Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 60

Morgunblaðið - 19.05.2004, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. GUITAR Islancio mun leika á Listahátíðinni í Sjanghæ í október á þessu ári og efna til hljómleikaferðar um Kína árið 2005. Með- limum tríósins bárust fréttir þess efnis í gær en Óttar Felix Hauksson lék lög af nýrri plötu þeirra, „Scand- inavian Songs“ fyrir for- ráðamenn hátíð- arinnar sem hrif- ust svo mjög að afráðið var að bjóða sveitinni að leika þar í landi á þessu ári og því næsta. Óttar er staddur í Kína í tengslum við und- irritun útgáfusamnings með tónlist ítalska „undrabarnsins“ Robertino og kom tríóinu á framfæri í sömu ferð. Þá fékk hann fyr- irspurn frá aðstandendum Listahátíðarinnar um Íslenska dansflokkinn. Björn Thoroddsen, gítarleikari í Guitar Islancio, segir ekkert fyrirsjáanlegt í tónlist- inni en sér hafi aldrei dottið í hug að hann ætti eftir að leika í Kína. „Við erum í skýjunum yfir þessu,“ sagði hann. Enginn þeirra félaga hafi komið til Kína eða leikið þar áður. Guitar Islancio er auk Björns skipað þeim Gunnari Þórðarsyni, gítar og Jóni Rafnssyni, kontrabassa. Í hljómleika- ferð um Kína á næsta ári Guitar Islancio heitir tríó þeirra Gunnars Þórðarson- ar, Björns Thoroddsens og Jóns Rafnssonar. ALLIR nemendur í Ingunnarskóla í Graf- arholti, vel á annað hundrað talsins, hafa nú fengið íþróttatreyjur merktar Fylki úr Árbæn- um að gjöf frá félaginu. Voru viðbótartreyjur afhentar í gær, við mikinn fögnuð nemendanna eins og sjá má. Að sögn Arnar Hafsteinssonar, því, auk þess sem verið var að skipta út bún- ingum fyrir yngri flokkana. Segir Örn tilgang- inn ekki hafa verið þann að ná krökkunum í Fylki á undan Fram, sem gert hefur samning við Reykjavíkurborg um framtíðaraðstöðu í Úlfarsfelli, næsta nágrenni við Grafarholtið. framkvæmdastjóra Fylkis, hafa nemendurnir verið í leikfimikennslu í íþróttahúsinu í Árbæn- um, þar sem slíkt mannvirki er enn ekki til staðar í Grafarholti og verður ekki fyrr en haustið 2005. Þótti tilhlýðilegt að merkja krakkana félaginu, enda mörg farin að æfa hjá Morgunblaðið/ÞÖK Nemendur Ingunnarskóla í Fylkistreyjum STEFNT er að því að endurvekja sögusvið Gísla sögu Súrssonar í Dýrafirði sumarið 2005. Verður í þeim tilgangi m.a. komið fyr- ir u.þ.b. tuttugu söguskiltum víða í grennd við þjóð- veginn, einskonar söguslóð með upp- haf sitt í Önund- arfirði þar sem Gísla saga Súrs- sonar hefst. Þá eru uppi hugmyndir um að koma á á fót víkingamiðstöð á Þing- eyri þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um allt er viðkemur sögu og lifnaðarháttum víkinga. Gíslasöguverkefnið er eitt sex íslenskra þátttökuverkefna í fjölþjóðlegu samstarfs- verkefni, „Destination Viking“ sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins. Sögusvið Gísla sögu Súrssonar endurvakið Teikning af einu söguskilt- anna, við Dýrafjarðarbrú, sem ráðgert er að reisa.  Nýtt víkingatímabil/22 HEILDARKOSTNAÐUR Samkeppnis- stofnunar við rannsókn á meintu samráði tryggingafélaganna er tæplega 32 milljónir króna. Rannsóknin nær frá árinu 1997 fram til ársins 2004. Þetta kom í skriflegu svari viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þing- manns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Jóhanna spurði hvort ástæða hefði verið til að ætla að vegna fjárskorts Samkeppnis- stofnunar og skorts á mannafla hefði tekið svo langan tíma að fá niðurstöðu en í svarinu segir að ýmsir samverkandi þættir hafi vald- ið því hversu langan tíma hafi tekið að ljúka málinu, og fjárskortur ekki ráðandi þáttur. Kostaði 32 milljónir króna  Heildarkostnaður/10 Rannsókn á meintu samráði tryggingafélaganna ♦♦♦ ♦♦♦ MIKIL hætta skapaðist á Suður- landsvegi og Vesturlandsvegi síð- degis í gær vegna ofsaaksturs ökumanns á stolnum bíl. Lög- reglumenn reyndu að stöðva öku- manninn eftir að hann sinnti fyrst ekki stöðvunarmerkjum við Litlu kaffistofuna. Eftir langa og stranga eftirför á háannatíma tókst lögreglunni að króa manninn af í Túnahverfi í Mosfellsbæ og hafði hann þá ekið utan í einn fólksbíl og skemmt þrjá lögreglu- bíla. Mildi þykir að enga hafi sakað í ofsaakstri mannsins. Tilkynnt hafði verið um stolinn bíl á Selfossi og fljótlega kom í ljós að um sama mann var að ræða og rændi bensínstöð og verslun á Laugarvatni á mánudag. Skömmu eftir að Selfosslögreglan sleppti honum um fjögurleytið í gær, eftir að hann viðurkenndi ránið í yfir- heyrslum, tókst honum í annarri tilraun að stela bíl til að komast á til Reykjavíkur. Daginn áður var maðurinn handsamaður á Þing- völlum af eigendum verslunarinn- ar á Laugarvatni, sem veittu hon- um eftirför yfir Lyngdalsheiðina. Sökum annarlegs ástands var ekki hægt að yfirheyra hann fyrr en í gærmorgun. Eftir að bílstuldurinn á Selfossi hafði verið tilkynntur fór lögregl- an í Reykjavík á móts við manninn og mætti honum við Litlu kaffi- stofuna. Þar var hann mældur á 140 km hraða en sinnti ekki stöðv- af, korteri eftir að tilkynnt var um stolinn bíl á leið til borgarinnar. „Það er alveg ljóst að almenn- ingi stafaði mikil hætta af ökulagi mannsins á einhverjum fjölfarn- asta vegi landsins. Aksturinn var langt umfram hámarkshraða og flestar umferðarreglur brotnar að okkar mati,“ segir Karl Steinar og er ánægður með vinnubrögð lög- reglumanna undir miklu álagi. Fagmannlega hafi verið að verki staði hjá hans mönnum og þeir náð að afstýra stórslysi. Maðurinn var í haldi lögreglunnar í gærkvöld og að sögn Karls Steinars verður tek- in afstaða til þess í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum. unarmerkjum. Lögreglan greip til þess ráðs að setja upp hindrun á Suðurlandsvegi við Rauðavatn en þar komst maðurinn framhjá og hélt för sinni áfram að Vestur- landsvegi. Þar beygði hann í átt til Mosfellsbæjar og höfðu fleiri lög- reglubílar þá bæst í eftirförina. Króaður af í Mosfellsbæ Karl Steinar Valsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn segir að þegar þarna hafi verið komið sögu hafi lögreglumenn fengið fyrirmæli um að koma ökumanninum af Vesturlandsvegi sökum mikillar slysahættu og stöðva akstur hans. Tókst svo að lokum á Skarhóla- braut í Mosfellsbæ að króa hann Viðurkenndi rán á Laugarvatni hjá Selfosslögreglu og fór skömmu síðar á stolnum bíl til Reykjavíkur Mikil hætta skap- aðist af ofsaakstri Morgunblaðið/Júlíus Lögreglumenn ræðast við eftir að hafa króað ökumanninn af í Mos- fellsbæ. Fyrir aftan þá er sendibíll sem maðurinn stal á Selfossi, hálf- tíma eftir að hann losnaði úr yfirheyrslum lögreglu vegna ráns. NOKKURRAR óvissu gætir með atvinnu fyrir ungt fólk í sumar, en að sögn starfsmanna Vinnumiðlunar ungs fólks (VUF) er ekki hægt að veita nema rúmlega helmingi um- sækjenda þar vinnu. Um 2.600 námsmenn, 17 ára og eldri, hafa sótt um hjá VUF, en af þeim fá um 1.470 vinnu. Þó er sá fyrirvari á að flestir sækja um á fleiri en einum stað, svo ekki er fullljóst hversu margir verða án vinnu í sumar. Í bréfi frá framkvæmda- stjóra ÍTR, sem lagt var fyrir borgarráð í gær, kemur fram að alls muni 5.200 ungmenni starfa hjá borginni í sumar, en þar er með talin Orkuveita Reykjavíkur og Vinnuskólinn, en Orkuveitan ræður um 200 manns í afleysingar og ýmis störf í sumar. Upphaflega var gert ráð fyrir um 870 störfum fyrir ungt fólk hjá stofnunum borgarinnar, á vegum VUF, en með 150 milljóna aukafjárveit- ingu verður bætt við 600 störf- um á ýmsum stöðum. Helmingur fær vinnu Selma Árnadóttir, forstöðu- kona VUF, segir að rúmur helmingur umsækjenda fái vinnu og að stór hópur verði þó áfram á biðlista. „Fólk er von- andi að leita á önnur mið, en hér er einungis um að ræða ráðningar hjá borgarstofnun- um, þótt einkaaðilar leiti einnig til okkar eftir fólki, sem betur fer,“ segir Selma. Óvissa með sum- arstörf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.