borgunum fimm
hafa haldið leikana, París ár-
in 1900 og 1924, London 1908
og 1948 og Moskva 1980.
Ákvörðun um keppnisstaðinn
verður tekin á fundi Alþjóða
ólympíunefndarinnar í júlí á
næsta ári.